Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D 79. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fjaðra- fokí París Umhverfisvernd- arsinnum og lög- reglu lenti saman fyrir utan Grand Hotel í París í gær. Ætluðu þeir fyrrnefndu að taka á móti Arth- ur Dunkel, fram- kvæmdastjóra GATT, með skæðadrífu af fiðri. Höfðu þeir með sér stórar viftur til að auð- velda sér verkið en tilefni uppá- komunnar var að sögn óánægja umhverfisvernd- arsinna með af- stöðu GATT til vanþróaðra ríkja. Reuter. Tjón unnið á sendiráðum í Líbýu: Oryggisráðið for- dæmir spellvirkin Samcinuðu þjóðununi. Reuter. ÖRYGGISRAÐ Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í gær á skyndifundi árás- ir á erlend sendiráð í Trípóli, höfuðborg Líbýu, og krafðist þess að stjórnvöld stöðvuðu þær. Segist Líbýustjórn engan þátt hafa átt í mót- mælunum en haft er eftir hoilenskum sendimanni, að aðgerðirnar hafi verið vandlega skipulagðar af stjórnvöldum. Að sögn líbýsku fréttastofunnar JANA barðist lögreglan við fólk, sem vildi kveikja í sendiráðum þeirra ríkja, sem studdu refsiaðgerðir sem samþykktar voru í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna fyrr í vikunni, og var sagt, að margir hefðu meiðst. Sagði einnig, að Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, hefði hvatt lands-. menn sína til að sýna stillingu og minnt þá á, að í landinu byggi frið- samt og siðmenntað fólk, sem ekki vildi stofna nokkrum manni í hættu. Haft er eftir erlendum sendi- manni, að sendiráð Venezúela hafí Stjórnarskipti í Frakklandi: Færri ráðherrar og yngri í ríkisstjóm Beregovoys Forsætisráðherrann segir glímuna við atvinnuleysi forgangsverkefni stjómarimiar verið verst leikið og gjöreyðilagt en fulltrúi Venesúela var forseti örygg- isráðsins þegar refsiaðgerðirnar voru samþykktar. Hafa stjórnvöld í Venezúela kallað heim alla erindreka sína í landinu í mótmælaskyni. Þá voru brotnar nokkrar rúður í austur- ríska sendiráðinu en litlar skemmdir unnar annars staðar. Hollenskur sendimaður, Zeno Van Dorth, sagði í viðtali við breska sjónvarpið í Trí- pólí, að fólk, sem safnaðist saman fyrir framan ítalska sendiráðið, hefði komið þangað í langferðabifreiðum og mótmælin augljóslega skipulögð af stjórnvöldum. Hermt er að slökkviliðsmenn hafí birst í sendiráði Venezúela áður en nokkuð gerðist og spurt: „Hvar er eldurinn?" Thomas Pickering, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, sagði í gær, að framferði Líbýustjórnar væri fáheyrt og útilok- að annað en að bregðast við því með einhveijum hætti. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis- ráðherra Dana, sagði í gær, að ástæða væri til að óttast, að 15 Dönum, sem enn væru í Líbýu, yrði haldið þar sem gíslum. Kvað hann það augljóslega vera stefnu Líbýu- stjórnar að veita vegabréfsáritanir seint eða ekki. París. Reuter. EDITH Cresson, forsætisráðherra Frakklands, sagði af sér embætti i gær og var tilkynnt sköminu síðar að við því tæki Pierre Beregovoy, fjármálaráðherra. Beregovoy tekur formlega við starfinu á laugardag en í gær kynnti liann ráðherralista sinn. Ráðherrarnir verða færri og yngri. Tekur Michel Sapin, aðstoðardómsmálaráðherra í fráfarandi stjórn, við embætti fjármálaráðherra. Eftir hrikalegt afhroð í héraðs- ráðakosningum síðustu tvær helgar var talið óhjákvæmilegt að Cresson yrði látin víkja. Sósíalistaflokkurinn fékk einungis 18,3% atkvæða sem er minnsta fylgi flokksins í kosning- um um áratuga skeið. Er þessi slæma niðurstaða rakin til mikils atvinnuleysis, óánægju með Francois Mitterrands forseta, sem setið hefur í embætti síðan 1981, og ekki síst persónulegra óvinsælda Cresson. Þrátt fyrir að allir helstu forystumenn flokksins krefðust af- sagnar hennar eftir kosningarnar háði húH harða baráttu fyrir að sitja áfram og kenndi nánustu samstarfs- Mafíufor- ingi dæmdur Ncw York. Reutcr. JOHN Gotti, kunnasti bófaforingi Bandaríkjanna frá því A1 Capone var og hét, var í gær fundinn sek- ur um morð og fjárglæfra. _ Gotti er höfuð Gambino-mafíufjöl- skyldunnar og er þetta í fjórða sinn sem hann er ákærður fyrir glæpi, en í fyrri skiptin var hann sýknað- ur. Gotti, sem er 51 árs, á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Eitt helsta vitn- ið gegn Gotti var nánasti samstarfs- maður hans um árabil. mönnum sínum í ríkisstjórn um hvernig fór. Mikill biturleiki ein- kenndi afsagnarbréf Cresson og seg- ist hún þar aldrei hafa hlotið þann stuðning flokksins né þá endurnýj- uðu ríkisstjórn sem hún hafði vænst. Á fundi með þingmönnum sósíal- ista sagði Beregovoy að helsta for- gangsverkefni sitt til að byija með yrði að beijast gegn atvinnuleysi með nýjum og djörfum aðgerðum. Hann sagðist einnig ætla að vinna að auknu félagslegu réttlæti og ör- yggi, stefna að auknum evrópskum samruna og umhverfisvernd. „Ég lofa hins vegar engum kraftaverkum eða töfralausnum," bætti hann við. Beregovoy fækkar ráðherrum úr 30 í 26. Roland Dumas utanríkisráð- herra og Pierre Joxe varnarmálaráð- herra halda sínum embættum. Jack Lang menningarmálaráðherra bætir menntamálunum við sig og auðkýf- ingurinn Bernard Tapie verður þétt- býlisráðherra. ' Forystumenn stjórnarandstöð- unnar sögðu flestir í háðstóni að breytingarnar á ríkisstjórninni myndu litlu breyta um fallandi gengi sósíalista og margir þeirra kröfðust þess að gengið yrði til þingkosninga þegar í stað. Philippe de Villiers, einn þingmanna miðjuflokksins UDF, líkti breytingunni við að skipt hefði verið um skipstjóra á Titanic. Sjá „Sjálfmenntaði hagspeking- urinn..." á bls. 27. Keuter. Nýr forsætisráðherra Frakklands, Pierre Beregovoy, kemur til Elysee-hallar til að hitta Francois Mitterrand forseta. Morðið á Kennedy: Oswald ekki einn að verki Dallas. Reuter. LÆKNIR sem tók þátt í að reyna að bjarga lífi Johns F. Kennedys Bandaríkjaforseta segir að útilok- að sé að Lee Harvey Oswald hafi verið eini tilræðismaðurinn. Charles Crenshaw var aðstoðar- læknir á Parkland sjúkrahúsinu í Dallas, 22. nóvember 1963, þegar komið var með Kennedy. Segist hann hafa átt þess kost að skoða skotsárin gaumgæfilega og augljóst hafi verið að skotin komu úr tveimur til þremur áttum. Hann segist hafa þagað um vitneskju sína þar til nú af ótta um starfsframa sinn. Friðarviðræður um Miðausturlönd: Island á óskalista araba Washington. Reuter. MARGARET Tutwiler, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, skýrði frá því í gær að fimmta lota viðræðna um frið í Mið- austurlöndum liæfist 27. apríl næstkomandi í Washington. Sam- komulag væri um að sjötta lotan yrði á stað nær vettvangi at- burða. Aðilar að viðræðunum hafa lagt frani óskalista um fundar- stað og segir heimildarmaður Reuíere-fréttastofunnar að ísland sé á lista arabanna. Tutwiler sagðist myndu til- kynna fundarstað sjöttu lotunnar áður en fimmta lotan hæfist en ekki timasetninguna. Gaf hún til kynna að til væri fundarstaður sem allir aðilar væru samþykkir. Iláttsettur arabískur stjórnarer- indreki segir að á óskalista sinna manna séu Reykjavík, Róm, Lissabon, Madrid, ■ Genf og Lausanne. Talið er að ísraelar hafi mælt með Kýpur, Ródos, og nokkrum höfuðborgum í Evrópu, þ. á m. Róm og Lissabon. Stjórn- arerindrekinn sagði að liklegustu fundarstaðirnir væru Róm, Lissa- bon og Lausanne.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.