Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 Margslungnir töfrar Malasíu eftírlngólf Guðbrandsson Malasía er ungt ríki með aðeins 30 ára sjálfstæði að baki en langa sögu nýlendutímabils undir Portúg- ölum, Hollendingum og síðast Bret- um, sem fóru með stjórn landsins fram yfir seinni heimsstyrjöld. Það er rúmlega 330 þúsund ferkíló- metrar að stærð_ eða meira en þre- falt stærra en ísland og er sam- band 13 smáríkja með 18 milljónir íbúa af blönduðu þjóðerni og upp- runa, Malajum, Kinvetjum, Indverj- um, auk frumbyggja Borneo og fólks af Evrópukyni. Vegna ólíks uppruna er þjóðlíf og menning Malasíu því einkar fjölbreytt og lit- ríkt, eins og landið sjálft. Umburð- arlyndi fólksins lýsir sér best í átrúnaði þess og tilbeiðslu. Þótt islam sé viðurkennd ríkistrú er hún iðkuð án ofstækis, sem víða ein- kennir arabalöndin, og algjört trú- frelsi ríkir í Malasíu og full virðing fyrir trú og háttum annarra. Þann- ig má víða sjá í bland í borgum Malasíu moskur, Búddamusteri og kirkjur kristinna manna í friðsömu nábýli. Opinbert tungumál landsbúa er malaj, en enska er útbreidd vegna fyrri tengsla við Bretland, enda skyidunám -í skólum. Það veldur því að enskumælandi ferðamenn eiga í engum tungumálaerfíðleik- um í Malasíu eða Singapore, gagn- stætt því sem gildir um flest ná- grannalöndin. Önnur útbreidd tungumál í Malasíu eru kínverska (mandarín) og tamíl hjá fólki af indverskum stofni. Viðmót fólks við gesti í Malasíu er mjög þægilegt og þjónustan góð, án þess að vera uppáþrengjandi. Menningarástand og skipulags- mál í Malasíu eru í nútímalegra og betra lagi en í öðrum Asíulöndum, að Japan undanskildu, og framfar- ir síðustu áratuga eiga sér fáar hliðstæður. Að náttúrufari er Mal- asía ríkt land og náttúran gjöful svo að líkja má við aldingarð, þar sem allt vex af gróðri hitabeltisins. Blómategundir eru fleiri en tölu verður á komið, og rafflesian, stærsta blóm heimsins, vex aðeins á Borneó. Einkennisblóm landsins er hibiscus, en orkídeutegundir eru fleiri en í nokkru öðru landi. Hita- beltisfrumskógar Bomeó sluppu við ísöldina og eru taldir þeir elstu í heimi, meira en 100 milljón ára. Fyrir ferðamanninn er það einstök upplifun og ólýsanleg tilfínning að hafa ósnortna náttúru Borneó und- ir fótum sér. íslenskir blómaunn- endur geta fundið þar þær tegund- ir pottablóma, sem þeir basla við að halda lifandi í stofum sínum en vaxa villtar á Borneó upp í nokkrar mannhæðir. Gönguferð á lögðum og merktum stígum um regnfrum- skóginn í Sepilok til að virða fyrir sér fjölbreytni og gróskumagn jarð- arinnar er með öllu hættúlaus en ógleymanlegt ævintýri. Auk risa- vaxinna tijánna sem teygja sig þráðbein til himins gefur að líta fjölda litskrúðugra fiðrilda og sjálf- an „skógarmanninn", órang- útanapann, sem talinn er líkastur mönnum. Hinir hreinræktuðu ætt- bálkar innfæddra á Borneó eru eitt vinsælasta rannsóknarefni mann- fræðinga, óvenju hraust fólk og orðlagt fyrir fegurð og mannlíf, sem enn er að mestu ómengað af nútímanum. Matargerð i Malasíu er óvenju fjölbreytt. Kemur þar til hinn ólíki uppruni og hefðir fólksins og gnægð hins besta hráefnis. Græn- meti og ávextir er ríkulegra en víð- „En það eru ekki aðeins töfrar náttúrunnar í Malasíu, sem höfða til ferðamannsins. Líf fólksins er engu síður áhugavert, viðmót þess fágað og alúðlegt í senn...“ ast annars staðar á jörðinni og tegundir ávaxta svo margar að jafnvel hinir víðreistustu hafa ekki séð marga þeirra. Jackfruit, stjörnuávöxtur, cempedak, ciku og durian, sem verða margir á stærð við fótbolta, auk hinna þekkari eins og guava, mango, ananas, kókos, melóna og bananar, og er þá fátt eitt talið af því sem skreytir hlað- borð Malasíu f öll mál. En það eru ekki aðeins töfrar náttúrunnar í Malasíu, sem höfðar til ferðamannsins. Líf fólksins er engu síður áhugavert, viðmót þess fágað og alúðlegt í senn, handbragð þess listilegt, þjónustan stendur engu að baki í Austurlöndum, og Ingólfur Guðbrandsson verður ekki lengra til jafnað. Eitt af því sem setur svip á mannlíf í borgunum eru hinir litríku markað- ir, svo og fjölbreyttur byggingar- stíllinn þar sem svo margra áhrifa gætir og menpingarstrauma úr Bullið í Steingrími eftír Jón Sæmund Sigutjónsson Sú var tíðin að Steingrímur Her- mannsson og Ólafur Ragnar Gríms- son réðu mestu um gang landsmála í ríkisstjórn. Það var árið 1983 þeg- ar verðbólgan fór undir þeirra efna- hagsstjórn í 130%. Samt sem áður fannst Ólafí Ragnari Grímssyni ástæða til að benda á annað og stærra vandamál en þessa ógnvæn- legu efnahagsþróun, sem þeir félag- ar buðu íslenskri þjóð upp á. Þetta stærsta vandamál þeirrar ríkis- stjórnar sagði Ólafur Ragnar vera „bullið í Steingrími". Að minnsta kosti síðan þá hefur íslensk þjóð tekið mátulega alvarlega það sem veltur upp úr Steingrími Hermanns- syni og fyrirgefið honum hveija amböguna á fætur annarri. Dómgreindarleysi Einhvem tímann kemur þó að því að bullið keyrir um þverbak. Hér á dögunum hefur þessum fyrr- verandi forsætisráðherra verið mik- ið í mun að gera Evrópubandalagið tortryggilegt á allan hátt, það hefur varla skipt hann máli hvaða brögð- um skal beitt í þeim efnum. Eitt af því, sem Steingrími hefur þótt fínt að bjóða upp á, er að nú sé þannig komið fyrir Evrópubanda- laginu að Þýskaland sé að taka þar öll völd og reyndar séu þjóðveijar þar með að ná settu marki Hitlers. Á þessu hefur Steingrímur japlað frá fundi til fundar og aumlegt yf- irklór hans í sjónvarpsþætti hjá Ingimar Ingimarssyni bætti varla um betur. Það er með ólíkindum hvað mað- ur í ábyrgðarstöðu og fyrrverandi forsætisráðherra getur sýnt af sér mikið dómgreindarleysi. Það eitt að jafna saman lýðræðislegu Þýska- landi nútímans og kolsvörtu einræð- isríki Hitlers sýnir algjört virðingar- leysi gagnvart upplýstum íslenskum almenningi. Allt frá stríðslokum hafa farið fram gagngerar lýðræðislegar „Þróunin í Þýskalandi frá stríðslokum er stór- merkileg og hefur fest varanlega djúpa lýð- ræðislega vitund þýsku þjóðarinnar. Bullið í Steingrími er aðeins hjákátlegt þar við hlið. Samlíking hans um Þýskaland nútímans og Hitler getur aðeins tal- ist ómerkileg.“ breytingar á þýsku þjóðfélagi. Oftar en ekki geta þjóðveijar státað af lýðræðislegri innréttingum síns þjóðfélags en margar hefðbundnar lýðræðislegar nágrannaþjóðir, þar á meðal ísland. Mörg félagsleg rétt- indi eru þar á þann veg að bæði íslendingar og aðrar gamlar lýð- ræðisþjóðir geta aðeins látið sig „Áætlunarflug tíl Nordfjarðar1* eftírLeif Magnússon í Morgunblaðinu 23. þ.m. sendir Gunnar Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri íslandsflugs hf., flugráði tón- inn. Tilefnið er umsögn ráðsins til samgönguráðuneytis um veitingu leyfís til áætlunarflugs milli Reykja- víkur og Norðfjarðar. Tveir flugrek- endur sóttu um, Helgi Jónsson (Odain Air) og íslandsflug, og ósk- aði samgönguráðuneytið eftir um- sögnum flugráðs og bæjarstjómar Neskaupstaðar. Um málið var fjallað á tveim fundum flugráðs, 25. mars og 8. apríl. Á fyrri fundinum var ákveðið að óska eftir nánari umsögn loft- ferðaeftirlits flugmálastjómar um núverandi rekstur hinna tveggja umsækjenda. Á síðari fundinn mætti því framkvæmdastjóri loft- ferðaeftirlits, og veitti umbeðnar upplýsingar. Fram kom að báðir umsækjendur hefðu flugrekstrar- leyfí til áætlunar- og þjónustuflugs, og gildistími þeirra væri til ársloka 1994. Helgi Jónsson bauð fram til flugsins þijár 18-sæta Handley Page 137 skrúfuþotur meðjafnþrý- stiklefa, en vélar þessar em jafn- framt notaðar í áætlunarflugi hans milli Reykjavíkur^ og Kulusuk í Grænlandi. I bréfí íslandsflugs kom fram, að félagið byði til þessa áætl- unarflugs þijár 15-sæta Beech 99 skrúfuþotur, sem félagið notar í öðru áætlunar- og leiguflugi. Þær em ekki búnar jafnþrýstiklefa. Niðurstaða umfjöllunar í flugráði varð sú, að þrír flugráðsmenn studdu umsókn Helga Jónssonar, einkum með tilvísun í fyrri umræð- ur í flugráði um skipulag innan- landsflugsins, þar sem áhersla hafi verið lögð á að lengri áætlunarleið- um verði fyrst og fremst þjónað af flugvélum með jafnþrýstiklefa, og sem geti því að öðm jöfnu flogið hærra. Reykjavík-Norðfjörður er lengsta innlenda áætlunarleiðin - um 410 km. Einn flugráðsmaður veitti íslandsflugi stuðning sinn, og vitnaði til frammistöðu félagsins í öðru innanlandsflugi. Einn flug- ráðsmaður kaus að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Þessi niðurstaða Leifur Magnússon „Ég get fullvissað hann um, að flugráð hafði í máli þessu fengið nægj- anlegar upplýsingar um báða umsækjendur til að geta veitt mark- tæka umsögn til sam- gönguráðuneytisins. “ var kynnt samgönguráðuneytinu me_ð bréfí, dags. 9. þ.m. í viðtali sínu við Morgunblaðið gagnrýnir Gunnar „að flugráð skuli leyfa sér að veita faglegt álit á hlut- um sem það hefði ekki kynnt sér“. Engar röksemdir er að fínna í við- talinu fyrir þessari furðulegu full- yrðingu. Eg get fullvissað hann um, að flugráð hafði í máli þessu fengið nægjanlegar upplýsingar um báða umsækjendur til að geta veitt mark- tæka umsögn til samgönguráðu- neytisins. - Þá fæ ég sem formað- ur flugráðs enn á ný kveðjur Gunn- ars, og í þeim sama stíl og þá er hann var í forsvari fyrir Amarflugi hf. á árum áður. Megin kenning hans virðist enn sú, að ef stjóm- völd samþykki ekki hikstalaust til- lögur hans eða umsóknir, þá hljóti þar alfarið um að kenna áhrifum Flugleiða á menn og málefni. Eftir margra ára endurtekningar slíks marklauss áróðurs er ekki laust við að þetta séu orðnár næsta þreytu- legar röksemdir. Staðreyndin er einfaldlega sú, að í flugráð em menn kosnir af Alþingi (þrír) og skipaðir af sam- gönguráðherra (tveir) sem einstakl- ingar en ekki sem fulltrúar neinna samtaka, félaga, fyrirtækja eða kjördæma. Þeir taka þar afstöðu til mála samkvæmt eigin sannfær- ingu og reynslu. Hvorki í ofan- greindu máli, né öðrum fyrr á árum, hafa Flugleiðir haft í frammi við- leitni til að hafa áhrif á umfjöllun mála. Höfundur er formaður fiugráðs. austri og vestri. Bæði Kuala Lump- ur og Singapore era heimsborgir með ákveðin séreinkenni, ótrúlegt úrval af fallegum varningi, glæsi- leg hótel og sælkerastaði, en vegna fjölþjóðamenningar er matargerð margbreyttari en víðast annars staðar, malaj, indverskt, kínverskt, japanskt og evrópskt í endalausri fjölbreytni. Hreinlætið í þessum stórborgum fellur ferðamönnum vel í geð, enda fyrirfinnast ekki hreinlegri borgir á byggðu bóli, og liggur sekt við að fleygja rasli á almannafæri og allt að dauðrefsing við meðferð fíkniefna. Fyrir bragðið era þessar borgir að mestu lausar við mörg þau vand- amál, sem hijá nágrannaþjóðirnar og mörg vestræn lönd. Heimsklúbbur Ingólfs efnir í fyrsta sinn til ferðar á þessar slóð- ir í nóvember næstkomandi. Ferðin verður kynnt öðra sinni vegna margra áskorana í Ársal Hótel Sögu þriðjudagskvöldið kl. 21. Kynningin er þáttur í fræðslustarfi Heimsklúbbs Ingólfs um fjarlæg lönd og framandi þjóðir og er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Helm- ingur sæta í ferðina seldist strax að lokinni fyrri kynningu 29. mars og er nú aðeins fáum sætum óráð- stafað. Höfundur er ferðamálafrömuður. Jón Sæmundur Sigurjónsson dreyma um að þær verði að raun- veraleika í þeirra löndum. Evrópubandalagið bindur aðild- arþjóðir sínar föstum samningum um réttindi og skyldur. Ekki síður þjóðveija en aðra. í Þýskalandi rík- ir djúp virðing hjá yfírgnæfandi meirihluta þjóðarinnar fyrir stofn- unum EB og þeim skyldum sem þær leggja á Þjóðveija líkt og aðrar aðildarþjóðir. Þar kemst enginn upp með yfirgang og ribbaldaskap, þótt synd væri að segja að menn væra þar ætíð sammála. En það er auð- vitað eitt einkenni lýðræðis og við- urkennd aðferð til að finna lausn á málum og ekki síst stunduð af ís- lendingum sjálfum. Afstaða Þjóðveija Þróunin í Þýskalandi frá stríðs- lokum er stórmerkileg og hefur fest varanlega djúpa lýðræðislega vit- und þýsku þjóðarinnar. Bullið í Steingrími er aðeins hjákátlegt þar við hlið. Samlíking hans um Þýska- land nútímans og Hitler getur að- eins talist ómerkileg. Aðspurður kvað talsmaður þýska sendiráðsins ekki ástæðu til að melda þessi ummæli til yfirmanna sinna í Bonn. Hvemig í ósköpunum á líka að vera hægt að útskýra fyr- ir mönnum þar, að þama hafi að vísu foringi íslensku stjómarand- stöðunnar og fyrrverandi forsætis- ráðherra farið með gróflega móðg- andi ummæli um lýðræðislega vina- þjóð íslendinga, en hins vegar sé venjulega aldrei neitt að marka það sem hann segir. Það þætti sennilega heldur haldlítil skýring og því best að láta sem ekkert sé. Þetta var iíka bara bull í ætt við venjulegan hrútahúmor þeirra framsóknar- manna, ætlað til heiinaslátrunar. Höfundur er hagfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.