Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4    B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRIL 1992.
Morgunblaðið/Emilía
LIFANDI
GLERIÐ
Margrét Zóphóníasdóttir sýnir
glermálverk á Kjarvalsstöðum
„Gler er lifandi efni. Það er óstýrilátt en um leið ögrandi
og spennandi. Reyndar eru allir þættir sköpunarferils-
ins lifandi — glerið, litirnir, brennslan. Skapanornirnar
þurfa að haldast í hendur til að þetta takist. Maður fer
í rauninni ekkert með glerið, það er sjálfstæð vera,"
segir Margrét Zóphóníasdóttir sem opnar í dag sýningu
á svokölluðum glermálverkum í vestur-forsal Kjarvals-
staða.
Við erum vön steindu gleri
í kirkjugluggum og tengj-
um það vanalega trúar-
legri reynslu. „Jafnvel
firrt og trúlaus nútíma-
manneskja getur fundið þar frið
og sáluhjálp," skrifar Margrét í
sýningarskrá sina. En verk hennar
eru af öðrum toga, þótt eflaust
geti áhorfendur orðið fyrir ákveð-
inni hugljómun frammi fyrir gler-
inu hennar, ekki síst ef sólin skín,
þá lifna þau öll og ljóma, eins og
Margrét bendir blaðamanni á þegar
sólin glennir sig sem snöggvast.
Það er því trúlega best að velja
sæmilega bjartan dag til að koma
í vestur-forsal Kjarvalsstaða.
Reyndar gætu menn líka skoðað
verkin utan frá, en þá eru þau allt
öðruvísi en séð innan frá, þaðan
sem ætlast er til að þau séu skoð-
uð. Það skiptir líka miklu máli hvert
sjónarhornið er, ný blæbrigði geta
komið í ljós ef horft er á ská á
myndflötinn. Þannig eru þessi verk
margföld í glerinu og líklegast að
engir tveir gestir sjái sömu sýning-
una.
Margrét segist hafa unnið verkin
á glerverkstæði Frese og sona í
Kaupmannahöfn í janúar og febr-
úar síðastliðnum. Fyrir titstilli vinar
síns hafí hún komist á snoðir um
þetta verkstæði 0g heillast. Þar
glímdi hún í tvo mánuði við að
mála með „eitruðum litum" á gier-
ið og segist aldrei hafa vitað ná-
kvæmlega hvað mundi koma út úr
ofninum, en glerið er brennt við
620 gráða hita í fjóra daga þegar
búið er að mála á það. „Svo heyrð-
ist allt í einu brak og brestir og
ég vissi ekki hvað hefði sprungið,"
segir Margrét og hefur ekki orðið
óbarinn biskup. „Það var mikið
mál að blanda litinn. Ég varð að
vinna eftir númerum og liturinn
var ekki réttur á, guli liturinn var
til dæmis brúnn þegar ég bar hann
á. Ef liturinn varð of þunnur var
ekkert við því að gera, það var
ekki hægt að mála yfír. Þá var
ekki um annað að ræða en að þvo
myndina og byrja upp á nýtt."
Sökum þessara takmarkana
varð Margrét líka að breyta form-
um málverkanna og leggja skissur
sínar til hliðar. „Ég ætlaði að hafa
meiri form, byrjaði með skip og
fleiri einföld form, en það bara
passaði ekki," segir Margrét. „Ég
gat ekki fangað einfaldleikann með
því móti." Svo hún fór meira út í
abstrakt-myndir, en segist þó hafa
reynt að undirstrika ákveðin form
ef þau bónkuðu upp á.
Margrét telur að glermálverkin
séu þrátt fyrir allt rökrétt fram-
hald af því sem hún hefur verið
að gera áður og vinnulag að sumu
leyti svipað, t.d. hvað varðar virkj-
un skyndihugdettunnar. Margrét
útskrifaðist úr grafíkdeild frá Sko-
len for Brugskunst í Kaupmanna-
höfn árið 1981, en tók síðar til við
að mála. „Mér fannst ég vera svo
stíf í grafíkinni, fannst ég þurfa
að fá nýja vídd inn í hana," segir
hún. Glerið er ný vídd í verkum
Margrétar, því eins og hún bendir
á í sýningarskrá hefur það þann
eiginleika umfram önnur efni að
vera gegnsætt „sem gerir það að
verkum að þegar Ijósið fellur í gegn
virðist uppspretta þess falin inni í
glerinu sjálfu".
Sýning Margrétar stendur til 10.
maí.
-rhv
Ljóí
lífsreyn
TEHÚS ágústmánans nefn-
ist ný ljóðabók eftir Jóhann
Árelíuz, en fyrir handritið
hlaut hann fyrstu verðlaun
í bókmenntasamkeppni Al-
menna bókaféJagsins. Tehús
ágústmánans er þriðja ljóða-
bók Jóhanns, sú fyrsta, Blátt
áfram, kom út árið 1983 og
Söngleikur fyrir fiska kom
út 1987. Jóhann Árelíuz er
ættaður úr Vopnafirði, ólst
upp á Akureyri, en hefur
síðustu sautján árin verið
búsettur í Svíþjóð þar sem
hann var við nám og hefur
unnið að ýmsu.sem til hefur
fallið, en þó alltaf fyrst og
fremst að skáldskapnum.
Jóhann Árelíuz segir að um það
leyti sem hann flutti til Sví-
þjóðar, um miðjan áttunda
áratuginn, hafí verið mikið
um félagslegt raunsæi X.
skáldskap, skáld reyndu að~
setja fram boðskap og þetta
var tími hins opna ljóðs. „Sjálfsút-
gáfan stóð í blóma, og fólk hljóp í
burtu ef það sá skáld álengdar,"
segir hann og hlær; „sumir voru
mjög kraftmiklir í sölunni og gáfu
oft og mikið út. En mér fannst þetta
allt saman frekar leiðinlegt, svo ekki
sé meira sagt.
Það var ekki í tísku á þessum tíma
að vera rómantíker, og það er aldrei
hægt að markaðssetja rómantík. Það
er ekki hægt að setjast við tölvuna
sína og ætla að yrkja rómantísk og
miðleitin ljóð, ljóð sem í sjálfu sér
eru ekki um neitt, en eru samt um
það sem öll ljóðlist hefur snúist um
frá upphafi: ástina, lífið og dauðans
óvissa tíma. Það er út í hött að tala
um hlutverk ljóðsins, en það er hægt
að athuga þau ljóð sem lifa; í þeim
er þessi elegíski tónn sem ekki er
hægt að finna upp."
—  Ert þú rómantískt skáld?
„Mér leiðast svona skilgreiningar
mjög, en rómantíker... jú jú. Það er
sjálfsagt ekkl hægt að verja sig al-
veg gegn því, ég er frekar innblásið
skáld. Ef það er rómantík að bíða
eftir innblæstri, í staðinn fyrir að
rjúka af stað og skrifa hvern and-
skotann sem manni dettur í hug, eða
án þess að manni detti nokkuð í
hug, þá er ég rómantíker."
Fagur er dalur
vina
vind mér bláþráð
hvíta Ijóssins
þú
yndið heitt
ástin
þú.
toppur
þessárar stjörnu
ég
kýs mér
grænan reit
í hjarta þínu
—  Ástin er áberandi þáttur í ljóð-
um þínum.
„Astin ætti að vera hverjum
manni eitthvað sjálfsagt og sjálf-
gefið, menn ættu að vera ástfangn-
ir helst allan sólarhringinn. Jú, ég
er örugglega ástarskáld og er
ánægður með það.
Eg held að rómantíkin sé á upp-
Jóhann Áreliuz
Morgunblaðið/Einar Falur
JÓHANN ARELIUZ SEGIR FRA VERÐLAUNABOK
SINNI, ÁST 0G RÓMANTÍK, SKÁLDSKAP í
SVÍÞJÓÐ OG ÝMSU FLEIRU
leið. Það er eitthvað sem Hggur í
tíðinni, þessi kalda markaðshyggja
hefur farið gandreið ansi lengi:
tölvuvæðing, markaðssetning, þjón-
usta og ráðgjöf, verðbólga og allt
annað. Hraðinn og stressið er lífs-
vandi sem við að sumu leyti búum
okkur til sjálf, en ég held að fólk
sé búið að fá alveg nóg af þessu
og sé farið að Ieita að einhverju
öðru — leita kannski bara að sjálfu
sér. Málin verða ekkert leyst á út-
varpsrásunum, þó þar sé verið að
tala um alla hluti og ekki neitt frá
morgni til kvölds. Það er mikið ráð-
leysi og hraði hér á íslandi, sem
er miður, því það er annars hvergi
betra að vera. Hér er fagur fiskur
í sjó — þrátt fyrir kvóta — fjöllin
fagurblá, og ég veit ekki hvað og
hvað. Fólk þarf að hyggja að fleiru
en umbúðunum."
LÍFSVERKÍLJÓÐ
— Situr þú meira og minna við
skriftir og bíður eftir innblæstrin-
um?_
„Ég hef ekki átt þess kost að
sinna ristörfum í þeim mæli sem
ég hefði kosið, en aðstæðurnar hafa
þó orðið mér hagstæðari hin seinni
ár og nú síðasta árið hef ég verið
eingöngu við ritstörf. Allt sem ég
hef tekið mér fyrir hendur hefur
verið aukageta til að geta skrifað.
Annað hefur ekki vakað fyrir mér.
Sem ljóðskáld er prýðilegt að hafa
reynt bæði eitt og annað, og það á
við um allan skáldskap. Fátt er
blóðlausara en framleiðsla þeirra
sem fara þessa beinu línu: grunn-
skóli, menntaskóli, háskóli, og byrja
síðan að skrifa eins og lífsreyndir
menn."
— Finnst þér þú ekki vera langt
frá útgáfunni þar sem þú situr í
Stokkhólmi og skrifar?
„Jú, ég var mjög langt frá útgáf-
unni", svarar Jóhann brosandi.
„Mér datt ekki í hug að leita að
útgefanda fyrir fyrri bækurnar, ég
vildi bara að þær kæmu út. Ég hef
heyrt það margar sögur af því
hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í
útgáfumálunum hér. Það er skömm
að því að stóru forlögin skuli ekki
sjá sóma sinn í því að gefa út fleiri
ljóðabækur. Þau forlög sem gefa
út svokallaðar fagurbókmenntir
þyrftu að gera meira af því að efna
til samkeppna, það er eina leiðin
til að komast fram hjá niðurdrep-
andi kunningsskap.
Það er náttúrlega ekki peninga-
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8