Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 15 sem eins og áður sagði telur nú um 2.400 númer, er hið lang- stærsta utan Reykjavíkur. Það er til komið vegna dugnaðar f.v. skjalavarðar, gamallar fræðahefð- ar í héraði og velvildar fólks, sem hefur verið ótrúlega duglegt að efla það með gjöfum. Á kynningardeginum, 26. apríl, verður Skagfirðingum boðið að koma í Safnahúsið á Sauðárkróki. Þar verður eitt og annað til sýnis úr fórum safnsins, má nefna elzta handrit ýmissa þekktra Skagfirð- inga eins og Sölva Helgasonar, Gísla Konráðsskonar og Jóns Espólíns, sýnishom af verslunar- bókum, handskrifuðum sveitar- blöðum frá fyrri hluta 20. aldar og margt fleira. Einnig verða hafðar frammi gamlar óþekktar ljósmynd- ir, sem fólk verður beðið að skoða. Með þessari kynningu er ætlunin að vekja athygli á starfsemi safn- anna og þeim brunni upplýsinga og fróðleiks, sem þar er að finna um menn og málefni í viðkomandi héraði. Þetta tækifæri skal einnig notað til að minna á, hvort fólk eigi ekki eitthvað í fórum sínum, sem það gæti hugsað sér að láta á héraðsskjalasafnið, t.d. gamlar ljósmyndir, merkileg sendibréf eða einhver skrif. Sé um viðkvæm mál að ræða, má innsigla efni og setja ákvæði um, hvenær opna megi. Ég vil sérstaklega höfða til brott- fluttra Skagfirðinga, hvort þeir minnist ekki einhverra gamalla snifsa eða mynda, sem bezt væru komnar á safn í heimahéraði. E.t.v. fínnst fólki það ekki vera með neitt sérstakt, en hvert eitt smáræði fyll- ir upp í stærri mynd, eins og í púsluspili. Margt getur verið merki- legt á skúffubotni. Skjalasöfnin geta gert að sínum orð skáldsins, sem segir: Ég vinn úr því sem aðrir vilja ekki nýta. í arinskerslum leynist löngum lagleg spýta. Ég vil hvetja sem flesta að koma á héraðsskjálasafnið sunnudaginn 26. apríl nk., kynna sér hvað þar er að finna og kannske hafa eitt- hvað með sér í farteskinu. Höfundur er skjalavörður á Sauðárkróki. fortíðina og glata hluta af eigin fjölskyldusögu. Afhending skjala Ef einstaklingar, félög eða fyrir- tæki vilja koma skjölum til varð- veislu á skjalasafn, er best að byija á að hafa samband við safnið og athuga hvort það hafí áhuga á við- komandi gögnum. Ef svo er, þá er næsta skref að ræða afhendinguna og frágang. Rétt er að riðla ekki því skipulagi sem hefur verið á skjölunum og athugið að ljósmynd- ir geta verið hluti af skjölum einkaaðila. Rétt er að ítreka það sem fyrr var nefnt, að hægt er að setja að- gangsskilyrði að gögnunum eða banna aðgang í ákveðinn tíma (t.d. 30 ár), ef um viðkvæmar upplýs- ingar er að ræða. Kynningardagur skjalasafna 26. apríl Sunnudaginn 26. apríl nk. verður haldinn sérstakur kynningardagur skjalasafna. Þá verða skjalasöfn víða um land með opið hús og starf- semi þeirra kynnt. Jafnframt verð- ur lögð áhersla á að fá upplýsingar um gögn úr fórum einkaaðila og vekja athygli á nauðsyn þess að varðveita þau. Borgarskjalasafn Reykjavíkur verður með opið hús þann dag kl. 14-18 í Skúlatúni 2 og munu starfsmenn þess veita upplýsingar um starfsemi safnsins og taka við upplýsingum um einkaskjöl. í and- dyri safnsins verður sýning á ýms- um skjölum sem varðveitt eru á safninu, m.a. á hluta þeirra skjala sem fundust í kistunni sem rætt var um hér að framan. Við á skjalasöfnum um land allt vonum að fólk kanni hvort það lumi ekki á skjölum sem það telur að eigi erindi á skjalasafn, því fortíðin er fjársjóður framtíðarinnar. Fæðingarheim- ili Reykjavíkur eftir ÓlafÓlafsson Af faglegum ástæðum virðist ekki þörf á að leggja niður Fæðing- arheimilið í Reykjavík. Komið hefur fram að burðarmálsdauði er jafnvel lægstur í þeim héruðum í landinu, þar sem engar sérdeildir í fæðingar- hjálp starfa. Sjá töflu: Þetta þýðir að heilsugæslulækn- um tekst vel að velja úr hópi þung- aðra kvenna þær konur sem vænta má að eigi erfiðar fæðingar fyrir Burðarmálsdauði í héruðum eftir búsetu mæðra á 1000 fæðingar 1981-1989 Vestfírðir 6,7 Vesturland 5,3 Norðurland vestra 4,6 Austurland 5,3 Suðurland 2,9 Reykjavík 7,2 Reykjanes 7,8 Norðurland eystra 7,1 Allt landið 6,6 Ólafur Ólafsson höndum og senda til sérdeilda Reykjavíkur, Akraness og Akur- eyrar. Læknar Fæðingarheimilisins eru vart í verri aðstöðu að bregðast rétt við í þessu tilliti en læknar úti á landi, en á Fæðingarheimilinu starfa eingöngu sérfræðingar í fæð- ingarhjálp. Af dæmum frá erlend- um þjóðum má ætla að kostnaður við fæðingarhjálp aukist eftir því sem fleiri konur fæða á sérdeildum. Hætt er við því að heildarkostnaður aukist er til lengdar lætur. Faglega og kostnaðarlega ætti því að vera hagstætt að halda Fæð- ingarheimilinu opnu sem lengst. Auðvelt er að sameina sérfræðings- vaktir á kvensjúkdómadeild Landspítalans og Fæðingarheimil- inu því af aðeins tekur örfáar mín- útur að fara þar á milli og færðin góð. Höfundur er landtæknir. AL ASf U étmmR úrval önuuer víro Höfum fengið mikið úrval af fallegum, austur- lenskum keramikblómapottum. Stórir og smáir pottar, fallegir og frostþolnir. - Hentugir til nota jafnt úti sem inni. Viðurkenndur handiðnaður á frábæru verði. - Skoðið sjálf. Höfundur er borgarskjala vörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.