Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 Blóm vorsins - íris Iris reticulata — Harmony. Blóm vikunnar Ágústa Björnsdóttir 231.þáttur Ágæti lesandi. Enn á ný lítur Blóm vikunnar dagsins ljós eftir vetrardvalann. Það er kominn hefð fyrir því að þetta blóm legg- ist í dvala, en eins og önnur flölær blóm vaknar það til lífsins með hækkandi sól, missnemma eftir því hvernig árar. Veturinn í vetur hefur verið með ólíkindum, blíð- viðri fram á þorra, þannig að gróður var farinn að taka við sér. En síðan hafa skipst á skin og skúrir, eða réttara sagt frost og þíða. Of snemmt er að segja hvemig gróðri hefur reitt af, snjó- alög í byggð eru með minnsta móti, ef dæma má af fréttum fjöl- miðla, rétt að Vestfirðingar viti með vissu hvaða árstími er. Þar sem fyrst vorar er gróður þegar vaknaður til lífsins, en af gamalli reynslu má enn búast við frosta- köflum. Þá er gott að hafa tiltæk- ar einhverjar yfirbreiðslur til að leggja yfir óþolinmóðustu og við- kvæmustu angana í garðinum. Trékassi, gamall blómapottur eða fata geta bjargað ótrúlega miklu sé þessu hvolft yfir vorgróðurinn, ef frost er í aðsigi, en þá þarf að muna eftir að kippa yfirbreiðsl- unni burtu þegar sólin fer að skína. Oftast eru það smálaukarn- ir sem fyrstir taka við sér. Hjá mér sprungu fyrstu krókusarnir núna í janúar, en hjá nágranna mínum í götunni er vorboðinn — eranthis — alltaf fyrstu á ferð- inni. Þessir smálaukar eru mín uppáhaldsblóm, nær ekkert fýrir þeim haft, þeir eru lagðir að haústlagi og einn góðan veðurdag boða þeir vorið með litskrúði sínu og flestir fjölga sér með hveiju árinu án þess að mannshöndin komi þar nærri. Flestir þessara smálauka eru að uppruna fjallaplöntur, margir eiga rætur sína að rekja til Mið- jarðarhafsianda eða landa Litlu- Asíu og svo er einnig um þær plöntur sem mig langar til að vekja athygli á í þessum þætti, en það eru dvergírisar. íris tilheyrir sverðliljuættinni (iridacea) en gladíólur og krókus- ar eru einnig af þessari ætt. Meira en 300 tegundir eru þekktar af þessari ætt, sem vaxa í "kalda og tempraða beltinu á norðurhveli jarðar. Nafnið íris er grískt að uppruna og þýðir regnbogi. íris var líka grísk gyðja, þjónustumey Heru, konu Seifs. Að boði Heru renndi íris sér niður regnbogann til deyjandi kvenna og skar á þráð- inn sem tengdi sálina við líkamann og flutti sálina til dánarheima. Blóm írisar eru auðþekkt, blóm- blöðin eru sex, þijú ytri eru tiltölu- lega breið og beygjast út og nið- ur, en þijú eru mjó og upprétt. Hér á landi hefur íris verið rækt- uð í áratugi í gróðurhúsum og einstaka stórvaxnar tegundir eins og tjarnarlilja hafa verið ræktaðar lengi í görðum. Dvergírisin er hins vegar tiltölulega lítið þekkt en hún sver sig óumdeilanlega í ættina og þótt blómleggurinn sé aðeins um 10 sm hár eru blómin sjálf stór, 5-7 sm í þvermál. írishnýðin eru lögð á haustin í u.þ.b. 10 sm dýpi, helst í sendinn moldaijarð- veg, þau þola illa raka, en eru tilvalin fremst í vel framræst beð. Þó er líklega allra best að koma dvergírisum fyrir á sólríkjum stað í steinhæðinni. Dvergírisin er ekki ianglíf hér, blómstrar oft ekki nema fyrsta árið, þótt hún eigi það til að blómstra aftur ár eftir ár, en svo vel viil til að hnýðin eru tiltölulega ódýr. Iris retieul- ata, voríris, hefur töluvert verið ræktuð hér með góðum árangri. Hún er upprunnin í Suður-Rúss- landi, Kákasus og Norður-íran. Vorírisin blómstrar oftast í apríl, hún er lítill, u.þ.b. 10 sm en blóm- in stór. Blöðin eru sérkennileg, ferstrend og mjó. Á meðan blómg- un varir eru þau stutt, en vaxa upp að henni lokinni í 20-30 sm. Mörg litabrigði eru til af iris retic- ulata, frá nær hvítu yfir í dökk- blátt og eins eru til fjólublá og purpurarauð afbrigði. Oftast er voríris að finna á haustlaukalista Garðyrkjufélagsins, má nefna af- brigðið cantab, sem er ljósblátt með gulum flikrum, Harmony og Joyce, sem eru himinblá, Went- worth er fjólublátt og J.S. Dijt er purpurarautt og ilmar sætlega. Önnur dvergíris sem er skemmti- leg í steinhæðir er iris danfordiae, tyrkjaíris, sem vex villt í Tyrk- landi eins og nafnið bendir til. Eins og vorírisin blómstrar hún snemma, tekur nánast við af frændum sínum, krókusunum. Tyrkjaíris er gul og blómablöðin ívið breiðari en á vorírisi en blóm- stærðin svipuð. Blómin opnast oft áður _en fer að brydda á blöðun- um. Ég get ekki stillt mig um að minnast á eina íristegund enn, sem þó er ívið stórvaxnari en vor- íris og tyrkjaíris, eða 10-20 sm. Fyrir ári rak á fjörur mínar iris bucharica. Myndin af henni vakti forvitni mína, blöðin voru tiltölu- lega breið og þétt, gulgræn og lárétt eftir stuttum stöngli, sem bar mörg gul blóm. Þar sem ég sá í dönskum bókum að þessi íris væri viðkvæm þar, setti ég hana í nokkra potta í sólreit, en þannig er líka skemmtilegt að rækta bæði vorírisi og tyrkjarírisi. Suma pottana tók ég inn og naut blóm- anna þar, sem ilmuðu sætlega. Aðra potta tæmdi ég út í garð strax og fært var og þar blómstr- aði iris bucharica fagurlega í maí og var u.þ.b. 15-20 sm á hæð. í haust sem leið setti ég hluta þeirra aftur í sólreit en lét aðrar út á guð og gaddinn. Nú er farið að bóla á blöðum, bæði í sólreitnum og garðinum, og ég bíð í ofvæni eftir hvort blómin skili sér. S.Hj. Sykurmolarnir í New York: Smekkvísir ferða- langar á rusla- haugum poppsins „ÞAÐ ER föstudagurinn langi. Jesús dó í dag ... fyrir nokkrum klukkustundum.“ A sviði skemmtistaðarins Roseland í New York standa Sykurmolarnir, Einar Örn Benediktsson masar í hljóðnem- ann og Björk Guðmundsdóttir klifrar upp og niður tónstigann. Kraftmikil tónlistin lemur hlustirnar og áheyrendur teygja búka og hrista. Úti fyrir glampar á regnbarðar götur og gangstéttir Manhattan. Svartklædd ungmenni tínast inn á hljómleikastaðinn. Inni bíður fólk þess að Molamir stígi á svið- ið. Flestir hafa fylgst með þeim frá því að platan „Life’s too Good“ kom út fýrir fjórum árum og vilja komast að því hvaðan vindurinn blæs á nýju plötunni, „Stick Aro- und for Joy“. Upp úr klukkan níu eru ljósin slökkt á sviðinu og ballið byijar: Björk stekkur fram á sviðið íklædd svörtum, aðskornum krumplakkskjól með hárið greitt í tvo kramarhúslaga hnykla og byijar ásamt Einari Emi að syngja upphafslínur lagsins „Gold“ og áhorfendur taka þegar við sér. Björk og Einar Öm em eins og skopparakringlur á sviðinu inn- an um hina Molana, sem standa nánast eins og myndastyttur. Bragi Ólafsson plokkar bassann ótrauður og laumar af og til inn ísmeygilegri sveiflu, sem hann undirstrikar með prakkaralegu brosi þegar Einar Öm eggjar hann til dáða. Þór Eldon strýkur gítar- inn og slær og blandar saman ryþmum og einleik í hnökralausa samfellu radda og hljóðfæra. í „Chihuahua" beinist að honum skjannahvít ljóskeila og flóð- lýstur gítar hans sendir frá sér skerandi hljóð með myrkum undirtóni mitt á milli þess að Björk veltir titli lagsins um á tungunni eins og sælgæti. Mar- grét Örnólfsdóttir galdrar ólík- legustu hljóma fram úr hljóm- borðunum, allt frá sinfónsku hliðarstefi „Hit“, sem einhver poppskríbent vestra benti á að gæti allt eins verið tekið úr James Bond-mynd, til andrúms regnskóganna í perúskum flaututónum hljóðgervils síns í laginu „Walkabout“. Límið, sem heldur saman sundurleitri og litríkri tónlist Sykurmolana, kemur auk Braga frá trommu- setti Sigtryggs Baldurssonar, sem þenur húðir af öryggi 'og vissu og laumar áhrifum fönks og soul inn í gáskafulla harðn- eskju nýbylgjunnar þar sem hann situr í hvarfí við áhorf- endur bak við foldgnátt hljóð- færi sitt. Upp við sviðið standa áhorfend- ur í einni kös og sumir nýta sér að þeir í miðjunni eiga sér engrar undankomu auðið með því að klifra upp á skarann og fleyta kerlingar ofan á höfðum við- staddra. Síðhærður glókollur nær því að rísa upp í nokkrar sek- úndur og steyta hnefa framan í Einar Örn áður en mannhafið undir honum opnast og gleypir hann. Sykurmolarnir vinda sér úr einu laginu í annað. Þeir spila nánast öll lögin af „Stick Áround for Joy“ og lauma inn í dagskránna eldri gullkomum á borð við „Birthday", „Deus“, „Delicious Dernon" og „Regínu“. Einar Örn og Björk ná vel sam- an á sviðinu. I „Leash of Love“ gengur Einar Örn fram og aftur, ýmist bíræfinn eða skömmustu- legur á svip, með lítinn tuskuhund í fangi á meðan Björk kallar hann bastarð með bros á vör. í „Deus“ berar Einar Örn á sér kviðinn blaðamanni The New York Times til hrellingar svo skín á fölbláa krossa á maga hans. Einar Örn hefur dregið úr böl- sóti og einræðum milli laga og hljómsveitin er farin að leika sem einn maður þótt með mörg andlit sé. Hljómsveitin er á hraðferð um Bandaríkin og rekur hver borgin aðra. Washington, D.C., kvöldið áður, Boston daginn þar á undan. Eftir tónleikana er Bragi svo áttavilltur að það tekur hann Ljósmynd/Stefanía Þorgeirsdóttir smástund að rifja upp hvar hann var í gær. Með sígarettu og tómt plastglas segir hann að ferðin hafi gengið vel, dræm forsala, en miðar rifnir út sam- dægurs tónleikum og spilað fyrir nánast fullum húsum. í fyrsta laginu eftir uppklapp örlar á snilligáfu: „Næsta lag er um þessi vítamín, þið vitið, ABCD ...,“ segir Björk og hljómsveitin vindur sér við taumlausan fögnuð í lagið, sem einna helst rennir stoðum undir þau orð gagnrýn- anda vikublaðsins The Boston Phoenix að Sykurmolamir séu smekkvísir ferðalangar um rusla- hauga poppsins. Gagnrýnandi The New York Times kveðst eftir föstudagstón- leikana allt eins eiga von á því að Sykurmolamir taki upp á því á tónleikum að stíga af sviðinu upp í fljúgandi furðuhluti og hverfa á braut. í lokalaginu ganga kynjaverur íklæddar furðufötum upp á svið og stíga undarlegan dans: geimskip Sykurmolanna kveður New York. Karl Blöndal Fjórði fræðslu- fundur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags Mánudaginn 27. apríl kl. 20.30 verður haldinn fjórði fræðslu- fundur HÍN á þessu ári og verð- ur hann síðasti fundur vetrar- ins. Fundurinn verður að venju haldinn í stofu 101 í Odda, Hug- visindahúsi háskólans. Á fundin- um hehlur Magnús Sigurgeirs- son, jarðfræðingur erindi, sem hann nefnir: „Gjóskumyndanir á Reykjanesi". I fyrirlestrinum sínum segir Magnús frá rannsóknum, sem hann hefur gert á gjóskulögum, sem myndast hafa við gos í sjó undan Reykjanesskaga, þar sem hann rekur upptök þeirra út- breiðslu og aldur. Alls fann hann þar 10 gjóskulög, sem myndast hafa á fjórum gosskeiðum, og auk þess tvö gígbrot við ströndina. Aldur elsta gosskeiðsins er yngra en 4000 ára gamalt, en það yngsta frá sögulegum tíma á 12. og 13. öld. -----» ♦ ♦--- Fyrirlestur um garðrækt FYRIRLESTUR verður haldinn um garðrækt í Grunnskóla Grindavíkur þriðjudaginn 28. apríl klukkan 20,30. Tveir garð- yrkj u fræðingar, Auður Odd- geirsdóttir og Kristinn H. Þor- steinsson flytja fyrirlestra um sitthvort efnið. Auður flytur fyrirlestur um könnun, sem hún gerði á Suður- nesjum um vaxtarmöguleika tijáa og runna við sjávarsíðuna, en Kristinn mun fjalla um umhirðu tijáa og runna, gróðursetningar og fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.