Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 27
'MORGUNBLAÖIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 27 búast ibata hefur hagstjórn hér á landi verið beitt í þessa átt í vaxandi mæli, þar sem annars vegar er lögð áherzla á stöðugleika í gengi og verðlagi, en hins vegar að opna sem flesta þætti atvinnulífsins fyrir samkeppni bæði frá innlendum og erlendum aðilum, en draga jafnframt úr verndarað- gerðum sem ætíð eru íþyngjandi fyrir alla aðra en þá, sem njóta þeirra. Það hefur óneitanlega ýtt mjög á eftir í þessu efni, að Islend- ingum er nauðsynlegt að geta takið þátt í þeirri öru þróun, sem nú á sér stað í átt til sífellt nánara efnahags- samstarfs Evrópuþjóða, en hvort sem íslendingar ganga lengra eða skemmra í átt til formlegra tengsla við Evrópubandalagið, munu þeir ekki geta haldið hlut sínum í við- skiptum og atvinnuþróun nema með því að samræma hagstjóm og skipu- lag atvinnumála í öllum meginatrið- um því, sem gerist í Evrópu. Á þetta ekki sízt við á sviði láns- fjár- og peningamála, þar sem múrar á milli markaðssvæða í heiminum eru óðum að hverfa, bæði fyrir áhrif markaðsafla og síbatnandi sam- skiptatækni. Segja má, að það hafi verið meginviðfangsefni í stjórn ís- lenzkra peningamála að undanförnu, og verður enn um skeið, að aðlaga lánsfjármarkaðinn þessum breyttu aðstæðum og þróa þau stjórntæki, sem nauðsynleg eru til þess að stuðla að stöðugleika í gengi og verðlags- þróun við skilyrði frjálsra fjármagn- sviðskipta. Er þá rétt að víkja fyrst að heildarþróun peningamála frá þessu sjónarmiði. Taumlaus lánsfjárþörf opinberra aðila Á undanfömum tveimur ámm hafa það verið yfirlýst markmið í ríkisfjármálum og peningamálum að stuðla að því, að gengi gæti haldizt' óbreytt og verðbólga farið lækk- andi, jafnframt því sem reynt yrði að þoka vöxtum niður á við til að örva atvinnustarfsemi. Þótt þessi markmið hafi náðst að nokkm íeyti, vék þróunin á síðustu tveimur árum í verulegum atriðum frá því, sem að var stefnt. Voru vandamálin eink- um fólgin í taumlausri lánsfjárþörf opinberra aðila og ófullnægjandi samræmingu á stjóm peningamála og fjármála ríkisins. Þessi vandamál komu þegar fram á árinu 1990, þeg- ar greiðsluhalli ríkissjóðs fór veru- lega fram úr áætlun og við bættist mjög mikil fjárþörf húsnæðislána- kerfísins, einkum síðari hluta ársins við tilkomu húsbréfakerfisins. Sæmilegar tókst þó að sjá fyrir láns- fjárþörf ríkissjóðs á innlendum markaði á því ári, en hún hafði samt í för með sér nokkra hækkun raun- vaxta á síðara hluta ársins. Veruleg- ur hluti fjármögnunarinnar kom frá innlánsstofnunum, enda hafði mjög dregið úr lánsfjáreftirspurn fyrir- tækja. Það jók enn á þrýstinginn á verðbréfamarkaðnum, þegar sala húsbréfa hófst fyrir alvöru á síðasta ársfjórðungnum 1990. Það var því ljóst, að markaðsvextir hlytu að haldast háir og jafnvel fara hækk- andi, nema dregið væri úr lánsfjár- þörf ríkissjóðs og annarra opinberra aðila. Þrátt fyrir þetta hélt ríkis- sjórnin fast við það markmið að reyna að knýja fram vaxtalækkun og fór fram á beina íhlutun Seðla- bankans í því skyni að lækka vexti innan bankakerfisins, sem hafnað var af Seðlabankans hálfu. Þrýsting- ur ríkisvaldsins varð hins vegar til þess, að innlánsstofnanir hækkuðu ekki vexti óverðtryggðra lána fram- an af árinu, svo að raunvextir þeirra lækkuðu veruléga. Við þetta bættist svo, að ríkissjóð- ur bauð á þessu tímabili bæði ríkis- víxla og spariskírteini með óeðlilega lágum vöxtum, svo að þessir pappír- ar seldust mun minna en aðstæður hefðu leyft. Ríkissjóður safnaði þess í stað sívaxandi skuldum við Seðla- bankann, enda reyndist hallinn á ríkisfjármálunum mun meiri en fjár- lög gerðu ráð fyrir. Var skuld ríkis- sjóðs við Seðlabankann komin upp í um níu milljarða eftir fyrstu fjóra mánuði ársins. Á meðan þessu fór fram gekk sala nýrra húsbréfa greið- lega, enda fóru vextir af þeim jafnt og þétt hækkandi. Mikil peningaþensla Ekki gat hjá því farið, að svo mikið útstreymi fjár úr Seðlabank- anum vegna greiðsluhalla ríkissjóðs samfara miklu útstreymi fjár úr íbúðalánakerfinu hefði í för með sér mikla peningaþenslu, enda komu áhrif hennar skýrt í ljós í vaxandi einkaneyzlu og innflutningi á fyrra helmingi síðasta árs. Ef koma átti í veg fyrir nýja verðbólguþróun, varð því ekki undan því vikizt að hækka vexti verulega bæði á verðbréfa- markaðnum og hjá innlánsstofnun- um, þegar ný ríkisstjórn tók við völd- um í maí síðastliðnum. Komust raun- vextir á opinberum verðbréfum á Verðbréfaþingi upp í eða yfir 8,5% um sumarið, en meðalraunvextir af verðtryggðum lánum bankanna fóru í 10%. Jafnframt voru gerðar nokkr- ar ráðstafanir til þess að styrkja stöðu ríkissjóðs og draga úr fram- boði á húsbréfum. Höfðu þessar aðgerðir smám saman áhrif til að draga úr þenslu á lánsfjármarkaði, og varð nokkur lækkun raunvaxta á Verðbréfaþingi síðustu mánuði ársins. Stafaði sú vaxtalækkun m.a. af minna framboði húsbréfa en á fyrri hluta ársins. Séu helztu stærðir í þróun láns- íjánnarkaðsins á síðasta ári skoðað- ar koma í ljós áhrif gífurlegrar eftir- spurnar ríkissjóðs og annarra opin- berra aðila eftir lánsfé. Hrein láns- fjárþörf ríkissjóðs nam rúmum 14 milljörðum króna, en opinberra aðila í heild 40 milljörðum. Lætur nærri, að lánsfjárþörf ríkissjóðs hafi tvö- faldazt frá árinu áður, og heild- arlánsfjárþörf opinberra aðila vaxið um 50%. Auk ríkissjóðs vega hér þyngst hreinar lántökur húsnæðis- lánakerfisins, að meðtöldum hús- bréfum, sem námu 22 milljörðum króna samanborið við 14 milljarða árið áður. Framan af árinu voru þess merki, að peningalegur sparn- aður væri að dragast saman, en það virðist hafa snúizt við eftir vaxta- hækkunina um vorið, og er nú áætl- að, að heildarframboð nýs, peninga- legs sparnaðar á lánsfjármarkaðnum hafi numið 37 milljörðum eða heldur meira en árið áður. Engu að síður vantaði þijá milljarða á, að öll aukn- ing peningalegs sparnaðar hrykki fyrir lánsfjárþörf ríkissjóðs og opin- berra aðila einni. Hafði þetta óhjá- kvæmilega í för með sér, að vextir á verðbréfamarkaði voru háir, en þó vantaði mikið á, að unnt reyndist að fullnægja lánsfjárþörf ríkissjóðs innanlands. Varð því að grípa til erlendrar lántöku í lok ársins, auk þess sem skuld ríkissjóðs við Seðla- bankann jókst um hátt í 6 milljarða. í heild hækkuðu útlán og verð- bréfaeign lánakerfisins að meðtöld- um erlendum lánum um 15,1%, og er þá endurmat vegna verðtrygging- ar og gengisbreytinga meðtalið. Sé þessu lánsfé skipt eftir notendum, en þá eru t.d. íbúðalán talin til lánsf- járnotkunar heimilanna, þótt fjárins sé aflað af ríkinu, kemur eftirfar- andi í ljós. Atvinnuvegirnir, sem ætíð hafa verið fyrirferðarmestir á lánsfjármarkaðnum, juku skuldir sínar aðeins um tæp 7% eða um sama hlutfall og árið áður. Ríkissjóð- ur og ríkisstofnanir juku lántökur sínar um °1% samanborið við 15% árið áðui Langfyrirferðarmestar voru þó lántökur heimilanna, en skuldir þeirra jukust um 26%, eða um nánast sama hlutfall og árið áður. í krónutölu námu lántökur heimilanna um fjórðungi hærri fjár- hæð en atvinnuveganna og ríkisins til samans. Lánsfjárnotkun heimilanna Þessi mikla lánsfjárnotkun heim- ilanna undanfarin tvö ár á sér fleiri Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri. en eina orsök. Þegar bjartsýni í efna- hagsmálum jókst á síðari hluta árs- ins 1990 og fyrra hluta síðasta árs vildu menn auðsýnilegá auka neyzlu sína hraðar en tekjur eftir að hafa dregið úr útgjöldum árin tvö á und- an. Nóg lánsfé var jafnframt í boði, ekki aðeins frá innlánsstofnunum, heldur ekki sízt vegna aukinna lána út á íbúðaviðskipti, sérstaklega eftir tilkomu húsbréfakerfisins. Þegar lit- ið er á tölur um stóraukna neyzlu og innflutning á tímabilinu frá hausti 1990 til vors 1991 annars vegar og hina gífurlegu hækkun íbúðalána og annarra lána til heimilanna á sama tímabili, fer varla á milli mála, að þessi þróun ásamt hallarekstri ríkis- sjóðs átti meginþátt í auknum þjóð- arútgjöldum og viðskiptahalla á síð- asta ári. Jafnframt bendir þessi reynsla til þess, að lántökur heimil- anna séu viðkvæmar fyrir efnahags- horfum og vaxtastigi og því mikil- vægt, að framboð og eftirspurn fái óhindrað ráðið vöxtum af lánum til heimilanna, þar á meðal íbúðalánum. Út frá þessu sjónarmiði er hús- bréfakerfið, þar sem lánskjör ráðast á markaði, ótvíræð framför frá þeim niðurgreiddu lánum, sem það tók við af. í eðli sínu er húsbréfakerfið svipað einkareknum veðlánakerfum ýmissa annarra landa, t.d. Danmerk- ur, og ætti að geta starfað án ríkis- ábyrgðar jafn vel og þau. Þess vegna sé ég enga þörf á því, að almenn íbúðalánastarfsemi til einstaklinga sé hér á landi rekin undir forsjá ríkis- valdsins og lánsfjárins aflað með ríkisábyrgð. Þessi ríkisforsjá er enn óeðlilegri vegna þess, að samtímis er allt að helmingur alls nýs hús- næðis byggður fyrir stórlega niður- greitt lánsfé á vegum hins félagslega íbúðalánakerfis. Með því að breyta húsbréfunum í veðdeildarlán á veg- um banka og annarra lánastofnana, en án ríkisábyrgðar, mundi vaxta- kostnaður vafalaust hækka eitthvað, en á móti kæmu miklu sveigjanlegri kjör, t.d. varðandi lánstíma og greiðslufyrirkomulag eftir því sem lántakendum hentar. En hér er í rauninni um víðtæk- ara mál að ræða, þar sem það hefur lengi verið eitt af einkennum lánsfj- ármarkaðsins hér á landi,. hversu mikla milligöngu ríkisvaldið hefur haft um lánsíjáröflun til fyrirtækja og einstaklinga bæði með rekstri lánastofnana og veitingu ríkis- ábyrgða. Með þessu móti hefur veru- legum hluta áhættunnar af lána- starfsemi í landinu verið velt yfir á ríkissjóð, en það hefur ótvírætt haft það í för með sér, að minna aðhalds hefur verið gætt og lánsfé farið í verulegum mæli til aðila, sem ekki hefðu verið lánshæfir á almennum lánamarkaði. Veiting ríkisábyrgða til tiltekinna lánveitinga felur einnig í sér mismunun, sem veldur því, að þeir aðilar á markaðnum, sem ekki njóta þessara fríðinda, eiga ekki jafn greiðan aðgang að lánsfé og ella og þurfa að greiða hærri vexti. Ábyrgðir ríkisins Þeirri skoðun vex nú fylgi, að nauðsynlegt sé að draga úr milli- göngu og ábyrgðum ríkisins í láns- fjármálum bæði til þess að jafna samkeppnisstöðu á markaðnum og draga úr áhættu ríkissjóðs, en hann mun líklega eiga eftir að taka á sig sívaxandi byrðar vegna tapaðra lána með ríkisábyrgð á næstu árum. Hafa fyrstu skrefin til þess að draga úr þessari áhættu verið tekin með því að fella niður ríkisábyrgð af lán- tökum Fiskveiðasjóðs og er stefnt að því sama varðandi aðra fjár- festingarlánasjóði. Breyting rík- isbanka og sjóða í hlutafélög með takmarkaðri ábyrgð ríkisins stefnir í sömu átt og er eðlilegur þáttur í því að draga úr mismunun og hvetja til aukinnar samkeppni og áhættu- dreifingar á markaðnum. Engin skynsamleg rök eru fyrir því að draga úr áhættu ríkisins vegna lána til atvinnurekstrar, en halda áfram að veita almennum húsnæðislánum, öðrum en lánum til félagslegra íbúðabygginga, sérstök fríðindi, sem óhjákvæmilega verða til þess að hækka vexti til fyrirtækja og ann- arra á markaðnum. En þótt nægileg samstaða takist um þá meginstefnu að draga sem mest úr afskiptum ríkisins og ábyrgðum á lánamark- aðnum, er mikilvægt að allar breyt- ingar í þessu efni gerist í áföngum og á hæfilega löngum tíma. Ella er hætt við því, að breytingarnar valdi óvissu og vantrausti á markaðnum, sem raskað geti hag lántakenda og lánveitenda. Halli ríkissjóðs og fjárlög En snúum okkur aftur að afkomu- vanda ríkissjóðs og fjármögnun á greiðsluhalla hans. Þegar litið er á heildarþróun ríkisfjármálanna und- anfarin ár, vekur það ekki aðeins athygli, hve mikill hallinn hefur ver- ið, heldur hversu miklu meiri hann hefur að jafnaði reynzt en að var stefnt í fjárlögum. Á þetta sérstak- lega við um árið í fyrra, þegar rekstr- arhallinn nam 3,3% af landsfram- leiðslu, sem er hærra hlutfall en orðið hefúr í rúma tvo áratugi, en þar að auki varð hallinn þrefalt meiri en fjárlög höfðu gert ráð fyr- ir. Óraunhæf afgreiðsla fjárlaga á kosningaári kann að skýra þetta að nokkru, en þó hvergi nærri til fulls, því að veruleg aukning rekstrarhalla ríkissjóðs umfram fjárlög hefur því miður verið rótgróið vandamál um nokkurra ára skeið. Slík hallaaukn- ing er ekki aðeins skaðleg í sjálfu sér, heldur hefur hún valdið vanáætl- un í lánsfjárþörf ríkissjóðs, svo að áætlanir um lánsfjáröflun hafa misst marks, en umframhallinn oftast nær komið fram í formi skuldasöfnunar við Seðlabankann. Loks má ætla, að síendurtekin vanáætlun af þessu tagi rýri traust á ríkissjóði og hafi því áhrif í þá átt að halda vöxtum tiltölulega háum. Það er því ekki aðeins nauðsyn- legt að draga stórlega úr rekstrar- halla og lánsfjárþörf ríkissjóðs í því skyni að hafa áhrif bæði til lækkun- ar á vöxtum og viðskiptahalla við útlönd, heldur er einnig mikilvægt, að áætlanir um fjárþörf ríkissjóðs og annarra opinberra aðila séu sem raunhæfastar. Sé svo ekki er enn erfiðara að bregðast við vandanum, hvort sem er með breyttum áætlan- um um innlenda fjármögnun eða mótaðgerðum í peningamálum. Tvennt hefur þó öðru fremur vald- ið því, að erfiðlega hefur gengið að samræma þróun ríkisfjármála mark- miðum Seðlabankans í peningamál- um. Hér er annars vegar um það að ræða, að ríkissjóður hefur nánast óhindraðan aðgang að fyrirgreiðslu í Seðlabankanum, en hins vegar að sala ríkisvíxla og spariskírteina fer fram á vöxtum, sem fjármálaráð- herra ákveður, en ekki á þeim vöxt- um, sem gilda um sambærileg bréf á markaðnum. Til samans veldur þetta því, að ríkissjóður getur vikist undan þeim aga, sem í því felst að greiða markaðsvexti á hveijum tíma, þar sem hann á þess ætíð kost að fullnægja lánsfjárþörf sinni með skuldasöfnun í Seðlabankanum, sem eykur peningaþenslu í landinu. Þannig hefur ríkissjóður áhrif í þá átt að halda niðri vöxtum með því að auka peningaframboð án þess að Seðlabankinn geti við það ráðið. Það var einmitt þetta sem gerðist á fyrri hluta síðasta_ árs, eins og áður hefur verið rakið. í þessari stefnu felst þó skammgóður vermir, þar sem pen- ingaþenslan hlýtur að auka á jafn- vægisleysi í þjóðarbúskapnum og viðskiptahalla, sem fyrr eða síðar verður að bregðast við með nýjum aðhaldsaðgerðum. Það er skoðun Seðlabankans, að þessi vandamál verði ekki leyst, nema með gjörbreytingu bæði á við- skiptum ríkissjóðs við Seðlabankann o g fyrirkomulaginu á innlendri lánsfjáröflun ríkissjóðs, en hug- myndir bankans í því efni hafa verið rækilegar ræddar við fjármálaráðun- eytið að undanförnu. í fyrsta lagi verður að takmarka veruiega eða afnema með öllu þann aðgang, sem ríkissjóður nú hefur til þess að jafna greiðsluhalla með skuldasöfnun í Seðlabankanum. Vonandi getur tekizt samkomulag við fjármálaráðuneytið um þetta mál á næstunni, en varla er við því að búast, að slíkt samkomulag geti haldizt til lengdar, t.d. við stjórnar- skipti. Því er æskilegt að heimildir ríkissjóðs til að taka lán í Seðlabank- anum séu takmarkaðar með lögum, og tekur bankastjórn Seðlabankans sterklega undir tillögu nefndar um endurskoðun Seðlabankalaga, sem leggur til, að heimild ríkissjóðs til lántöku í Seðlabankanum sé afnum- in í áföngum á fáeinum árum. í öðru lagi er það tillaga Seðla- bankans, að stefnt verði að því að selja ríkisverðbréf með uppboðum eða á markaðsverði á Verðbréfa- þingi. Fyrsta skrefið yrði að gefá*'- út skammtíma ríkisbréf, t.d. til sex mánaða og eins árs, sem væru án verðtryggingar og seld á uppboði. Ákvarðanir í þessu efni hafa því miður dregizt vegna óvissu í launa- málum undanfarna mánuði, en það er skoðun Seðlabankans, að ekki megi fresta öllu lengur að hefjast handa um verðbréfaútgáfu af þessu tagi. Þær breytingar, sem hér hefur verið lýst, á viðskiptum ríkissjóðs við Seðlabankann og á útgáfu ríkis-i bréfa, hafa þann megintilgang að koma á hér á landi virkum peninga- markaði. Slíkur markaður mundi ekki eingöngu gefa mikilvægar vís- bendingar um jafnvægi milli fram- boðs og eftirspurnar á hvetjum tíma, heldur gefa Seðlabankanum um leið vettvang til þess að hafa með kaup- um og sölum ríkisbréfa áhrif á pen- ingamarkað og markaðsvexti. Jafn- framt stefna þessar breytingar að því að koma á skýrari skiptingu verka og ábyrgðar á milli stjórnar fjármála ríkisins annars vegar og stjórn peningamála hins vegar. Það er meginhlutverk stjórnar rík- isfjármála að marka stefnu í opin- berum útgjöldum og skattheimtu og-*’ þar með heildaijafnvægi í ríkisbú- skapnum. Með þessum hætti hafa ríkisfjármálin mikil áhrif á þróun eftirspurnar, en lánsfjárþörf ríkis- sjóðs hlýtur óbeint að vera einn helzti áhrifavaldur vaxtastigsins í landinu. Það er hins vegar verkefni stjórnai peningamála að stýra framboði pen- inga og hafa áhrif á vaxtaþróun ti þess að tryggja stöðugleika í geng og verðlagi. Gjaldeyrismarkaðurinn Breytingar á stjórn peningamáU eni ekki sízt nauðsynlegar og aðkall- andi nú til þess að tryggja þann stöð- ugleika í gengi, sem hefur verið kjöl- festa efnahagsstefnunnar á þriðja ár og mun væntanlega leiða til beinnar tengingar íslenzku krónunn- ar við ECU innan fárra ára. Þar að auki hefur frelsi til fjármagnsflutn- inga milli íslands og annarra ríkja verið aukið jafnt og þétt að undan- förnu, en ákveðið er, að allar hömlur í þessu efni hafi verið afnumdar í lok ársins 1993. Þegar svo verðui komið, verður jafnvægi í gjaldeyri- sviðskiptum við útlönd eingöngu tryggt með traustu heildaijafnvægi í þjóðarbúskapnum og stöðugu verðlagi. Við þessar aðstæður verðuúf' það höfuðverkefni Seðlabankans að tryggja jafnvægi og traust á pen- ingamarkaðnum og stöðugleika gengisins við skilyrði fijálsra fjár- magnsflutninga, en aðgerðir í ríkis- fjármálum og jafnvægi í opinberum búskap mun hins vegar skipta mestu varðandi þróun heildareftirspurnar og viðskiptajöfnuð. Sjá blaðsíðu 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.