Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRIL 1992 Litíð um öxl Bók í tilefni sjö- tugsafmælis Guðrúnar P. Helgadóttur BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út bókina Litið um öxl, greinar, erindi og ljóð eftir Guðrúnu P. Helgadóttur, gefin út í tilefni sjötugsafmælis henn- ar 19. apríl 1992. Bókin er útgefín að tilhlutan 10 manna ritnefndar og segir í ávarpsorðum: „Nemendur þínir, vinir og fjöl- skylda árna þér heilla og þakka með virktum handleiðslu alla, frá- bæra kennslu, uppörvun og hvatn- ingu. 'Umfram allt þökkum við persónulega viðkynningu, alúð þína og hlýju sem hefur orðið okk- ur öllum ógleymanlegt veganesti." Síðan fylgir tabula gratulatoria — heillaóskalisti — þar sem meira en 900 manns hafa skráð nöfn sín. í formála fyrir meginefni bókarinn- ar segir ritnefnd: „Bók þessi er helguð ritstörfum dr. Guðrúnar Pálínu Helgadóttur og gefin út í tilefni sjötugsafmælis hennar 19. apríl 1992. Guðrún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1941, kennaraprófí 1945 og BA-prófí í íslensku og ensku frá Háskóla íslands 1949. Árið 1968 varði hún doktorsritgerð um Hrafns sögu Sveinbjamarsonar við Somerville-háskólann í Oxford, en sagan var gefín út á vegum Guðrúnar hjá Clarendon ÍPress í Oxford 1987. Guðrún hefur lengst af helgað sig kennslu og stjórn Kvennaskólans í Reykjavík en auk þess gegnt Ijölþættum trúnaðar- og félagsstörfum. Hún var m.a. formaður Bandalags kvenna í Reykjavík um skeið, var í stjóm Hjartavemdar og formaður utan- fararsjóðs félagsins. Hún var í stjórn Minningarsjóðs Landspítal- Björg Atla myndlistarmaður sýnir verk sín í Café Milano. Björg Atla í Café Milano í kaffíhúsinu Milano, Faxafeni 11, em nú til sýnis myndir eftir Björgu Atla myndlistarmann. Verkin em 16 talsins, málverk og smámyndir, flest þeirra ný. Björg útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1982. Hún hefur haldið íjórar einkasýningar og tekið þátt í nokkmm samsýn- ingum. Sýningartími í Café Milano er virka daga frá kl. 9.00-19.00 og um helgar kl. 13.00-18.00. 01Q7H LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri L I IOU"fclO/V KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteigwasali Nýkomnar til sölu m.a. eigna: Stór og góð - langtímalán Mjög góð 3ja herb. ib. á 3. hæð v/Rofabæ 86,4 fm auk geymslu og sameignar. Suðursv. Ágæt, nýmál. sameign. 40 ára húsnlán kr. 2,1 millj. Stór og glæsileg við Næfurás 2ja herb. íb. á 1. hæð 70 fm. Parket á gólfum. Sérþvhús. Sólsvalir. Ágæt sameign. Mikið útsýni. 40 ára húsnlán 2,4 millj. Við Blikahóla - laus strax 2ja herb. góð íb. á 3. hæð í þriggja hæða blokk. Suðursv. Vélaþvhús. 40 ára húsnlán kr. 2,2 millj. Úrvalsíbúð öll eins og ný Lítil 3ja herb. íb. á 1. hæð (ekki jarðhæð). Verönd, sérinng. Allar innr. og tæki af vönduðustu gerð. Einstaklingsíbúðir Eins og 2ja herb. í lyftuhúsum við Asparfell, Ljósheima og Tryggva- götu. Vinsaml. leitið nánari uppl. Skammt frá „Fjölbraut“ í Breiðholti 4ra og 5 herb. góðar íb. á mjög góðu verði. Vinsaml. leitið nánari uppl. í nágr. Menntaskólans við Hamrahlíð glæsil. sérhæð 6 herb. í þríbhúsi rúmir 140 fm auk geymslu i kj. Góð- ur bilsk. 28 fm. Eignaskipti mögul. Vel byggt raðhús við Brekkusel á þremur hæðum 238,6 fm nettó m/6-7 svefnherb. Tvennar svalir. Á jarðhæð (ekki kj.) má gera séríb. Sérbyggður góður upphitaður bílsk. m/geymslurisi. Eignaskipti mögul. Á 1. hæð með sérinngangi miðsv. í borginni óskast 3ja-4ra herb. íb. Eignask. mögul. á sérhæð eða 5 herb. ib. i Fossvogi m/sérþvhúsi og bilsk. Nánari uppl. á skrifst. Opið i dag kl. 10.00-16.00. Margs konar eignaskipti. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTfI6NASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Guðrún P. Helgadóttir ans og lengi formaður sjóðsins. Guðrún átti sæti í úthlutunarnefnd starfslauna til rithöfunda og í stjórn Þjóðvinafélagsins um skeið og er í Vísindafélagi íslendinga. Ritnefnd hefur valið efni bókarinn- ar í samráði við Guðrúnu og var einkum höfð hliðsjón af því, að verkið gæfi mynd af fjölbreyttum ritstörfum hennar um leið og það væri aðgengilegt þorra lesenda. Efninu er skipað í tímaröð með fáeinum undantekningum og hefur upprunalegri stafsetningu verið haldið." Efni ritsins er eftirfarandi: Um j;itgerðakennslu, Bréf til Védísar, Landnámskona á tuttugustu öldr inni, Vatnsenda-Rósa, Húsfreyjan í Herdísarvík, Þóra Melsteð, Brot úr skólaslitaræðum, Minningár- greinar, Lækningalýsingar i Hrafns sögu, Konur og lækningar í fornsögum, Ljóð, Mæðgurnar á Spítalastígnum, Viðtal við skólastj- óra. Því næst koma heimildir og skýringar við þrjár ritgerðanna og loks er rita- og erindaskrá dr. Guðrúnar. Ritnefnd skipa: Aðal- steinn Eiríksson, Anna Margrét Birgisdóttir, Dóra Ingvadóttir, Helga Sigutjónsdóttir, Ingibjörg Siguijónsdóttir, Lilja Huld Sævars, Margrét Oddsdóttir, María Heiðd- al, Sigurlaug Ingibjörg Ásgríms- dóttir og Valgerður Sverrisdóttir. Litið um öxl er 279 bls. að stærð. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda. Þeim, sem hafa skráð sig á heillaóskalista, er boðið að vitja ritsins í afgreiðslu Menningarsjóðs á Skálholtsstíg 7, Reykjavík, til og með 30. apríl nk. Opið 9-12 og 13-17. Eftir þann tíma verður bókin send í póstkröfu. (Fréttatilkynning) HALLA Linker, ekkja Hal Link- ers, hefur gefið Kvikmyndasafni íslands allt filmusafn hans er lýtur að Islandi. Guðmundur Karl Björnsson safnvörður í Kvikmyndasafni ís- Afmælistón- leikar Tón- menntaskóla Reykjavíkur TÓNMENNT ASKÓLINN í Reykjavík er 40 ára um þessar mundir eins og fram hefur kom- ið í Morgunblaðinu. Að því tilefni verður i dag, 25. apríl, efnt til afmælistónleika klukkan 14 í Háskólabíói. Efnisskrá tónleikanna er fyöl- breytt. Stór strengjasveit leikur Adagio fyrir strengi eftir Barber og Holberg-svítu eftir Grieg. Síðan verður leikinn píanókonsert Chopin nr. 1 með Þorsteini Gauta Sigurðs- syni sem einleikara, en hann var nemandi skólans. Eftir hlé munu blásarasveit leika._ Stjórnendur verða Guðmundur Óli Gunnarsson og Sæbjörn Jónsson. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. lands sagði í samtali við Morgun- blaðið, að safnið hefði enn ekki verið skráð, en ljóst væri að það væri talsvert mikið að vöxtum, því að pakkinn vægi 60 kíló. Gaf kvikmyndasafn Hal Linkers Umsjónarmaður Gísli Jónsson 637. þáttur Líklega er Skáldatimi eftir Halldór Laxness fyndnasta bók sem ég hef lesið. Oft hef ég hleg- ið mig máttlausan við lestur þessarar blessuðu bókar. Hvar á ég að grípa niður? 1) Skáldið er að segja frá æskuvini sínum á Sikiley: „Hann hafði komið sér upp stóru ættar- nafni og hélt uppi gleðskap fyrir mikilmenni í höllinni og var í bland við danska stúlku og ís- lenska þó (að lángfeðgatali), sem mun hafa hjálpað honum að komast af sveitinni; og af einhveijum óútskýranlegum ástæðum eignaðist hún með honum soninn Steingrím Thor- steinsson. Næst þegar ég sá hann norður í Danmörku, en þángað hafði hann borist með heitmey sinni og neyðst til að láta gefa sig saman við hana, þá var hann farinn áð stunda múrverk sem er lægst fall er komið getur fyrir draumamann úr Sikiley." 2) Skáldið á að flytja fyrir- lestur í Kaliforníu ásamt manni frá Eþíópíu: „Ég get ekki gert að því áð mér hefur ævinlega þótt allur hörundslitur fallegri en hvítra manna sem svo eru nefndir, enda varð ég strax feim- inn þegar ég sá hvurnin þessi var litur. Þetta var nefnilega sannur blámaður, hann var svo blár að það sló á hann grænum lit eins og hrafn í haustsólskini; þar á ofan var hann prins sem heitir á þeirra máli ras . .. þegar hann fór að útmála þessa voða- legu uppiituðu þjóðflokka í Norðurálfu fór hann að garga eins og söngvarinn Louis Arm- strong." 3) Skáldið er í Barcelona og kynnist hollenskum mannfræð- ingi sem var þvílíkur svargikk- ur, að með ómótmælanlegum yfírburðum og afdráttarleysi af- greiddi hann öll spursfífl: „Mikil deila hefur verið uppi um það á hótelinu hvort dýragarður Hag- enbecks í Hamborg sé ekki best- ur í heimi . . . Spyrillinn (alvöru- gefin persóna full af náttúru- fræðiáhuga): Herra prófessor, hvaða álit hafið þér á dýragarði dr. Hagenbecks í Hamborg? Svar prófessorsins (fyrirgefið þó ég tilfæri það á þýsku, en það var gefið á því máli og hef- ur brent sig inn í mig svo): Herr Hagenbeck hat nur einen Fehler gemacht: er hat die Tiere einge- sperrt und die Menschen laufen lassen (Herra Hagenbeck varð ekki nema ein skyssa á: hann lokaði dýrin inni en lét mann- fólkið leika lausum hala).“ 4) Skáldið segir frá Þýska- landi á fyrstu árum stjórnar Hitlers: „Ekki aðeins verkamenn voru látnir sýngja þjóðrembings- kvæði, heldur líka betlarar sem höfðu notfært sér persónufrelsi Weimarlýðveldisins og setið flöt- um beinum grátandi með hönd- ina útrétta, stórt skegg og skjálfta í kroppnum frá morgni til kvölds í tuttugu ár á höfuð- götum þýskra borga - það var búið að senda þá í vegavinnu ásamt þeim atvinnulausu að byggja ferfaldar bílabrautir; þar voru þeir látnir gánga her- gaungu með rekuna um öxl til og frá vinnu og sýngja Horst- wesselsaunginn, Die Fahnen hoch, tíu sinnum á dag, skömtuð kjötsúpa með grænmeti uppúr tröllauknum pottum og gefnir tuttuguogfimmaurar á dag fyrir tóbaki af því að þeir voru orðnir „das Volk“! 5) „Skömmu eftir að hann [Eggert Stefánsson] kom til New York í fyrsta sinni bar svo til einn dag að hann sá fyrir sér þokkalegt hótel þar í götu einni breiðri og fjölfarinni. Nafn þess reyndist vera Waldorf-Astoria. Hann geingur inn og síðan upp riðið í forsalnum án þess að líta til hægri eða vinstri, og sjá giöggir verðir af fasi þessa manns að hér er hans staður og hneigja sig fyrir honum úr hæfi- legri fjarlægð í vissu þess að fylgdarlið hans og aðjútantar séu á næstu grösum. Gesturinn skoðar sig vel um bekki og standa stélin á þjónunum útí loftið hvar sem hann stígur fram; þó líkar honum einginn staður með öllu fyren hann er staddur í þeim sem líkir eftir Norðurlöndum með víkínglegum útskurði og drekaskrauti. Þar býst hinn tigni gestur til að sitja. Nú drífur að þjónalið að taka við hatti og frakka; hið ameríska leysiíngarvatn er borið fram og séffinn breiðir úr matseðlinum á borðið, en þeir „seðlar“ bera svip af stórblöðum heimsborgar- innar, margar stórar blaðsíður með flóknu prentmáli þar sem hlemmiglásir á frönsku halda prósessíu upp og ofan dálka. Eggert Stefánsson rennir aug- um úr mikilli hæð ofaneftir þess- ari upptalníngu mannfagnaðar sem mestur verður í heimi, og þjónarnir standa kríngum borðið með blýanta og pappírsblakkir á lofti reiðubúnir að skrifa upp krásirnar, einn átmatinn, annar vínin, og svo framvegis. En þá leggur Eggert Stefánsson frá sér matseðilinn með ofurlitlum flökurleikamerkjum en þó virðu- lega, segir síðan með náðugu brosi: Einn molakaffí, gerið svo vel.“ ★ Bríðum kemur betri tíð með blóm íhaga, sæta lánga sumardaga. Þá ergaman að trítla um tún og tölta á eingi, einkum fyrir únga dreingi. Folöldin þá fara á sprett ogfuglinn sýngur, og kýrnar leika við kvurn sinn fíngur. (HalldórLaxnesstKvæðakver, 2. útg.) ★ „Því verða menn skáld og hetjur að þeir búa eigi við ham- íngju sína.“ (Gerpla, 11. kafli.) „Menn skyldu varast að halda að þeir viti nú alla skapaða hluti þó þeir hafi lesið eitthvert sláng- ur af bókum, því sannleikurinn er ekki í bókum, og ekki einu sinni í góðum bókum, heidur í mönnum sem hafa gott hjarta- lag.“ (Alþýðubókin (Bækur, upphaf kaflans).) „Þann dag sem heimurinn er orðinn góður hættir skáldið að fínna til, en fyr ekki, en um leið hættir hann líka að vera skáld.“ (Hús skáldsins, 3. kafli.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.