Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRIL 1992 35 Jóhann ÞórStefáns- son — Kveðjuorð Fæddur 23. júlí 1974 Dáinn 15. apríl 1992 í fáum orðum langar mig til þess að minnast Jóhanns eða Jóa eins og hann var alltaf kallaður. Mín stuttu kynni af Jóa eru mér enn í fersku minni og það er skrítið hvað maður getur saknað einhvers svona mikið án þess þó að hafa átt mjög náin samskipti við hann dag frá degi. Er mér bárust fréttirnar um lát hans varð mér hugsað til ársins sem ég var með honum á reiðnám- skeiði og hversu góður hann var að sitja hest. Ég var nýbyijuð að stunda þessa íþrótt og þurfti þess vegna mikla hjálp. Jói var alltaf tilbúinn að hjálpa og hann gaf mér góð ráð um það sem ég átti í vand- ræðum með. Hann var einnig fljótur að átta sig á því ef einhver var að stríða manni og hann lét það ekki viðgangast. Honum var ekki sama um náungann og leitaðist við af öllum mætti að hjálpa fólki þó svo að það yrði honum til skaða. í minningarathöfn sem haldin var síðastliðinn laugardag á Höfn sagði presturinn að Jói hefði ætíð stutt þá sem minna máttu sín og það er alveg rétt. Ég vildi að ég hefði þekkt Jóa betur. Hér á Höfn er komið stórt skarð í hóp unglinga og það veit ég að það sakna hans margir. Guð blessi minningu hans og gefi foreldrum, afa og ömmu hans þann mikla styrk sem þau þurfa í sinni miklu sorg. Anna Bogga. Lífið eins dýrlegt og það er að lifa því, hverfur oft undraskjótt. Mitt í öllum allsnægtunum, al- gleymi hversdagsins þá stöndum við skyndilega frammi fyrir and- láti. Við verðum þess enn og aftur áþreifanlega vör að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Við erum minnt á að vera þakklát fyrir það sem við þó erum og höfum, fyrir það að njóta þeirra forréttinda að upplifa sólaruppkomuna, sjá nýjan dag fæðast. Vinur okkar hann Jóhann Þór upplifir ekki oftar nýjan dag í þessu jarðlífi. Enn eitt fórnarlamb um- ferðarslysa er kallað burtu og við sem eftir sitjum upplifum okkur fátækari, við höfum misst kæran vin. Efst í huga mínum er þakklæti fyrir að hafa notið samfylgdar við ljúfan dreng en því miður í alltof stuttan tíma. Það var alltaf mikið líf í kringum Jóhann Þór hvort það var í skólan- um, í leik með krökkunum, við veið- ar eða annars staðar. Á stundum gustaði vel enda var hann gæddur ríkri réttlætiskennd og oftlega hafður fyrir rangri sök. Sjaldnast lét hann slíkt á sig fá heldur hélt sínu striki hvað sem tautaði og raul- aði. Með veiðistöngina var hann á heimavelli enda náði hann góðum árangri við þá iðju. Hann drakk í sig fróðleik um veiðiskap og tileink- aði sér vel þau fræði. Hjálpsemi var rík í fari hans og kom m.a. fram við veiðamar þegar hann tók með sér yngri strákana og aðstoðaði þá eftir megni og liðsinnti við veiðam- ar. Hann kenndi mörgum fyrstu handtökin og ef ekkert veiddist hjá bytjendum þá átti hann það til að lauma Maríufiskinum á öngulinn svo lítið bar á. Slíkt var hjartalagið. Fyrir mína hönd og barna minna votta ég ykkur Stefán og Gréta, Þórketill og Jóhanna, mína innileg- ustu samúð. Ásmundur Gíslason. Það var björt og heiðrík apríl- nótt. íbúar litla samfélagsins í Nesj- um nutu hvíldar að lokinni dagsins önn, við vaxandi klið vorfuglanna, sem þegar höfðu kunngert komu sína. Menn nutu hvíldar í návist upprisuhátíðarinnar sem var á næstu grösum. En sorgin gleymir engum. Þegar sólin tók að varpa birtu sinni á austurfjöllin, var ungur granni okkar á leið heim að lokinni gleði næturinnar. För hans var heitið í foreldrahús þar sem hvíldar skyldi notið. En örlögin höguðu því á þann veg að sú för var aldrei farin til enda. Einhverra hluta vegna missti hann stjórn á ökutæki sínu svo það hafn- aði utan vegar, með þeim afleiðing- um að ökumaðurinn lá helsærður skammt frá því, þegar að var komið. Þessi för endaði á gjörgæsludeild Borgarspítalans, þar sem þessi ungi vinur okkar lést fjórum dögum síðar, eftir að allt hafði verið gert sem í mannlegu valdi stóð til að bjarga lífi hans. Hann hét Jóhann Þór Stefánsson. Hann fæddist í Nesjaskóla í næstu íbúð við þau er þetta rita, einn sól- bjartan sumardag, 23. júlí 1974. Svo brátt bar koma hans að í heim- inn, að faðir hans og konan í næstu íbúð önnuðust störf ljósmóður, er þurfti að víkja sér frá um stundarsak- ir. Þau skildu á mitli, sem svo er nefnt, og klipptu á naflastrenginn. Það er sú athöfn þar sem sá einstakl- ingur sem er að fæðast, verður hluti af því samfélagi sem hann er að fæðast til. Og Jóhann Þór varð svo sannarlega fljótt virkur í því samfé- lagi. Hann var mjög athafnasamt bam er sífellt var á ferð og flugi. Indriði Krisijánsson, Leyningi - Minning Fæddur 2. febrúar 1963 Dáinn 15. apríl 1992 í gær var borinn til grafar á Akureyri, vinur okkar og félagi Indriði frá Leyningi, sem lést af slysförum 15. apríl sl. Hann var sonur hjónanna Sig- ríðar Sveinsdóttur og Kristjáns Hermannssonar er bjuggu áður í Leyningi. Þau eignuðust 6 böm og var Indriði næst yngstur. Hann var lærður smiður og vann hann mikið við fjósbyggingu hjá okkur og þar af leiðandi voru kynni okk- ar af honum bæði góð og mikil og upp frá því varð mikill samgangur á milli bæjanna og góð vinátta. Sambýliskona hans var Kolbrún Elfarsdóttir og er hún ættuð frá Reykjavík. Alltaf var gott að koma til þeirra í Leyning, og ætíð voru þau boðin og búin til að passa börnin okkar og sóttu þau mikið til þeirra og er Indriða nú sárt saknað. Elsku Kolla, megi Guð styrkja þig í þinni miklu sorg, einnig móð- ur hans og systkini. Ármann og Signý, Skáldstöðum. Leikir urðu honum fyrst og fremst athöfn til aukins þroska. Sem dæmi um það má nefna, að snemma bar á þeim eiginleika hans að geta setið hesta öðrum betur. Foreldrar hans hlúðu að þessum hæfileikum hans sem best mátti verða, þannig að hann sem bam og unglingur vann til margra verðlauna í hestaíþróttum. Jóhann var mikill dýravinur og hafði næman skilning á þörfum þeirra og hlutskipti. Þannig mótaðist einnig snemma viðhorf hans til þeirra sem minna máttu sín í samfélaginu. Hann varð snemma ötull forsvarsmaður þeirra er hann taMi rangsleitni borna. Ekkert var honum fráhverfara en að skipa sér í sveit þeirra sem ávallt töldu sig réttlætis megin. Þegar Jó- hann Þór óx úr grasi og gerðist full- gildur þjóðfélagsþegn eignuðust börnin í „litla hverfínu okkar í Nesj- um ötulan stuðningsmann,- sem lét sér velferð þeirra miklu varða. Hann átti sér lífsnautn sem setti skýrt svipmót á allar hans athafnir og viðmót. Hann var veiðimaður í þess orðs fyllstu merkingu. Þegar voraði og fiskurinn gekk í árnar breyttist allt hans viðmót. Við grann- arnir mættum þessum ljúfa og kurt- eisa pilti í veiðistígvélum með veiði- stöng um öxl en með nýjan fjarræn- an glampa í augum. Það duldist eng- um. Fiskurinn var kominn í ámar. Og peyjarnir í hverfinu skynjuðu þetta líka. Nú er ekki lengur bankað upp hjá Jóhanni Þór og spurt: „Viltu koma að veiða?“ Enda yrði þar fátt um svör. Jóhann Þór er horfinn yfir móðuna miklu, þar sem bíða hans miklar veiðilendur. Við kveðjum þennan unga vin okkar með klökkum huga. Foreldrum og aðstandendum vott- um við innilega samúð okkar. Orð fá lítils megnað, en eftir lifir minning um hugljúfan dreng. 0, sólarfaðir, sipdu nú hvert auga, en sér í lagi þau sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því sem andar en einkum því, sem böl og voði grandar. (M. Joch.) Hreinn Eiríksson Kristín Gísladóttir. Er ég vaknaði laugardaginn 10. apríl síðastliðinn barst mér sú fregn að vinur minn Jóhann Þór lægi dauð- vona á Borgarspítalanum í Reykja- vík. Hann hafði slasast eftir bílslys aðfaranótt laugardagsins. Fjórum dögum síðar lét hann lífið eftir alltof stutta ævi hér á jörðu. Hann hét Jóhann Þór Stefánsson, til heimilis að Hæðargarði 10 í Nesja- hreppi. Hann var á 18. aldursári, fæddur 23. júlí 1974. Allt frá því er við Jóhann hittumst fyrst, eflaust á okkar fyrsta aldurs- ári, hafa vegir okkar legið meira og minna um sama hlaðið. Frá fyrstu árunum á ég margar góðar minningar um Jóhann Þór þar sem við erum saman að leik: á hjólum hér og þar, í fótbolta eða þá sjglandi um á hraðsoðnum flekum svo til hvar sem vatn var að finna. Það var aðdáunarvert í fari Jó- hanns hve auðvelt hann átti með að fyrirgefa vinum sínum. Þótt svo okk- ur hefði komið illa saman einn dag- inn þá mátti telja nær öruggt að það hefði engin áhrif á samskipti okkar daginn þar á eftir. Hann kom til manns, ræddi um atvikið og eftir það var það grafið og gleymt. Þetta er sterkur eiginleiki sem, því miður, alltof fáir hafa yfir að ráða. Vinir Jóhanns eru margir. Um daginn tók ég á „rúntinn“ nokkra stráka úr hverfinu, á aldrinum 10-12 ára. Þar kom til tals þetta hörmulega slys sem orðið hafði og í þeim um- ræðum mátti heyra setningar eins og: „Manstu allar veiðiferðirnar með Jóhanni" og „Þegar hann leyfði okk- ur að keyra bílinn sinn úti á hesta- mannavelli." En setningar sem þess- ar sannfærðu mig kannski frekar en annað um hve breiður vinahópur Jóhanns var. Hann var afskaplega hjartagóður og lét sig ekki muna um að eyða löngum stundum nú seinni árin, með yngstu kynslóðinni, þar sem hann reyndist þeim sem sannur stóri bróðir. Minningin um vingjarnlegt viðmót og góðmennsku Jóhanns kemur í huga mér þegar ég skrifa þessar lín- ur og veit ég að svo er um marga aðra sem þekktu Jóhann. Ég vil að leiðarlokum þakka Jó- hanni fyrir samfylgdina og allar þær gleðistundir sem við áttum saman. Hann hefur nú lokið dvöl sinni hér. Við hin stöndum eftir hnípin og biðj- um góðan Guð að vísa honum veginn og styrkja fjölskyldu hans í hennar miklu sorg. Pálmar Hreinsson. Fyrir 14 árum er ég fluttist til Nesja í Hornafirði með fjölskyldu minn, tók ég strax eftir dreng á svip- uðu reki og ég. Maður var fijótur að kynnast honum sökum þess hve opinn og einlægur hann var. Við urðum fljótt góðir vinir og uppátæk- in sem við krakkarnir í Nesjahverfinu fundum upp á voru mörg og margvís- leg og mikil samheldni var meðal okkar allra. Jói bjó yfir miklum þrótti og það sem hann fékk áhuga á fórst honum virkilega vel úr hendi. Snóker og veiðimennska voru í miklu uppáhaldi hjá honum, og einnig stóð hann fram- arlega í íþróttum skólans. Þegar mér voru færðar fregnirnar um slysið, rifjuðust upp minningar um Jóhann, bjartsýnin og lífsgleðin voru allsráðandi og maður skilur ekki hvers vegna svona ungur maður er hrifinn í burt frá okkur svo fljótt sem raun ber vitni, og maður getur ekki trúað því að eiga ekki eftir að hitta Jóa aftur. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahópinn, sem aldr- ei verður fyllt, en minningamar um góðan dreng og frábæran vin hverfa aldrei. Jóhann, sem allt vildi fyrir alla gera og var ávallt tilbúinn til að hjálpa öðrum, þó svo að ekki fengi hann alltaf nægilegt þakklæti fyrir, skilur eftir sig stórt skarð í hjarta manns. Stundirnar sem við áttum saman eru margar hveijar ógleyman- legar og er ég þakklátur fyrir þær og fyrir að hafa fengið að kynnast Jóhanni, hugrekkið og einlægnin var svo mikil og náði alltaf að smita út frá sér til okkar krakkanna. Um síðustu jól komum við saman og var stefnan þá sett á sumarið, eins og gengur og gerist.Maður var farinn að hlakka verulega til þess sem við ætluðum að framkvæma þá. En plönin vilja breytast og við fáum engu þar um ráðið, þótt við fegin vildum. Ég vil þakka Jóhanni allar okkar samverustundir sem aldrei eiga eftir að gleymast. Elsku Stebbi, Gréta, Þórketill og Jóhanna, ykkur sendi ég og mín fjölskylda, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Minningin um Jóhann Þór mun lifa um ókomna framtíð í hjörtum þeirra sem hann þekktu. Sigursteinn Brynjólfsson. Það eru víst liðin um það bil 14 ár frá því ég átti ofurlítið samstarf með nokkrum börnum úr hópi yngstu bamanna hér í sveitinni. Þetta var á leikskóla sem þá var stofnað til. Mér hefur oft verið hugsað til þessara fyrstu kynna af þessum bamahópi og þá sérstaklega hvemig þau með auknum þroska hafa varðveitt það upplag sem ég fann að í þeim bjó er ég starfaði með þeim þennan vet- ur. I þessum hópi var tápmikill og stundum nokkuð ferðmikill drengur, Jóhann Þór Stefánsson, sá hinn sami og nú hefur verið lagður til hinstu hvíldar. Það var gaman að kynnast Jó- hanni á leikskólanum forðum og finna þá góðu kosti sem hann bar jafnan með sér. Yngri bömin áttu þar góðan að. Var Jóhann jafnan tilbúinn til að aðstoða þau ef á þurfti að halda. Og þrátt fyrir að nokkuð gustaði stundum af Jóhanni sýndi hann þeim yngri jafnan fyllstu tillits- semi. Ungur fór Jóhann að umgangast hesta og sást oft til feðganna saman í reiðtúrum enda eignaðist Jóhann fljótlega hest. Með árunum jókst þekking Jóhanns á hestum og hesta- mennsku sem m.a. kom fram í góðum árangri hans á hestamótum. Hér var um að ræða eitt af áhugamálum Jóhanns sem tengdust náttúra byggðarlagsins og útiveru. Af sama toga var áhugi hans fyrir veiðiskap. Oft sást til Jóhanns með veiðistöng- ina sína og hóp yngri drengja sér við hlið, sem jafnan voru velkomnir í slíkar ævintýraferðir. Við Jóhann urðum góðir vinir á leikskólanum forðum og ég finn það nú hvað það var mér mikils virði að sú vinátta skyldi haldast. Það leyndi sér ekki að Jóhann gat það sem hann vildi. í umgengni við aðra vora allir jafnir. Skilvísi og orðheldni vora rík í fari hans. Eins og jafnan fylgir unglingsárum þurfti Jóhann stund- um að takast á við vandamál er þeim fylgja. Um þau mál spjölluðum við stundum, fyrir það traust eins og svo margt annað þakka ég honum innir lega við leiðarlok. Foreldrar Jóhanns Þórs, Stefán og Gréta, reistu sér ung heimili hér í Nesjum og þar ólu þau upp einka- soninn Jóhann Þór. í næsta húsi bjuggu svo amma og afi. Þar átti Jóhann jafnan traust athvarf, vináttu og hlýju. Inn á bæði þessi heimili bar Jóhann líf og fjör bernsku og uppvaxtaráranna sem með svo svip- legum hætti hefur nú verið bundinn endir á. Ég bið góðan Guð að styrkja ástvini Jóhanns Þórs í sorg þeirra nú. Og að þau megi um ókomin ár njóta minninganna um þann unga ástvin sem nú er horfinn. Valgerður Egilsdóttir. Bílamarkaóurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kópavogi, sími 671800 sanSF „Enginn verdmúr ' OPIÐ SUNNUDAGA KL. 14-18 Ath. Vantar á staðinn nýl. bíla árg. '88-’92. Einnig vantar ódýra bíla sem eru skoðaðir '93. Toyota Corolla Tourlng GLi 4x4 '91, grér, 5 g„ ek. 21 þ„ rafm. i öllu o.fl. V. 1350 þ. Cítroen BX 16 TRS '91, rauður, 5 g„ ek. 14 þ„ rafm.rúður o.fI. V. 1050 þ. Sk. á ód. Subaru 1800 GL station '89, blásans, 5 g„ ek. 62 þ. 2 dekkjag. o.fl. V. 1080 þ. Sk. á ód. Chevrolet Astro Van, 8 manna '86, vinrauð- ur, sjálfsk., ek. 56 þ. V. 1390 þ. Sk. á ód. V.W. Polo „Fancy" '90, ek. 18 þ. Litað gler o.fl. V. 590 þ. Peugeot 205 Junior '90, 5 dyra, ek. 20 þ. V. 550 þ. MMC Pajero Turbo Diesel '88, ek. 82 þ Toppeintak. V. 1390 þ. Sk. á ód. Toyota Celica 1.6 GTi '87 ek. 72 þ. Fal legur sportbill. V. 850 þ. Sk. é ód. Toyota Corolla Sedan '88, ek. 46 þ. V. 580 þ. Staðgr. Daihatsu Charade Sedan SG '90, 5 g„ ek 18 þ. V. 750 þ. Sk. é ód. Honda Prelude EXi 2000 '90, sjálfsk., ek 15 þ. V. 1750 þ. Sk. é ód. Ath. 15-30% staðgreiðsluafsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.