Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 Morgunblaðið/Bjami Selfoss í úrslit Selfoss vann Víking 31:27 í úrslitakeppninni í handknattleik í gærkvöldi og komst þar með í úrslit í fyrsta skipti í sögu íslandsmótsins. Selfoss mætir FH eða ÍBV í úrslitunum. FH komst ekki til Vetmannaeyja í gær vegna veðurs. Á myndinni sjást leikmenn Selfoss fagna sigrinum. Sjá íþróttasíður bls. 50-51. Hjúkrunarfræðingarnir áfram í Kabúl: Menn varir um sig eftir voðaatburðinn - segir starfsmaður Rauða krossins í Kabúl ÍSLENSKU hjúkrunarfræðingarnir Elín Guðmundsdlóttir og Mar- íanna Csillag starfa enn á sjúkrahúsinu í Kabúl í Afganistan. Eru þær meðal þeirra 20 hjálparstarfsmanna, sem verða áfram við störf. Að sögn Hannesar Haukssonar framkvæmdasljóra Rauða kross íslands tóku Elíh og Maríanna þessa ákvörðun sjálfar í sam- ráði við yfirmenn sína í Kabúl. Starfsmaður í höfuðstöðvum alþjóðaráðs Rauða krossins í Kab- úl sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær, að starfsmenn Rauða krossins þar væru óhultir, en menn væru mjög varir um sig eftir voða- atburðinn á miðvikudag, þegar Jón Karlsson var skotinn til bana. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við höfuðstöðvar alþjóða- ráðsins í Kabúl í gær var þar að- eins einn starfsmaður, þar sem helgi múhameðstrúarmanna var gengin í garð. Starfsmaðurinn, Serid, sagði að allt væri með kyrr- um kjörum í Kabúl. „Sú ákvörðun var tekin, í kjölfar skotárásarinnar á Jón heitinn Karlsson, að hjúkr- unarfólk færi ekki út úr borginni til að sækja særða, heldur sinnti Jóhannes Nordal á ársfundi Seðlabankans í gær: Ekki þörf á að íbúðalánastarf- semi sé undir forsjá ríkisvaldsins aðeins þeim, sem komið væri með á sjúkrahúsið,“ sagði Serid. „Þessi regla verður í gildi í a.m.k. eina viku. Núna bíða menn átekta, en eru mjög varir um sig eftir þennan voðaatburð. Á sjúkrahúsinu héma em þó allir óhultir.“ Starfsmönnum Rauða krossins í Kabúl hefur verið fækkað. Áður vom 70 manns að störfum þar, en 20 þeirra hafa nú farið til starfa í Pakistan, þar sem Rauði krossinn rekur búðir fyrir afganska flótta- menn. Sigríður Guðmundsdóttir hjá Rauða krossi íslands kvaðst í gær bíða upplýsinga um til hvaða ör- yggisráðstafana yrði gripið. Hún sagði að starfsmenn, sem ekki störfuðu á sjúkrahúsinu, hefðu þegar verið fluttir á brott frá Kab- úl. Gervilimaverksmiðju, sem ís- lendingar hafa fjármagnað að hluta, hefur til dæmis verið lokað tímabundið og starfsfólk hennar flutt til Pakistan. Eiginkona Jóns Karlssonar fylg- ir kistu hans hingað til lands á sunnudag. Útför hans verður gerð frá Akureyri. » ♦ JÓHANNES Nordal seðlabankastjóri, formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagði á ársfundi bankans í gær að engin þörf væri á því að hafa almenn íbúðalán ríkistryggð. Vakti hann máls á þeirri hugmynd að breyta húsbréfunum í veðdeildarlán á vegum banka og annarra lánastofnana. Jóhannes Nordal sagði í ræðu sinni að húsbréfakerfið, þar sem lánskjör ráðast á markaði, væri ótvíræð framför frá þeim niður- greiddu lánum, sem það tók við af. „í eðli sinu er húsbréfakerfið svipað einkareknum veðlánakerfum ýmissa annarra landa, til dæmis Danmerkur, og ætti því að geta starfað án ríkisábyrgðar jafn vel og þau. Þess vegna sé ég enga þörf á því, að almenn íbúðalána- starfsemi til einstaklinga sé hér á landi rekin undir forsjá ríkisvalds- ins og lánsfjárins aflað með ríkis- ábyrgð. „Með því að breyta hús- bréfunum í veðdeildarlán á vegum banka og annarra lánastofnana, en án ríkisábyrgðar, mundi vaxta- kostnaður vafalaust hækka eitt- hvað, en á móti kæmu miklu sveigj- anlegri kjör, t.d. varðandi lánstíma og greiðslufyrirkomulag eftir því lántakendum hentar," sagði auknu samkeppni sem Jjíður þeirra á næstu árum,“ sagði Ágúst. Hann sagði að rekstrarkostnaður banka- kerfísins gæti lækkað, og væri Seðlabankinn þar ekki undanskil- inn. Ágúst sagði að búast mætti við aukinni samkeppni á fjármagns- markaði á næstu árum. Islenski bankaheimurinn hefði enn á sér yfírbragð fákeppni að nokkru leyti og nefndi í því sambandi hvað hægt hefði miðað í lækkun nafn- vaxta undanfarna mánuði þó efna- hagslegar forsendur hafi verið til þess. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði að EES-samningurinn kallaði á setningu almennrar lög- gjafar um starfsemi fjárfestingar- lánasjóða. Það væri forsenda fyrir löngu tímabærri endurskipulagn- ingu sjóðanna. „Nokkrir sjóðanna eru einfaldlega of smáir til að upp- fylla lágmarkskröfur um eigið fé. Þeir verða því annaðhvort að sam- einast öðrum sjóðum, bönkum eða sparisjóðum eða hætta starfsemi því ég hef enga trú á að ríkið, sem er eigandi flestra sjóðanna, kjósi að leggja þeim til aukið fé. Ég dreg' ekki dul á þá skoðun mína að heppilegt sé að tveir til þrír öflugir, alhliða fjárfestingarlána- sjóðir atvinnuvega starfí hér á landi í samkeppni á jafnréttisgrundvelli við hérlenda banka og sparisjóði og erlendar lánastofnanir. Ég vil líka láta þá skoðun í ljós að engin ástæða sé til þess að ríkið eigi ráð- andi hlut í slíkum sjóðum um aldur og ævi,“ sagði Jón. Viðskiptaráðherra sagði frá helstu efnisatriðum í drögum að nýjum seðlabankalögum. Hann sagði að frumvarp nefndar sem það samdi yrði lagt fram til kynningar á Alþingi í næstu viku, eins og það kom frá nefndinni. Sjá ræðu seðlabankastjóra á miðopnu. Rokið braut grenitré á Þingvöllum NOKKUR grenitré framan við prestssetrið á Þingvöllum brotn- uðu í austanrokinu sem gekk yfir landið aðfaranótt föstudags. Þá slitnaði raflína heim að bænum Mjóanesi i sömu sveit og kviknaði við það eldur í mosa og lyng- gróðri á um fjórum hekturum. Grenitrén sem brotnuðu standa vörður, að þau yrðu sennilega felld. Dómur í máli íslandsbanka gegn Sambandi bankamanna: sem Jóhannes meðal annars í ræðu sinni. Ágúst Einarsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, sagði frá rekstri og efnahag bankans á síð- asta ári í ræðu sinni. Tekjur voru 4,8 milljarðar kr. Útgjöld fyrir skatta voru 3,6 milljarðar kr. Hagnaður fyrir skatta var því 1,2 milljarðar kr. og þar af voru 686 milljónir greiddar sem skattur í rík- issjóð. Rekstrarkostnaður var 617 milljónir kr. og hafði aukist um tæpar 89 milljónir kr. eða 17% frá árinu á undan. Niðurstöðutala efnahagsreiknings er 46 milljónir kr. og eigið fé 9,1 milljarður. Eiginfjárhlutfall er því 20%. Ágúst sagði að afkoma íslenska bankakerfisins valdi nokkrum áhyggjum. Í fyrra hafí ávöxtun eigin fjár helstu lánastofnana ein- ungis verið 1,3%. „Þetta er óviðun- andi og þótt allar lánastofnanir uppfylli tilskildar lágmarkskröfur um hlutfall eigin fjár, bæði gagn- vart íslenskum lögum og erlendum reglum, þá er staða þeirra ekki nægjanlega sterk sé litið til þcirrar Starfsfólk haldi sömu lífeyrisrétt- indum og opinberir starfsmenn Fordæmisgildi fyrir 13-1400 bankamenn, segir formaður Sambands bankamanna FÉLAGSDÓMUR hefur kveðið upp úrskurð í máli íslandsbanka gegn Sambandi íslenskra bankamanna. Niðurstaða dómsins er sú að starfs- menn íslandsbanka eiga rétt á sambærilegum lífeyrisréttindum og bótum og starfsmenn rikisbanka nutu almennt 1. ágúst 1980. Anna ívarsdóttir formaður Sambands bankamanna segir að hún sé ánægð með að þessi dómur sé kominn því þar með sé eytt þeirri óvissu sem verið hefur um mál þetta. íslandsbanki stefndi Sambandi bankamanna í þessu máli þar sem bankinn lagði annan skilning en starfsmenn bankans í ákvæði í kjara- samningum sem segir að „aðrir bankar með átta starfsmenn eða fleiri tryggi áfram sambærileg rétt- indi og bætur til handa sínum starfs- mönnum og starfsmenn ríkisbank- anna njóta“. Vildu forráðamenn bankans meina að í ákvæðinu fælist aðeins, auk loforðs um greiðslu ið- gjald í Lífeyrissjóð verslunarmanna, ábyrgð á verðtryggingu lífeyris. Starfsmenn bankans töldu aftur að ákvæðið fæli í sér skuldbindingu um að veita þeim sömu lífeyrisréttindi og opinberir starfsmenn njóta þar með talin réttindi til eftirlauna, ör- orku-, bama-, og makalífeyris. í niðurstöðum Félagsdóms kemur fram að málið snúist um túlkun á bókun 5 í kjarasamningi sem gerður var í lok ársins 1980, og gilti frá 1. ágúst sama ár, en síðan var þessi bókun felld inn í meginmál kjara- samningsins sem gerður var ári seinna. Bókun þessi kveður á um að starfsmenn einkabanka njóti sömu lífeyrisréttinda og opinberir starfs- menn eins og að framan greinir. Félagsdómur telur að fyrrgreind bók- un sé alls ekki nægilega ítarleg og nákvæm miðað við hina flóknu stöðu í lífeyrisréttindamálum bankamanna og því sé nauðsynlegt við áframhald- andi samningsgerð málsaðila að fá úr því bætt. Hinsvegar telur dómur- inn að, þegar litið er til allra þátta málsins þar á meðal að þá staðreynd að ákvæði bókunar 5 hefur staðið óbreytt að efni til í nýjum kjarasamn- ingum þrátt fyrir breytingar á regl- um eftirlaunasjóða ríkisbankanna eftir 1980, beri að taka kröfur banka- manna til greina. „Þegar á allt þetta er litið telur dómurinn að með kjara- samningum 15. desember 1980 ... hafi verið samið svo um að starfs- menn einkabanka, sem hefðu átta starfsmenn eða fleiri, skyldu öðlast sambærileg lífeyrisréttindi og bætur og starfsmenn ríkisbankanna nutu almennt hinn 1. ágúst 1980. Að þessu marki verða kröfur stefnda (bankastarfsmanna, innskot blm.) teknar til grein,“ segir í dómnum. Anna ívarsdóttir segir að það hafí verið baráttumál bankamanna á ár- unum 1970 til 1980 að allir banka- menn sætu við sama borð í lífeyris- málum. Þessari baráttu hafi síðan lokið með bókun 5 árið 1980. „Þar með töldum við að okkur bæru sömu réttindi og ríkisbankastarfsmenn eins og til dæmis 95 ára reglan og möguleikinn á að ávinna sér 85% eftirlaun," segir Anna. „Félagsdóm- ur hefur nú tekið undir sjónarmið okkar en bendir jafnframt á að ákvæðið sé loðið og óljóst. Við erum með samninga lausa núna og ég geri fastlega ráð fyrir að við samn- ingsgerðina nú verði þessu máli kom- ið a hreint." í máli Önnu kemur fram að auk starfsmanna íslandsbanka hafí dóm- urinn fordæmisgildi fyrir starfsmenn sparisjóðanna og nái þannig til 1.300-1.400 bankamanna. Þórður S. Gunnarsson hrl. lögmað- ur íslandsbanka í máli þessu segir að dómurinn staðfesti að hið um- deilda ákvæði sé óljóst og ónákvæmt eins og Islandsbanki hafi fullyrt og það réttlæti dómsmeðferðina. Þórður segir að dómurinn miði við lífeyris- réttindi starfsmanna ríkisbankanna 1. ágúst 1980 og telur þar með að bankinn sé ekki bundinn af breyting- um á reglugerðum lífeyrissjóða ríkis- bankanna eftir það tímatakmark. I » I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.