Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 33
aoor Jlfl'tA JS Ht|!)ACIUTm/.H CílQ/kJrWUOHOM '**■
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 33
TITA Heydecker sýnir málverk á
Café Splitt dagana 21. april til 17.
maí. Tita fluttist frá Þýskalandi til
Akureyrar í febrúar 1991 og fæst
þar við að mála.
Öll verkin á sýningunni eru máluð
á þessu ári. Verk Títu hafa verið
sýnd víða í Þýskalandi bæði á einka-
og samsýningum frá árinu 1981.
Messur á
sumardag-
inn fyrsta
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11.
HRAFNISTA: Guðsþjónusta kl. 14.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
HALLGRIMSKIRKJA: Skátamessa
kl. 11.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Óskastund barn-
anna kl. 11. Söngur, sögur,
fræðsla. Urasjón sr. Flóki Kristins-
son.
GARÐAKIRKJA: Skátaguðsþjón-
usta kl. 11. Ágúst Þorleifsson
skátaforingi flytur hugvekju. Sr.
Bragi Friðriksson.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Skátaguðs-
þjónusta kl. 11. Sumarkaffi Systra-
félagsins eftir hádegi. Sr. Sigurður
Helgi Guðmundsson.
FRÍKIRKJAN HAFNARFIRÐI:
Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30
og kl. 14. Sr. Einar Eyjólfsson.
Sýnir málverk
á Café Splitt
Sérverslun meó parketvörur
Skútuvogi 11, 104 Reykjavfk. Sfmi 671717
BVRKETgÓlf hf.
AÐ PARKETVINNAN TAKIST VEL
ER LEITAÐ TIL OKKAR
í þessum húsum ásamt hundruðum annara eru gegnheil parketgólf
lögð og slípuð af fagmönnum Parketgólfs hf.
Við höfum áratuga reynslu í vali, lagningu og
yfirborðsmeðhöndlun á gegnheilu parketi.
Fjöldi parkettegunda fyrirliggjandi.
Ráðhús Reykjavíkur
Listasafn íslands
Sambandshúsið
Stjórnarráðshúsið
Sýnir í Gaileríi
Sævars Karls
AUÐUR Ólafsdóttir opnar
myndlistarsýningu í Galleríi
Sævars Karls, Bankastræti 9,
hinn 24. apríl.
Auður fæddist 1960. Hún nam
við Myndlistarskólann í Reykjavík
og Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands 1981-1986. Auður hefur
haldið einkasýningu í verslunarhús-
næði Byggingaþjónustunnar 1985
og tók þátt í IBM-sýningunni á
Kjarvalsstöðum 1987.
Sýningin stendur til 22. maí og
er opin á verslunartíma, á virkum
dögum frá kl. 10-18 og á laugar-
dögum frá kl. 10-16.
M-hátíð í Keflavík:
Sinfóníutónleikar á morgun
Auður Ólafsdóttir
Sýningar á Kjarvalsstöðum
EFTIRTALDAR sýningar verða
opnaðar laugardaginn 25. apríl á
Kjarvalsstöðum:
í Vestursal verður opnuð sýning
á japanskri grafík. Þetta er úrval
verka eftir starfandi japanska grafík-
listamenn frá hinum ýmsu héruðum
Japans, þannig að sýningin er bæði
fjölbreytt og sýnir það besta sem er
að gerast í japanskri grafík í dag.
Þetta er farandsýning, sett upp í
samvinnu við japanska sendiráðið,
styrkt af Tokyo International Exc-
hange Association og var sýningin
fyrr á þessu ári í Dublin, írlandi og
í Fredrikstad. í Noregi.
Austursalur: Teikningar Kjarvals.
Þetta eru teikningar úr Kjarvals-
safni. Jóhannes S. Kjarval (1885-
1972) var síteiknandi alla ævi og
liggur eftir hann ógrynni af hinum
fjölbreytilegustu teikningum, bæði
hvað varðar myndefni, tækni og
stærðir. Á þessari sýningu eru teikn-
ingar frá hinum ýmsu tímabilum í
ævi listamannsins og af ýmsu tagi,
s.s. landslagsmyndir, andlitsmyndir
af samtímafólki Kjarvals, skissur
fyrir stóru freskuna í Landsbanka
íslands, fantasíur o.fl.
í Austurforsal opnar síðasta ljóða-
sýningin á þessum vetri, á ljóðum
Kristjáns Karlssonar, en undanfarna
mánuði hafa Kjarvalsstaðir og RÚV,
Rás 1, staðið sameiginlega að kynn-
ingum á ljóðum núlifandi íslenskra
skálda. Ljóðin eru prentuð og stækk-
uð upp, límd á veggi og jafnvel
glugga, líkt og um myndlistarsýn-
ingu væri að ræða. Útvarpað verður
beint frá opnuninni í þættinum Les-
lampanum á Rás 1.
í Vesturforsal opnar Margrét
Zópnaníasdóttir sýningu á glerverk-
um. (Fréttatilkynning)
FORMLEG opnun M-hátíðar í
Keflavík fer fram í íþróttahúsinu
í Keflavík föstudagskvöldið 24.
apríl nk. Þar mun Sinfóniuhljóm-
sveit íslands leika undir stjóni
Páls P. Pálssonar og einleik með
henni leika tveir nemendur úr
Tónlistarskólanum í Keflavik, þau
Steinunn Karlsdóttir á píanó og
Veigar Margeirsson á trompet.
Þau eru að ljúka burtfararprófi frá
skólanum og af þvi tilefni koma
þau fram með hljómsveitinni.
. Menntamálaráðherra, Ólafur G.
Einarsson, mun flytja ávarp og Drífa
Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjómar
Keflavíkur, mun síðan setja M-hátíð
í Keflavík. Það er ekki svo oft sem
Sinfóníuhljómsveitin kemur til Kefla-
víkur svo ætla má að mörgum þyki
mikill fengur að þessari heimsókn. Á
efnisskránni verða verk eftir Glínka,
Haydn, Chopin og Mendelssohn. Tón-
leikamir hefjast kl. 20.30 og verða
aðgöngumiðar seldir við innganginn.
Steinunn Karlsdóttir
Veigar Margeirsson
ÞEGAR MIKIÐ LIGGUR VIÐ