Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 61 Minning: Jenný Jónasdóttir á börnum. Hún var dagmóðir til margra ára og var eftirsótt til þess starfa. Hvernig sem það mátti vera þá voru börnin sem Gyða gætti yfirleitt óvenju prúð og hældi hún þeim ekki ósjaldan er þau bar á góma í samræðum okkar. Hún sagði þá að þetta eða hitt bamið væri alveg einstaklega ljúft og duglegt og átti hún augljóslega í þeim hvert bein. Það hefur sannar- lega verið gott veganesti sem hún gaf dagbörnum sínum því þeir eru ekki margir sem ég hef kynnst sem bera jafnmikla virðingu fyrir börn- um og Gyða gerði. Hún kom fram við börn sem jafningja og það fundu þau og mátu. Ég og fjölskylda mín erum inni- lega þakklát fyrir að hafa verið svo lánsöm að hafa notið samvista við Gyðu. Hún hefur kennt okkur mikið um hver hin raunverulegu gildi lífsins eru og hvemig má taka því sem að höndum ber með æðru- leysi og reisn. Þolgæði hennar var aðdáunarvert. Sá eiginleiki birtist ekki hvað síst síðustu mánuðina er Gyða lá rúmföst, lengst af á Grensásdeild Borgarspítalans, þar sem hún naut góðrar umönnunar. Síðasta samvemstund mín með Gyðu var þegar hún kom nýverið á heimili mitt í 70 ára afmæli móður minnar, sitjandi í hjólastól og dúðuð í teppi. Hún var innan um fjölda gesta og naut kvöldsins til fulls og vildi dvelja sem lengst þótt veikburða væri. Gyða var mik- il félagsvera og naut þess að vera innan um fólk til hinstu stundar. Kæri Benedikt, Ársæll, Frið- gerður og Kristján. Við Sturla, bömin og móðir mín biðjum góðan guð að blessa ykkur og hugga svo og fjölskyldur ykkar. Systkinum Gyðu og öðmm ættingjum færi ég innilegar samúðarkveðjur. Minningin um Gyðu er björt og fögur og mun lýsa okkur veginn um ókomin ár. Blessuð sé minning hennar. Eyrún Gísladóttir Fædd 19. ágúst 1904 Dáin 3. desember 1991 Elskuleg amma mín er dáin. Minningin um yndislega konu lifír áfram. Hjartahlýja, fómfysi og gjaf- mildi er mér efst í huga er ég hugsa til hennar. Amma hafði yndi af ljóðum og kunni hún þau mörg, einnig var hún mikill náttúruunnandi og elskaði landið sitt. Það var alltaf notalegt að koma til ömmu og hlusta á hana segja frá eða fara með kvæði. Hún liafði ákveðnar skoðanir á lífinu og tilver- unni og var óhrædd við að láta þær í ljós. Við áttum margar góðar stundir saman ég og amma og hjartfólgnar eru mér æskuminningarnar þegar ég fékk að gista hjá henni upp á Vífilsstöðum þar sem hún starfaði lengi. Ekki fannst mér það síður spennandi þegar við fómm í bæinn og löbbuðum niður Laugaveginn, oftast í því skyni að skoða í búðar- glugga en komum þó sjaldnast tóm- hentar heim. Amma hafði alla tíð unun af að gefa öðmm en vildi síður þiggja neitt sjálf. Elsku ömmu á ég margt að þakka. Með söknuði kveð ég hana að sinni. Guð geymi hana. Nú dýr er dagur liðinn og draumsæl kemur nótt, og fyrir næturfriðinn vér færum þakkir hljótt. Hans helgi kross, til hjálpar oss er tákn í von og trú. (Friðrik Friðriksson) Jenný Níelsdóttir Jenný fæddist í Hlíðarhaga í Saur- bæjarhreppi í Eyjafirði, foreldrar hennar voru Jónas Tómasson og Ragnheiður Ámadóttir. Ragnheiður var dugleg og myndarleg kona, en hún var einstæð móðir með tvær dætur, Kristínu Sigurðardóttur og Jennýju. Jenný var 8 ára þegar Ragnheiður kom með hana í Æsustaði til Níels- ar Sigurðarsonar og Sigurlínu Rósu Sigtryggsdóttur og þar ólst Jenný upp með Helgu Níelsdóttur, sem var ári eldri. Þær bundust þeim vinar- böndum, sem aldrei slitnuðu meðan báðar lifðu. v Jenný átti nokkur systkini, sam- feðra, þau voru: Árni, Þórhallur, Validmar, Sigurliði, Hermann, Hörð- ur, Lilja, Jónína, Fanney og Ólöf. Jenný hafði alltaf mjög gott sam- band við systkini sín öll. Hún var góð manneskja, sem vildi alltaf hjálpa öðmm. Þess vegna fór hún á Akureyrarspítala til þess að læra hjúkrun og var þar í eitt og hálft ár. En Jenný var ekki nógu heilsusterk og varð að hætta námi. Þá fór hún til Siglufjarðar til Jón- ínu, systur minnar, og Sveins Frí- mannssonar, sem þá var þar útgerð- armaður. Að fá Jennýju til sín var Fædd 20. febrúar 1922 Dáin 29. nóvember 1991 Elsku amma, Hrafnhildur Ásta Jónsdóttir, er dáin. Hún er farin og kemur aldrei aftur. Það er svo erfitt að skilja dauðann en við trú- um því að amma lifi hjá guði og að við hittumst þar seinna. En amma skildi eftir fjársjóð handa okkur, allar góðu og fallegu minn- ingamar um yndislega ömmu. Þær munum við geyma og varðveita í systur minni mikið lán, því hún var mjög heilsutæp. Jónína og Sveinn áttu tvö börn, Svövu, fædda 1928, og Níels, fædd- an 1929. Jónína kom heim með Svövu í Æsustaði sumarið 1930, var þá orðin fársjúk af berklum og dó á Kristneshæli 4. janúar 1931. Haustið 1930 kom Jenný svo með Níels litla og það er óhætt að segja, að hún reyndist litlu systkinunum hjörtum okkar. Góður guð geymi Hrefnu ömmu. Hér áttu blómsveig bundinn af elsku, blíðri þökk og blikandi tárum. Hann fólnar ei en fagur geymist í hjörtum allra ástvina þinna. (Úr ljóðabók Höllu Loftsdóttur.) Barnabörn alltaf hin besta fóstra. Börnin ólust svo upp-hjá afa sínum og ömmu og Jenný var líka þeirra stoð og styrkur meðan þau lifðu bæði. Hún sagði oft við mig: „Mamma þín er falleg- asta og gáfaðasta kona, sem ég hef kynnst." Þær kunnu vel að meta hvor aðra. Jenný fór til Danmerkur 1946 og vann á Vejlefjord Sanatorium, en Svava var þar þá sér til hressingar. Eftir að Jenný kom heim vann hún við matreiðslu í mötuneytum og rak sjálf mötuneyti á Akureyri og síð- asti vinnustaður hennar var á Vífils- stöðum, þar var hún aðstoðarráðs- kona í meira en 15 ár. Jenný var mjög ljóðelsk og fór oft með ljóð eftir okkar bestu skáld, en Davíð Stefánsson frá Fagraskógi skipaði alltaf efsta sætið. Hún var mjög rómantísk og sagði mér oft ástarsögur, sem hún samdi sjálf jafnóðum, og ég efa ekki, að hún hefur átt sinn draumaprins, eins og aðrar stúlkur, þó að hún giftist ekki og talaði ekki um það. Jenný flíkaði ekki tilfinningum sínum, en fórnaði sér alltaf fyrir aðra. Við kveðjum hana nú með innilegum þökkum fyr- ir allt. Hvíli hún í friði. Jónheiður Níelsdóttir frá Æsu- stöðum og fjölskylda. Hrafnhildur Á. Jónsdóttir — Kveðja HANDA HJÓLREIDAFÓLKl A ÖLLUM ALDRI 06 HRESSUM KRÖKKUM WINTHER þríhjólin sívinsælu frá kr. 5.048,- stgr. TURTLES hjálmar fyrir hjól og sleða frá 2.690 stgr. Snjóþotur Barnahjól fráJAZZUSA, MONTANA og WINTHER frá kr. 11.732,-stgr stýrissleðar m/bremsum frákr. 1.186,-stgr. Barna- og fullorðinshjálmar frá kr. 1.990,- stgr. Ljósabúnaður frá kr. 550,-. VISTALITE Blikkljós kr. 1.569, Skautar frá kr. 2.962,- stgr. Svartir, hvítir stærðir: 30—45. BODY SCULPTURE þrekhjól frá kr. 17.678,- stgr. Þrekstigar frá kr. 18.424.- stgr. NOKIA nagladekk kr. 2.495,- stgr. Fjallahjól frá USA fyrir unglinga og fullorðna frákr. 21.900,- stgr. HJÓLREIÐAFATNAÐUR GORE-TEX úlpur GORE-TEX buxur THERMAL nærföt POLAR-LITE peysur SPECIALISED-skór DARLEXX vetrar hanskar POLAR-LITE eyrnaskjól A o.fl. o.fl. já SPECIALIZED vetrardekk frá kr. 1534,- Tölvumælar frá kr. 2.450,-, lásar frá kr. 324,-, álbögglaberar kr. 2.039,-, standarar kr. 817,-, stýrirsendar kr. 1.980,-, bretti kr. 1.877, ✓TIGPk — *eionjoiaversiun,n fcrv ORNINNP' SERVERZLUN I YFIR 65 ÁR RAÐGREIÐSLUR PÓSTSENDUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.