Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 23 í sýningarhléi var Hnallþóruveisla í Þjóðleikhúskjallaranuin. Ölafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, Stefán Baldursson, þjóð- leikhússtjóri, Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, og Sigríður Hagalín, leikari, voru meðal gesta. Herdís Þorvaldsdóttir, leikari, les Vorvísu eftir Halldór Lax- ness. allt sem íslenskt er og veitir okkur þrótt til að takast á við þá ögrun sem í samtímanum býr,“ sagði Olaf- ur er hann færði afmælisbarninu og eiginkonu hans sínar bestu árn- aðaróskir og setti hátíðina. Hátiðardagskráin var með afar fjölbreyttum hætti. Þar léku leikar- ar Þjóðleikhússins nokkur atriði úr verkum Halldórs, lesinn var upp bundinn og óbundinn texti, og nokkur Ijóð sungin. Dagskránni lauk með því að leikarar, Þjóðleik- húskór og hópur barna sungu Maí- stjörnu Halldórs Laxness við lag Jóns Asgeirssonar. Þórhallur Sig- urðsson hafði umsjón með hátíðar- dagskránni. Hátíðarhöld í Þjóðleikhúsinu í til- efni af afmæli Halldórs Laxness halda áfram um helginaT Hnallþóru- veisla verður í Leikhúskjallaranum kl. 15 í dag og Veiðitúr í óbyggðum leiklesinn á sama stað hálftíma síð- ar. Sviðsettur leiklestur verður á stóra sviðinu kl. 20 (Pijónastofan sólin) og á smíðaverkstæðinu kl. 20. 30 (Strompleikur). Sviðsettur leiklestur verður á stóra sviðinu á morgun kl. 16.30 (Straumrof) og hátíðardagskrá endurflutt kl. 20 um kvöldið. Ljóð Kristjáns Karlssonar sýnd að Kjarvalsstöðum SÝNING á ljóðum Kristjáns Karlssonar verður opnuð að Kjarvalsstöðum í dag kl. 17. yið opnunina mun Kristján Arnason skáld og bókmennta- fræðingur flytja ávarp og Arn- ar Jónsson leikari lesa úr ljóð- um Kristjáns. Sex ljóðasýning- ar hafa verið haldnar að Kjarv- alsstöðum í vetur og er þetta sú síðasta. Sýningin stendur til 10. maí og er opin daglega frá kl. 10 til 18. Að sögn Eysteins Þorvaldsson- ar bókmenntafræðings, sem sæti á í ljóðasýninganefnd, á Kristján Karlsson sér óvenjulegan feril í íslenskri ljóðagerð. Hann var kominn á sextugsaldur þegar fyrsta ljóðabók hans kom út 1976 en hann var þá löngu kunnur fyr- ir bókmenntafræðistörf sín. Krist- ján hefur gefið út sex ljóðabækur. Hann sækir margt til engilsax- neskrar ljóðagerðar en hann dvaldist Iengi vestanhafs við nám og önnur störf og er því mjög kunnugur henni. „Kristján er hins vegar einnig þjóðlegur og nýtir sér eiginleika íslenskrar ljóðahefð- ar,“ segir Eysteinn. Ljóðin sem sýnd verða á sýn- ingunni hefur Kristján valið úr flestum bókum sínum og gefa þau góða yfirsýn yfir feril hans,að sögn Eysteins. Undanfarna mánuði hafa Kjarvalsstaðir og ríkisútvarpið staðið sameiginlega að kynning- um á ljóðum islenskra skálda. Ljóðin á sýningunum hafa verið prentuð og stækkuð upp, límd á veggi og glugga, alveg eins og um myndlistarsýningu væri að ræða. Sýning á ljóðum Kristjáns er sjöunda og jafnframt síðasta sýningin í bili. Birgir Andrésson myndlistarmaður stillir upp ljóðum Kristjáns Laxness-dag- ur í Tiibingen Zttrich. Frá Önnu Bjnrnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. NORRÆNUDEILD háskólans í Tiibingen í Þýskalandi hélt „Laxness- dag“ á níræðisafmæli íslenska Nóbelsskáldsins á fimmtudag. Tæplega 60 manns - nemendur, Islandsvinir og íslendingar í Tiibingen og Stuttgart - hlýddu á fyrirlestra og horfðu á sjónvarpsmynd um Halldór. Dr. Jiirg Glauser, sem tók við prófessorsstöðu Dr. Wilhelms Friese við norrænudeildina í vetur, var ánægður með daginn en harm- aði að Dr. Peter Hallberg, prófessor í Gautaborg, gat ekki flutt erindi, eins og til stóð, vegna alvarlegra veikinda. Háskólinn í Túbingen sæmdi Halldór Laxness heiðursdoktors- nafnbót á áttræðisafmæli hans fyrir 10 árum. Dr. Friese, sem lét af pró- fessorsembættinu i vetur vegna ald- urs, skrifaði doktorsritgerð um ís- lenskar bókmenntir á 20. öld á sín- um tíma og kynntist Halldóri og störfum hans ungur. Hann hefur rannsakað og skrifað mikið um verk Halldórs æ síðan og þar með stuðl- að að tengslum háskólans við ís- lenska rithöfundinn. Dr. Friese fyllti í skarðið fyrir Dr. Hallberg i fyrradag og hélt fyr- irlestur um Kristnihald undir Jökli. Margrét Eggertsdóttir, starfsmaður Ámastofnunar sem kynnir sér þýsk- ar barokkbókmenntir við háskólann í Túbingen um þessar mundir, hélt erindi um Vefarann mikla og Dr. Hubert Seelow, prófessor í Erlang- en-Núrnberg, fjallaði um viðtökur og þýðingar á verkum Halldórs Lax- ness í Þýskalandi. Auglýsingakostnaður heilbrigðis— ráðuneytis 1990: Hæsta raðauglýsmga- verð í Alþýðublaðinu Auglýsingakostnaður heilbrigðisráðuneytisins nam um 5,1 milljón króna árið 1990 og um 190 þúsund krónum fyrstu fjóra mánuði árs- ins 1991. í nokkrum tilfellum greiddi ráðuneytið hæsta verð fyrir raðauglýsingar í Alþýðublaðinu en lægsta verð fyrir samvarandi auglýsingar í Morgunblaðinu. Þessar upplýsingar koma fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrir- spum Áma M. Mathíesens á Al- þingi um auglýsinga og kynningar- kostnað ráðuneytisins árið 1990 og fyrri hluta 1991 en þá var Guð- mundur Bjarnason heilbrigðisráð- herra. Stærstan hluta heildarupphæðar, eða rúmar 3 milljónir fékk auglýs- ingastofan Gott fólk greiddan vegna hönnunar, vinnu og prentunar upp- lýsingabæklings um mataræði. Þá fengu stjórnartíðindi greidda 1,1 milljón vegna auglýsingabirtinga. í svarinu kemur fram að í dag- blöðum voru birtar nokkrar auglýs- ingar um lausar stöður, lyfsöluleyfi og styrki Evrópuráðs. Verð auglýs- inganna var nokkuð misjafnt eftir blöðum. Þannig kostaði auglýsing um styrki Evrópuráðs, sem birtist einu sinni í hvetju dagblaði í febr- úar 1990; 18.077 krónur í Morgun- blaðinu, I Degi kostaði auglýsingin 20.543 krónur, í Tímanum kostaði auglýsingin 21.364 krónur, í DV 22.189 krónur, í Þjóðviljanum 23.829 krónur og í Alþýðublaðinu 24.651 krónu. Svipað hlutfall kemur fram í öðmm auglýsingabirtingum þar sem um sömu auglýsingu virð- ist að ræða í öllum dagblöðunum. Ein auglýsing birtist í öllum dag- blöðum í janúar-febrúar árið 1991 og var dýmst í Tímanum en ódýr- ust í DV. -----♦ ♦ ♦----- Kórsöngur á Kjarvalsstöðum KÓR Tónlistarskólans í Reykjavík syngur á Kjarvalssstöðum sunnu- daginn 26. apríl kl. 15,30 undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Einnig syngja og stjórna nemendur úr tónmenntakennaradeild skólans. Blásarakvintett Reykjavíkur heldur tónleika í Listasafni íslands mánu- daginn 27. apríl. Blásarakvintett Reykja- víkur heldur tónleika BLÁSARAKVINTETT Reykja- víkur heldur sína fjórðu og síð- ustu tónleika á starfsárinu mánu- daginn 27. apríl í Listasafni Is- lands í tónleikaröð vegna 10 ára starfsafmæli hópsins. Tónleikamir hefjast á kvintett eftir samtímamann Mozarts, Franz Danzi. Síðan verða leikin þrjú verk frá þessari öld: „Kleine Kammer- musik“ eftir Paul Hindemith, „Bergabesk“ eftir Þorkel Sigur- björnsson og „Mládí“ (æska) eftir Leos Janacek. Gestur Blásarakvint- etts Reykjavíkur að þessu sinni er Kjartan Oskarsson, sem leikur á klarínett og bassaklarínett í tveimur síðasttöldu verkanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.