Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						52
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRIL 1992
muhim
_£»
i 1991 Jim Unoei/Oislributed by Universal Press Svndicate

Með ncuict
Ast er	i  •  •		
0       O	O	_-£>	) /' _-
0. ^xy o			k /''  v -l ¦ ¦' /
"WÚK			w
$&	\y\		c 0
	#£%		f4,
1-7	L.	í/	i^Ui
.... að	fylíjast að.		
TM Reg. U S Pat OH — all ngms reserved • 1992 Los Angeles Times Syndicate			
WtM/
HOGNI HLREKKVISI
*
Áður hjálpaðir þú mér alltaf
með rennilásinn þegar við
fórum að hátta ...
u VeeASJOPPAN H/tNS HÖ<SN/i.
BREF TTL BLADSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100-Símbréf 691222
Eru Neytendasam-
tökin að vakna?
Frá Jóhannesi Gunnarssyni, for~
manni Neytendasamtakanna:
NÝVERIÐ birtust í fjölmiðlum niður-
stöður könnunar sem Hagfræðistofn-
un Háskóla íslands vann fyrir Neyt-
endafélag höfuðborgarsvæðisins. Þar
er metið hvaða áhrif það hefði á
verð landbúnaðarvara, ef framkomin
drög að nýjum GATT-samningi verða
að veruleika. Niðurstöðurnar sýna
að íslenskur almenningur á þar veru-
legra hagsmuna að gæta, enda þurf-
um við að borga 42-760% hærra
verð fyrir landbúnaðarafurðir heldur
en frændur okkar Norðmenn. Þó búa
þeir við hátt verð á þessum vörum
í samanburði við ýmsar aðrar þjóðir.
Undarleg leiðaraskrif
Alþýðublaðið og DV hafa fjallað
um þessa könnun í leiðurum og var
leiðari Alþýðublaðsins birtur í heild
í Morgunblaðinu. I skrifum þessum
er framtaki Neytendafélags höfuð-
borgarsvæðisins fagnað. í báðum til-
vikum er fögnuðurinn þó með öfug-
um formerkjum. Það er á leiðarahöf-
undum að skilja að stuðningur Neyt-
endasamtakanna við GATT-drögin
feli í sér stefnubreytingu hjá samtök-
unum og að þau hafi í raun brugðist
neytendum í gegnum árin. Höfundar
leiðaranna fullyrða að Neytendasam-
tökin séu nú fyrst að „byrja að vakna
til meðvitundar" um það regin-
hneyksli sem landbúnaðarstefnan
vissulega er og að við séum „farin
aðbyrja að" amast við því.
í sjálfu sér kemur okkur ekki á
óvart þótt leiðarahöfundur DV amist
við Neytendasamtökunum með þess-
um hætti. Það gerir hann raunar
reglulega og virðist helst hafa ein-
sett sér að fyigjast alls ekki með því
sem Neytendasamtökin eru að gera.
Okkur kemur hins vegar á óvart,
hve illa leiðarahöfundur Alþýðu-
blaðsins er upplýstur um störf og
stefnu Neytendasamtakanna. Og það
var okkur ekkert fagnaðarefni að
Morgunblaðið skyldi birta vitleysuna
úr honum athugasemdalaust.
Stefna Neytendasamtakanna
Neytendasamtökin hafa undanfar-
in fimmtán ár og raunar lengur,
haldið uppi harðri gagnrýni á land-
búnaðarstefnuna. Við höfum ítrekað
bent á að þessi almenningur þarf að
greiða heimsíns hæsta verð fyrir
þessar vörur, en samtímis er bænd-
um gert erfiðara og erfiðara að lifa
af framleiðslu sinni. Okkur hefur
frekar verið legið á hálsi fyrir að
vera í stríði við framleiðendur búvara
en að bregðast neytendum í þessum
efnum.
Þeir sem nenna að kynna sér
stefnu og störf Neytendasamtakanna
sjá strax að það er út í hött að halda
því fram að Neytendasamtökin séu
nú fyrst að vakna til meðvitundar í
þessum málum, eða að samtökin séu
fyrst nú "að skilja hið raunverulega
hlutverk sitt sem erað standa vörð
um hag neytenda á íslandi í þessum
málum. Neytendasamtökin hafa ein-
mitt að mörgu leyti leitt þá gagnrýni
sem sett hefur verið fram á skipulag
og stjórnun í íslenskum landbúnaði
og voru raunar fyrstu og nánast einu
fjöldasamtökin í landinu sem höfðu
kjark til þess að lýsa yfir stuðningi
við drög að nýjum GATT-samningi.
GATT-samningurinn  er  ekki  í
höfn. Og jafnvel þótt af honum verði
bendir allt til þess að landbúnaðar-
ráðherra muni kappkosta að eyða
þeim ávinningi sem neytendur gætu
haft af samningnum. Enda virðist
landbúnaðarráðherra standa í þeirri
trú_ að hann hafi þegið umboð sitt
af þröngum sérhagsmunahópi frem-
ur en almenningi í landinu. Neyt-
endasamtökin munu ekki láta sitt
eftir liggja við að gæta hagsmuna
neytenda í þeirri orrahríð sem virðist
vera framundan í þessu máli. Neyt-
endasamtökin eru sér meðvituð um
hlutverk sitt og ábyrgð gagnvart
neytendum. Það er eðlileg krafa að
leiðarahöfundar dagblaða séu sér
einnig meðvitaðir um skyldur sínar
og ábyrgð gagnvart lesendum, en
setjist ekki við leiðaraskrif blindir á
öðru auga og með bundið fyrir hitt
eins og Jónas Kristjánsson gerir
gjarna.
Það mega þeir á Alþýðublaðinu
þó eiga að þeir birta andsvör þegar
þeim verður á í messunni. Andsvar
mitt við þessum leiðaraskrifum var
að minnsta kosti birt fljótt þar. Ég
fór þess einnig að leit við ritstjóra
DV að þeir birtu þetta andsvar, en
eftir nokkurt þóf neituðu þeir að birta
grein mína. Ég leyfi mér að vona
að sú upplifun mín sé og verði eins-
dæmi í Iýðræðisríkinu íslandi.
JÓHANNES GUNNARSSON,
formaður Neytendasamtakanna.
Nemandinn var
í foreldrahúsum
Frá Per Roald Landrö:
ATHUGASEMD frá LÍN vegna
greinar íslenskra námsmanna í Ala-
borg þriðjudaginn 7. apríl.
í fylgiskjali nr. 2 með „Frumvarpi
til laga um Lánasjóð íslenskra náms-
manna", sem er nú til umræðu á
Alþingi, er í stuttu máli gerð grein
fyrir helstu atriðum í reglum um
námsaðstoð á hinum Norðurlöndun-
um eins og þær voru haustið 1991
og koma fram íkynningarbæklingum
sjóðanna þar. Á bls. 22 þar sem fjall-
að er sérstaklegá um danska kerfið
kemur skýrt og greinilega fram að
styrkur til nemanda í leiguhúsnæði
er 3.198 Dkk. (ca. 29. 600 ísk.) á
mánuði oglán 1.439 Dkk (ca. 13.300
ísk.), eða samtals 4.637 Dkk. (ca.
42.900 ísk.) á mánuði. Þetta eru
réttar tölur sbr. grein áðurnefndra
námsmanna.
I töflunni á bls. 26 þar sem náms-
aðstoð LÍN er borin saman við að-
stoð sjóðanna á hinum Norðurlönd-
unum og vitnað er í grein náms-
manna í Álaborg, sýna dönsku
styrkjatölurnar því miður upphæðina
fyrir nemanda í foreldrahúsum og
ekki í leiguhúsnæði eins og hefði átt
að vera. Þetta er misritun sem því
miður hefur sést yfir við prófarka-
lestur (sbr. upplýsingarnar á bls. 22)
og ekki tilraun til að villa um fyrir
mönnum eins og ljóst má vera af
framansögðu.
PER ROALD LANDRÖ
starfsmaður LÍN,
Laugavegi 77 Reykjavík
Víkverji skrifar
Víkverji tekur heilshugar undir
umkvartanir Ólafs H. Torfa-
sonar sem birtust hér í bréfi til
blaðsins fyrir skömmu vegna þess
að Sjúkrasamlag Reykjavíkur er
hvergi að finna í símaskránni. Sama
dag og bréfið birtist reyndi Vík-
verji að hringja í Sjúkrasamlagið
og byrjaði á því að fletta upp í síma-
skránni: Þar gat að líta símanúmer-
ið hjá Sjúkrasamlagi Hafnarfjarðar,
Sjúkrasamlagi Kópavogs og
Sjúkrasamlagi Garðabæjar, en
Sjúkrasamlag Reykjavíkur er þar
hvergi skráð. Víkverji hringdi því í
upplýsingar, 03, og bað um síma-
númer Sjúkrasamlags Reykjavíkur
og fékk upp gefið símanúmerið
604400. Hringdi við svo búið í það
númer og símadaman svaraði:
„Tryggingastofnun." Víkverji gekk
í vatnið, að minnsta kosti upp að
öxlum, því hann baðst forláts og
kvaðst hafa valið rangt númer.
Hringdi við svo búíð á nýjan leik í
upplýsingar og bað um símanúmer
Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Fékk
sama svar og áður og „upplýsti"
upplýsingadömuna um að þetta
væru einfaldlega rangar upplýs-
ingar, því uppgefið núme'r væri hjá
Tryggingastofnun ríkisins. Fékk þá
einfaldlega það elskulega svar að í
númeri Tryggingastofnunar væri
jafnframt Sjúkrasamlag Reykjavík-
ur.
XXX
Er það nokkur hemja að Trygg-
ingastofnun ríkisins, sem er
jú til fyrir borgarana, en þeir ekki
fyrir stofnunina, setji sig á svo
háan hest, að ákveða að Sjúkrasam-
lag Reykjavíkur eigi ekki að vera
í símaskránni, þar sem „sjúkrasam-
lög heyri fortíðinni til og hafi verið
lögð niður árið 1990?" Þetta er
stofnanatilætlunarsemi, sem hvorki
þessari ríkisstofnun né annarri á
að líðast. Þúsundir Reykvíkinga,
ugglaust tugþúsundir, ganga með
skírteini upp á vasann, sem sýnir
þeim og sannar að Sjúkrasamlag
Reykjavíkur er til, var til og verður
til.
xxx
Víkingar eiga frískt og föngu-
legt lið í meistaraflokki
kvenna í handknattleik, sem keppir
nú við Fram í undanúrslitum Is-
landsmótsins um réttinn til að
keppa við Stjörnuna í úrslitum. A
fimmtudag varð Víkverji vitni að
nokkrum umræðum um leik Víkings
og Fram frá kvöldinu áður, þar sem
Víkingur marði sigur eftir fram-
lengingu. Það er með ólíkindum að
enn þann dag í dag skuli heyrast
raddir í þá veru að kvenfólk eigi
ekkert erindi í keppnisíþróttir eins
og handknattleik. Staður kvenn-
anna sé í eldhúsinu og svefnher-
berginu og þær eigi ekki að láta
sjá sig í Laugardalshöllinni, eða
öðrum íþróttamannvirkjum, nema
með skúringafötu sér í hönd, studd-
ar af skrúbbi og öðrum ræstitækni-
tólum. Sjálfsagt voru þessar skoð-
anir einkum reifaðar til þess að
hleypa upp kvenpeningnum sem
þátt tók í umræðunni og tókst
bærilega að mati Víkverja, en öllu
gamni fylgir nokkur alvara, ekki
satt? Víkverja leikur nokkur forvitni
á að vita hversu mikinn hljómgrunn
sjónarmið sem þessi eiga í raun og
veru úti í þjóðfélagi. Eitt er að. vera
tímaskekkja, annað að vera slík, svo
skakki jafnmörgum öldum og Island
hefur, verið byggt!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56