Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 Minning: Guðbjörg Guðbrands- dóttir frá Loftsölum Fædd 6. september 1902 Dáin 3. apríl 1992 í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín, Guðbjörg Elín Guðbrandsdóttir. Hún fæddist í september árið 1902 á Loftsölum í Mýrdal, þriðja barn foreidra sinna, en þeim varð 17 bama auðið. Jökullinn í bak, fjöllin, grasi vaxinn dalurinn, svart- ur sandurinn, endalaus fjaran, þar sem úthafsaldan brotnar með gný, Dyrhólaey í suðri og Atlantshafið suður úr öllu. í þessu stórbrotna umhverfi ólst Guðbjörg upp og bjó til 28 ára ald- urs, er hún fiuttist til Reykjavíkur. Árið 1941 lá leiðin yfir hafið, sem hún ólst upp við, til New York. Þar kynntist hún eftirlifandi eigin- manni sínum, Daníel Franklín Gíslasyni, verslunarmanni. Þau eignuðust eina dóttur, Guðbjörgu Elínu, þá nýkomin heim til Islands aftur. Árið 1965 kvæntist ég dóttur þeirra og var þar með tengdur Guðbjörgu, þeirri traustu og góðu konu. Ferðalög voru hennar yndi hvort sem var á fóstuijörðinni eða erlend- is. Á þeirp 20 árum sem við hjónin bjuggum erlendis komu Guðbjörg og Daníel til okkar öll árin að einu undanskildu. Heimsóknir þessar tengdust öðrum ferðalögum, sem við oft tókum þátt í. Eftir tilkomu dóttur okkar, Ornu Bjarkar, auga- steins ömmu sinnar, varð Portú- galsdvöl árlegur viðburður, okkur öllum til mikillar ánægju. Ávallt bar hún hag okkar og ættmenna sinna fyrir bijósti og gerði öllum vel. Hún var með „græna fingur" og ræktaði garðinn sinn með skilningi á hringrásinni. Nú er hún leggur í ferðina miklu, sem er meiri en yfir hafið forðum, kveð ég ásfkæra tengdamóður mína. Það vorar og gróður vaknar í garði Guðbjargar og í huga okkar sem eftir stöndum. Árni Þórólfsson. í dag verður til moldar borin móðursystir mín, Guðbjörg Elín Guðbrandsdóttir frá Loftsölum. ! Minning: Hinn 5. apríl sl. lést langt um aldur fram Ásgeir Beinteinsson, píanóleikari. Ásgeir var einhver mestur píanósnillingur sem við höf- um átt, en heilsubrestur aftraði honum frá því að njóta sín til fulls nema skamma hríð. Sem dæmi um atgervi Ásgeirs má nefna að þegar hann braut- skráðist úr Menntaskólanum á Akureyri var hann fenginn til að leika píanóverk ásamt því að flytja stúdentsræðuna á frönsku, en hann hafði dúxað í þeirri grein. Hann var mikill málamaður og lagði sér- Gæðaflísar á góðu verði qpÍESSÍ Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Hún lést á Landa- kotsspítala eftir skamma legu á nítugasta aldursári. Hún var alla tíð líkamlega hraust, en minnið farið að bila á síðustu árum. Verð- ur hún öllum ec til þekktu harm- dauði. Guðbjörg var þriðja í röð barna Elínar Björnsdóttur ög Guðbrandar Þorsteínssonar bónda og vitavarðar á Loftsölum í Mýrdal. Þau áttu alls 17 börn en af þeim lifðu 15. Um æsku og uppvöxt frænku minnar veit ég Iítið og munu sjálf- sagt aðrir gera því betur skil. Þeg- ar ég man fyrst eftir henni á æsku- árum mínum laust fyrir 1960 minn- ist ég hennar eins og alla tíð síðan, höfðinglegrar í lund og svipmikill- ar, en umfram allt góðrar mann- eskju. Ávallt boðin og búin að rétta hjálparhönd þeim er þurftu. Aldrei heyrði ég hana hallmæla neinum og ávallt reyndi hún að leggja gott til allra. Guðbjörg giftist Daníel Gíslasyni kaupmanni og eignuðust þau eina dóttur, alnöfnu móður sinnar. Öll þau ár sem ég man bjuggu þau í Sörlaskjólinu. Voru þau höfðingjar heim að sækja og sérstaklega sam- hent í öllu. Ég man þegar þau hjón- in skutu skjólshúsi yfir móður mína og ijölskyldu hennar. Hafa þau Guðbjörg og Daníel alla tíð sýnt okkur mikla góðvild. Sést það best í ótrúlegri ræktarsemi við móður mína í langvarandi veikindum hennar. Verður sú góðvild seint fullþökkuð. Eins minnist ég allra jólanna í Skjólunum. Verða þau mér alltaf ógleymanleg. Frá Loftsölum er komin allstór ætt. Guðbjörg var mjög ættrækin og ættfróð. Umhyggja hennar fyrir systkinum sínum og afkomendum þeirra var mikil. Hún var skörung- ur og hefur mér ávallt fundist að kjölfestan í ættinni hafi verið Guð- björg. Er nú skarð fyrir skildi. Vænt þótt henni um æskustöðvar- nar og kom þar reglulega meðan systkini hennar bjuggu þar. Upp í hugann koma minningar þegar ég var strákur. Væri von á Guðbjörgu og Daníel lyftist lundin ennþá meir staka rækt við íslenskt mál og málfar. Að stúdentsprófi loknu nam Ásgeir píanóleik hjá Árna Krist- jánssyni í Tónlistarskóla Reykja- víkur, en fór síðan til frekara tón- listarnáms til Þýzkalands og Ítalíu. Að loknu námi kom hann aftur til íslands og hélt hér tónleika. Viðtök- ur áheyrenda voru mjög lofsamleg- ar enda bjó Ásgeir í senn yfir mjög góðri tækni, fágun og frábærum hæfíleikum. Ásgeir Beinteinsson var einhver tilfmningaríkasti maður og góð- menni sem ég hef fyrirhitt. I önd- verðu var það tónlistaráhugi sem tengdi okkur sterkum böndum, og vinátta okkar varð enn traustari eftir að ég missti bróður minn fyr- ir rúmum tíu árum. Þá kom Ásgeir til mín með fangið fullt af blómum og samhryggðist mér á sinn milda og hlédræga hátt. Vinátta okkar var síðan óslitin þar til yfir lauk, og alltaf var Ás- geir reiðubúinn að leggja mér það lið sem hann hélt að mér kæmi best. Engan hef ég þekkt á lífsleiðinni sem kunni betur að njóta fegurðar móður náttúru, litadýrðar, blóma og gróanda. Þar speglaðist hans eigin viðkvæmni og fullkomnunar- þrá. og hversdagsleikinn varð að skemmtun. Fátækleg orð ná sjaldnast að lýsa ágæti manna. Móðir mín segir oft „hún Guðbjörg er mikil mann- eskja“. Það standa ekki margir undir þeim orðum, en þau lýsa Guðbjörgu Elínu Guðbrandsdóttur, frænku minni, hvað best. Fyrir okkur öllum liggur dauðinn og sorgin fylgir honum óhjákvæmi- lega. Fyrir okkur sem þekktum Guðbjörgu Guðbrandsdóttur er þó huggun að vita að orðstír deyr aldr- ei, hveim sér góðan getur. Að ferðalokum vil ég þakka frænku minni samfylgdina í lífínu. Kæri Daníel, Guðbjörg Elín, Árni og Arna Björk. Missir ykkar er mikill. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Gef dánum ró, en hinum líkn er lifa. Elling. í dag verður kvödd frá Nes- kirkju Guðbjörg Elín Guðbrands- dóttir, Sörlaskjóli 20, en hún lést 3. apríl sl. Guðbjörg móðursystir okkar fæddist á Loftsölum í Mýrdal 6. september 1902, dóttir hjónanna Elínar Björnsdóttur og Guðbrands Þorsteinssonar bónda og vitavarð- ar. Hún var þriðja í röðinni af fimmtán börnum þeirra sem upp komust, en það voru tólf systur og þrír bræður. Nú eru fjórar systur eftir á lífi, Marta, Sigurlín, Sigríður og Matthildur, en látin eru Sigur- veig móðir okkar sem var elst, Guðbjörg, Vilborg, Þorsteinn, Fanney, Steinunn, Björn, Daníel, Þórunn, Lára og Anna. Jörðin Loftsalir var rýr til bú- skapar og þurfti því að hafa mikið fyrir lífsbjörginni handa þessum stóra hópi. En Guðbrandur nýtti vel þau hlunnindi sem fylgdu jörð- inni, sótti sjóinn fast, var formaður á róðrarbátum við Dyrhólaey í mörg ár og seig í björgin. Elín á Loftsölum var mikil dugnaðar- og rausnarkona og okkur hafa tjáð gamlir Mýrdælingar, að þrátt fyrir þungt heimili hafi hún oft getað miðlað þeim, sem minna höfðu. Guðbjörg líktist móður sinni bæði í sjón og raun, hún var vel verki farin og dugleg svo af bar og yfir henni sérstök reisn. Hér áður þótti það hin besta menntun fyrir stúlkur að komast í vist á góðu heimili. Eftir að hafa unnið á ýmsum stöðum í Reykjavík hleypti Guðbjörg heimdraganum og réðst til Olafs Johnsons stór- Ásgeir þurfti að axla meira mót- læti en flestir aðrir á lífsleiðinni, en hann bjó yfir þeim dýrmætu mannkostum að vera rósamur og ástúðlegur í umgengni þó að sorgir og erfiðleikar væru honum fjötur um fót. Svar hans við ótta og ein- manaleika var trúin á hið góða í veröldinni. Nú þegar vorið fer að gægjast undan vetrarsnjónum og allt fer að blómgast með hækkandi sól kveð ég Ásgeir vin minn í þeirri staðföstu trú að hann njóti nú mildi og blessunar hins eilífa vors. Ég þakka honum samfylgdina. Elín Dungal. kaupmanns í New York, þar sem hún dvaldi í nokkur ár. Þar kynnt- ist hún eftirlifandi manni sínum, Daníel Gíslasyni, sem starfaði þar fyrir verslunina Geysi. Þegar þau Guðbjörg og Daníel fluttu heim til íslands byggðu þau sér hús í Sörla- skjóli 20 og komu sér þar upp fal- legu heimili, þar sem þau hafa nú búið í meira en fjörutíu ár. Þar var allt með einstökum myndarbrag enda húsráðendur samtaka um að gera allt sem best úr garði. Þau voru miklur höfðingjar heim að sækja og í Sörlaskjólinu var sann- kallað skjól, sem margir nutu góðs af. Þau eignuðust dótturina Guð- björgu Elínu, sem er sölufulltrúi hjá Flugleiðum. Guðbjörg yngri er gift Árna Þórólfssyni arkitekt og er dóttir þeirra Anna Björk, sem var augasteinn ömmu sinnar og afa. Hún á að fermast í vor. Guðbjörg og Daníel höfðu mikla ánægju af ferðalögum og gerðu víðreist bæði innanlands og utan, allt fram á síðustu ár. Guðbjörg dóttir þeirra bjó lengi erlendis ásamt fjölskyldu sinni og heimsóttu þau hana á hverjum ári og fór þá fjölskyldan oft saman í frí á fjar- lægar slóðir. Þau voru miklir náttúruunnendur og stunduðu gjarnan útilegur, enda er Daníel gamall skáti. Það eru ekki mörg ár síðan þau fóru hringveginn ein í bílnum sínum. Einn staður var þeim þó öðrum kærari og það var Mýrdalurinn. Þangað fóru þau marga ferðina og Guðbjörg dvaldi á Loftsölum á hveiju sumri meðan foreldrar hennar lifðu og síðar hjá systkinum sínum sem þar bjuggu. Þar undi hún sér alltaf vel. Guðbjörg bar hag systkina sinna mjög fyrir bijósti og reyndist þeim jafnan vel. Systurnar frá Loftsölum héldu alltaf mikið saman og þær sem búsettar voru í Reykjavík höfðu með sér saumaklúbb um hálfrar aldar skeið. Þeim var öllum sameiginleg þessi einlæga átthaga- ást og voru óþreytandi að rifja upp minningar frá æskuárunum á Loft- sölum. Ekki má gleyma árlegu ættarferðunum þeirra Loftsala- systra og afkomenda þeirra, sem Guðbjörg og Daníel tóku virkan þátt í og voru ævinlega hrókar alls fagnaðar. Þau voru miklir aufúsu- gestir hvenær sem stórfjölskyldan kom saman. Það sópaði að þeim hvar sem þau fóru. Við eigum margar góðar minn- ingar um Guðbjörgu frænku, allt frá því að hún sendi litlum frænda pakka frá Ameríku með ýmsum sjaldséðum hlutum. Við fluttum til Reykjavíkur sem unglingar ásamt móður okkar eftir lát föður okkar og bjuggum þá í Sörlaskjólinu fyrstu árin. Því fylgdi öryggiskennd að vera í nábýli við Guðbjörgu, hún var traust og sterk og alltaf gott að leita til hennar. Guðbjörg naut góðrar heilsu lengst af, en alla daga kemur kvöld. Löng og farsæl ævi er á enda runn- in og að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti fyrir velvild og tryggð í gegnum árin. Innilegar samúðarkveðjur send- um við Daníel, Guðbjörgu Elínu, Árna og Örnu Björk. Blessuð sé minning Guðbjargar frænku. Halla og Sigrún Valdimarsdætur. Föstudaginn 3. apríl lést í Landakotsspítala elskuleg vinkona mín, Guðbjörg Guðbrandsdóttir frá Loftsölum í Mýrdal. Hún var dótt- ir hjónanna Elínar Björnsdóttur og Guðbrands Þorsteinssonar, sem bjuggu á Loftsölum og var hún 3. í röðinni af 17 börnum þeirra hjóna. Þar af voru 14 dætur og eru nú aðeins fjórar systur á lífi af systkinahópnum. Kynni okkar Guðbjargar voru orðin löng, þau spönnuðu rúm 50 ár. Við sáumst fyrst í New York á stríðsárunum, en þá var hún starfandi á heimili sæmdarhjón- anna Guðrúnar og Ólafs Johnsons, stórkaupmanns þar í borg. Það var á aðfangadagskvöld 1941 sem ég sá Guðbjörgu fyrst. Þá var ég boðin sem endranær á heimili Guðrúnar og Ólafs ásamt mörgum öðrum íslendingum til að halda hátíðleg íslensk jól. Mér varð strax starsýnt á þessa myndarlegu stúlku, sem bauð af sér svo góðan þokka að góðvildin hreint og beint geislaði af henni, enda löðuðust allir að henni og eignaðist hún marga trúnaðarvini meðal heimilis- gestanna. Okkur varð strax vel til vina og hittumst oft á þeim árum. En ekki minnkuðu tengslin eftir að við fluttum báðar til íslands. Við höfð- um báðar gift okkur um svipað leyti og eignuðumst dætur með fimm vikna millibili og einnig urðu menn okkar góðir vinir. í New York kynntist Guðbjörg eftirlifandi eiginmanni sínum, Daníel Gíslasyni, sem var þar í viðskiptaerindum, og giftu þau sig sumarið 1944 í New York-borg. Álít ég að það hafi verið mesta gæfuspor þeirra beggja, því sam- rýmdari hjón get ég ekki hugsað mér. Aldrei minntist maður á ann- að án þess að hitt kæmi upp í hugann. Alltaf var talað um Daní- el og Guggu í sömu andránni. Þegar heim kom byggðu þau sér reisulegt einbýlishús í Sörlaskjóli 20, þar sem þau bjuggu alla tíð. Guðbjörg var sérstaklega myndar- leg húsmóðir og fór það ekki fram- hjá neinum sem kom á heimili þeirra. í því sem öðru voru Daníel og Gugga sem einn maður í að gera heimilið sem smekklegast og vistlegast. Eina dóttur eignuðust Daníel og Gugga, Guðbjörgu, sem starfað hefur um áraraðir við flugmál, fyrst hjá Flugfélagi íslands í Kaup- mannahöfn og síðan hjá Flugleið- um á íslandi. Er hún gift Árna Þórólfssyni húsgagnaarkitekt og er þeirra dóttir Arna Björk, sem á að fermast nk. sunnudag. Meðan Guðbjörg og Árni bjuggu í Kaupmannahöfn voru tíðar ferðir Daníels og Guggu þangað, því fjöl- skyldan var einstaklega samheldin, en fyrir rúmum sex árum fluttu þau til íslands og hafa síðan búið á efri hæðinni í Sörlaskjóli 20. Gugga var alsæl að fá fjölskyld- una heim og meira að segja í sama hús. Var það ánægjulegt á báða bóga, því Ánna Björk var sannkall- aður sólargeisli afa og ömmu og notalegt fyrir hana að geta leitað til þeirra, þegar foreldrarnir voru að störfum utan heimilis. Þótt samfundir okkar Einars við Daníel og Guggu yrðu færri með árunum rofnuðu tengslin aldrei og við litum alltaf á þau sem eina af okkar bestu vinum. Við Gugga fylgdumst alltaf hvor með annarri, þó ekki væri nema gegnum síma, og aldrei brást að Gugga spyrði hvernig börnunum okkar liði og íjölskyldum þeirra. Hún var með eindæmum trygg- lynd og mátti ekki vamm sitt vita, en alltaf jafn hlý og skilningsrík eins og hún hafði komið mér fyrir sjónir á aðfangadagskvöld 1941. Ég veit að söknuður Daníels er mikill en eftir lifa minníngar um einstaklega yndislega konu. Við Einar vottum Daníel, Guð- björgu og hennar fjölskyldu og öðru venslafólki dýpstu samúð okkar. Blessuð sé minning Guðbjargar Guðbrandsdóttur. Margrét Thoroddsen. Ásgeir Beinteinsson píanóleikari Fæddur 30. september 1929 Dáinn 5. apríl 1992

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.