Morgunblaðið - 27.03.1992, Blaðsíða 24
24
25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1992
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1992
JMtogmiÞIafetfr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltr.úi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Verðbólga og endur-
nýjun þjóðarsáttar
*
Otrúlega lítið hefur verið
fjallað að undanförnu um
þann stórkostlega áfangasigur
í efnahagsmálum íslendinga,
að verðbólgunni hefur nánast
verið eytt. Ekki er langt síðan
að efnahagskerfið var að hruni
komið í óðaverðbólgunni, at-
vinnufyrirtækin að stöðvast og
kaupmátturinn að brenna upp
á bálinu. Helzta viðfangsefni
ríkisstjórna í nær tvo áratugi
var að ná verðbólgunni niður,
en í stað þess færðist hún í
aukana unz svo var komið
snemma ársins 1983, að verð-
bólguhraðinn náði 130%. Eru
landsmenn virkilega búnir að
gleyma þessu?
Umskipti urðu ekki í barátt-
unni við verðbólguna fyrr en
aðilar vinnumarkaðarins,
ásamt bændum, tóku málin í
eigin hendur með þjóðarsáttar-
samningunum svonefndu í
febrúarbyijun 1990. Höfuð-
markmið þeirra samninga var
að treysta undirstöður atvinnu-
veganna, og þar með atvinnu,
svo og að stöðva kaupmáttar-
hrapið. Ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar féllst á að
greiða fyrir kjarasamningunum
þá, en hún hélt þó áfram upp-
teknum hætti með sífelldum
hækkunum skatta og gjalda og
linnulausum lántökum og það
sama má segja um sveitarfé-
lögin. Stefna þeirrar ríkis-
stjórnar í ríkisfjármálum vó
gegn grundvelli þjóðarsáttar-
innar, en þrátt fyrir það þokað-
ist verðbólgan niður á við og
má það fyrst og fremst þakka
staðföstum vilja verkaiýðs og
vinnuveitenda til að ná settu
marki.
Forusta verkalýðs og vinnu-
veitenda getur verið stolt af
þeim straumhvörfum sem orðið
hafa og það er rétt stefna að
vinna að endurnýjun þjóðar-
sáttar í þeirri samningalotu á
vinnumarkaði, sem nú stendur
yfír. Markmiðið frá því í febr-
úar 1990 hlýtur að vera í fullu
gildi nú.
Sá mikli árangur, sem' náðst
hefur, sést bezt á því, að verð-
bólgan síðustu sex mánuði hef-
ur aðeins verið 0,4% og 5,4%
síðustu tólf mánuði. Þetta er
hreint ótrúlegur árangur miðað
við forsöguna. Lánskjaravísi-
talan, sem gildir í aprílmánuði,
hækkaði ekki nema um 0,06%
frá því í marz en það jafngildir
aðeins 0,8% verðbólgu á heilu
ári. Vísitalan, sem gilti í nóv-
embermánuði, var 3205 stig,
en verður lægri í aprílmánuði,
eða 3200 stig.
Það er ekki úr vegi að líta
á, hvað þetta þýðir í raun fyrir
einstaklinga og atvinnufyrir-
tækin. Sé miðað við fimm millj-
óna króna verðtryggt lán hefur
það ekki hækkað nema um
rúmar níu þúsund krónur síð-
ustu sex mánuði (október-
marz), en næstu sex mánuði
þar á undan hækkaði það um
tæpar 262 þúsund krónur.
Aukin verðbólguáhrif má sjá á
mismuninum sem er 253 þús-
und krónur en það jafngildir
rúmlega 42 þúsund króna
hækkun á mánuði í þessa sex
mánuði.
Kæmi til greiðslu lánsins
þyrfti launþegi með 100 þús-
und króna laun að fá rúmlega
70 þúsund króna hækkun á
mánuði til að standa undir
þessari greiðslubyrði, þ.e að
frádreginni staðgreiðslu
skatta. Það svarar til hvorki
meira né minna en rúmlega
70% kauphækkunar miðað við
þessa sex mánuði. Og þessi
aukna greiðslubyrði af láninu
bætist við þrátt fyrir lága verð-
bólgu, eða 5-6%. Hér er ekki
reiknað með vaxtakostnaði,
sem að sjálfsögðu bætist ofan
á vísitöluhækkunina. Greiðslu-
byrðin væri óviðráðanleg í óða-
verðbölgu eins og þeirri sem
hér reið húsum áður fyrr miðað
við skuldastöðu fyrirtækja og
heimila. Launþegar, t.d. þeir
sem skulda vegna íbúðakaupa,
eiga meira undir því komið en
nokkru öðru, að verðbólgan
fari ekki af stað á nýjan leik.
Áhrif verðbólgunnar eru að
sjálfsögðu miklu víðtækari en
kemur fram í hækkun á
greiðslubyrði lána. Nægir þar
að nefna víxlhækkanir launa
og verðlags, hátt vaxtastig og
sífelldar gengislækkanir. Þann.
hrunadans þekkja allir Islend-
ingar, sem eru komnir til vits
og ára.
Nú, þegar verðbólgunni hef-
ur nánast verið eytt, er það
mesta hagsmunamái lands-
manna að halda þeim stöðug-
leika til frambúðar. Til þess að
það sé unnt verður að stöðva
halla ríkissjóðs og gegndar-
lausar opinberar lántökur inn-
anlands og utan. Með þeim
hætti einum tekst að ná vöxt-
unum niður, en það er brýnasta
hagsmunamál launþega og at-
vinnulífs nú um stundir.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra:
Fingurbrjótur í dóms-
málaráðuneytinu að
hafa ekki samráð
Fjölmennasta ráðstefna
um björgunarmál hérlendis
Ráðstefnan haídin í samvinnu Landsbjargar og Rauða krossins
BJÖRGUN ’92, fjölmennasta og viðamesta ráðstefna sem haldin
hefur verið hérlendis um björgunar- og öryggismál, verður sett
í dag, föstudag, á Hótel Loftleiðum og stendur í þrjá daga. Alls
hafa um 300 manns skráð sig til þátttöku í ráðstefnunni en hún
er haldin í samvinnu Landsbjargar, Landssambands björgunar-
sveita og Rauða krossins. Landsbjörg og Rauði krossinn hafa tek-
ið upp formlegt samstarf sín í millum og er þetta fyrsta sameigin-
lega verkefni þessara samtaka.
Á ráðstefnunni munu um 30
sérfræðingar, bæði innlendir og
erlendir, flytja fyrirlestra um
margvísleg mál sem eru efst á
baugi í björgunar-og öryggismál-
um í dag. Auk þess verður boðið
upp á sýnikennslu og samhliða
ráðstefnunni verður umfangsmikil
vörusýning í björgunarmiðstöð
Flugbjörgunarsveitarinnar með
þátttöku 50 fyrirtækja. Verður
sýningin opin almenningi á sunnu-
dag.
Dr. Olafur Proppé formaður
Landsbjargar segir að sérstaklega
megi vekja athygli á Toi"wald
Snickars sem heldur erindi á ráð-
stefnunni. Hann er aðstoðarskóla-
stjóri hins virta Rosersberg í Sví-
þjóð og rannsakaði viðbrögð og
aðgerðir björgunaraðila vegna
flugslyssins við Arlandaflugvöll
um síðustu áramót.
Dr. Guðjón Magnússon formað-
ur Rauða kross Islands segir að
með samstarfssamkomulaginu
sem gert hefur verið milli Rauða
krossins og Landsbjargar sé ætl-
unin að vinna markvisst að ýmsum
verkefnum á sviði björgunar- og
öryggismála. Guðjón nefnir sem
dæmi möguleika á að íslenskt
björgunarfólk fái tækifæri til að
starfa erlendis, til dæmis á jarð-
skjálftasvæðum en slík störf væru
góð æfing fyrir þetta fólk.
Guðmundur sérfróðastur um þessi mál-
efni, segir dómsmálaráðherra
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur tilkynnt dómsmálaráðuneytinu að
Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur geti ekki kannað mál
Eðvalds Hinrikssonar vegna anna. Guðmundur og Eiríkur Tómasson
hæstaréttarlögmaður voru sl. mánudag fengnir til þess að veita stjórn-
völdum ráðgjöf vegna bréfs Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem,
þar sem Eðvald er borinn þungum sökum. Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þeim í
dómsmálaráðuneytinu hefði orðið á „sá fingurbrjótur að hafa ekki
um þetta samráð fyrirfram“.
Frá kynningu á ráðstefnunni Björgun ’92. A myndinni eru þeir Jim Morrissey fyrirlesari frá Banda-
ríkjunum, Hannes Hauksson, dr. Guðjón Magnússon, dr. Ólafur Proppé og Björn Hermannsson sem
er einn þeirra er annast hefur framkvæmd ráðstefnunnar.
Björgun ’92 haldin um helgina:
kvaðst nú munu reyna að finna
annan mann tii verksins með Eiríki
Tómassyni. Hann kvaðst sérstak-
lega hafa gert ráð fyrir því að
Guðmundur þyrfti ekki að koma að
verkinu, fyrr en hann hefði lokið
undirbúningsstörfum sínum vegna
umhverfisráðstefnunnar í Rio í sum-
ar, en Guðmundur er formaður ís-
lensku undirbúningsnefndarinnar.
„Ég setti þeim ekki afmörkuð tíma-
m.'rk til þess að skila niðurstöðu,
því ég lagði svo mikla áherslu á að
fá þá tvo menn til þessa verks sem
ég treysti best,“ sagði dómsmála-
ráðherra.
„Þeim varð á sá fingurbijótur í
dómsmálaráðuneytinu að hafa ekki
um þetta samráð fyrirfram," sagði
Jón Baldvin, „en það vill svo til að
umræddur starfsmaður utanrík-
isráðuneytisins er upp fyrir haus í
verkefnum, einmitt á þeim tíma sem
þessu verkefni þyrfti að sinna, þar
sem hann er formaður undir-
búningsnefndar hinnar miklu um-
hverfisráðstefnu í Rio og verður
mestan part erlendis við þau verk-
efni á þessu tímabili.“
Utanríkisráðherra var spurður
hvort þessi ákvörðun hans og það
sem hann nefndi fingurbijót dóms-
málaráðuneytisins væri vísbending
um stirðleika í samskiptum dóms-
málaráðherra og utanríkisráðherra:
„Fingurbijótur er athugunarleysi -
þarf ekki að vera ásetningssynd.
Hann er þess vegna ekki vísbending
um neitt annað en klaufsku,“ sagði
Jón Baldvin Hannibalsson.
Eldri ríkisskuldabréf áfram skattfijáls?
Gera má ráð fyrir verðhækk-
un á eldri ríkisskuldabréfum
„Mér þykir þetta mjög leiðinlegt,
því Guðmundur er sérfróðastur allra
um þessi efni og þetta er því mikill
skaði fyrir þetta vandasama verk,“
sagði Þorsteinn Pálsson í samtali
við Morgunblaðið í gær. Þorsteinn
ístex hf.:
Rekstrar-
tekjur 60
milljónir á
síðasta ári
REKSTRARTEKJUR ístex hf.,
sem tók yfir starfsemi Rekstrar-
félags Álafoss í Mosfellsbæ og
Hveragerði sl. haust, voru tæpar
60 milljónir króna á síðasta ári.
Hagnaður ársins fyrir skatta sem
hlutfall af veltu var 5,4%, og
hagnaður ársins sem hlutfall af
veltu 2,9%.
Samkvæmt upplýsingum frá ís-
tex hf. var verkefnastaða fyrirtæk-
isins góð til loka nóvember síðastlið-
ins þrátt fyrir óheppiiegan árstíma
við upphaf starfseminnar, en rekst-
urinn er háður miklum árstíðasveifl-
um þar sem aðal sölutími framleiðsl-
unnar er frá maí til október. Istex
hf. framleiðir band í handpijón,
vélpijón, vefnað og gólfteppi, og er
megináherslan lögð á framleiðslu
úr íslenskri ull. Fyrirtækið flytur
út handpijónaband til 15 landa, og
eru Bandaríkin, Kanada, Evrópa og
Japan helstu markaðssvæðin. Þá
framLeiðir ístex band í íslenskan
fatnað og vefnaðarvöru sem flutt
er út víða um heim.
----» ♦ ♦---
- segir í nefndaráliti eignatekj unefndar
NEFND um samræmda skattlagningu eigna og eignatekna gengur
út frá því í tillögum sínum að afnumið verði skattfrelsi ríkisverð-
bréfa, bæði hvað varðar eignarskatt og tekjuskatt. Við það vakna
upp spurningar um meðferð spariskírteina og annarra verðbréfa
sem gefin hafa verið út fyrir gildistöku breytingarinnar ef af henni
verður. Baldur Guðlaugsson, formaður nefndarinnar, sagði á blaða-
mannafundi þegar áfangaskýrsla nefndarinnar var kynnt að þetta
væri eitt af þeim álitamálum sem ekki hefði verið gengið frá og
ekki verið gerðar beinar tillögur um í skýrslunni. í skýrslunni kem-
ur fram að gera megi ráð fyrir verðhækkun eldri ríkisskuldabréfa
ef sett verða sérákvæði um áframlialdandi skattfrelsi þeirra.
Þrír héraðs-
dómarar hafa
verið skipaðir
FORSETI íslands hefur skipað í
embætti héraðsdómara við hér-
aðsdóm Norðurlands eystra,
Vestfjarða og Austurlands. í öll-
um þremur tilvikum er um það
að ræða að menn sem til þessa
hafa verið settir héraðsdómarar
fá foretaskipun.
Þannig er Ólafur Ólafsson settur
héraðsdómari skipaður héraðsdóm-
ari við héraðsdóm Norðurlands
eystra. Ólafur Börkur Þorvaldsson
settur héraðsdómari er skipaður
héraðsdómari við héraðsdóm Aust-
urlands og Jónas Jóhannsson settur
héraðsdómari er skipaður héraðs-
dómari við þéraðsdórn Vestfjarða.
Skipun Ólafs og Ólafs Barkar
tekur gildi Ljúlí nk, en Jónas verð-
ur áfram settur í embætti til 1.
desember 1992 er skipun hans tek-
ur gildi.
í áfangaskýrslunni kemur fram
að nefndin telur að almennt eigi að
gilda þær reglur um verðbréf sem
gefin eru út fyrir gildistíma laganna
að vextir verði skattskyldir frá þeim
tíma sem lagabreytingin tekur gildi,
þannig að ekki verði skapaður
skattalegur mismunur á milli sparn-
aðarforma. Hvað varðar reglulega
greidda vexti af bréfum sem gefin
em út fyrir gildistöku skattlagning-
ar, eru ekki taldir vera tæknilegir
örðugleikar á að breyta yfir í skatt-
lagningu, en nokkuð vandasamara
að því er tekur til affalla og sölu-
hagnaðar. Vegna samræmis sé hins
vegar nauðsyniegt að um afföll og
söluhagnað gildi það sama og um
vexti. Einfaldast virðist að afföll og
söluhagnaður bréfa frá skattleysis-
tíma verði skattlagður þegar hann
raungerist og þá miðað við tímann
frá gildistöku skattlagningar til sölu
eða innlausnar í hlutfalli við allt
uppsöfnunartímabilið. Gengishagn-
að hlutdeildarskírteina ætti að
reikna frá skráðu gengi við upphaf
skattskyldu. Sama gæti gilt um
önnur verðbréf, sem hafa markaðs-
gengi.
í skýslu nefndarinnar kemur
fram sú skoðun að verðbréf ríkis-
sjóðs hafi nokkra sérstöðu sem
kunni að leiða til þess að rétt geti
verið að gera viss frávik að því er
tekur til áður útgefinna bréfa. Tek-
ið er fram að ástæðan sé ekki sú
að skattlagning þeirra sé ekki laga-
lega heimil, ákvæði bréfanna séu á
þann veg að um skattskyldu þeirra
fari eftir skattaiögum hveiju sinni.
„Væri á margan hátt eðlilegt og
æskilegt vegna samræmis, að láta
skattiagningu taka til þeirra eins
og annarra verðbréfa. En á hitt er
að líta að bréf þessi hafa verið kynnt
og seld með sérstakfi skírskotun til
skattleysis þeirra, af þeim aðila sem
hefur vald og aðstöðu tíl að gefa
slíkar yfirlýsingar. Breyting á þess-
um kjörum kynni að draga úr trú-
verðugleika stjórnvalda og gæti það
haft í för með sér skaða fyrir síðari
aðgerðir ríkisins í lánamálum þess
og ef til vill leitt óbeint til hærri
vaxta en ella,“ segir í nefndarálit-
inu.
Baldur Guðlaugsson sagði þegar
hann kynnti skýrsluna að skilmálar
í ríkisskuldabréfanna fælu ekki í sér
annað og meira en um skattalega
meðferð fari eftir lögum um tekju-
og eignarskatt hveiju sinni. „Hins
vegar bendir ýmislegt til þess að
stundum hafi menn sagt heldur
meira í auglýsingum varðandi þessa
pappíra en skilmálarnir einir og sér
gáfu tilefni til,“ sagði hann.
Nefndin telur því að til álita komi
að ríkisverðbréf, sem þegar hafa
verið gefin út verði undanþegin
skattskyldu þar til þau verða inn-
leysanleg. Skattleysið takið ein-
göngu til vaxta samkvæmt ákvæð-
um bréfanna. Hugsanlegur sölu-
hagnaður og affallatekjur, það er
söluverð umfram nafnverð eða
kaupverð með verðbótum og vöxt-
um, yrðu hins vegar skattskyldar
tekjur enda varla hægt að segja að
um fyrirheit um skattfrelsi taki til
annars en beinna vaxta af bréfun-
um.
Nefndin telur hins vegar ekki
ástæðu til að skattfrelsi nái til
vaxtatekna sem falla til eftir að
heimilt er að innleysa verðbréfin,
enda sé eigandi þeirra þá fijáls að
því að selja þau og festa fé sitt með
öðrum hætti.
A
Alit forstöðumanna fjármálafyrirtækja á eignatekjuskatti:
Dregnr úr sparnaði og •
leiðir til vaxtahækkunar
FORSTÖÐUMENN verðbréfafyrirtækjanna- og bankastjóri sem
Morgunblaðið ræddi við í gær telja allir að upptaka- samræmds eigna-
tekjuskatts samkvæmt hugmyndum nefndar fjármálaráðherra myndi
draga úr sparnaði og leiða til hækkunar vaxta, að minnsta kosti fyrst
í stað. Telja margir tímasetninguna slæma því á sama tíma og hug-
myndin er að setja á fjármagnstekjuskatt verði fjárfesting Islendinga
erlendis gefin algerlega frjáls og hætta geti verið á að menn flýi með
fjármagni úr landi, eins og það er orðað. Þrír forstjórar verðbréfafyr-
irtækja og bankastjóri voru spurðir hvaða áhrif þeir teldu eignatekju-
skatt hafa á sparnað í landinu.
Friðrik Jóhannsson, forstjóri Fjár-
festingarfélags íslands, sagði þegar
álits hans var leitað:
„Það er dálítið erfitt að meta áhrif-
in meðal annars vegna þess að gert
er ráð fyrir ákveðnum frítekjumörk-
um eignatekna, sem nefndin telur
að til álita komi að hafa 100-150
þúsund á einstakling á ári og tvö-
falt fyrir hjón. Hér er um að ræða
rauntekjur. Það ræðst meðal annars
af þessu hvað áhrifin verða mikil.
Þau verða tvennskonar. Þetta kemur
til með að hafa áhrif á sparnaðinn
sjálfan, að líkindum dregur eitthvað
úr honum. Sömuleiðis mun þetta að
öllum líkindum leiða til einhverra
hækkana á vöxtum.“
Misræmi á tíma samræmingar
Gunnar Helgi Hálfdanarson, for-
stjóri Landsbréfa hf., sagði:
„í skýrslunni eru bara hugmyndir
nefndarinnar og það er að sjálfsögðu
hlutverk stjórnvalda að moða úr
þeim. Hugmyndin er að hefja skatt-
lagningu ljármagnstekna einstak-
linga um næstu áramót. Þetta á að
gera á sama tíma og frjáls peninga-
legur sparnaður er að dragast sam-
an, en hann dróst saman á síðasta
ári og mun einnig dragast saman í
ár ef að líkum lætur. Erlendar skuld-
ir eru mjög háar og ójafnvægi í okk-
ar þjóðarbúskap þannig að ekki má
mikið útaf bregða til að í óefni stefni.
Ekki er gott að hefja skattlagningu
við þessar aðstæður.
Sagt er að þetta leiði ekki til tekju-
aukningar í ríkissjóð heldur sé um
samræmingu að ræða. Ég vona að
stjórnvöld falli ekki í þá freistni að
Fram kemur í nefndarálitinu að
sérreglur um skattlagninu eldri rík-
isverðbréfa kunni að leiða til vand-
kvæða vegna misræmis sem skapist
milli þeirra og annarra sem bera
skattskylda vexti. Gera megi ráð
fyrir að verð þeirra hækki nokkuð.
Éinstaklingar sem bréfin eiga muni
þó ekki geta hagnýtt sér hækkun
þeirra án þess að greiða skatt af
þeim viðbótartekjum sem hún færir
þeim. Öðru máli gegni um óskatt-
skylda eigendur, svo sem lífeyris-
sjóði. Þeir geti reynt að selja bréf
þessi á yfirverði og keypt í staðinn
önnur sem beri hærri vexti. „Þessi
og önnur vandkvæði sem skapast
ef ríkisverðbréf verða undanþegin,
kynnu að leiða til þeirrar niðurstöðu
að skynsamlegra sé að beita henni
ekki og að vextir þessara bréfa verði
skattlagðir eins og aðrir vextir eða
þá að undanþágan verði aðeins gerð
gagnvart þeim sem nú eiga bréfin
þar til þeir innleysa þau eða selja,“
segir eignatekjunefndin.
Þá kemur fram það álit að ef
sérákvæði verða sett um skattalega
meðferð eldri ríkisverðbréfa verði
að gera ráð fyrir að þau taki einnig
til húsbréfa. Einnig þurfi að taka
afstöðu til þess hvernig fara eigi
með tekjur og gengishagnað af hlut-
deildarskírteinum þeirra verðbréfa-
sjóða sem gagngert hafa verið
myndaðir um kaup á ríkisverðbréf-
um og húsbréfum og njóta nú skatt-
frelsis. Hins vegar virðist ekki
ástæða til að skattleysi nái til ann-
arra sérstakra skuldabréfa sem nú
njóta skattfrelsis með sama hætti
og sparifé.
ganga á lagið og nota þetta tæki-
færi til að auka heildarskattlagning-
una. Þrátt fyrir að þetta markmið
næðist mun skattlagningin leiða til
röskunar. Sum sparnaðarform sem
hafa verið skattfijáls verða skattlögð
og mun það leiða til þess að pening-
ar fara af stað. Þetta mun einnig
valda misræmi á milli samskonar
verðbréfa því vandkvæði eru talin á
því að taka skatt af þeim ríkisskulda-
bréfum sem gefin hafa verið út fyrir
gildistöku breytingarinnar og verið
hafa undanþegin skattskyldu. Mun
þetta valda misræmi á tíma sam-
ræmingar.
Þetta mun að öðru óbreyttu draga
úr sparnaði og stuðla að hækkun
raunvaxta. Það er skringilegt þegar
aðilar vinnumarkaðarins eru að
leggja áherslu á að vextir lækki.
Tímasetningin er líka einkennileg
þegar það er haft í huga að um
næstu áramót verður opnað alveg
fyrir ljárfestingar íslendinga í er-
lendum verðbréfum. Omögulegt að
segja til um það hvort eða í hversu
miklum mæli sparifjáreigendur muni
nýta sér það fijálsræði. Ef að líkum
lætur munu erlendir verðbréfamark-
aðir bæta stöðu sína og ávöxtun þar
batna. Þegar farið er að skattleggja
spariféð hér er meiri hætta á að
menn flýi þangað sem ávöxtunin er
meiri. Hvort íslenskir sparifjáreig-
endur muni svo gefa stjórnvöldum
kost á því að skattleggja þær tekjur
er ómögulegt að segja til um.
Ég hef ekki trú á því að staða
hlutabréfanna sem sparnaðarforms
batni við þessa breytingu. Þau voru
skattfijáls hjá þorra almennings.
Hugsanlegt er þó að stórir fjárfestar
sjái hag sínum betur borgið með að
færa fjármagn úr spariskírteinum
og innlánum í hlutabréf. En ég minni
á að þeir hafa áfram möguleika á
skattfijálsum tekjum af ákveðnum
verðbréfum. Fjársterkir aðilar gætu
til dæmis ijárfest í skattfijálsum rík-
isbréfum til tíu ára og sloppið undan
skattskyldu þar til þeir fjárfesta að
nýju. Einnig er ekki fjarri lagi að
ætla að þessir aðilar muni ekki síður
íhuga íjárfestingu í erlendum hluta-
bréfum, frekar en í þeim íslensku,
eins og ástand og horfur eru í ís-
lensku atvinnulífi í dag,“ sagði Gunn-
ar Helgi.
Megum ekki glata trausti á
sparnað
Stefán Pálsson, bankastjóri Bún-
aðarbanka íslands:
„Ég er mjög hræddur við breyting-
una. Sparnaður í bönkum hefur ver-
ið skattfijáls i mjög langan tíma og
breytingin er mikil. Ég er líka hrædd-
ur við hana vegna tímasetningar. Á
sama tíma er verið að opna Island
og fjármagnsflutninga milli landa.
Ef skattlagningin verður tekin upp
miðað við næstu áramót fellur það
saman við breyttar aðstæður að hinu
leytinu og ákveðin hætta verður á
að menn flýi með fé úr landi.
Það verður einnig að fylgja slíkri
breytingu að ríkispappírarnir verði
skattskyldir eins og hugmyndin virð-
ist vera. Útilokað er að hugsa sér
að nokkurt sparnaðarform hér á
landi geti verið undanþegið skatt-
skyldu fyrst þessa breytingu á að
gera á annað borð.“
Stefán benti á að hugmyndin
væri að setja sérreglur um spariskír-
teini t'íkissjóðs sem keypt hafa verið
fyrir gildistöku laganna og að skatt-
skyldan verði ekki afturvirk fyrir
iau. Hins vegar virtist hún eiga að
vera afturvirk á þann sparnað sem
væri í bönkunum.
„Ég held að ekkert sé dýrmætara
en að efla sparnað þjóða, ekki síður,
hjá smáþjóð eins og Islendingum sem
var búin að glata trausti á sparnað
>ar til verðtrygging var tekin upp.
Síðan hefur sparnaður stóraukist og
mikilvægt er að glata ekki trausti á
hann að nýju,“ sagði Stefán Pálsson.
Dregur úr áhuga á sparnaði
Sigurður B. Stefánsson, forstjóri
Verðbréfamarkaðar íslandsbanka
hf., sagði þegar álits hans var leitað:
„Það er ómögulegt að segja annað
en upptaka skatts á vaxtatekjur
muni draga úr áhuga manna á sparn-
aði. Þó er ljóst samkvæmt hugmynd-
um nefndarinnar að frítekjumörkiiv
sem almenningur mun njóta leiða til
að fólk getur átt nokkurt sparifé án
þess að til skattlagningar þess komi.
Rætt er um 100-150 þúsund króna
frítekjumark á einstakling á ári og
tvöfalt fyrir hjón. Mér sýnist að sam-
kvæmt því geti hjón haft skattfijáls-
ar tekjur af eignum á bilinu þijár
til Ijórar milljónir kr. Skattlagningin
mun því ekki koma við fólk á meðan
það er að byija að safna upp sparifé.
Við munum hér, og ég er viss um
að önnur fjármálafyrirtæki geri það
líka, leita allra leiða til að þessi nýí
skattur komi sem minnst við við-
skiptavini okkar. Þannig er raunin
erlendis, ávöxtun sparifjár snýst að
verulegu leyti um að leita að hag-
kvæmustu skattalegu leiðunum.
Vegna þess að vextir hafa verið lægrí
síðustu tvö til þijú árin en áður vai
og eignarskatturinn hefur hækkað
hefur ráðgjöf við einstaklinga í vax-
andi mæli snúist um að finna bestu
leiðirnar í skattalegu tilliti. Núna
verða skattamálin margfalt flóknari
og þess vegna mun fólk þurfa í vax-
andi mæli að leita sér ráðgjafar á
því sviði.
Það er alveg klárt hvaða formerki
áhrif breytinganna hafa. Þetta verð-
ur til að draga úr áhuga á sparnaði
og þetta verður til að hækka vexti.
En að hve miklu leyti og hve hratt,
og hve hratt fyrstu áhrif dvína aft-
ur, treysti ég mér ekki til að segja
um.
Mér sýnist að hugmyndin sé að
fella niður frádrátt vegna kaupa á
hlutabréfum. Það dregur úr þeirri
góðu stöðu sem hlutabréfin hafa
vegna þess. En það mun þó jafna
stöðu þeirra gagnvart öðrum sparn-
aðarformuin sem ekki hefur verið
áður,“ sagði Sigurður B. Stefánsson.
------♦ ♦ ♦------
Kropp á
loðnunni
KROPP hefur verið hjá loðnuskip-
um í Faxaflóa undanfarna daga. í
gær voru skipin búin að veiða 620
þúsund tonn af loðnu í vetur og því
voru131þúsund tonn af 751þúsund
tonna loðnukvóta þeirra
óveidd.
I gærmorgun fóru Sunnuberg GK
og Háberg GK með sín 200 tonnin
hvor af loðnu til Grindavíkur og
Grindvíkingur GK fór þangað með
93 tonn. Þá fór ísleifur VE nieð 160
tonn til Eyja í gær. Jón Ólafsson,
framkvæmdastjóri Félags íslenskra
fiskmjölsframleiðenda, segist vonast
til að hægt verði að veiða loðnu a.m.k
út þennan mánuð en ekki verði uifi
langar siglingar að ræða með aflann
vegna lítillar veiði.