Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRIL 1992
33
Sýndartillaga Framsóknar
eftir Guðrúnu Zoega
Rétt fyrir páskana birtist í Morg-
unblaðinu grein eftir Sigrúnu
Magnúsdóttur borgarfulltrúa. I
greininni segir hún frá tillögu sem
hún hefur flutt í stjórn veitustofn-
ana en meirihlutinn vísaði frá.
Borgarfulltrúanum mislíkaði þessi
málsmeðferð eins og við var að
búast, enda hefur henni vafalaust
gengið gott til og hún viljað sýna
góðan vilja með flutningi tillögunn-
ar.
Sýndartillaga
Því miður var þetta aðeins sýnd-
artillaga og skipti engu máli hvern-
ig hún hefði verið afgreidd; hvort
hún hefði verið samþykkt, felld eða
henni vísað frá. Áhrif tillögunnar
hefðu í öllum tilfellum orðið þau
sömu: Nefnilega alls engin. Lesend-
um til glöggvunar leyfi ég mér að
birta hér bæði hina upphaflegu til-
lögu, svo og frávísunartillögu sjálf-
stæðismanna.
Tillaga framsóknarfulltrúans
hljóðaði þannig: „Stjórn veitustofn-
ana samþykkir að auka að mun
rannsókna- og þróunarstarf Vatns-
veitu Rvk., Hitaveitu Rvk., og Raf-
magnsveitu Rvk., og nýta betur þá
miklu  sérfræðiþekkingu  sem  til
„Áhrif tillögunnar
hefðu í öílum tilfellum
orðið þau sömu: Nefni-
lega alls engin."
staðar er í fyrirtækjunum. Niður-
stöður rannsókna og sérfræðiþekk-
ing verði látin í té fyrirtækjum í
borginni, eða sem stofnuð kunna
að verða þar, er fást við skylda
starfsemi. Hugvit og þekking ásamt
auðlindum okkar í köldu og heitu
vatni og rafmagni er fjársjóður sem
nota ber til alhliða atvinnuuppbygg-
ingar í Reykjavík."
Eftirfarandi frávísunartillaga var
samþykkt: „Á vegum fyrirtækjanna
þriggja, sem undir þessa stjórn
heyra, hefur lengi verið unnið um-
fangsmikið rannsóknar- og þróun-
arstarf. Sérfræðiþekking fyrirtækj-
anna og niðurstöður rannsókna-
hafa alltaf verið látnar í té þeim
sem þess óska og verður því að
sjálfsögðu haldið áfram. Má í þessu
sambandi benda á aðild HR að
Virki-Orkint, markaðskynningu
RR, og vatnssölu til útflutnings á
vegum VR. Tillagan er því óþörf
og er vísað frá."
Ég læt lesendum eftir að dæma
um ágæti tillögu borgarfulltrúans
Guðrún Zoéga
og hugsanlegan áhrifamátt hennar.
Hún getur þess réttilega að til-
lagan hafi fyrst verið lögð fram í
haust. Ef hugur hefði fylgt máli
hefði verið eðlilegt að fylgja henni
eftir með því að gera tillögu um
málið við gerð fjárhagsáætlunar.
Engin tillaga kom fram frá fram-
sóknarfulltrúanum um aukið fé til
rannsókna á vegum fyrirtækjanna,
hvorki í stjórn veitustofnana né í
borgarstjórn. Þess ber að geta að
aldrei hefur staðið á stjórninni að
veita fé til rannsókna, sem að gagni
mega koma, hvort sem er fyrir fyr-
irtækin beint eða tengda starfsemi.
Verkfræðifyrirtæki?
Svo að gætt sé sannmælis er
rétt að geta þess að Sigrún hefur
stutt dyggilega tillögu frá Rekstrar-
stofunni hf. sem hefur verið lögð
fram í stjórn veitustofnana um að
„efla ímynd Hitaveitunnar sem
verkfræðifyrirtækis".       Þessu
markmiði hyggjast þau ná með því
að þrefalda, hvorki meira né minna,
tæknilið Hitaveitunnar, þannig að
þar verði um 40 verk- og tækni-
fræðingar. Það er ekkert launung-
armál að þessi tillaga hefur ekki
stuðning meirihluta veitustjórnar.
Tímaskckkja
Tillaga um svo stórfellda fjölgun
opinberra starfsmanna er tíma-
skekkja nú, þegar stefnt er að
einkavæðingu á sem flestum svið-
um, þar á meðal tilfærslu verkefna
frá hinu opinbera til einkaaðila.
Með því að fara að þessum tillögum
væri verið að stíga stórt skref aft-
urábak í einkavæðingarmálum.
Hitaveitan hefur verið brautryðj-
andi á því sviði, einkum varðandi
verklegar framkvæmdir og undir^
búning þeirra. Þar má meðal ann-
ars nefha umfangsmiklar rann-
sóknir og þróunarstarf við virkjun
jarðhitans á Nesjavöllum. — Borg-
arfulltrúi Framsóknarflokksins, sá
sami og nú situr í stjórn veitustofn-
ana, treysti sér ekki til að styðja
þá framkvæmd á sínum tíma. —
Þar var leitað til hæfustu manna
bæði innanlands og utan, innan
Hitaveitunnar og utan, en verkinu
var stjórnað af starfsmönnum Hita-
veitunnar. Þetta fyrirkomulag hefur
reynst vel, bæði við þetta verkefni
og önnur, og hefur leitt til mikillarir*
miðlunar þekkingar til og frá Hita-
veitunni.
Lokaorð
Á grein borgarfulltrúans má
skilja að hann telji tillögu sína leysa
öll vandamál, ekki bara vanda
veitufyrirtækjanna þriggja, heldur
einnig heilbrigðismál, öldrunarmál,
umhverfismál og ekki síst atvinnu-
mál. Skortur á atvinnu í borginni
er vissulega áhyggjuefni. Þar
breyta yfirborðskenndar sýndartil-
lögur Framsóknar hins vegar engu
um.
Höfundur er borgarfulttrúi
Sjálfstæðisflokksins og situr í
sljórn veitustofnana.
Doktors-
próf í ^
ónæmis-
fræði
VALA FRIÐRIKSDÓTTIR lauk
doktorsprófi í ónæmisfræði við
Dýralæknaháskólann í Ósló 5.
desember sl. Titill doktorsrit-
gerðarinnar er: „Borrelia burg-
dorferi infection in sheep, sero-
logical and epidemiological
studies."
í ritgerðinni er lýst rannsóknum á
útbreiðslu smits með baktefíunni
Borrelia burgdorferi í norsku
sauðfé og einnig er lýst einkennum
sjúkdóms sem bakterían er talin
hafa valdið í lömbum. Baktería
þessi veldur svokölluðum „lyme-
sjúkdómi" í fólki og einnig er tals-
vert um sjúkdóm af hennar völdum
í hundum og hestum. Smit er talið
berast svo til eingöngu með biti
smitaðra áttfætlumaura og í Nor-
egi af tegundinni ixodes ricinus. Á
svæðum þar sem mikið er af þess-
um áttfætlumaurum geta þeir
valdið talsverðum búsifjum vegna
ýmissa sjúkdóma sem þeir bera
með sér.
Vala  er  fædd  og uppalin  í
Dr. Vala Friðriksdóttir
Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum við Tjörnina
1974, B.Sc-námi í líffræði við
Háskóla íslands 1978 og M.Sc-
prófi í ónæmisfræði frá Brunell-
háskólann á Englandi 1981. Síðan
1984 hefur hún verið búsett í
Ósló og unnið að rannsóknum við
Dýralæknaháskóiann og Veteri-
nærinstituttet, þar sem hún starf-
ar nú. Seinna á þessu ári mun hún
hefja störf við Tilraunastöð Há-
skólans í meinafræði að Keldum.
Foreldrar Völu eru hjónin Berg-
ljót Ingólfsdóttir og Friðrik Krist-
jánsson. Eiginmaður hennar er
Sigurður Magnússon líffræðingur
sem er að ljúka doktorsnámi í
frumulíffræði við Háskólann í
Ósló, og eiga þau þrjá syni.
Sýningar í
Gerðubergi
SÝNINGU Ástu Erlingsdóttur í
veitingabúð Gerðubergs, Kaffi
Gerði, lýkur þriðjudaginn 28.
apríl.
Ásta vinnur öll sín verk með jurta-
litum sem hún hefur sjálf þróað
úr lífríki náttúrunnar.
Sýningin er opin á sama tíma og
Kaffí Gerður, mán.-fim. kl.
10.3021, fös. kl. 10.30-16 og lau.
kl. 13-16.
Sýning Árna Sigurðssonar í
menningarmiðstöðinni Gerðubergi
stendur til 19. maí. Árni er búsett-
ur í Svíþjóð og er þetta fyrsta
sýning hans á íslandi. Hann er
sonur Sigurðar Guðmundssonar
myndlistarmanns og Ineke Guð-
mundsson og hefur hann búið er-
lendis frá því hann var fimmára
gamall. Menntun sína hlaut Árni
hjá AKT Enscede í Hollandi og í
Konsthögskolan í Stokkhólmi.
Sýningin er í Gerðubergi er þriðja
einkasýning Árna og á henni sýn-
ir hann teikningar og litógrafíur.
Sýningin er opin mán.-fím. kl.
10-22 og fös.-lau. kl. 13-16.
Sýningunni lýkur 19. maí.
Einnig eru verk í eigu Reykjavík-
urborgar til sýnis í Gerðubergi.
Margrét Gunnarsdóttir, íslandsmeistari barþjóna 1991, tekur á móti
verðlaunum frá Herði Sigurjónssyni, formanni Barþjónaklúbbs ís-
lands.
Barþjónar keppa á Hótel Sögu
íslandsmeistaramót barþjóna verður haldið á Hótel Sögu sunnu-
daginn 26. april. Húsið opnar kiukkan 18 og þá munu umboðsmenn*
verða með kynningu á sínum vörum. Að þvi loknu vcrður framreidd-
ur kvöldverður og þá verður flutt skemmtidagskráin „Á söguslóð-
um" með Gysbræðrum.
Að þessu sinni taka tuttugu og
átta barþjónar þátt í Islandsmótinu
og keppt verður í blöndun sætra
kokteila. íslandsmeistarinn verður
fulltrúi íslands á heimsmeistara-
keppni barþjóna sem haldin verður
á næsta ári í Vín í Austurríki.
¦ MALFUNDAFÉLAG alþjóða-
sinna heldur umræðufund í dag,
laugardaginn 25. apríl, undir yfir-
skriftinni „Gegn stríðsundirbúningi
á hendur Líbýu — gegn stuðningi
íslands við samþykkt öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna". Fundurinn
verður haldinn í aðsetri félagsins á
Klapparstig 26, 2. hæð og hefst
klukkan 13. Frummælendur verða
Moussa Thioune og Sigurlaug
Gunnlaugsdóttir.
(Fréttatilkynning)
_-*
FELAGSUF
D GIMLI 599227047 - Lf.
D MlMIR 599204277 = 1 FRL
T
Fœreyska
sjómannaheimilið
Fœreysk guöþjónusta i Laugar-
neskirkju kl. 14.00. Ásbjörn
jacobsen predikar og Jóhann
Olsen talar.
Hvitasunnukirkjan
Fíladelfía
Bænasamkoma i kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá vikunnar f ramundan
Sunnudagur:   Sunnudagaskóli
kl. 11.00. Almenn samkoma kl.
16.30.   Ræðumaður:   Hafliði
Kristinsson.
Þriðjudagur: Samvera fyrir eldrj
safnaðarmeðlimi kl. 15.00.
Miðvikudagur:  Biblíulestur  kl.
20.30.
Föstudagur 1. maí: Samkoma
kl.  20.00.  „Jafnvel  englarnir
auglýsingar
þorðu ekki þangað". Sagan um
Nicky Cruz.
Laugardagur:  Bænasamkoma
kl. 20.30.
Sunnudagur  3.  maí:  Brauðs-
brotning kl. 11.00. Almenn sam-
koma kl. 20.00. Ath. breyttan
tíma vegna kvennamóts.
ÚTIVIST
Hallveigarstfg 1, sími 14606
Dagsferðir sunnudag-
inn 26. apríl
Kl. 10.30: Deildarháls - Selvogur.
Kl. 13.00: Herdísarvík - Selvogur.
Brottför  í  báðar ferðirnar frá
BS(,  bensínsölu.  Verö  kr.
1200/1100. Fritt fyrir börn 15 ára
og yngri í fylgd með f ullorðnum.
Sjáumstl
Útivist.
FERÐAFÉLAG
ÍSIANDS
ÖLOUGÖTU 3 S11798 19533
Sunnudagur 26. apríl
Upphaf raðgöngunnar 1992
Kjalames-Hvalfjörður-
Borgarnes
í ár verður farið umhverfis Hval-
fjörðinn og upp í Borgarnes. Sú
nýjung er tekin upp að fóik
getur valift um tvo kosti: A.
Fjallahring Hvaltjarðar. B.
Strönd og láglendi Hvalfjarðar.
Gengið er í 10 áföngum. Viður-
kenning verður veitt fyrir góða
þátttöku og farmiöi gildir sem
happdrættismiði. Ferðagetraun
í öllum ferðunum. Spurning
ferðagetraunar 1. feröar: Nefn-
ið eyju við Kjalarnes.
Sunnudagsferðir 26. apríl
kl. 13.
1. áfangi raðgöngunnar
A: Esja-vesturbrúnir/R-1a.
Gengið frá Esjubergi á Kerhóla-
kamb (851 m.y.s.) þann frábæra
útsýnisstað og síðan haldið nið-
ur um vesturbrúnirnar að Ártúni.
B: Kjalarnestangar-Saur-
bær/R-1b. Auðveld ganga frá
Brautarholti út með ströndinni
að kirkjustaðnum Saurbæ. Mæt-
ið vel búin, ekki síst í góðum
skófatnaði til fjallgöngunnar.
Munið nesti. Brottför i ferðirnar
frá Umferðarmiðstöðinni, aust-
anmegin (stansað við hið nýja
félagsheimili FÍ, Mörkinni 6).
Verð 1.000,- kr. frítt f. börn 15
ára og yngri með foreldrum
sfnum. Strandgangan er góð
fjölskylduganga. Sjá greln (
Mbl. 22. apríl bls. 16. Verið með
f raðgöngunni frá byrjun. Það
borgar sig. Hin nýja og glæsi-
lega Árbók 1992 verður kynnt
í ferðinni. Gerist félagar.
Ferðafélag íslands.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52