Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER 1991 Minning: ~ • • Þorsteinn O. Stephensen Fæddur 21. desember 1904 Dáinn 13. nóvember 1991 Fyrrverandi leiklistarstjóri Ríkis- útvarpsins, Þorsteinn Ö. Stephen- sen er látinn tæplega 87 ára að aldri. Þorsteinn var einn elstu manna í frumhveijasveit Ríkisútvarpsins, þar sem hann réðst til starfa 1935 og vann síðan óslitið til 1974, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Lengst af gegndi hann starfi leiklistarstjóra, og hann lætur eftir sig spor í menningar- og leiklistar- sögu þjóðarinnar, sem eru mörgum í minni og fennir vonandi ekki yfir. Metnaður Þorsteins vegna stéttar sinnar og átarfs var mikill. Hann vildi gera útvarpið fullgildan aðila að leiklistarflutningi, og hann skorti ekki stálvilja og aðra hæfileika til að gera drauma sína um það efni að veruleika. Leiklistin var köllun Þorsteins. Hann hafði notið náms í listgrein sinni við skóla Konung- lega leikhússins í Kaupmannahöfn eins og fleiri kunnir leikarar á fyrri hluta aldarinnar. Þorsteinn var fjöl- hæfur maður. Hann var frábær ís- lenskumaður í ræðu og riti, hafði ágætan framburð, fullkomið brag- eyra og kunni vel að yrkja, þótt eigi legði hann skáldskap fyrir sig nema glettnisvísur og samkvæmis- bragi auk þess sem hann orti fyrir börnin. Vandvirkni og virðing fyrir við- fangsefninu var annað einkenni Þorsteins. Hann kastaði aldrei höndum til nokkurs verks, en vand- aði til alis eins og kostur var. Tii þess sparaði hann hvorki erfiði né ómak. Hann hélt á lofti virðingu útvarpsins og raunar sjálfs sín á svo sannfærandi hátt að einhveijum kynni að hafa ofboðið og talið jaðra við ofríki, en hann vildi sýna fyrst og fremst menningarhlutverk út- varpsins og hvílíkt gildi það hefur fyrir þjóðina, ef rétt er á haldið. Það er ástæða til að minna á þetta nú á tíma óvissu, þegar mörg ís- lensk menningarverðmæti eiga í vök að veijast og allra veðra er von. Gott er til þess að vita að Þor- steinn skildi eftir hjá útvarpinu gild- an sjóð, en þar mun að fínna þau leikrit sem hann valdi til flutnings, leikstýrði og lék í um 27 ára skeið. Er þar mikinn fróðleik að finna um leiklistarstarfsemi stofnunarinnar og verður vonandi gaumur gefinn af þeim sem vilja kynnast þróun íslenskrar leikmenntar á þessari öld mikilla umbrota og framfara. Þess skal hér getið, að Þorsteinn var mjög stéttvís maður og gætti vandlega hagsmuna stéttarsystkina sinna og var framarlega í forystu samtaka þeirra. Hann hafði líka næmt auga fyrir ungum rithöfund- um sem tóku smám saman að leggja sig eftir leikritagerð. Fengu nokkrir þeirra fyrst birt verk sín í útvarpinu. Hér er stiklað á stóru. Þorsteinn Ö. Stephensen kom ákaflega víða við á sinni veraldargöngu. Hann lék mörg og ólík hlutverk bæði í út- varpi og á leiksviði og loks í sjón- varpi, var einn vinsælasti flytjandi framhaldssagna og þó ennþá frem- ur ljóða. Hann naut ómældra vin- sælda útvarpshlustenda alla tíð, og hafa víst fáum hlotnast slíkar. Þorsteinn Ö. Stephensen var höfðinglegur álitum og í fram- göngu, meðalmaður á. hæð, þrek- lega vaxinn, enda afrendur að afli. — En „elli hallar öllum leik.” — Hann bar sig lengst af vel í elli sinni, þótt hann yrði stirðlegri í hreyfingum en áður. Hann bar með sér þokkafullt fas hvar sem hann fór. Fáum var gefið sem honum að bregða stórum svip á umhverfi sitt. Hann háfði alist upp suður við Skerjafjörð; — meira en hálfa öld hafði hann síðan átt heimili sitt í miðbæ Reykjavíkur í húsinu við Laufásveg 4. Hann hafði gjörla fylgst með þróun höfuðstaðarins úr litlum bæ í nýja stóra borg, höf- uðborg landsins, — lifað hér nánast allar hreyfíngar sem gengið hafa yfir borgina á þessari öld. Nú er hann allur, en eftir lifa minningar um listamann sem hreif samborg- ara sína og landsmenn alla.'mann sem allir báru kennsl á hvar sem hann fór. Reykjavík hefur misst drátt úr ásýnd sinni. Konu Þorsteins, Dórotheu Guð- mundsdóttur Breiðfjörð, sem lifir mann sinn, votta ég innilega samúð sem og börnum þeirra hjóna og öðrum vandamönnum — Hvíli hann í Guðs friði. Andrés Björnsson Við kveðjum í dag með söknuði ástsælan félaga, frábæran leikara og merkan frumheija, Þorstein Ö. Stephensen. Með honum er fallinn frá síðasti hvatamaðurinn að stofn- un Félags íslenskra leikara. Hann var einn frumkvöðlanna sem af eld- móði og visku markaði stefnu nýrr- ar atvinnustéttar í þessu landi. Þessir menn hvikuðu hvergi þrátt fyrir mótbyr, enda báiu þeir ein- læga virðingu fyrir því lífsstarfi sem þeir höfðu kosið sér. Þorsteinn Ö. Stephensen var fyrsti formaður Félags íslenskra leikara og gegndi því starfi í sex ár samhliða leiklistinni og öðrum störfum. Hann lét sig æ síðan varða málefni félags síns, stór sem smá og miðlaði gjaman af þekkingu sinni og reynslu til þeirra sem á eftir komu. En Þorsteinn var braut- ryðjandi á fleiri sviðum. Hann var einn af stofnendum Starfsmannafé- lags Ríkisútvarpsins og síðar fyrsti leiklistarstjóri þeirrar stofnunar. Þannig átti hann þátt í að efla leik- list í landinu og einnig með því að beijast fyrir áframhaldandi tilveru Leikfélags Reykjavíkur er Þjóðleik- húsið tók til starfa. Þorsteinn Ö. Stephensen var stórkostlegur listamaður og átti sér glæstan leikferil á sviði, í sjónvarpi og útvarpi. Hann var útvarpsleikar- inn með hlýju röddina sem öll þjóð- in kunni svo vel að meta. Undirrituð er afar þakklát fyrir að hafa fengið að vera samferða þessum merka manni um hríð og fengið að upp- götva að hlýjan var ekki aðeins í röddinni. Þorsteinn lifði þau tímamót er Félag íslenskra leikara varð fimm- tíu ára, 22. september sl. Því miður var hann orðinn of veikburða til að fagna með félögum sínum. En dótt- ursonur hans og nafni, Þorsteinn Guðmundsson, sem jafnframt er nýútskrifaður leikari, flutti okkur kveðju frá afa sínum í hátíðardag- skrá í Borgarleikhúsinu. Hann var hjá okkur í huganum þann dag — og við hjá honum. Félag íslenskra leikara sendir frú Dórotheu, börnum þeirra Þorsteins og fjölskyldum þeirra, einlægar samúðarkveðjur. Félagsmenn fyrr og síðar eiga Þorsteini Ö. Stephen- sen mikið að þakka. Hans verður minnst um ókomna tíð sem eins fremsta merkisbera íslenskrar leik- arastéttar. F.h. Félags ísler.skra leikara, Guðrún Alfreðsdóttir. Kveðja frá Leiklistar- skóla íslands Það er ungri listmenntastofnun mikilvægt að framúrskarandi lista- menn láti sig varða það starf sem þaV erilitinío ög' fniðli Uppíenriáhdi listamönnum af reynslu sinni; hvetji unga fólkið til dáða og gagnrýni það af innsæi og ást á listinni. Slíkur listamaður var Þorsteinn Ö. Stephensen. Hann reyndi að láta sig aldrei vanta á sýningar Nem- endaleikhússins eða við skölaslit og lagði á sig það erfiða ferðalag sem það var orðið fyrir hann að ganga stigana upp til okkar svo lengi sem þess var nokkur kostur. Fyrir þessa tryggð þökkum við nemendur og kennarar Leiklistar- skóla íslands honum, þökkum þann styrk sem hann veitti okkur og fyr- ir að vera okkur ómetanleg fyrir- mynd í listrænu starfi. Aðstandendum hans vottum við samúð okkar. Blessuð sé minning Þorsteins Ö. Stephensen. Helga Hjörvar, skólastjóri. Hún var ekki há í loftinu hnátan sem stóð við spegilinn og skildi ekkert í því að hún sá sig sjálfa í speglinum. „Gáðu á bak við spegil- inn,” sögðu frændur hennar sem sátu og kímdu góðlátlega yfir litlu stúlkunni. Stúlkan hlýddi og gáði aftur og aftur en skildi ekki eðli spegilsins, en hún man enn, rúmum ljórum áratugum seinna, hve frændumir hlógu innilega. Þessir elskulegu frændur telp- unnar, Stebbi og Steini, eru nú báðir horfnir úr þessum heimi en minningar um liðna atburði leita á hugann. Steini lagði í sína hinstu för í síðustu viku, en sú ferð er í raun eini fasti punktur tilverunnar. Hvenær við lútum sól þessa heims hinsta sinni er okkur öllum hulið. Litla hnátan við spegilinn hélt áfram að stækka og þroskast en hún var svo heppin að alast upp í kjallaranum í Hólabrekku og í því húsi var jafnan gestkvæmt. Ur eld- húsglugga kjallarans mátti sjá fæt- ur gestanna er á loftið komu og mjög fljótt lærði stúlkan að þekkja fætur og fótatak Steina er hann kom í heimsókn og leið þá ekki á löngu þar til hún þurfti aðeins að- bregða sér á loftið. Alltaf voru móttökurnar þær sömu. Hann fékk koss á kinnina, hún fékk bros og hlýtt handtak. Síðan var spjallað saman og ávallt virtist Steini hafa sömu áhugamál og litla frænkan. Með tímanum fór hún að taka strætisvagn til bæjarins og að lokn- um sendiferðum var oft komið við á Laufásveginum. Þar var alltaf sama hlýleikann að fínna og þau hjónin tóku litlu frænkunni sem hátíðlegum gesti. Henni fannst líka alltaf veisla á Laufásveginum þegar hún var að dúka borð og bera fram pönnukökur og jólaköku með mikl- um rúsínum. A 17. júní var Laufás- vegur 4 aðaihótel bæjarins, þar sem allir voru velkomnir og glatt var á hjalla. Þó er hápunktur minninga stúlkunnar frá þessum þjóðhátíðar- dögum þegar Steini rétti henni ann- inn og sagðist vilja bjóða henni upp í dans á Læjartorgi. Stolt og hreyk- in af frænda sínum leiddi hún hann eftir Lækjargötunni að dansstaðn- um og henni fannst allir horfa á þau. Slíkar sælustundir hefur stúlk- an geymt með sér alla tíð. Áhuga frænkunnar á leikritum og leikhús- lífi má án efa rekja að einhveiju leyti til samskipta hennar við Steina. Það var setið við og fylgst með útvarpsleikritum og ófáar voru ferðirnar í gamla Iðnó og þá ekki síst til að fylgjast með Steina í nýjum hlutverkum. Oft tóku tárin að renna ef frændi var misrétti beittur og erfitt var að sætta sig við hann í hlutverki-skúrka. Og hún varð oft afbrýðisöm fyrir hönd Theu ef hlutverkin kröfðust blíðuatlota við konur. Það gekk nú of langt að mati barnsins. Með árunum fækkaði samveru- stundunum en sambandið við frænda sem náði að festa rætur á æskuárum telpunnar hélst þó alla tíð. Þar skipti mestu hlýjan og upp- örvunin frá Steina og sem fyrr seg- ir hafði hann alltaf áhuga á því sem hún tók sér fyrir hendur. Það kom best í ljós nú á síðustu vikum er hún var að ljúka ákveðnum áfanga í námi að hann vildi vita allt um verkefnið og samgladdist henni á lokadegi. Það mætti draga upp margar myndir úr dagbók minninganna en hér verður látið staðar numið. Sæll er sá er getur yljað sér við slíkar minningar um góðan frænda. Elsku Thea og fjölskylda. Inni- legar samúðarkveðjur til ykkar allra. Lokaerindi Sólarljóða verður hinsta kveðja frænkunnar til Steina. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gefi dauðum ró en hinum líkn, er lifa. Ingibjörg Einarsdóttir Ég er ekki viss um, að við íslend- ingar nútímans leiðum hugann nægilega oft að því, hversu ótrúleg viðreisn í listrænum og menningar- legum efnum átti sér stað hér á landi á fyrri hluta þessarar aldar. Ef við reynum eitt andartak að setja okkur í spor manna hér um síðustu aldamót þá eru umskiptin slík, að torvelt er fyrir okkur, börn allsnægtanna, að gera okkur þau í hugarlund. í myndlist, tónlist og leiklist var þá ekki um annað að ræða en fátæklegar tilraunir sem sinnuleysi samtíðarinnar, vantrú þjóðarinnar á eigin krafta, virtist æði oft gera sitt besta til að drepa niður. Þó fór það aldrei svo, að for- ráðamönnum hins nýstofnaða leik- félags í Reykjavík tækist ekki árið 1899 að kría út úr Alþingi og bæjar- yfírvöldum ofurlitla hungurlús til þess að létta á þeirri skuldabyrði sem þá var að gera út af við félags- skapinn eftir aðeins tveggja ára úthald. Sá styrkur var að vísu ekki sjálfsagðari en svo, að félagið þurfti næstu árin alltaf að leggja nýja umsókn fyrir hvert þing; ýmsir þingmenn voru að sjálfsögðu vissir um, að hér væri verið að kasta fjár- munum á glæ. Þannig bjuggu stjórnvöld sem sé að innlendri leik- listarviðleitni um það leyti sem ný öld var að ganga í garð. Aðeins tæpum tveimur mannsöldrum síðar er staðan algerlega breytt og öflug- ur vísir fjölbreyttrar nútímamenn- ingar runninn upp. Því miður er íslensk menningarsaga tuttugustu aldar enn óskrifuð og þeir fáir sem hirða að leita svara við þeirri spurn- ingu, hvað það var sem gerði þetta kraftaverk að veruleika. En spurn- ingin leitar sterkt á, þegar jafn harkalega er sótt að menningarlegu sjálfstæði okkar og nú er raunin á og sérstaklega áleitin ætti hún að verða þegar maður eins og Þor- steinn Ö. Stephensen er borinn til moldar. Þorsteinn var nefnilega einn í hópi þeirra miklu frumheija sem við eignuðumst á fyrri hluta aldar- innar í öllum aðalgreinum listanna og það er mikilvægt, þegar ævi- starf hans er hugleitt, að einskorða það ekki við þann starfsvettvang sem honum var kosinn. Á mótun- arárum hans voru íslenskir lista- menn ekki teknir að reisa þá múra milli listgreina sem þeim hefur nú tekist með góðum árangri að koma upp, enda var barátta fyrir vel- gengni Listarinnar — með stóru L-i — þá barátta upp á líf og dauða. Nú virðast of margir forkólfar lista- manna líta á það sem aðalhlutverk sitt að gæta þrengstu stéttarhags- muna gagnvart menningarstofnun- um og verður það því miður að segjast alveg eins og er, að sú hags- munagæsla eitrar listalíf sam- tímans á miklu alvarlegri hátt en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Á manndómsárum Þorsteins Ö. þurftu menn hins vegar að beijast fyrir því að stofnanir, sem héldu uppi reglubundinni starfsemi og gerðu leiklistarfólki kleift að helga þessari köllun krafta sína, mættu þrífast hér yfirleitt. Það þurfti að beijast fyrir því að Þjóðleikhúsinu yrði komið í höfn á 5. áratugnum, síðan tók við barátta fyrir endur- reisn Leikfélags Reykjavíkur eftir að Þjóðleikhúsið var tekið til starfa, innan Ríkisútvarpsins þurfti að beijast fyrir því, að þar væri haldið uppi öflugum leikritaflutningi og rekin sjálfstæð leiklistardeild. í öll- um þeim átökum tók Þorsteinn þátt með afdrifaríkum og heilladijúgum hætti, þessi mikli baráttumaður, þó að þeirri sögu verði ekki gerð nein skil hér og nú. Eins og allir sem standa í langvinnum styijaldar- rekstri hlaut hann sjálfur á stundum að bíða tilfinnanlega ósigra og ugg- laust skildi slagurinn eftir ör sem mæddu. En Þorsteinn var ekki einn þeirra manna sem hlaupa til af eld- móði og missa svo móðinn við fyrsta andbyr. Sem listamaður fór hann einnig vaxandi eftir því sem á ævina leið og stóð ugglaust á hátindinum á árunum milli fimmtugs og sjö- tugs, enda hafði hann þá að flestu leyti betri skilyrði til að stunda list sína en framan af ævi. Þorsteinn Ö. Stephensen var einn þeirra sjaldgæfu manpa sem geta sameinað það að vera stjornendur Þorsteinn Ö. Stephensen og Þorsteinn Gunnarsson í Browningþýðing- unni. ‘ 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.