Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 33
aoor Jlfl'tA JS Ht|!)ACIUTm/.H CílQ/kJrWUOHOM '**■ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 33 TITA Heydecker sýnir málverk á Café Splitt dagana 21. april til 17. maí. Tita fluttist frá Þýskalandi til Akureyrar í febrúar 1991 og fæst þar við að mála. Öll verkin á sýningunni eru máluð á þessu ári. Verk Títu hafa verið sýnd víða í Þýskalandi bæði á einka- og samsýningum frá árinu 1981. Messur á sumardag- inn fyrsta ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. HRAFNISTA: Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. HALLGRIMSKIRKJA: Skátamessa kl. 11. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barn- anna kl. 11. Söngur, sögur, fræðsla. Urasjón sr. Flóki Kristins- son. GARÐAKIRKJA: Skátaguðsþjón- usta kl. 11. Ágúst Þorleifsson skátaforingi flytur hugvekju. Sr. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Skátaguðs- þjónusta kl. 11. Sumarkaffi Systra- félagsins eftir hádegi. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN HAFNARFIRÐI: Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30 og kl. 14. Sr. Einar Eyjólfsson. Sýnir málverk á Café Splitt Sérverslun meó parketvörur Skútuvogi 11, 104 Reykjavfk. Sfmi 671717 BVRKETgÓlf hf. AÐ PARKETVINNAN TAKIST VEL ER LEITAÐ TIL OKKAR í þessum húsum ásamt hundruðum annara eru gegnheil parketgólf lögð og slípuð af fagmönnum Parketgólfs hf. Við höfum áratuga reynslu í vali, lagningu og yfirborðsmeðhöndlun á gegnheilu parketi. Fjöldi parkettegunda fyrirliggjandi. Ráðhús Reykjavíkur Listasafn íslands Sambandshúsið Stjórnarráðshúsið Sýnir í Gaileríi Sævars Karls AUÐUR Ólafsdóttir opnar myndlistarsýningu í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, hinn 24. apríl. Auður fæddist 1960. Hún nam við Myndlistarskólann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1981-1986. Auður hefur haldið einkasýningu í verslunarhús- næði Byggingaþjónustunnar 1985 og tók þátt í IBM-sýningunni á Kjarvalsstöðum 1987. Sýningin stendur til 22. maí og er opin á verslunartíma, á virkum dögum frá kl. 10-18 og á laugar- dögum frá kl. 10-16. M-hátíð í Keflavík: Sinfóníutónleikar á morgun Auður Ólafsdóttir Sýningar á Kjarvalsstöðum EFTIRTALDAR sýningar verða opnaðar laugardaginn 25. apríl á Kjarvalsstöðum: í Vestursal verður opnuð sýning á japanskri grafík. Þetta er úrval verka eftir starfandi japanska grafík- listamenn frá hinum ýmsu héruðum Japans, þannig að sýningin er bæði fjölbreytt og sýnir það besta sem er að gerast í japanskri grafík í dag. Þetta er farandsýning, sett upp í samvinnu við japanska sendiráðið, styrkt af Tokyo International Exc- hange Association og var sýningin fyrr á þessu ári í Dublin, írlandi og í Fredrikstad. í Noregi. Austursalur: Teikningar Kjarvals. Þetta eru teikningar úr Kjarvals- safni. Jóhannes S. Kjarval (1885- 1972) var síteiknandi alla ævi og liggur eftir hann ógrynni af hinum fjölbreytilegustu teikningum, bæði hvað varðar myndefni, tækni og stærðir. Á þessari sýningu eru teikn- ingar frá hinum ýmsu tímabilum í ævi listamannsins og af ýmsu tagi, s.s. landslagsmyndir, andlitsmyndir af samtímafólki Kjarvals, skissur fyrir stóru freskuna í Landsbanka íslands, fantasíur o.fl. í Austurforsal opnar síðasta ljóða- sýningin á þessum vetri, á ljóðum Kristjáns Karlssonar, en undanfarna mánuði hafa Kjarvalsstaðir og RÚV, Rás 1, staðið sameiginlega að kynn- ingum á ljóðum núlifandi íslenskra skálda. Ljóðin eru prentuð og stækk- uð upp, límd á veggi og jafnvel glugga, líkt og um myndlistarsýn- ingu væri að ræða. Útvarpað verður beint frá opnuninni í þættinum Les- lampanum á Rás 1. í Vesturforsal opnar Margrét Zópnaníasdóttir sýningu á glerverk- um. (Fréttatilkynning) FORMLEG opnun M-hátíðar í Keflavík fer fram í íþróttahúsinu í Keflavík föstudagskvöldið 24. apríl nk. Þar mun Sinfóniuhljóm- sveit íslands leika undir stjóni Páls P. Pálssonar og einleik með henni leika tveir nemendur úr Tónlistarskólanum í Keflavik, þau Steinunn Karlsdóttir á píanó og Veigar Margeirsson á trompet. Þau eru að ljúka burtfararprófi frá skólanum og af þvi tilefni koma þau fram með hljómsveitinni. . Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, mun flytja ávarp og Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjómar Keflavíkur, mun síðan setja M-hátíð í Keflavík. Það er ekki svo oft sem Sinfóníuhljómsveitin kemur til Kefla- víkur svo ætla má að mörgum þyki mikill fengur að þessari heimsókn. Á efnisskránni verða verk eftir Glínka, Haydn, Chopin og Mendelssohn. Tón- leikamir hefjast kl. 20.30 og verða aðgöngumiðar seldir við innganginn. Steinunn Karlsdóttir Veigar Margeirsson ÞEGAR MIKIÐ LIGGUR VIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.