Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 Fegurðardrottningarnar að lokinni krýningn. Morgunbiaðið/Sverrír viiheimsson Fegurðardrottningin var krýnd í sumarbyxjun SUMRI var fagnað með kjöri fegurðardrottningar Islands á Hótel íslandi sl. miðvikudagskvöld. Kjör hennar var tilkynnt á miðnætti, í þann mund er sumarið gékk í garð. 18 stúlkur tóku þátt í keppninni á aldrinum 18 til 28 ára. Fegurðardrottning íslands 1992: Vona að viðhorf til mín breytist ekki MARÍA RÚN Hafliðadóttir, Fegurðardrottning íslands 1992, er 19 ára gömul og lýkur stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð nú í vor. María Rún Hafliðadóttir var kjör- in fegurðardrottning íslands 1992, og ljósmyndafyrirsæta íslands 1992, en hún var einnig kjörin ljósmynda- fyrirsæta Reykjavíkur í keppninni um fegurðardrottningu Reykjavíkur sem fram fór í vetur. í öðru sæti varð Heiðrún Anna Björnsdóttir, vin- sælasta stúlkan í keppninni um feg- urðardrottningu Reykjavíkur, og í þriðja sæti Þórunn Lárusdóttir. Ragnhildur Sif Reynisdóttir, fegurð- ardrottning Reykjavíkur, hafnaði í fjórða sæti, og Jóhanna Dögg Stef- ánsdóttir í því fimmta. Keppendur völdu vinsælustu stúlkuna úr hópn- um og varð Erla Dögg Ingjaldsdótt- ir hlutskörpust. í hófinu á Hótel íslandi komu stúlkurnar þrisvar sinnum fram, fyrst í loðfeldum frá Eggerti feld- skera, síðan í sundbolum og að lok- um í samkvæmiskjólum, sem hver og ein hafði valið sér. Fjórréttuð máltíð var á borð borin og sýndu matreiðslumenn staðarins listir sínar á sviðinu þar sem nautalundir voru glóðaðar við mikla viðhöfn. Skemmt- ikraftar, tískusýningarfólk og lista- menn komu fram og voru skemmti- atriðin fjölbreytt. Að öðrum ólöstuð- um, unnu þau Daníel og Hrefna Rósa frá Dansskóla Hermanns Ragnars hug og hjörtu viðstaddra. Þau eru aðeins tólf ára gömul, en hafa þó dansað saman í sjö ár. Dómnefndina skipuðu Sigtryggur Sigtryggsson, fréttastjóri sem var formaður, Bryndís Ólafsdóttir fyrir- sæta, Kristjana Geirsdóttir veitinga- maður, Matthildur Guðmundsdóttir fyrrverandi Ungfrú ísland, Stefán Hiimarsson tónlistarmaður, og Sig- urður Kolbeinsson framkvæmda- stjóri. Framkvæmdastjóri keppninn- ar var Gróa Ásgeirsdóttir. Gjafirnar Allir keppendur voru leystir út með gjöfum, en fegurðardrottning íslands hlaut þó veglegustu gjafirn- ar; loðfeld frá Eggerti feldskera, samkvæmiskjól frá Maríu Lovísu, Raymond Weil armbandsúr frá versluninni Meba, dragt frá verslun- inni CM, Canon myndavél frá Hans Petersen, andlitsbað og hancisnyrt- ingu frá Snyrtistofunni Ágústu, Mont Blanc pennasett frá sam- nefndu umboði á Islandi, gullhúðað handsnyrtisett, Carol Wior sundbol og Mey undirfatnað frá íslensk- Austurlenska. Allar stúlkurnar fengu eftirtaldar gjafir: Guerlain snyrtivörur frá Th. Stefánsson, Chanel snyrtivörur frá Davíð Pitt & Co, Oroblu sokkabuxur frá Íslensk-Austurlenska, Warner undirfatnað frá heildverslun BB, Gucci ilmvatn frá heildverslun Nico, æfingagalla og töskur frá Júlíusi P. Guðjónssyni, Babyliss hárblásara frá Halldóri Jónssyni/Vogafell hf., Matinbleu sundboli frá Sportís, Krit- er kampavín frá Kriter umboðinu, blómvönd frá Stefánsblómum og þriggja mánaða kort í líkamsrækt frá World Class. BT. Hún hefur starfað með Model 79 í fimm ár og hefur undanfarin fjögur ár tekið þátt í tískusýningum við kjör fegurðardrottninga. „I fjögur ár hef ég fylgst spennt með úrslitum í þessari keppni að loknum tískusýn- ingunum og því fannst mér kannski enn sérkennilegra en ella að vera sjálf þátttakandi núna,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið. María Rún hefur töluverða reynslu af fyrirsætu- störfum því í þijú ár hefur hún haft þann starfa í sumarvinnu. Lengst af hefur hún starfað í Mílanó á ítal- íu, en einnig hefur hún unnið í Þýska- landi og Japan. „Eg kann best við Ítalíu af þessum löndum," segir hún. „Ég er reyndar ósátt við stöðu kvenna í landinu, en ítalir eru glað- lyndir og þægilegir í samstarfi." „Eftir prófin fer ég tii Mílanó. Ég er svo heppin að ég get unnið þar þegar ég vil og hef þess vegna getað getað unnið við þetta í sumarleyfum frá skólanum." Hún lýkur nú námi af nýmálabraut MH og segist hafa mjög gaman af því að læra erlend tungumál og kynnast menningu og lífsháttum í öðrum löndum. Hún fæddist í Luxemburg og bjó þar til tólf ára aldurs. Hún hefur gott vald á mörgum tungumálum, ensku, dönsku og þýsku auk luxemborgísku. „Ég kann undirstöðuna í frönsku, en þarf að æfa mig í talmálinu. Fran- skan hjálpar mér að skilja ítölsku, sem ég hef þó ekki ennþá vald á,“ segir hún hæversk. María Rún er fædd 19. október 1972 og er því í vogarmerkinu. Hún er ólofuð og er dóttir Maju Guð- mundsdóttur og Hafliða Arnar Bjömssonar. Hún segist vilja leggja stund á frekara tungumálanám í háskóla í framtíðinni, en þó ekki strax. „Meðan ég get vil ég ferðast um heiminn. Mér er sýndur mikill heiður með titlinum Fegurðardrottn- ing íslands og mér finnst gaman að geta keppt fyrir íslands hönd á er- lendri grundu og kynnt landið." Þess má geta að kvöldið sem keppnin fór fram klæddist María Rún kjól í eigu Guðrúnar Möller, sem kjörin var Ungfrú ísland fyrir tíu árum. „Þetta er yndislegt. Hún gaf mér þetta í afmælisgjöf, stelpan," sagði Guðrún er úrslitin voru ljós. María Rún segir að útlitið skipti hana ekki sérlega miklu máli. „Ég fer ekki í megrun og stunda líkams- rækt eingöngu þegar ég er í skapi til þess,“ segir hún. „í augnabiikinu skiptir mig mestu máli að viðhorf fólks til mín breytist ekki þrátt fyrir þátttöku og sigur í þessari keppni. Ég breytist ekkert við þetta, lífsvið- horf mín eru nákvæmlega þau sömu og áður. Ég er ennþá ég!“ María Rún ásamt móður sinni, Maju Guðmundsdóttur og ömmu, Maríu Hafliðadóttur. Faðir Maríu Rúnar, Ilafliði Örn Björnsson var staddur á námskeiði í Bandaríkjunum er keppnin fór fram. Stefnir á toppinn Heiðrún Anna Bjömsdóttir varð í öðru sæti. Hún hefur mikinn áhuga á söng og leiklist og segist einfald- lega stefna á toppinn. Hún er 18 ára gömul, fædd 1. júní 1973 og er því í tvíburamerkinu. Hún er nemandi í Fjölbrautarskólanum við Ármúla, á félagsfræðibraut, og hefur tekið virkan þátt í félagslífi skólans. Heiðrún Anna var kjörin vinsælasta stúlkan í keppninni um fegurðardrottningu Reykjavíkur. Hún tók þátt í uppfærslu skólans á „Snæfríði og bræðrunum fjórum" í vetur þar sem hún var í hlutverki Snæfríðar. „Ég er metnaðargjöm og vil gera vel það sem ég tek mér fyrir hendur,“ segir hún. Ferðalög eru meðal áhugamála Heiðrúnar Önnu og hefur hún ferðast töluvert bæði innan lands og utan. Hún segir framtíðina óráðna, þó ljóst sé að hún vilji vinna fjölbreytt starf. Leiklist og fréttamennska við sjón- varp em meðal þess sem henni finnst koma til greina. Náttúran heillar Þórunn Lárusdóttir hafnaði í þriðja sæti. Hún er 19 ára, fædd 6. janúar 1973 og er því í steingeit- armerkinu. Þórunn lýkur stúdents- prófum frá raungreinadeild Menntaskólans við Hamrahlíð nú í vor og í sumar kemur hún til með að vinna í veiðihúsi við Grímsá. „Ég er heilluð af náttúru íslands og nýt þess að ferðast um landið," segir hún. Þórunn á jeppa, sem henni þykir mjög gaman að ferðast á. Hún hyggur á framhaldsnám í framtíðinni, en vill taka sér ársfrí frá námi að loknum stúdentspróf- Heiðrún Anna Björnsdóttir ásamt móður sinni, Guðrúnu Einarsdóttur, fósturföður, Má Gunnars- syni og systur sinni, Vigdísi. Þórunn Lárusdóttir ásamt unnusta sínum, Georg Bergþóri Friðrikssyni, móður sinni, Sigríði Þor- valdsdóttur, og systrunum Ingibjörgu og Hjör- dísi Elínu. Faðir hennar, Lárus Sveinsson var að vinna þegar keppnin fór fram. Ragnhildur Sif Reynisdóttir ásamt fjölskyldu sinni. Með henni á myndinni eru móðir hennar, Auður Jóhanna Bergsveinsdóttir, faðir hennar, Reynir Guðlaugsson, bróðirinn Ásgeir, systurnar Nína María og Kristín Erna, og litli frændinn Reynir Már Ásgeirsson. Jóhanna Dögg Stefánsdóttir ásamt unnusta sín- um, Halldórí Björnssyni, föður sínum, Stefáni Sveinbjörnssyni, móður sinni, Sigríði Jónsdóttur og systurinni, Hörpu Hrönn. um. Til greina kemur nám í leiklist náminu kemur í ljós hvort listin eða hún. Unnusti hennar er Georg eða læknisfræði. „Eftir ársfrí frá raunvísindin verða ofan á,“ segir Bergþór Friðriksson. Vill eignast mörg börn Fegurðardrottning Reykjavíkur, Ragnhildur Sif Reynisdóttir, varð í fjórða sæti. Hún er fædd í krabba- merkinu, 20. júní 1969 og er því 22 ára. Hún er gullsmiður, en starf- ar auk þess á LA café. Hún á fjögur systkini og segist í framtíðinni vilja eignast mörg börn, sem geti haft félagasskap hvert af öðru, eins og hún kynntist sjálf á uppvaxtarárum sínum. „Það er stórkostlegt að sjá börn fæðast, vaxa og þroskast," segir hún. Hana langar að mennta sig meira í gullsmíðum og helst vildi hún komast í nám á Ítalíu. „Bæði landið og tungumálið heillar mig,“ segir hún, en auk vinnunnar .stundar hún nám í ítölsku. Hún er ólofuð og áður en hún eignast mann og börn langar hana að ferð- ast um heiminn þveran og endi- langan. Spennt fyrir sálfræði Jóhanna Dögg Stefánsdóttir 18 ára varð í fimmta sæti. Hún stundar nám á félagsfræðibraut við Fjöl- brautarskólann í Garðabæ og seg- ist vera spennt fyrir sálfræði sem hún getur vel hugsað sér að læra í framtíðinni. Þó segist hún ekki enn hafa ákveðið hvað hún ætlar að gera að loknu stúdentsprófi. Unnusti hennar er Halldór Bjöms- son, en þau kynntust er hún var við nám við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún er fædd 21. október 1973 og er því í vogarmerkinu. Hún segist gjarnan vilja vinna við fyrirsætustörf ef tækifæri gefast, en eitt af áhugamálum hennar er námið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.