Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						25
¦• RUOAOflADUAJ OIQ/       iOM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992
í
90 ára afmæli Nóbelsskáldsins haldið hátíðlegt:
Ometanleg forrétt-
indi að hafa verið Hall-
dóri Laxness samtíða
- segir Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri
Hátíðarhöld í tilefni af 90 ára afmæli nóbelsverðlaunaskáldsins
Halldórs Laxness hófust með heiðursgöngu Rithöfundasambands
íslands og Bandalags íslenskra listamanna að Gljúfrasteini snemma
á afmælisdaginn, sem bar upp á sumardaginn fyrsta. Síðdegis var
leikrit Halldórs, Straumrof, leiklesið í Þjóðleikhúskjallaranum og
um kvöldið var efnt til hátíðardagskrár honum til heiðurs á fjölum
hússins. Við það tækifæri tilkynnti Ólafur G. Einarsson, menntamála-
ráðherra, að ákveðið hefði verið að efna til árlegra bókmenntaverð-
launa og kenna við Halldór Laxness. Áætlað er að verðlaunin verði
fyrst veitt síðla árs 1993.
Auður og Halldór Laxness taka á móti göngufólkinu. Auður heldur
um frænku sína Fríðu Sigríði Jóhannsdóttur. Fyrir aftan hjónin má
greina Guðnýju Halldórsdóttur, dóttur skáldsins.
Skáldiðhyllt
Fimm strætisvagnar fluttu þátt-
takendur í heiðursgöngu Halldórs
Laxness upp í Mosfellssveit
snemma á afmælisdaginn. Vögnun-
um var lagt hjá Laxnesi og þaðan
gekk fólkið upp að Gljúfrasteini,
heimili skáldsins, með borða þar
sem á voru letruð nöfn skáldsagna
Halldórs. Á tröppum hússins tóku
skáldið, fjölskylda hans og vinir, á
móti fólkinu og hlýddi á söng Kórs
Menntaskólans við Hamrahlíð undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Hjálmar H. Ragnarsson, tón-
skáld, bar fram þakkir til skáldsins.
„Við erum hér saman komin til
þess að samfagna þér á þessum
merkisdegi. Við þökkum þér þær
ótal ánægjustundir sem við höfum
haft við lestur bóka þinna. Við
þökkum þér þær dýrmætu gjafir
sem þú hefur gefið íslensku þjóð-
inni. Megi gæfa og heill fylgja þér
og fjölskyldu þinni," sagði Hjálmar
og hrópað var ferfait húrra fyrir
skáldinu.
Háskóli íslensku þjóðarinnar
Gestir tóku að flykkjast að Þjóð-
leikhúsinu uppúr kl. 19.30 að kvöldi
afmælisdagsins til þess að fylgjast
með uppákomum leikara í anddyri
hússins áður en hátíðardagskráin
hæfist kl. 20.15. Stefán Baldursson,
þjóðleikhússtjóri, bauð gesti vel-
komna og vék orðum sínum að
mikilvægi verka Halldórs fyrir ís-
lensku þjóðina. „Enginn núlifandi
íslendingur hefur haft jafn sterk
áhrif á líf okkar á þessari öld og
Halldór Laxness. Andspænis slíku
ofurmenni og afburðaskáldi verður
okkur orða vant. Verk hans eru
viskubrunnar,       sagnasnilld,
skemmtiveisla. Hann er háskóli ís-
lensku þjóðarinnar og það verður
enginn samur og jafn sem gengið
hefur í þann skóla. Það eru ómetan-
leg forréttindi að hafa verið honum
samtíða en það er jafnframt
ábyrgðarhluti okkar að varðveita
fjársjóði hans handa komandi kyn-
slóð," sagði Stefán.
Bókmenntaverdlaun Halldórs
Laxness
Óiafur G. Einarsson, mennta-
málaráðherra, sagði frá nýjum bók-
menntaverðlaunum. „í tilefni af ní-
ræðisafmæli Halldórs Laxness er
mér mikil ánægja að tilkynna, hér
og nú, að ég hef ákveðið í samráði
Morgunblaðið/KGA
Rúmlega 300 manns, börn og fullorðnir, tóku þátt í gðngu til heiðurs Halldóri Laxness, rithöfundi, á
sumardaginn fyrsta.
við þau hjón, Auði og Halldór Lax-
ness, og Olaf Ragnarsson, forstjóra
Vöku-Helgafells, að efnt verði ár-
lega til verðlaunasamkeppni um
skáldverk og þessi samkeppni verði
tengd nafni Laxness, Bókmennta-
verðlaun Halldórs Laxness. Að
þessu munu standa í sameiningu
menntamálaráðuneytið og bókafor-
lagið Vaka-Helgafell. Samkeppnin
mun vérða opin öllum íslendingum
til þátttöku. Skilafrestur á handrit-
um að óútgefnu skáldverki verði
fyrri hluta árs. Verðlaun tilkynnt
og veitt að hausti og skáldverkið
gefið þá út í fyrsta sinn árið 1993.
Nánari reglur verða settar á næst-
unni én sérstök dómnefnd skipuð
fulltrúurh ráðuneytisins, Rithöf-
undasambands Íslands og bókafor-
lagsins Vöku-Helgafells, mun velja
skáldsöguna  sem  hlýtur  Bók-
menntaverðlaun Halldórs Laxness
hverju sinni. Það er einlæg von mín
að Bókmenntaverðlaun Halldórs
Laxness megi verða til þess að
ungir og óþekktir höfundar fínni
hjá sér hvatningu til þess að spreyta
sig við sagnasmíði.
Ríkisstjórn íslands vottar skáld-
inu Halldóri Laxnesi virðingu og
þökk. Ævistarf Halldórs Laxness
verður okkur stöðug áminning um
Jacqueline Délia útgefandi Svartfugls í Frakklandi:
Bókin ólík frönskum sögum
en fellur Frökkum vel í geð
Utgáfa fleiri íslenskra bóka undirbúin
FÁI skáldsagan Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson góðar viðtök-
ur í Frakklandi hefur franska bókaforlagið Arléa hug á að gefa
út fleiri bækur eftir Gunnar og fleiri íslenska rithöfunda. Útgáfa
á Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson er þegar í undirbúningi Iijá
Arléa.
Svartfugl kom út í Frakklandi
í byrjun þessa mánaðar í þýðingu
J. Dorende endurskoðaðri af Gér-
ard Lemarguis og Maríu Gunnars-
dóttur. Bókin er í sérstökum bóka-
flokki sem nefnist „L'Etrangere"
en í þeim flokki eru meðal annars
verk eftir Norman Mailer, Lao
She, Mark Twain og Evelyn
Waugh. Útgáfustjóri bókaflokks-
ins, Jacqueline Délia, er nú stödd
á íslandi ásamt nokkrum frönsk-
um blaðamönnum og munu þau
meðal annars ferðast um sögu-
slóðir Svartfugls, en sagan byggir
á gömlu brotamáli kenndu við
Sjöundá í Rauðasandshreppi.
„Ég hlustaði á útvarpsþátt um
bókmenntir þar sem minnst var á
Norðurlönd, þar á meðal ísland,"
sagði Jacqueline Délia við Morg-
unblaðið. „Blaðamaðurinn lét svo
um mælt að íslendingar ættu
mjög frægan rithöfund sem allir
ættu að þekkja, og átti þá við
Halldór Laxness, en að hans dómi
væri annar íslenskur rithöfundur
engu síðri, Gunnar Gunnarsson,
sem aldrei hefði verið gefinn út í
Frakklandi og því óþekktur þar.
Þetta var raunar ekki rétt því
nokkrar bækur hans voru gefnar
út í Frakklandi fyrir hálfri öld.
Eg ákvað að hafa upp á þessum
rithöfundi og það reyndist ekki
auðvelt. Loks fann ég á bókasafni
bækur Gunnars sem höfðu verið
þýddar og las þær. Og sú sem
höfðaði mest til mín var Svartfugl
því hún var hvorttveggja í senn
framandleg *og gaf _ góða og
áhugaverða mynd af íslandi, og
altæk því allir geta skilið söguper-
sónurnar og sett sig í spor þeirra,"
sagði Délia.
Hún sagði að eftir að ákvörðun
hefði verið tekin um að gefa út
bók eftir Gunnar hefði Svartfugl
verið auðvelt val. „Vandinn við
að gefa út erlendar bókmenntir
er að finna skáldsögur sem eru
mjög ólíkar frönskum en geta um
leið fallið frönskum lesendum í
geð, og þessi bók virtist vera ein
þeirra," sagði Délia.
Délia sagði að talsverður áhugi
væri á Norðurlandabókmennum,
þar á meðal íslenskum, í Frakk-
andi, og nýleg þýðing á bók eftir
Thor Vilhjálmsson hefði selst
ágætlega. Þá væru bækur Hail-
dórs Laxness gefnar út þar. Délia
sagðist vona að 2.000-2.500 ein-
tök að minnsta kosti seldust af
Svartfugli í Frakklandi og næðist
Morgunblaðið/Emilía
Jacqueline Délia útgefandi
L'Oiseau Nour eða Svartfugls
eftir Gunnar Gunnarsson.
það markmið yrði útgáfu á verk-
um Gunnars Gunnarssonar og
jafnvel fleiri íslenskra rithöfunda
haldið áfram.
Svartfugl kom fyrst út í Frakk-
landi árið 1947 í þýðingu J. Do-
rende_ undir nafninu L'Oiseau
Noir. Áður hafði Fjallkirkjan kom-
ið út á frönsku í þremur bindum.
Borgarráð:
Svæðisstjórn
fatlaðra fær
lóð við Tindasel
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
að úthluta Svæðisstjórn um mál-
efni fatlaðra i Reykjavík lóð und-
ir tvíbýlishús fyrir sambýli fatl-
aðra við Tindasel 1, í Breiðholti.
Fram kemur í erindi skrifstofu-
stjóra borgarverkfræðings til borg-
arráðs, að áætluð stærð hússins er
270 fermetrar og er athygli vakin
á því, að stærð lóðarinnar og lega
getur breyst. Hönnun húsa á lóð-
inni skal unnin í samráði við Borg-
arskipulag Reykjavíkur. Lóðin er
þegar byggingarhæf og miðast allir
frestir samkvæmt almennum skipu-
lagsskilmálum við dagsetningu út-
hlutunarinnar.
? ? ?----------- .
Andrésöndog
Guffi á íslandi
Andrés önd og Guffi komu til
Reykjavíkur í gær frá Akureyri, þar
sem þeir voru við Andrésar andar-
leikana og afhentu verðlaun. í dag
heimsækja þeir Barnaspítala
Hringsins kl. 11 og verða síðan í
Kringlunni klukkan 13 og 14 og í
Miklagarði klukkan 15.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52