Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992
Dómstólar og skattheimta!
eftir Hróbjart
Jónatansson
í opinberri umræðu síðustu vikna
og mánaða um efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar hefur lítið verið
vikið að þeirri grundvallarbreytingu
sem varð á dómsmálagjöldum um
áramót. En dómsmáiagjöld eru
ákveðin í I. nr. 88/1991 um aukatekj-
ur ríkissjóðs og mælt fyrir um hvað
skulí innheimt af þeim þegnum þjóð-
félagsins sem af einhverjum ástæð-
um þurfa að fara með hagsmuni sína
fyrir dómstóla landsins.
Sú grundvallarbreyting sem varð
á dómsmálagjöldum um síðustu ára-
mót hefur í för með sér slíka hækk-
un á gjöldunum að líkja má við bylt-
ingu. Ákvörðun Alþingis að skatt-
leggja dómstólameðferð með þeim
hætti sem raun ber vitni er, að mínu
áliti, aðför að mikilvægum hagsmun-
um með mjög aiyarlegum hætti.
Málið er það mikilvægt að skoðast í
samhengi við þær grundvallarreglur
sem í gildi eru um dómskerfið, og
varða m.a. aðgang landsmanna að
dómskerfinu. Færa má veigamikil
rök fyrir því að hækkun þessi á dóms-
málagjöldum leiði til þess að þegnar
landsins séu ekki jafnir fyrir lögun-
um. Þá virðist alveg ljóst að þeir sem
verst eru settir, efnahagslega í þjóðfé-
laginu verði helst fyrir barðinu á
hækkunum þessum.
Hvað eru dómsmálagjöld og í
hverju felst breytingin?
í stuttu máli eru dómsmálagjöld
þau gjöld sem einstaklingar og lögað-
ilar verða að reiða fram til dómstóla
landsins, til þess að fá framkvæmdar
„Er eðlilegt og sann-
gjarnt að sá sem fer
með hagsmuni sína fyr-
ir dómstóla þurfi að
greiða svo há gjöld í
ríkissjóð, sem raun ber
vitni? Á aðgangur
manna að dómstólum
landsins, að vera háður
peningaeign hvers og
eins?"
einstakar dómsathafnir. Árið 1989
hækkuðu gjöldin verulega frá því
sem áður var og sú aðgerð er upphaf-
ið að breyttri stefnu varðandi fjárhæð
dómsmálagjalda.  Hækkun  dóms-
málagjaldu um síðustu áramót mark-
ar hins vegar (slæm) tímamót í þess-
um efnum. Hækkunin nú er í raun
grundvallarbreyting frá því sem áður
var af þeim sökum að nú fyrst skipt-
ir pyngja hvers og eins miklu máli
um aðgang hans að því að fá réttlæt-
inu fullnægt. Ennfremur er sérstað-
an fólgin í því að nú virðist „hið
opinbera" beinlínis nýta sér skatt-
lagningu þessa sem beina tekjuöflun-
arleið. Er það breyting frá því sem
áður var þegar markmið dómsmála-
gjalda var það að kosta tiltekin út-
gjöld dómstóla og halda ríkissjóði
skaðlausum af einstökum dómsat-
höfnum.
Breytingin felst í því að auk þess
að hækka grunngjöld fyrir einstakar
dómsathafnir, er vikið frá þeirri reglu
sem gilti um tengsl á miili hagsmuna
og dómsmálagjalda til hins opinbera.
Nú skiptir minna máli hvaða pen-
ingalegir hagsmunir eru í húfi og
hvernig málalyktir eru í einstökum
dómsathöfnum. Til þess að skýra í
hverju breytingin felst er rétt að taka
?**^\M
SUMARDAGURINN
fyrsii íyy^
Dagskrá dagsins:
Á
^ICIL
Kl. 13.30 Skrúðgöngur
Skrúögöngur leggja af staö frá
Ártúns- og Selásskóla.
Hljómsveitin Stella hú, trúðar,
risar og tónlist munu setja svip
sinn á göngurnar.
Gengið verður frá skólunum að
Árseli og þar hefst
Fjölskyldudagsrkrá kl. 14.00
Kl. 14.00-16.00
Fjölskylduhátíð
• Kvikmyndasýning
• Sigurvegararnir í „Freestyle"
danskeppninni fyrir 10-12 ára
sýna sigurdansinn.
• Dóri og Dagný frá dansskóla
Heiðars sýna rokk með
miklum tilþrífum.
• Árselingar skemmta:
Unglingar úr Árbæjarhverfi
standa fyrir ýmsum striðum,
m.a. söng, tónlistarilutningi
og fleiru.,
• Harmoníkkuleikur
• Hljómsveitin Ber að ofan
heldur uppi sumarstuði.
• Kvikmyndasýning
• Trúðarnir Otti og Skotti koma
öllum ( gott skap.
Auk þess:
Andlitsmálun, föndur, leiktæki,
kökusala, grillaðar pylsur o.fl.
Dagskráin að þessu sinni
er að mestu byggð á heima-
tilbúnum atriðum, þar sem
Árbæingar láta Ijós sitt skína.
Árbæingar, fjölmennum á
þessa fjölskylduhátíð og
skemmtum okkur saman
þennan fyrsta dag sumars!
Ps. í Árseli eru allir vinir.
mmm
Kl. 14.00-16.30
Dagskrá verður í
félagsmiðstöðinni
Innandyra:
• Hljómsveitin Neistar.
• Trúður kemur í heimsókn.
• Andlitsmálun fyrir krakkana.
• Kökubasar og kaffisala
ávegum K.R.
• Unglingar sýna dans.
• Leikir í danssal.
í
, \ hGs/U
tv »±  VOSTÖÐIN
Utandyra:
• Hestar fyrir börnin.
• Leiktæki.
fjQrgyn
Kl. 13.30 Skrúðgöngur
í ár veröa tvær skrúðgöngur.
Önnur fer frá Hamraskóla að
hringtorgi, austur Fjallkonuveg
að Foldaskóla.
Hin gangan fer frá Húsaskóla,
vestur Fjallkonuveg
að Foldaskóla.
Kl. 14.00-16.00
Skemmtun í
félagsmiðstöðinni Fjörgyn
• Hljómsveitin Fjörkarlar
skemmta ungum sem öldnum.
• Kaffi og kökusala á vegum
Fjölnis.
• Andlitsförðun.
• Leiktæki
• Hjólreiðabraut
• Völundarhús      ^ &
• Metasvæði
• Þrautabraut
• Tennissýning.
J3
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN
|7RÖTTnEinflR
Kl. 13.45 Mætingí
Langholtsskóla (andlitsförðun).
Kl. 14.00 Skrúöganga
í Þróttheima
Kl. 14.30-17.00
Skemmtidagsskrá:
• Knattspyrnuleikir
yngri fl. Þróttar.
• Ýmis leiktæki s.s. minigolf,
kastþrautir og fl.
• Börn fá að fara á hestbak.
• Sölutjald meö ýmsu góðgæti.
• Andlitsförðun.
• Karaoketæki á staðnum,
nú getaallirsungið!!!
• Kaffi og kökuveitingar.
Sjáumst í sumarskapi
í Þróttheimum!
r*T T7IMT i?r,rn
- IjLlíilllJLILUr 1
SUMAR!
ÍÞRÓTTA- OG
TÓMSTUNDARÁÐ
REYKJAVÍKUR
Hróbjartur Jónatansson
dæmi og skoða mál þetta út frá hags-
munum kröfuhafa og skuldara en
langflest dómsmál snerta innheimtu
peninga og á því sviði hefur hækkun-
in mest áhrif.
Hagsmunir kröfuhafa:
Tökum sem dæmi Jón Jónsson sem
selur bifreið sína á kr. 300.000 og
fær Vá greiddan strax en að auki tvo
víxla, hvorn að fjárhæð kr. 100.000.
Víxlarnir fara í vanskil og Jón óskar
eftir því við lögmann að hann inn-
heimti þá. Til þess að fá fullnustu-
möguieika á hendur samþykkjanda
og útgefanda víxlanna eru eftirfar-
andi opinber gjöld í vegi Jóns:
3.000 kr. þingfestingargjald,
6.000 kr. gjald fyrir að fjárnáms-
beiðni á hendur samþykkjanda og
útgefanda sé tekin fyrir hjá fógeta,
4.000 kr. til þess að fá' fjárnám
stimplað og þinglýst,
9.000 kr. lágmarksgjald til þess að
fá beiðni vegna fasteignauppboðs
tekna fyrir í uppboðsrétti, eða
3.000 kr. lágmarksgjald ef um
lausafé er að ræða.
Ýmist þarf Jón að greiða 16.000
kr. eða 22.000 kr. í ríkissjóð til þess
að knýja fram greiðslu hjá skuldara
víxlanna, allt eftir því hvort fjárnám
er gert í lausafé eða fasteign. Þetta
dæmi gerir ráð fyrir því að Jón sé
svo heppinn að unnt sé að koma fram
fjárnámi hjá víxilskuldurunum.
Ef svo reynist hins vegar við
fjárnámsgerð að skuldararnir eigi
ekki eignir, þá lítur dæmið svona út:
3.000 kr. fyrir þingfestingu,
6.000 kr. fyrir fyrirtöku fjárnáms-
beiðna,
3.000 kr. fyrir fyrirtöku gjaldþrota-
'beiðni
Ef Jón vill krefjast gjaldþrota-
skipta á búi annars hvors skuldara
og fá skiptaréttinn til þess að kanna
hvort skuldararnir eigi einhverjar
eignir sem ekki er vitað um, verður
Jón að setja tryggingu fyrir skipta-
kostnaði sem er kr. 150.000 á hvern
aðila. Ef Jón vill krefjast opnberra
skipta yfir samþykkjanda og útgef-
anda, þarf hann að retða fram
300.000 kr. Ýmist þarf Jón því að
reiða fram 162.000 kr. eða 312.000
kr. eftir því hvorn kostinn hann velur.
Gjaldtaka af þessu tagi kemur
beinlínis í veg fyrir að almenningur
og fyrirtæki eigi möguleika á því að
fá fjárkröfur innheimtar fyrir dóm-
stólum landsins. Sá sem á 100.000
víxil verður að gera upp við sig hvort
hann vilji kosta öllum þessum opin-
beru sköttum til að f á lúkningu sinna
krafna eður ei. Ef kröfueigandi hefur
eigi bolmagn til þess að inna af hendi
opinber gjöld vegna dómsmálsins eða
eftir atvikum kýs að taka eigi þá
áhættu sem af innheimtuaðgerðum
kann að leiða — þá eru einungis tveir
kostir fyrir hendi. Kröfueigandinn
kann að láta kyrrt liggja og sættir
sig við tap fjárkröfu sinnar ellegar
að leita á náðir „innheimtumanna
götunnar", manna sem beita hnúum
og hnefum við sína daglegu iðju. En
slíkir aðila munu gera út að það fólk
sem hvorki hefur efni á að kosta
innheimtuaðferð krafna sinna né
gefa kröfurnar eftir. Það er vafa-
laust að framtíðin mun leiða þetta í
ljós en vísir að slíkum „innheimtuað-
gerðum" er landsmönnum kunnur
m.a. af fréttum af refsidómum yfir
slíkum „athafnamönnum".
Hagsmunir skuldara:
Páll Pálsson er hinn dæmigerði
launamaður. Hann á 4ra herbergja
íbúð í Breiðholti. Á íbúðinni hvíla
3.500.000 kr. frá Byggingarsjóði rík-
isins og 1.500.000 kr. frá Lífeyris-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56