Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 Hérað sskj alasafn Skagfirðinga eftir Hjalta Pálsson 26. apríl næstkomandi verður haldinn svonefndur kynningardag- ur héraðsskjalasafna um allt land. Þá er ætlunin að hafa opið hús í sem flestum héraðsskjalasöfnum landsins frá kl. 14 til kl. 18 og kynna fólki hvaða starfsemi fer þar fram og hvetju hlutverki skjalasöfn hafa að gegna í samfélaginu. Hlutverk skjalasafna lögum samkvæmt er að varðveita, flokka og skrá skjalagögn stjómsýslulegs eðlis, sem varða það umdæmi, sem safnið á að starfa fyrir. Héraðs- skjalasöfn leggja líka áherzlu á söfnun og varðveizlu einkaskjala. Sem dæmi um einkaskjöl má nefna vísur og kveðskaparmál, ræður og ritgerðir, minningar og frásögu- þætti, skáldsögur og smásögur, dagbækur og sendibréf, líkræður presta, jarðaskjöl og heimildir um búskaparsögu eða sögu fyrirtækja. Raunar hvaðeina sem menn héldu til haga og skrifuðu hjá sér. Héraðsskjalasöfn eru snar þáttur í menningarlífi hvers héraðs og mikilvæg hinum dreifðu byggðum. Þangað er safnað heimildum um mannlíf og atburði hvers héraðs og þangað leita menn upplýsinga og fróðleiks um liðna tíð. Þau eru undirstaða hverskonar fræðastarf- semi og söguskrifa í héraði. í þessu greinarkorni mun ég leit- ast við að segja nokkuð frá Héraðs- skjalasafni Skagfirðinga á Sauðár- króki vegna þess að það getur gef- ið nokkra hugmynd um héraðs- skjalasöfn almennt. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga er elzta héraðsskjalasafn landsins. Eftir lög um héraðsskjalasöfn, sem staðfest voru á Alþingi 12. febrúar 1947, var á sýslufundi Skagfírð- inga samþykkt með atkvæðum allra sýslunefndarmanna 23. apríl sama ár að stofna héraðsskjalasafn fyrir Skagafjarðarsýslu. Safnið er því 45 ára um þessar mundir. Það var þó^kki fyrr en 1951, að ráðinn var maður til ígripastarfa við safn- ið, að skrá handrit og sinna mönn- um, sem þar leituðu fanga. Safnið bjó við mjög þröng skilyrði fyrsta aldarfjórðunginn, hafði einungis litla kompu til umráða í gamla bókasafnshúsinu og fjárveitingar af mjög skomum skammti. Segja má, að það sé ekki fyrr en með opnun safnsins í nýja Safnahúsinu 24. febrúar 1972 að það fer að standa undir nafni sem slíkt. Safn- ið fékk þá húsrými á efri hæð Safnahússins og var Kristmundur Bjamason ráðinn í hlutastarf. Því gegndi hann farsællega til 1. júní 1990, að Hjalti Pálsson tók við af honum. Sumarið 1990 var safnið flutt niður á neðri hæð Safnahússins, þar sem m.a. var innréttuð tæplega 60 fermetra eldtraust skjalag- eymsla, rúmgóð skrifstofa bóka- varðar og lestrarsalur ásamt sér- stakri filmuleskompu. Safnið er nú opið til afgreiðslu 21 klukkustund á viku allt árið, nema yfir sumar- leyfístímann og staða skjalavarðar fullt starf. Safnið er rekið af Hér- aðsnefnd Skagfirðinga og hafa sveitastjómarmenn kostað kapps um að búa vel að því fjárhagslega. Þess vegpia er safnið í dag eitt- hvert stærsta og bezt búna héraðs- skjalasafn á landinu. Safnið hefur jafnan haft náin tengsl við Sögufélag Skagfirðinga. Hjalti Pálsson „Með þessari kynningu er ætlunin að vekja at- hygli á starfsemi safn- anna og.þeim brunni upplýsinga og fróð- leiks, sem þar er að finna um menn og mál- efni í viðkomandi hér- aði.“ Það var stofnað 1937 og hefur lengst af starfað af miklum þrótti. Það afhenti á sínum tíma héraðs- skjalasafninu öll sín handrit og skjöl og þar hafa menn á snærum félagsins jafnan haft aðstöðu. Á vegum þess hafa komið út um 50 rit og mun engin sýsla á landinu hafa gefið út viðlíka úr sinni hér- aðssögu. Héraðsskjalasafni Skagfirðinga er raunar skipt í nokkrar deildir. Megindeildirnar eru þó tvær, ann- ars vegar hið eiginlega skjalasafn, þ.e. hin opinberu gögn: gjörðabæk- ur og skjalagögn sveitarfélaga og félagasamtaka. Hins vegar er handritadeild með einkaskjölum hverskonar, þ.e. gögnum úr eigu einstaklinga, sem gildi hafa fyrir seinni tímann í sögulegum og félagslegum skilningi, gefa mynd af einstaklingum eða fyrirtækjum. Hér er einnig ljósmyndadeild og loks má telja nokkurt safn hljóðrit- ana á spólum og snældum. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga geymir nú allar gamlar gjörðabæk- ur og skjöl sveitarfélaganna í Skag- afirði ásamt gögnum fjölmargra félagasamtaka, svo sem búnaðar- félaga, fóðurbirgðafélaga, kven- félaga, ungmennafélaga, lestr- arfélaga, verkalýðsfélaga og sókn- arnefnda svo nokkuð sé nefnt. Þetta safn telur samtals um 1.350 skjalaöskjur og bækur nálægt einu þúsundi. í handritasafninu eru nú þegar skráð u.þ.b. 2.400 handritanúmer (e.t.v. 200-300 þúsund blaðsíður), og í ljósmyndasafninu er búið að skrá 10.000 mannamyndir, en at- burða- og staðarmyndir skipta einnig þúsundum. Mannamyndir eru allar skráðar í spjaldskrá, þann- ig að hægt er á augabragði að sjá hvort til er mynd af einhverjum ákveðnum manni. Það er stefna að eiga myndir af sem allra flestum Skagfirðingum. í því sambandi verður aldrei of oft brýnt fyrir fólki að skrifa aftan á myndir sínar nafn og heimilisfang viðkomandi. Ekki geyma það þangað til síðar, þegar enginn þekkir lengur og þá verða myndirnar ónýtar. Merktar myndir eru alltaf mikils virði og þeim er ógjarnan fleygt, ómerktar myndir eru ónýtar. Safnið hefur um 15 ára skeið gefið út ritið Safnamál í samvinnu við héraðsbókasafnið og nú síðast Byggðasafnið í Glaumbæ. Það er upplýsinga- og kynningarrit fyrir söfnin og þar hafa birzt ýmsar for- vitnilegar greinar og sýnishorn úr fórum héraðsskjalasafnsins. Prentaðar bækur safnsins taka nú nær 150 hillumetra, opinber skjalagögn í öskjum og bókum um 150, en almenn handrit um 60. Míkrófílmur safnsins, þar sem eru m.u. kirkjubækur af öllu landinu o.m.fl., eru um 1.000 talsins. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga hefur vaxið og dafnað fyrir áhuga og velvilja einstaklinga og sveita- stjórnarmanna. Handritasafnið, Skjöl einkaaðila varpa ljósi á fortíðina: Attu leyndan fjársjóð? eftir Svanhildi Bogadóttur Þegar kistan var opnuð af starfs- manni safnsins, kom í ljós að hún var næstum því full af pappírum. Efst voru minningarkort frá 1943. Þau voru tekin varlega upp. Þar fyrir neðan var snjáð umslag með nokkrum skjölum. í því var m.a. sveinsbréf frá 30. apríl 1897 og heiðursfélagaskjal frá Iðnaðar- mannafélaginu 1936. Enn neðar voru skrautrituð heillaóskakort með glimmer frá þriðja áratugnum, danskort frá 1921 og fleira. Þetta gerðist á Árbæjarsafni og réttilega höfðu starfsmenn þar samband við Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Starfsmaður þaðan kom á staðinn og tæmdi kistuna og kom skjölunum til varðveislu í Borgarskjalasafnið þar sem farið var í gegnum þau, þau skráð og búið betur um þau í skjalaöskjum. Um var að ræða einkaskjöl hús- gagnasmíðameistara í Reykjavík. Þau ná alveg frá 1897 þegar hann fór í nám til Kaupmannahafnar og fram yfir lát hans. Meðal þeirra eru dagbækur, útgjaldabækur, fjöldi einkabréfa, póstkort, bækur með teikningum frá námsárum, ljósmyndir, prófskírteini og teikn- ingar, svo fátt eitt sé nefnt. Það sem lá efst í kistunni voru minning- arkort um viðkomandi einstakling, sem einhver hafði sett þar að hon- um látnum. Þetta er þónokkuð heillegt skjalasafn einstaklings. Hann hefur greinilega sett ofan í kistuna þau skjöl sín, sem hann vildi halda upp á, hvort sem hann hefur átt von á að þau myndu enda á safni eða ekki. Skjöl hans eru merkilegar heimildir, bæði um hann sjálfan og um tímann sem hann lifði og hrærðist í. Mikilvægi skjala einkaaðila Hlutverk opinberra skjalasafna, eins og t.d. Borgarskjalasafns Reykjavíkur og Þjóðskjalasafns Is- lands, er einkum að safna og varð- veita skjöl stjórnvalda og gera þau aðgengileg almenningi. Einnig veita þau opinberum stofnunum ráðgjöf um skjalavörslu og fleira mætti nefna. Tilgangurinn er ann- ars vegar sá að sjá til þess að skjalavarsla stofnana gangi snurðulaust fyrir sig og að í því efni sé farið að lögum. Hins vegar að sjá til þess að skjöl og aðrar skráðar heimildir um þjóðarsöguna séu varðveittar. Þrátt fyrir að opinber skjöl séu mikilvæg við rannsóknir á fortíð- inni og hafi kannski mest verið notuð við fræðirannsóknir áður, verða skjöl einkaaðila sífellt mikil- vægari til þess að púsla saman mynd af fortíðinni. I sagnfræði er ekki lengur fjallað mest um kónga, amtmenn og biskupa, heldur einnig um líf og kjör venjulegs fólks, sam- félagið og atvinnuuppbyggingu, svo dæmi séu tekin. Skjöl einstakl- inga, félagasamtaka og einkafyrir- tækja verða sífellt mikilvægari við slíkar rannsóknir. Hægt er t.d. að ímynda sér hversu þurr og einhæf saga Reykjavíkur væri ef sagn- fræðingur liti eingöngu á opinber skjöl. En þeir sem ætla að stunda t.d. sagnfræðirannsóknir geta ekki far- ið að ganga milli húsa til þess að leita heimilda. Til þess að hægt sé að nota gögn einkaaðila til rann- sókna þarf að skila þeim á skjala- safn til varðveislu. Sum fyrirtæki gætu þó boðið fræðimönnum og öðrum upp á rannsóknaraðstöðu og væri það til bóta. Skjöl uppi á háalofti Skjalasöfn um land allt taka við skjölum frá einkaaðilum til varð- veislu. Héraðsskjalasöfnin, sem eru nú 16 að tölu, taka við skjölum frá sínum landsvæðum, t.d. Borgar- skjalasafn Reykjavíkur við skjölum frá Reykvíkingum. Þjóðskjalasafn íslands tekur einnig við einkaskjöl- um og varðveitir t.d. nú dágott safn fyrirtækjaskjala, einnig má nefna Handritadeild Landsbóka- safnsins, Sögusafn verkalýðshreyf- ingarinnar og kvennasögusafnið. Mörg smá félög og félagasamtök eru í vandræðum með skjöl sín. Þau hafa kannski lélega eða enga aðstöðu og erfitt er fyrir stjórnar- menn að geyma skjöl félagsins á heimilum sínum. Fyrrverandi ritar- ar eða aðrir stjórnarmenn félaga sitja oft uppi með fundagerðarbæk- Svanhildur Bogadóttir „Við á skjalasöfnum um land allt vonum að fólk kanni hvort það lumi ekki á skjölum sem það telur að eigi erindi á skjalasafn, því fortíðin er fjársjóður framtíðar- innar.“ ur eða önnur gögn og vita ekki hvað á að gera við þau. Lausn félaganna gæti verið að afhenda skjalasafni þau til varðveislu. Við á skjalasöfnunum þekkjum mörg dæmi um fyrirtæki sem eru í vandræðum með varðveislu skjala sinna. Vilja geyma þau, en þau hlaðast upp og taka dýrmætt pláss. Opinber skjalasöfn geta leyst vanda þeirra sem og annarra sem einfald- lega vilja koma skjölum sínum í trygga vörslu fyrir framtíðina. Þó er rétt að geta þess að fyrir kemur að skjalasöfn áskilji sér rétt til þess að grisja skjölin eða geta ekki tekið við öllum skjölum fyrirtækja. Skjöl einstaklinga eru ómissandi til þess að bregða ljósi á daglegt líf landsmanna á ýmsum tímum. Skjalasöfn sækjast ekki élngöngu eftir að fá skjöl stjórnmálamanna, rithöfunda eða annarra þekktra manna til varðveislu, heldur alveg eins hins almenna manns. Því mið- ur er mikið um að fólk telji pappíra sína ómerkilega og einskis virði eða að líf þess hafí ekki verið svo merki- legt að skjöl þess séu varðveislunn- ar virði. Fólk virðist oft líta skjöl öðrum augum en t.d. gamla muni sem það afhendir á minjasöfnin. Skjölin eru ekki síður mikilvæg en munir á minjasafni við að púsla saman mynd af fortíðinni. Einnig er mikið um að afkom- endur sem fara í gegnum dánarbú, telji að skjölin geymi svo viðkvæm- ar upplýsingar að ekki sé þorandi að gera annað við þau en að farga þeim. Þarna getur t.d. verið um að ræða dagbækur sem lýsa fátækt og bágum kjörum, ástarbréf, bréf um fjölskyldumálefni o.s.frv. Því fólki má benda á að hægt er að „loka“ skjölum sem eru afhent um ákveðinn tíma eða setja ýmiss kon- ar aðgangsreglur. Skjöl eru líka oft ekki eins viðkvæm og þau virð- ast við fyrstu sýn. Enn aðrir afkomendur hafa ekki einu sinni fyrir því að skoða þetta „drasl“ og setja það beint út í tunnu. Með því geta þeir verið að eyða verðmætum upplýsingum um i 0 i i * » > >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.