Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MICROSOFT.      einarj.
WINDOWS.  SKÚLASONHF
*t$mM$foib \%.
MORGVNBLAÐIB, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVtK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 25. APRIL 1992
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Sandrok á
öllu Suð-
'urlandinu
OFSAROK hefur verið á landinu,
einkum sunnan- og austanverðu,
síðustú tvo sólarhringa og urðu
nokkur spjöll af völdum veðurofs-
ans á Suðurlandi. Ófært var vegna
sandroks frá Eyjafjöllum allt aust-
ur að Djúpavogi og sömuleiðis um
Óseyrarbrú. Þak sviptist af fjósi
á bænum Garði í Mýrdalshreppi
og bilar á leið yfir Skógasand og
Sólheimasand skemmdust í sand-
foki. Undir Hafnarfjalli fauk bíll
í fyrrakvöld og annar fauk í gær.
Engin slys urðu. Allt flug innan-
lands lá niðri í gær.
"* Víða var ofsaveður við suður-
ströndina með tilheyrandi sandroki.
Að sögn vegaeftirlitsmanna var
meira eða minna ófært frá Skóga-
sandi austur að Djúpavogi. Vitlaust
veður var á söndunum sunnanlands
og í Öræfasveit. Beðið var átekta
með fyrirhugaðan mokstur á Odds-
skarði og á heiðunum í kringum ísa-
fjörð, en þar var víðast ófært vegna
snjóa. Ágæt færð var yfírleitt á Norð-
ur- og Norðausturlandi.
Skemmdir urðu á nokkrum bæjum
h- Mýrdalshreppi. Þak fauk af súr-
heysgryfju og mjólkurhúsi á bænum
Görðum. Gróðurhús á bænum fauk
einnig. Skjólgrindverk fuku í Vík í
Mýrdal en að öðru leyti varð ekki
mikið tjón þar.
Mikið sandrok var við Óseyrar-
brúna og urðu töluverðar skemmdir
á nokkrum bílum sem fóru um brúna.
Ökumönnum á leið til Reykjavíkur
var ráðlagt að taka á sig hálftíma
krók fram hjá Skálholti og Gríms-
nesi.
? ? ?
Neskaupstaður
vill Islandsflug:
Akvörðun
ráðherra
eftir helgi
BÆJARSTJÓRN Neskaupstaðar
samþykkti einróma í gærkvöldi
að mæla með að íslandsflug fái
sérleyfið á flugleiðinni til og frá
Reykjavík. Bæjarstjórnin fór
fram á að gefa umsögn sína um
¦ &á tvo aðila sem sótt hafa um
íeyfið, Odin Air og íslandsflug.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra segir að hann muni taka
ákvörðun um hvorum aðilanum
verði veitt leyfið eftir helgina en
Flugráð hefur mælt með Odin
Air.
Aðspurður um hvort samþykkt
bæjarstjórnar muni hafa áhrif á
ákvörðun hans segir Halldór að alltaf
sé gagnlegt að vita vilja heimamanna
í málum sem þessum.
. ,£ Gunnar Þorvaldsson framkvæmd-
astjóri Islandsflugs segir að hann sé
ánægður með niðurstöðu bæjar-
stjórnar og að íslandsflug sé tilbúið
að taka við sérleyfinu falli ákvörðun
ráðherra á þann yeg. Sem kunnugt
er af fréttum dró íslandsflug umsókn
sína til baka í kjölfar umsagnar Flug-
ráðs í málinu. „Bæjarstjórn sendi
endurskoðanda til að fara yfir stöðu
"""fyrirtækjanna beggja og þetta er
" niðurstaða úr þeirri könnun," sagði
Gunnar.
Morgunblaðið/RAX
Hjónin Jonna og Vigfús silja í rústunum og horfa á ærnar og lömbin á túninu.
Milljóna tjón í fárviðri á Berjanesi undir Eyjafjöllum:
Þak af í heilu lagi og skall inn-
an við metra frá stofuglugga
MILLJÓNA TJÓN varð á bænum Berjanesi undir Eyjafjöllum í ofsa-
veðri að kvöldi sumardagsins fyrsta. Þak fauk þar af fjósi og skall
þekjan til jarðar innan við metra frá þeim stað í íbúðarhúsinu þar
sem húsfreyjan var með tvö ung bðrn. Hvorki menn né skepnur
sakaði. Þá hrundi gafl úr hlöðnum steini á fjósinu, auk þess sem
skemmdir urðu á þaki fjárhúss.
„Ég var að horfa á Laxness-þáttinn
í sjónvarpinu þegar ég heyrði
sprengingu og það dimmdi inni
stofunni þegar þakið kom af fjósinu
í heilu lagi fram hjá glugganum,
og sprakk ofan í túnið," sagði
Jonna Elísdóttir húsfreyja á Berja-
nesi en hún var ein heima á bænum
með tvö börn, 3 og 4 ára.
Bóndinn í Berjanesi, Vigfús
Andrésson, var norður í Eyjafirði
en barðist suður í versta veðri þeg-
ar hann frétti af tjóninu og var
kominn heim síðdegis í gær. Hann
segir Eyfellinga ekki muna eftir
jafnyondu veðri á þessum árstíma.
„Ég hringdi strax í Drangshlíð
og bóndinn þar kom ásamt öðrum
bónda og syni sínum í bíl, sem
þeir voru búnir að þyngja niður
með áburðarpokum. Þeir komust
við illan leik til mín en við kom-
umst ekki út úr húsi aftur fyrr en
eftir miðnætti," sagði Jonna. Hún
sagði að börnin hefðu eðlilega ver-
ið mjög hrædd, ekki síst þar sem
þau hefðu óttast um kýrnar sex í
fjósinu. Þeim var komið í hlöðu.
Vigfús Andrésson sagði ljóst að
um milljóna tjón væri að ræða.
Önnur þekjan öll og þriðjungur af
hinni hefðu fokið af rúmlega 300
fermetra fjósinu og gaflinn að
framan hrunið. Það sem eftir stæði
af húsinu léki á reiðiskjálfi og
gæti gefið sig hvenær sem er ef
önnur gusa kæmi. Þakið á fjárhúsi
bæjarins gekk til og slútir fram
yfir hallandi gaflinn. I fjósinu voru
28 básar og lausaganga í 14 bása
stæðu.
Hlé á saniningaviðræðum eft-
ir deilur um miðlunartillögu
RIKISSATTASEMJARI lagði ekki fram miðlunartillögu í kjaradeilu
Alþýðusambands íslands við vinnuyeitendur og Bandalags starfsmanna
rikis og bæja og ríkisins og Kennarasambands íslands við sljórnvöld
eins og hugmyndir höfðu verið uppi um í gær, þar sem ekki var sam-
staða um hvort miðlunartillaga ætti að ná til þeirra félaga sem hafa
staðið utan samflots launþegarhreyfingarinnar. Hlé var gert á samn-
ingafundinum um miðnætti í nótt, en hann hafði þá staðið frá þvi að
morgni fimmtudagsins og var þá ljóst að ef sáttasemjari leggur fram
miðlunartillögu nær hún eingðngu til þeirra félaga sem hlut eiga að
samflotinu. Fundur hefst að nýju klukkan 14 í dag.
Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissátt-
asemjari, sagði að vinnuveitendur
hefðu seinnipartinn í gær vísað öllum
viðræðum um kjarasamninga við
aðildarfélög Alþýðusambands ís-
lands til hans og hefðu talið að miðl-
unartillaga ætti að ná til allra aðild-
arfélaga ASÍ. Um það hefði verið
grundvallarágreiningur milli aðila og
hann hefði ekki getað hugsað sér
að leggja fram slíka tillögu nema
eftir viðræður við þau félög sem
ættu í hlut en það hefði tafíð viðræð-
ur verulega. Hann hefði því tekið
ákvörðun eftir viðræður við alla aðila
að leggja ekki fram slíka tillögu
nema hún næði eingöngu til þeirra
félaga sem í hlut ættu. Það væri
möguleiki en einnig væri ekki útilok-
að að reynt yrði að ljúka málinu með
samningum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru það einkum félög opin-
berra starfsmanna sem voru fýsandi
þess að ríkissáttasemjari legði fram
miðlunartillögu. Sum félög í ASÍ eiga
ekki aðild að samflotinu svo sem
Málm- og skipasmiðasamband ís-
lands og Flugfreyjufélag íslands.
Sama gildir um félög innan vébanda
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja. Félög fóstra, sjúkraliða, lög-
reglumanna og tollvarða eiga ekki
aðild að viðræðunum, auk nokkurra
bæjarstarfsmannafélaga.
Samkvæmt lögum um sáttastörf
í vinnudeilum er ríkissáttasemjara
heimilt að leggja fram miðlunartil-
lögu til lausnar vinnudeilu eftir að
hafa ráðgast við aðila. Sáttasemjari
ákveður í samráði við samninga-
nefndir hvenær og hvernig atkvæða-
greiðsla fer fram. Hún skal vera
skrifleg og leynileg og var hugmynd-
in sú að atkvæðagreiðsla færi fram
í hverju félagi fyrir sig á sama tíma
eftir ákvörðun sáttasemjara. Miðlun-
artillagan hefði tekið á atriðum sem
ekki hafði tekist sátt um. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins vildu
launþegar fá 1,7% kauphækkun frá
gerð samninga, en höfðu fengið til-
boð um 1,5% hækkun. Ekki var rætt
um frekari flatar launahækkanir á
samningstímanum. BSRB lagði
áherslu á samningstíma til 1. febrúar
og ASÍ til 15. febrúar en tilboð hafði
komið fram um samningstíma til 1.
mars. Þá var einnig gert ráð fyrir
láglaunabótum tvívegis á laun undir
80 þúsund, desemberuppbót hækkaði
úr 10 í 12 þúsund krónur og orlofs-
uppbót hækkaði úr 7.500 krónum í
8 þúsund. Aðilar hittu ríkisstjórn-
ina tvívegis í gær og var rætt um
atvinnu-, vaxta- og velferðarmál.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52