Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34  C
MORGUNBLAÐIÐ
SAMSAFNIÐ sunnudagur
29. MARZ 1992
ÆSKUMYNDIN...
ERAF PÁLlÓSKARIHJÁLMTÝSSYNISÖNGVARA
Efárlæá
barnfóstr-
unnar
HANN er fæddur 16. mars 1970, son-
ur Margrétar Matthíasdóttur og
Hjálmtýs Hjálmtýssonar. YngstUr sjö
systkina og hefur nánast alltaf búið
í Vesturbænum, nánar tiltekið á Sól-
vallagötunni. Páli Óskari er Vestur-
bæjarandinn hugleikinn: „Það er eitt-
hvað ákveðið andrúmsloft í Vestur-
bænum sem ekki finnst í öðrum hverf-
um í Reykjavík, a.ð Þingholtunum
undanskildum. Ég veit ekki hvað því
veldur; kannski er það bræðslufýlan
sem veitir þessa umhyggju og hlýleika
sem önnur hverfi hafa ekki."
Fyrstu rninningarnar segir Páll
Óskar vera bundnar 'sólskins-
dögum þegar öll fjölskyldan lá í
sólbaði úti í garði. Þá voru yngstu
meðlimirnir látnir standa , fyrir
skemmtiatriðum. Framlag Páls
Óskars var dans á nærbuxum, við
góðar undirtektir hinna. Páll Óskar
segir að garðurinn skipi stóran sess
í endurminningunni sem og svokall-
aður öskustígur sem var mold-
arstígur bak við húsið. „Mamma
var alltaf dugleg í blómabeðunum
og ræktaði þar að auki jarðarber
sem voru í sérstöku uppáhaldi hjá
mér. Okkar garður var líka eini
garðurinn þar sem engin girðing
var út að öskustígnum og var ég
mjög stoltur af því."
Páll Óskar segist halda að hann
hafi verið mjög viðráðanlegt barn
þó að hann gæti tekið sínar syrp-
ur.„Það hefði örugglega ekki farið
í taugarnar á neinum að passa
mig." Ásdís systir hans tekur undir
það og segir að hann hafi lítið ver-
ið gefinn fyrir útileiki og í staðinn
fyrir þá hafi hann teiknað og lesið
bækur. Hún segir hann hafa verið
Línu Langsokkstímabilið.,, Hann
teiknaði hana og gekk svo upp um alia
hurðarkarma af því að hann var Lína Lang-
sokkur," segir Asdís.
mjög fjölhæft barn. „Hann var
snemma mjög góður að teikna. Um
tveggja ára aldur teiknaði hann
persónur með svip og einkenni. Svo
fékk hann algjört æði fyrir Línu
Langsokk á tímabili. Hann teiknaði
hana og gekk svo upp um alla hurð-
arkarma af því að hann var Lína
Langsokkur," segir Ásdís. Mjallhvít
og,Oskubuska voru auk Línu aðal
hetjurnar hjá Páli Óskari í teikniár-
áttu hans. Auk þess teiknaði hann
og klippti út dúkkulísur og hannaði
einnig fötin á þær. „Pabbi og
mamma voru lengi að gæla við þá
hugmynd að ég yrði fatahönnuður,"
segir hann.
„Ég var alltaf að fást við aðra
hluti en hinir strákarnir. Ég þurfti
að gera það upp við mig hvort ég
ætlaði að tilheyra klíkunni en vegna
áhugaleysis míns á fótbolta þurfti
ég að leita á önnur mið. Þess vegna
var ég mest í stelpuleikjum svo sem
teygjó, sippó og brennó," segir Páll
Óskar sem segir að í staðinn fyrir
að vera úti og hamast hafi hann
farlð úpp á bókasafn og lesið teikni-
myndasögur. „Mamma gaf mér oft
peninga fyrir eplum, sem ég hef
alltaf verið gefinn fyrir. Síðan labb-
aði ég niður í Gullabúð og keypti
fullan poka af eplum. Svo var farið.
upp á bókasafnið á efri hæðinni og
lesið og borðuð epli þar til allt var
búið úr pokanum."
UR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Enn afheimsóknum
höjðingja
Imyndasafninu      síðastliðinn
sunnudag birtum við „virðuleg-
ar" myndir af heimsóknum er-
lendra þjóðhöfðingja til íslands,
þar sem þétt handtök
einkenndu andrúms-
loftið og innsigluðu
vináttu gesta og gest-
gjafa. En þótt virðu-
leikinn sé oftar en
ekki einkenni slíkra
heimsókna     getur
næmt auga ljós-
myndavélarinnar fest
á filmu atvik og svip-
brigði þar sem losnað hefuf um
slík bönd. Það fylgdi því til dæmis
lítill virðuleiki þegar síðhærðir rót-
tæklingar gerðu aðsúg að bifreið
Williams Rodgers, þáverandi utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, sem
kom hingað til lands í maí 1972.
Ein myndanna í myndasaafninu í
dag segir þá sögu. Önnur sýnir
spaugileg svipbrigði Lyndons B.
Johnsons, þáverandi varaforseta
Bandaríkjanna á götu í Reykjavík
í heimsókn sinni um
1960. Hin þriðja er
tekin við útsýnisskíf-
una á Þingvöllum í
október 1954 þegar
dr. Konrad Adenauer,
þáverandi forsætis-
ráðherra     Vestur-
Þýskalands, _ var í
heimsókn á íslandi, en
tóbaksreykur hylur
andlit íslenska forsætisráðherrans,
Ólafs Thors. Á fjórðu myndinni er
Filippus prins í skoðunarferð á
Mývatni. Þessar myndir hafa ekki
birst áður, svo vitað sé, enda flokk-
ast þær ekki undir hinar hefðbundu
ljósmyndir af heimsóknúm er-
lendra þjóðhöfðingja.
Skondin svipbrigði Lyndon B. Johnsons, þáverandi varaforseta
Bandaríkjanna, tekur á móti bréfi frá Jónasi Árnasyni alþingis-
mannifyrir framan Háskólabíó.
SVEITIN MÍN...
ER LÁTRASTRÖND VIÐ EYJAFJÖRÐ
„Ég er fæddur og uppalinn a Finnastöðum, syðst á Látraströnd-
inni, en það er eini bærinn á allri ströndinni sem nú er búið á,"
segir Jón Eyfjörð, félagsmálafulltrúi Kennarasambands íslands.
Látraströndin liggur við Eyja-
fjörðinn austanverðan í
Grýtubakkahreppi. Hún nær frá
Grenjá, norðan Grenivíkur, alla
leið út að Gjögurtá. Mjög bratt
er meðfram allri ströndinni, klett-
ar nánast út í sjó og undirlendi
lítið. Mörg há fjöll gnæfa upp úr
fjallgarðinum og er Kaldbakur
þeirra hæstur.
Á Látraströnd var búið á mörg-
um bæjum áður fyrr, þrátt fyrir
að þar sé harðbýlt. Þar er mjög
snjóþungt og fara sögur af mörg-
um snjóflóðum. Fært er jeppum
L
að Svínárnesi á miðri ströndinni,
Þaðan sem liggur vinsæl göngu-
leið út í Látur og yfir í Fjörður.
Látur, sem ströndin er kennd
við, er norðan svonefndra Látra-
kleifa. Þar var um skeið eitt af
höfuðsetrum útgerðar við Eyja-
fjörð, sér í lagi hákarlaútgerðar.
Þar er nú skipbrotsmannaskýli.
Við Látur ef skáldkonan Látra-
Björg kennd. Hún var förukpna á
18 öld og liggja eftir hana margar
lausvísur sem lifa enn á vörum
þjóðarinnar."
HVERS VEGNA . . .
VEGNAÞESSAD ESKÚLAPÍUSAR, HINS FORNÍLÆKNINGAGUÐ GRIKKJABJÓ YFIR
KYNNGIMÓGNUÐUM LÆKNINGARMÆTTTI
Læknisfræði
HVAÐ TAKNA snákurinn og
lurkurinn í hinu alþjóðlega merki
læknavísindanna?
Lurkurinn er þekktur sem stafur
Eskúlapíusar, hins forna
gríska lækningaguðs ef samkvæmt
ýmsum goðsögnum var sonur
Appollós og bjó yfir kynngimögnuð-
um lækningarmættti. Fjölmörg hof
voru reist Eskúlapíusi til heiðurs -
bæði af Gríkkjum og Rómveijum -
þar sem sjúkt fólk var látið hvíla
yfir nótt og morguninn eftir réðu
prestar í draumana sem áttu að
innihalda læknislegar leiðbeiningai'
frá Eskúlapíusi.
Fyrirrennari 3tafsins var reyndar
tré sem átti að tákna uppvöxt lífs-
ins og minna á náttúruna sem við
öll erum komin af. Síðar meir tók
stafurinn við, eða sprotinn eins og
sumir kjósa að kalla fyrirbærið, þar
sem orðið sproti þykir tákna lífið á
betri máta en stafur.
Ekki eru menn á eitt sáttir um
hvers vegna snákurinn kom inn í
merkið en hann var þó talinn helg-
ur af Eskúlapíusi og til forna voru
snákum færðar fórnir í því skyni
að lækna eða bægja frá ýmsum
Aðrir benda á söguna um Adam
og Evu en þar er snákurinn tákn
fyrir freistingar og þær voru taldar
eiga upptök sín í sálinni. Reyndar
trúðu menn því einnig að svo væri
ástatt með ýmsa aðra sjúkdóma og
litu svo á að ef sálin væri heil,
væri líkaminn heill. Með því að
drepa snákinn með stafnum þá
væri því varnað að sálarinnar yrði
freistað sem myndi veikja hana og
valda síðar meir eyðileggingu á lík-
amanum. Þetta samspil snáks og
stafs á því að tákna hina eilífu
baráttu milli góðs og ills.
+ '
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8
C 9
C 9
C 10
C 10
C 11
C 11
C 12
C 12
C 13
C 13
C 14
C 14
C 15
C 15
C 16
C 16
C 17
C 17
C 18
C 18
C 19
C 19
C 20
C 20
C 21
C 21
C 22
C 22
C 23
C 23
C 24
C 24
C 25
C 25
C 26
C 26
C 27
C 27
C 28
C 28
C 29
C 29
C 30
C 30
C 31
C 31
C 32
C 32
C 33
C 33
C 34
C 34
C 35
C 35
C 36
C 36