Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 4
 4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRIL 1992 SKÍDASVÆÐI LÓKAÐ VAR víða á ski'ðasvæðum landsins f gær nema norðanlands. Reyna átti að opna skfða- svæðin á Austurlandi í dag. Víðast er nægur snjór en veður hefur hamlað skiðaiðkendum. Suðurland: Óvíst er hvort opið verður á skíða- svæðinu í Bláfjöllum (sími 801111). í gær voru 12 vindstig í Bláfjöllum en í Hamragili (sími 98-34699) átti að hafa opið um helgina ef veður gengi niður. Lokað verður í Sleggjubeinsskarði og Skálafelli um helgina. Vestfirðir: Skíðasvæðið í Seljalandsdal við (sa- fjörð (sími 94-3793). Þar verður opið ef veður leyf- ir en vissara er fyrir fólk að kanna stöðu mála í símsvaranum. IMorðurland:Skíðasvæði Akureyringa í Hlíðar- fjalli (sími 96-22930) verður opið frá kl. 10-17 í dag og á morgun. Þar er nægur snjór og verða tvær lyftur í gangi. Austurland: Lokað var á skíðasvæði Seyðfirð- inga í Stafdal (sími 97-21160) í gær og átti að at- huga hvort unnt yrði að opna svæðið á hádegi í dag. Lokað var í Oddskarði (sími 97-71474) í gær vegna veðurs en vonast var til að unnt yrði að hafa opið um helgina frá kl. 10-17. Skíðafólki er bent á að hringja i skíðasvæðin áður en lagt er af stað til að kanna veður og færð. Þá fást upplýsingar um veður í sfmsvara Veðurstofunnar, 990600. VEÐURHORFUR IDAG, 25. APRÍL YFIRLIT: 954 mb djúp og nærri kyrrstæð lægð um 800 km suðvestur af Reykjanesi, en 1034 mb hæð nærri Svalbarða. SPÁ: Austan- og norðaustanátt, víða 6-8 vindstig. Él um norðanvert landið, slydda eða rigning um austanvert landiðen annars úrkomulítið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Fremur hæg austan- og norð- austanátt og svalt. Þurrt og víða léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi en él um norðanvert landið og skúrir eða slydduéi austaniands. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. ▼ Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * r * * * * * r * * r * r * * * Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað V $ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Víða á landinu er mikið hvassviðri og óþægilegt ferðaveður. Góð færö er á vegum í nágrenni Reykjavíkur um Suðurnes svo og um Mosfellsheiðí og aust- ur um Hellisheiði og Þrengsli. Vegir ó Suðurlandi eru yfirleitt ágætlega færir en sandstormur er við Óseyrarbrú og austan Víkur og allt til Djúpavogs er ófært vegna sandfoks og hvassviðris. Á Austfjörðum er þokkaleg færð en Fjarðarheiði og Oddsskarð eru ófær og verða væntanlega mokuð á morgun ef veöur leyfir. Breiðdalsheiði er talin ófær. Mjög hvasst er á Kjalarnesi og í Hvalfirði og eíns undir Hafnarfjalli. Greiðfært er um Borgarfjörð, Snæfellsnes og i Dalasýslu og vestur í Gufudalssveit. Mjög slæmt veður er á milli Brjáns- laekjar og Patreksfjarðar og eínnig milli Patreksfjarðar og Bíldudals og vart ferðaveður. Steíngrfmsfjaröarheiði, Botn- og Breiðadalsheiðareru ófærar vegna veðurs og snjóa og verða þær opnaðar á morgun ef veöur leyfir. Greiðfært er um Holtavörðuheiði til Hólmavfkur og Drangsness. Greiðfært er um alla aðal- vegi á Norðurlandi, en þó er skafrenningur á Öxnadalsheiði og Légheiði er aðeins fær fyrir jeppa. Á Siglufjarðarleíð er talið ófært milli Siglufjarðar og Fljóta vegna hvassviðris. Frá Akureyri er fært um Þingeyjarsýslur, í Mývatns- sveít og með ströndinni til Vopnafjarðar. Jeppafært er um Mývatns- og Möðru- dalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Vegageröin. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 4 úrkomaígr. Reykjavík 4 alskýjað Bergen 8 skýjað Helsinki +1 snjókoma Kaupmannahöfn 7 skýjaö Narssarssuaq 4 skýjað Nuuk 4-2 heiðskírt Ósló 9 léttskýíað Stokkhólmur 6 skýjað Þórshöfn 6 rigning Aigarve 20 heiðskírt Amsterdam 15 skýjað Barcelona 18 léttskýjað Berlín 15 skýjað Chicago 7 rigning Feneyjar 17 þokumóða Frankfurt 16 skýjað Glasgow 6 rigning Hamborg 13 skýjað London 16 skúr Los Angeles 17 léttskýjað Lúxemborg 16 skýjað Madrtd vantar Malaga 22 léttskýjað Mallorca 22 heiðskírt Montreal 7 mistur NewYork vantar Orlando vantar Parls 17 léttskýjað Madeira 18 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Vín 16 akýjað Washington 17 skýjað Winnipeg +1 alskýjað 20 mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl: Lét kunningja úr hollensku fangelsi senda sér kókaín 30 ÁRA gamall maður hefur verið dæmdur í 20 mánaða fangelsi og til greiðslu 100 þúsund króna sektar fyrir að hafa frá mars til maí á árinu 1990 flutt til landsins í þremur sendingum tæplega 180 grömm af kókaíni. Efnið lét maðurinn Kólumbíumann sem hann hafði kynnst í fangelsi í Hollandi senda sér í pósti, stílað á nafn 24 ára gamals manns. Sá var sakfelldur og dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa samþykkt að nafn sitt væri notað og fyrir að hafa sótt send- ingar á pósthús fyrir eigandann. Upp komst um mál þetta eftir að íslenskum tollyfirvöldum bárust þær upplýsingar frá yfirvöldum í Frankfurt að tollgæsla þar hefði lagt hald á um 100 grömm af kókaíni i póstsendingu sem fara átti til íslands. Skráður viðtakandi var ungur maður í Reykjavík en sendandi var maður í borginni Cali í Kólumbíu. Viku síðar komst pakkinn í hendur íslensku fíkniefnalögreglunnar og um leið bárust nýjar upplýsingar frá Frankfurt um að annar samskonar pakki hefði fundist ytra. Lögregla ákvað að láta fyrri sendinguna fara þá leið sem hún hefði farið ef toll- gæsla og lögregla hefði ekki fundið sendinguna og gripið inn í en sett var hveiti í stað kókaínsins. Eftir að viðtakandinn hafði sótt efnið voru mennirnir tveir handtekn- ir á heimili frumkvöðulsins og eigandans. Sá bar við yfirheyrslur að hann hefði kynnst Kólumbíu- manninum er þeir sátu saman í fang- elsi í Hollandi. Hann kvaðst hafa þegið boð um að fá sent frá honum kókaín. í fyrstu sendingunni, sem komist hafði til skiia, voru 4-6 grömm af kókaíni falin í smyrsltúpu. I þeirri næstu voru 73 grömm. Af því seldi maðurinn einum aðila 40 grömm, á átta þúsund krónur grammið, öðrum 5-8 grömm á 12-15 þúsund krónur grammið, en afganginn, 25-28 grömm af kóka- íni, sagðist hann hafa klárað sjálfur á fimm dögum ásamt kunningjum sínum. Með þriðju sendinguna, 100 grömm, þar sem lögregla setti hveiti í stað kókaíns, var maðurinn hand- tekinn á heimili sínu ásamt við- takandanum en hann kannaðist ekki við að hafa beðið um fjórðu sending- una, einnig 100 grömm, sem fannst í Frankfurt. Hafnað var þeirri kröfu lögmanns mannsins að lögregla teidist hafa aflað sönnunargagna á ólögmætan hátt með því að setja hveiti fyrir kókaín í sendingunni sem fyrr var frá greint og láta hana svo ganga sína leið. „Bar lögreglu að reyna að upplýsa hveijir stæðu að ofangreind- um fíkniefnainnflutningi og engu komið til leiðar sem ella hefði ekki átt sér stað ef pakkinn hefði ekki náðst,“ segir í niðurstöðum dómar- ans, Bjarna Stefánssonar, fulltrúa, um þetta efni. Hins vegar var refsað fyrir þessa þriðju sendingu sem til- raun en ekki fullframið brot. Flug'leiðir fá þriðju Fokker 50-vélina Amsterdam, frá Úlfari Ágústssyni fréttaritara Morgunblaðsins. FOKKER-verksmiðjurnar í Hollandi afhentu Flugleiðum í gær þriðju Fokker 50-vélina við hátíðlega athöfn i verksmiðjum Fokker við Schip- hol-flugvöll. Vélin er væntanleg til ísafjarðar kl. 14 í dag en áætlaður flugtími frá Hollandi er um fimm tímar. Á ísafjarðarflugvelli mun Kristjana Milla Thorsteinsson stjórnarmaður í Flugleiðum gefa vél- inni nafn. Kaupverð vélarinnar er um 900 milljónir króna en vélin er keypt eins og hinar vélarnar með kaupleigu í gegnum hollenskt fjármögnunarfyr- irtæki á tíu ára kaupleigusamningi. Meðal farþega yfir hafið eru Sig- urður Helgason forstjóri Flugleiða, Smári Haraldsson bæjarstjóri á ísafírði, Ólafur Kristjánsson bæjar- stjóri í Bolungarvík, Jónas Ólafsson sveitarstjóri á Þingeyri og Ólafur Arnfjörð Guðmundsson sveitarstjóri á Patreksfirði. Áætlað er að fjórða og síðasta vélin komi til Vestmannaeyja 9. maí. Skömmu síðar hverfur síðasta Fokker 27-vélin úr landi en þær Happó með breyttu sniði DREGIÐ verður í síðasta skipti i Happó í beinni útsendingu í þætt- inum Óskastundinni á Stöð 2 næstkomandi þriðjudag, en þetta verður jafnframt síðasti þátturinn sem sýndur verður á þessum vetri. Áð sögn Ragnars Ingimars- sonar, forsljóra Happdrættis Há- skóla Lslands, verður Happó því með öðru sniði í framtíðinni. Ragnar segir að unnið hafi verið að þessari nýju útgáfu á Happó frá því í desember í vetur og að nú megi heita að hún sé fullmótuð. „Nú er verið að ganga frá framkvæmda- atriðum. Það verður umtalsverð breyting á Happó og við ætlum að reyna að hafa það ennþá meifa spennandi," segir Ragnar. vélar hafa þá þjónað í innanlands- flugi Flugleiða og áður Flugfélagsins í 27 ár. Pálmi Sigurðsson Lést í um- ferðarslysi MAÐURINN sem lést eftir árekst- ur á Vesturlandsvegi við Korp- úlfsstaði síðastliðinn þriðjudag hét Pálmi Sigurðsson. Pálmi var 78 ára, fæddur 22. febr- úar 1914. Hann bjó á Grettisgötu 77, Reykjavík, og lætur eftir sig fjögur uppkomin börn. I i I > > -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.