Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK 38. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Yngsti Olympíunieistarinn Stórfenglegasta atriði Ólympíuieikanna í Albertville leit dagsins ljós í sveitakeppni í skíðastökki af 120 metra palli í gær. Tony Nieminen var hetja dagsins er hann tryggði Finnum gullverðlaun. Nieminen, sem er 16 ára og 259 daga gamall, komst þar með á spjöld sögunnar sem yngsti karlmaðurinn til að fá gullverðlaun á Vetrarólympíuleikum. Hér á myndinni lyfta félagar hans honum upp er þeir fagna sigri. Sjá nánar bls. 47. Svíþjóð: Grikkland: Mesta atvinnuleysi frá stríðsárunum Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. TVÖFÖLDUN hefur orðið á atvinnuleysi í Svíþjóð frá því í janúar í fyrra og er það nú 4,1%, sem samsvarar því að 200 þúsund manns séu atvinnulaus. Þar að auki eru nú 123 þúsund manns í tímabundinni vinnu í tengslum við sérstakar aðgerðir á vegum stjórnvalda. A sama tíma í fyrra var sú tala 60 þúsund. Fjöldamót- mæli gegn Makedoníu Vilja að nafni lýð- veldisins verði breytt Atvinnuleysi í Svíþjóð er þar með orðið það mesta síðan á stríðs- árunum. Fjöldi nýrra atvinnutæki- færa hefur einnig dregist mjög saman og eru þau nú 170 þúsund- um færri en í janúar 1991. Sænska þingið ræddi atvinnu- leysið í landinu í gær í kjölfar þess að Mona Sahlin, fyrrum vinnu- Þriggja ára bið á flug- velli að ljúka París. The Daily Telegraph. TÆPLEGA fimmtugur maður hefur beðið í þrjú ár á Charles de Gaulle-flugvellinum í París en nú sér loksins fyrir endann á þeirri bið. Maðurinn er frá íran, en án ríkisfangs, og hefur búið í brott- fararsal flugvallarins frá því í nóvember 1988. Dvöl hans þar hófst eftir að honum hafði verið meinað að fara til Bretlands vegna þess að hann er án skil- ríkja. Frönsk yfirvöld meinuðu honum að fara til Frakklands af sömu ástæðu þannig að hann var um kjurrt á flugvellinum. Maðurinn gerði sig fljótt heimakominn í biðsalnum og starfsmenn flugvallarins voru honum innan handar um allar lífsnauðsynjar. Hann geymdi all- ar veraldlegar eigur sínar í plast- poka, þvoði sér og rakaði sig á hveijum morgni og stytti sér stundir við lestur og samræður. Nú fer hins vegar að rætast úr fyrir manninum því franskur áfrýjunardómstóll úrskurðaði á þriðjudag að honum bæri réttar- staða flóttamanns. Hann fær því persónuskilríki og getur farið til allra þeirra ríkja sem hafa undir- ritað Genfar-sáttmálann. Hann ætlar til Bretlands til að leita að skoskri móður sinni. Hopp og hlaup í Lundúnum Breska líknarstofnunin Oxfam skipuleggur nú söfnun sem ráðgerð er um allt Bretland þann 29. febr- úar, á hlaupársdag. í tilefni dagsins verður fólk hvatt til að hlaupa og hoppa af miklum móð og myndin er af fólki sem tók forskot á sæluna í fjármálahverfinu í Lundúnum í gær. málaráðherra og nýskipaður fram- kvæmdastjóri Jafnaðarmanna- flokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að nýta ekki það atvinnuleysi sem nú er í byggingariðnaði til að hefja stórfellda endurnýjun á skól- um og öðrum opinberum bygging- um sem þarfnast viðgerða. Fulltrúar stjórnarinnar vörðu stefnu sína og bentu á að innan skamms yrði ráðist í umfangsmikl- ar vega- og járnbrautafram- kvæmdir fyrir marga milljarða sænskra króna. Þetta myndi verða til að skapa mörg atvinnutækifæri. Carl Bildt forsætisráðherra heldur á þriðjudag til Bandaríkj- anna og mun meðal annars hitta þar George Bush forseta. Það er einsdæmi í sænskri stjórnmálasögu að forsætisráðherra sé boðið til Bandaríkjanna í opinbera heim- sókn eftir einungis fjóra mánuði í embætti. Fyrri ríkisstjórnir hafa þurft að bíða lengi eftir slíku boði og það var til dæmis ekki fyrr en 1987 að Ingvar Carlsson, fyrrum forsætisráðherra, fékk að hitta Ronald Reagan, sem þá var for- seti Bandaríkjanna. Salonika. Reuter. RÚMLEGA 200.000 Grikkir efndu til mótmæla gegn júgó- slavneska lýðveldinu Makedoníu í hafnarborginni Salonika í gær og kröfðust þess að það skipti um nafn. „Þessi fjöldafundur er haldinn til að minna á að Makedonía hefur verið grísk í 3.000 ár og höfuðborg hennar er Salonika,“ sagði Costas Kosmopoulos, borgarstjóri Salon- ika, er hann ávarpaði fundinn. Grikkir eru á móti því að lýðveld- ið beri þetta nafn þar sem hið forna ríki Alexanders mikla frá fjórðu öld hét Makedonía, en það er nú hluti af Júgóslavíu, Búlgaríu og Grikklandi. Grikkir segja að með því að nota nafnið sé júgóslavneska lýðveldið í raun að gera tilkall til grískra landsvæða. Lögregluyfirvöld segja að þetta hafí verið fjölmennasti mótmæla- fundur sem haldinn hefur verið í borginni. Borgarbúar efndu einnig til verkfalls og starfsemi opinberra stofnana, banka, skóla og flestra verslana lagðist niður. Samveldi sjálfstæðra ríkja: Deilt um hvort fresta eigi stofnun nýrra heija í tvö ár KLOFNINGUR varð á leiðtogafundi Samveldis sjálfstæðra ríkja í Mínsk í gær um tillögu þar sem gert er ráð fyrir að aðildarríkin stofni ekki eigin her fyrr en eftir tvö ár. Þá verði Rauði herinn leystur upp og varnarbandalagi samveldisríkjanna komið á fót. „Umræðan snýst nú aðeins um eina spurningu — hvort við eigum að hafa sameiginlegan her og sam- eiginlega yfirstjórn á tveggja ára aðlögunartímabili," sagði talsmaður forseta Hvíta-Rússlands, Stanislav Ogurtsov. Fimm ríki, Ukraína, Moldova, iteuier Hvíta-Rússland, Úzbekístan og Az- erbajdzhan, höfnuðu tillögunni þar sem þau vilja stofna eigin her tafar- laust og gera tilkall til allra her- sveita og vopna á landsvæði sínu. Rússland, Armenía, Kazakhstan og þrjú Mið-Asíulýðveldi studdu tii- löguna. Nái hún fram að ganga fá samveldislöndin tvö ár til að jafna ýmis ágreiningsmál sín, svo sem um landamæri, áður en þau stofna eigin heri og koma á fót varnar- bandalagi í líkingu við Atlantshafs- bandalagið. „Ég tel að samkomulag náist um sameiginlegan her en þó tel ég ekki að öll samveldisríkin fallist á hann,“ sagði Seitcazy Matajev, talsmaður forseta Kazakhstans. Hann sagði að náðst hefði bráðabirgðasam- komulag um fimm af fjórtán um- ræðuefnum fundarins, meðal ann- ars um hvernig haga beri stjórn kjarnorkuheraflans. Áður höfðu stjórnvöld í ríkjunum fjórum, þar sem kjarnorkuvopn eru \geymd, samþykkt að kjarnorkuhéraflinn yrði undir einni sameiginlegri stjórn. Stjórnvöld í Úkraínu segja að rúmlega 400.000 hermenn í lýð- veldinu hafí svarið því hollustu. Áður en Sovétríkin liðuðust í sund- ur voru 1,2 milljónir hermanna í lýðveldinu. Flugmenn sex sprengju- þotna af gerðinni SU-24 „flúðu“ hins vegar í fyrrinótt til Moskvu frá Úkraínu til að þurfa ekki að sveija hollustueiðinn. Rússland: Stjórnin sögð „glæpsamleg“ Lundúnum. Reuter. ALEXANDER Rútskoj, varafor- seti Rússlands, fór í gær hörðum orðum um sljórn Borís Jeltsíns forseta og sagði hana „glæpsam- Iega“. „Stjórn sem getur ekki fætt þjóð- ina, þar sem skólabörn svelta og gamia fólkið þarf að gramsa í ösku- haugum eftir mat - sú stjórn er glæpsamleg og verðskuldar að verða dregin fyrir rétt,“ sagði Rútskoj í viðtali við breska sjón- varpið ITN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.