Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 25
25 Andreotti segir af sér GIULIO Andreotti for- sætisráðherra Ítalíu baðst lausnar fyrir sig og stjórn sína í gær. Stjórnin galt afhroð í þing- kosningum 5. - 6. apríl sl. en hélt þrátt fyrir það naumum meirihluta á þingi. Búist var við að Franc- esco Cossiga hæfi þegar við- ræður við leiðtoga flokka á þingi um hverjum skuli veitt umboð til stjórnarmyndunar. Því er spáð að stjórnarmynd- unarviðræður verði erfíðar. Perot nær forsetafram- boði ROSS Perot milljónamær- ingur frá Dallas í Texás er nú nær því að lýsa yfir þátttöku í bandarísku forsetakosn- ingunum 3. nóvember nk. Perot en áður. Hann sagði í gær að það hefði væntanlega lítil áhrif á hugs- anlegt forsetaframboð þótt hann yrði ekki í framboði í New York en flókin kosninga- löggjöf í ríkinu kann að koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram þar. Talið er að hann myndi taka fylgi bæði frá Georg Bush forseta og Bill Clinton sem hefur svo gott sem tryggt sér úitnefningu Demókrataflokksins. Svíar skera meira niður SÆNSKA stjórnin boðaði í gær aukinn niðurskurð á út- gjöldum hins opinbera og sagði að þörf væri á að skera velferðarkerfið niður ef koma ætti í veg fyrir gífurlegan ijár- lagahalla á næstu árum. Anne Wibble fjármálaráðherra sagði að til viðbótar 27 milljarða sænskra króna niðurskurði sem ákveðið hefði verið í febrúar að grípa til í ár og á næsta ári væri óhjákvæmilegt að minnka útjgöld um 30 millj- arða króna til viðbótar 1994-96. Alls er um að ræða 57 milljarða króna niðurskurð, jafnvirði 565 milljarða ÍSK. Anna prins- essa skilin ANNA Breta- prinsessa fékk lögskiln- að frá manni sínum, Mark Phillips höf- uðsmanni, á sumardaginn fyrsta. Þau gengu í hjónaband fyrir 18 árum en hafa verið skilin að borði og sæng á þriðja ár. Sam- kvæmt reglum er úrskurði um lögskilnað venjulega fylgt eftir sex vikum síðar með úrskurði um að viðkomandi sé fijálst að ganga að nýju upp að altar- inu. Anna prinsessa og Mark Phjllips eiga saman 14 ára song og 10 ára dóttur. Anna prinsessa MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 Færeyjar: Ahyggjur af stór- aukinni hassneyslu Á ÁRUNUM 1987-’89 voru 12% þeirra, sem voru til meðferðar á afvötnunarstöðvum í Færeyjum, þangað komnir vegna mikillar hassneyslu og þá yfirleitt samfara drykkjuskap og pillumisnotk- un. Uppgjörið fyrir 1990 og ’91 liggur ekki fyrir en flest bendir til, að þetta hlutfall hafi tvöfaldast. Var frá þessu skýrt í fær- eyska Dagblaðinu fyrir skömmu. Könnunin fyrir árin 1987, ’88 og ’89 náði til hundrað manns, þriðjungs þeirra, sem þurftu á hjálp að halda, og voru þátttak- endur valdir af handahófi. í ljós kom, að 35% áttu við áfengis- vandamál að glíma, 49% við áfeng- is- og pilluvanda og 12% réðu ekki við hassneysluna og meðfylgj- ERLENT andi áfengis- og pillumisnotkun. Bráðabirgðatölur fyrir 1990 og ’91 benda svo til, að tala hasssjúkling- anna hafi tvöfaidast.. Fróði Helmsdal, sém vinnur að afvötnunarmálum í Færeyjum, segir í viðtali við Dagblaðið, að 1987-’89 hafi meðalaldur hass- sjúklinganna verið um þrítugt og hafi þar aðallega verið um að ræða „frumheijana í færeyskri hassneyslu". Nú hafi meðalaldur- inn aftur á móti lækkað verulega. Segir hann, að yfirleitt sé auðveld- ara að fást við áfengissjúklingana en hassneytendurna. Líðan þeirra fyrrnefndu batni um leið og þeir hressist líkamlega en hassneyslan skilji hins vegar eftir sig skemmd- ir, sem seint verði bættar. Hungurvofan heijar á Súdan Alþjóðlegar hjálparstofnanir eru um þessar mundir að senda hjálpargögn til suðurhluta Afríkuríkisins Súdans eftir að stjórn landsins aflétti sex vikna banni við matvælaflutningum þangað. Talsmenn stofnananna sögðu í gær ekki væri hægt að koma matvælum til þúsunda manna, sem væru að svelta, vegna stórsókn- ar stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum. Á myndinni heldur blind súdönsk kona á barni sínu og skál í biðröð við dreifingarmið- stöð í bænum Akabo. Hungursneyð geisar einnig í Sómalíu og fregnir herma að ástandið þar sé jafnvel enn verra en í Súdan þrátt fyrir tilraunir hjálparstofnana til að draga úr matvælaskortin- um. F.W. de Klerk býðst til að leggja starf sitt að veði: Þriggja til fimm manna ráði yrði fengið framkvæmdavald Höfðaborg. Daily Telcgraph. F.W. de Klerk forseti Suður- Afríku hefur boðist til þess að efna senn til kosninga, sem væru öllum þegnar landsins opnar, og deila völdum með sig- urvegurunum. Er það liður í tilraunum hans til að koma skriði á viðræður um fullt lýð- ræði í Suður-Afríku. Við umræður í suður-afríska þinginu í fyrradag sagði De Klerk að áður en samið yrði um skipan bráðabirgðaþings legði hann til að kosið yrði til sérstaks ráðs er tæki við framkvæmdavaldi í Suður-Afr- íku. Þrír til fimm stærstu stjórn- málaflokkar landsins fengju full- trúa í ráðinu og sætu þeir þar sem jafningjar hvað valdahlutföll snerti. Skiptust þeir á formennsku í ráðinu á hálfs árs fresti. „Fram- kvæmdaráðið leysti forsetann af hólmi og fengi þau völd sem nú eru á hendi þjóðhöfðingjans og leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Þetta er heiðarleg tilraun til þess að finna lausn á nokkrum lykilatrið- um,“ sagði forsetinn er hann kynnti þinginu tillögur sínar. Stjórnmálaskýrendur sögðust telja ólíklegt að Afríska þjóðarráð- ið (ANC), sem lýtur forystu Nel- sons Mandela, samþykki þessar tillögur de Klerks. Þær fælu í sér að ANC fengi ekki áhrif í fram- kvæmdaráðinu í samræmi við hugsanlegan stuðning í kosning- um. Þjóðarráðið hafði þó ekkert látið frá sér fara um tillögur for- setans í gær. í ræðu við annað tækifæri í fyrradag sagði forsetinn að ill- mögulegt væri að hrinda pólitísk- um umbótum í framkvæmd ef of- beldisverkum í hverfum blökku- manna linnti ekki. Oháðir aðilar telja að þau hafi kostað 5.000 manns lífið á síðustu tveimur árum. Forsetinn sagði að fljótlega yrði lagt fram frumvarp er fæli í sér aukin völd lögreglu til þess að stöðva ofbeldi, herta löggjöf um meðferð hvers kyns vopna og bann við einkaheijum. De Klerk sagði að stund rót- tækra aðgerða gegn ofbeldisverk- um væri runnin upp. Héðan í frá myndu mál aðila sem kærðir hefðu verið fyrir pólitísk ofbeldisverk ganga fyrir öðrum málum fyrir dómstólum landsins. Talið er að þessi ráðstöfun falli ekki í góðan jarðveg hjá Afríska þjóðarráðinu sem hefur jafnan haldið því fram að rót ofbeldisverkanna liggi í aðskilnaðarstefnu stjórnar hvítra manna. GOODfYEAR HEKLA LAUGAVEGI 174 * 695560 & 674363 GOODfYEAR 60 ÁR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.