Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992
T
Héraðsskjala-
safnið kynnt
almenningi
SUNNUDAGINN 26. april nk.
erkynningardagur skjalasafna
á íslandi.
Tilgangur dagsins er að kynna
almenningi starfsemi safnanna,
sýna fram á tilgang þeirra og
hvetja fólk til að afhenda þangað
handrit sín og skjöl. Af þessu til-
efni verður Héraðsskjalasafnið í
Brekkugötu 17 opið þennan dag
frá kl. 14. til 18. Sýning verður á N
skjölum úr safninu og tekið verður
á móti ábendingum um skjöl sem
vert væri að varðveita á þessu
safni eða öðrum skjalasöfnum.
(Fréttatilkynning)
?  ?  ?----------
Sýningu
Guðmund-
ar Armanns
að ljúka
SÝNINGU Guðmundar Ár-
manns Sigurjónssonar lýkur nú
um helgina. Opið verður í dag,
laugardag, og á morgun, sunnu-
dag, frá kl. 14 til 19.
A sýningunni, sem haldin er í
vinnustofu Guðmundar 'Ármanns
í Kaupvangsstræti 14, bak við
Myndlistarskólann á Akureyri, eru
32 grafíkverk, dúkristur og ein-
þrykk, en öll verkin eru unnin á
þessu og síðasta ári. Sýningin
hefur fengið góðar viðtökur og
fjölmargir hafa nú þegar séð hana,
en sem fyrr segir lýkur henni nú
um þessa helgi.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fylgst með Andrésarleikunum
Lísa Njálsdóttir, Halldóra F. Sigurgeirsdóttir og Ása Katrín Gunnlaugs-
dóttir eru á meðal keppenda á Andrésar andarleikunum sem staðið
hafa yfír í Hlíðarfjalli síðustu daga, en leikunum lýkur í dag, laugar-
dag. Þær stöllur fylgdust grannt með framvindu mála á leikunum og
skrifuðu hjá sér tímann hjá keppendum.
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri:
Betlaraóperan frum-
sýnd í Samkomuhúsinu
LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri frumsýnir Betlaraóperuna
eftir John Gay í Samkomuhúsinu næstkomandi mánudagskvöld, 27.
apríl.
Leikstjóri er Jón Stefán Krist-
jánsson, leikari og leiklistarkennari
við skólann. Alls taka 17 leikarar
og söngvarar þátt í uppfærslunni,
en um 25 manna hópur hefur starf-
að að sýningunni með einum eða
öðrum hætti.
Betlaraóperan er gamalt verk,
skrifað árið 1728 og fjallar um hlið-
stætt efni og hin sígilda Túskild-
ingsópera, en þetta verk er sett upp
í samtímabúningi. Fjöldi sönglaga
prýðir verkið, m.a. tíu nútímasöng-
lög, þá verða einnig í sýningunni
lög eftir Atla Heimi Sveinsson, sem
gerð voru fyrir flutning verksins í
útvarpi auk þess sem a.m.k. tvö lög
úr upprunalegum flutningi þess eru
í þessari sýningu menntskælinga.
Betlaraóperan verður sýnd fjór-
um sinnum, mánudags-, þriðju-
dags-, miðvikudags- og fimmtu-
dagskvöld.
Vortónleikar Passíukórs-
ins í Akureyrarkirkju
PASSÍUKÓRINN ásamt einsöngy-
urum og hljóðfæraleikurum efnir
til tónleika í Akureyrarkirkju á
morgun, suiinudaginn 26. apríl,
kl. 17. Stjórnandi er Roar Kvam,
en einsöngvarar með kórnum eru
að þessu sinni Elísabet F. Eiríks-
dóttir, sópran, Guðlaugur Vikt-
orsson, tenór, og Michael J.
Clarke, bariton.
samið árið 1963 og náði strax vin-
sældum og hefur verið flutt víða um
heim, hér á landi hefur Kór Lang-
holtskirkju tvisvar flutt þetta verk.
Síðasta verkið sem flutt verður á
tónleikunum samdi hinn kunni
hljómsveitarstjóri og tónskáld Leon-
ard Bernstein að beiðni ekkju John
F. Kennedy í tilefni af opnun
Kennedy Center í Washington D.C.
Á efnisskránni eru verkin „Oh,
sing unto the Lord" eftir G.F. Hand-
el og „Miss Criolla" eftir argentíska
tónskáldið Ariel Ramirez. Þar að
auki munu Michael J. Clarke, bari-
ton, og Richard Simm, píanóleikari,
flytja tvo þætti úr „Mass" eftir Leon-
ard Bernstein.
Fyrstu tvö verkin eru trúarleg,
en textinn við verk Handels er 96.
Davíðssálmur.  „Miss  Criolla"  var
Leikfélag Akureyrar 75 ára:
Hátíðarsýning á
Islandsklukkunni
LEIKFÉLAG Akureyrar heldur upp á 75 ára afmæli sitt í dag,
laugardag, með sérstakri liátíðarsýningu á íslandsklukkunni eftir
Halldór Laxness. Þá verður í kvöld hátíðardagskrá í Laugaborg
í Eyjafjarðarsveit. í tilefni afmælisins kemur út bókin Saga leik-
listar á Akureyri 1860-1992. Fjöldi gesta mun heiðra félagið með
komu sinni á leiksýninguna.
Leikfélag Akureyrar var stofn-
að 19. apríl ári.ð 1917 en helstu
hvatamenn þess voru Júlíus
Havsteen, Sigurður E. Hlíðar og
Hallgrímur Valdimarsson. Harald-
ur Björnsson var einn helsti mátt-
arstólpi félagsins fyrsta áratuginn
og síðan tóku við Ágúst Kvaran,
Jón Norðfjörð og fleiri. Leikfélag
Akureyrar var í áratugi eitt at-
kvæðamesta      áhugaleikfélag
landsins, allt þar til það var gert
að atvinnuleikhúsi árið 1973.
Afmælis Leikfélags Akureyrar
verður minnst í dag, laugardag.
Sérstök hátíðarsýning verður á
íslandsklukkunni eftir Halldór
Laxness kl. 15, en auk þess að
vera afmælisverk leikfélagsins
varð íslandsklukkan fyrir valinu
til heiðurs höfundi hennar sem nú
>^>tendur á níræðu.
Þó Leikfélag Akureyrar sé 75
ára gamalt, er leiklistarstarfsemi
á Akureyri mun eldri og í tilefni
afmælisins gefur LA nú út hið
mikla ritverk Haraldar Sigurðs-
sonar, Saga leiklistar á Akureyri
1860-1992 þar sem saga allra
leiktilburða á Akureyri er rakin í
þau 132 ár sem vitað er um leik-
sýningar þar. Bókin er rúmar 400
blaðsíður og um 600 ljósmyndir
prýða söguna. Fyrstu eintök
bókarinnar verða opnuð á hátíð-
inni í dag.
I kvöld verður haldin af-
mælishátíð í Laugaborg í Eyja-
fjarðarsveit með borðhaldi,
hljóðfæraleik, skemmtiatriðum,
ræðuhöldum og dansi.
Fjöldi gesta mun heiðra leikfé-
lagið með komu sinni á leiksýning-
una og afmælishátíðina, þ.ám.
forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, menntamálaráðherra,
Ólafur G. Einarsson, frú Auður
Laxness  og  ótalmargir  aðrir
-----------? ? ?
Hestur sló
mann í andlitíð
MAÐUR hlaut áverka í andliti eft-
ir að hestur sló til hans.
Maðurinn var ásamt hópi hesta-
manna við rétt skammt frá Hrafna-
gili um hádegisbil á sumardaginn
fyrsta. Svo virðist sem hesturinn
hafi af fælst, en við það datt maður-
inn af baki og vildi þá svo illa til að
hesturinn rak hófinn í andlit hans.
Hlaut maðurinn töluverðan áverka
og blæddi honum mikið.
? ? ?
Ættarmót
í Grímsey
DAGANA 12. til 14. júní næst-
komandi er fyrirhugað að halda
ættarmót afkomenda hjónanna
Ingu Jóhannesdóttur og Guð-
laugs Óla Hjálmarssonar sem
bjuggu í Garði í Grímsey.
Vænst er góðrar þátttöku afkom-
enda þeirra, sem vinsamlega eru
beðnir að tilkynna sig fyrir 15. maí
næstkomandi til Huldu Reykjalín
eða Vilborgar Sigurðardóttur í
Grímsey.
(Fréttatilkynning)
?  ?  ?
Úr fslandsklukkunni eftir Halldór Laxness.
sem stutt hafa Leikfélag Akur-
eyrar fyrr og nú.
Islandsklukkan er 229. verk-
efni Leikfélags Akureyrar og
er hún síðasta verkefni þessa
leikárs, en sýningin hefur feng-
ið mikið lof og góðar móttökur.
Aðalstjórn Leikfélags Akur-
eyrar skipa nú Sunna Borg, for-
maður, Þráinn Karlsson og Guð-
laug Hermannsdóttir, en leik-
hússtjóri er Signý Pálsdóttir.
Smásagnasamkeppni Menor og Dags:
Saga Valgeirs Skagfjörðs verðlaunuð
GRÁMANN, smásaga Valgeirs
Skagfjörðs, Akureyri, hlaut
fyrstu verðiaun í smásagnasam-
keppni     Menningarsamtaka
Norðurlands og Dags.
Orslit voru kunngjörð við hátíð-
lega athöfn í Gamla Lundi við
Eiðsvöll á dögunum. Alls bárust
52 sögu í keppnina frá fólki úr
öllum landsfjorðungum og yoru
höfundar frá 12 ára aldri og upp
í tírætt.
Saga Valgeirs þótti að mati
dómnefndar best þeirra, en auk
þess hlaut Rósa Jóhannsdóttir,
Hleiðargarði í Eyjafjarðarsveit
sérstaka   viðurkenningu   dóm-
nefndar fyrir sögu sína Orðin í
rykinu.
í dómnefnd sátu Sigurður Jóns-
son, íslenskukennari við Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra á
Sauðárkróki, Stefán Sæmundsson,
blaðamaður og Þórdís Jónsdóttir
íslenskukennari við Verkmennta-
skólann á Akureyri.
Maður slas-
aðist nokk-
uð í bílveltu
MAÐUR slasaðist nokkuð er
jeppi sem hann ók valt og fór
út af Grenivíkurvegi við Ystuvík-
urhóla um hádegi í gær.
Maðurinn ók jeppa og dró hann
háa kerru þar sem í voru tveir kálf-
ar. Að sögn varðstjóra lögreglunnar
á Akureyri virðist sem misvinda
hafi verið á þessum slóðum og tek-
ið hafi í kerruna af þeim sökum,
með þeim afleiðingum að hún valt
og síðan bíllinn.
Ökumaður kvartaði um meiðsl í
baki og var hann fluttur á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri. Bif-
reiðin' er mikið skemmd, en kálfarn-
ir sluppu ómeiddir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52