Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 97. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Afganistan: Hekmatyar sagð- ur vilja sættast við nýju valdhafana Kabúl. Reuter. REYNT var að skjóta niður C- 130 Herkúles-flugvél Nawaz Sharifs forsætisráðherra Pa- kistans er hann kom til Kabúl i gær, fyrstur erlendra leiðtoga, til viðræðna við nýju valdhaf- ana. Talið er að skæruliðar hlið- hollir Gulbuddin Hekmatyar hafi verið að verki en vopn þeirra höfðu ekki drægni til að granda flugvélinni. Sharif sagði eftir komuna til Kabúl að hann hefði rætt við Hek- matyar í síma í gærmorgun og tekið af honum loforð um að hætta bardögum og ganga til liðs við stjórn frelsis- hreyfínganna sem tók við völd- um í Afganistan Gulbuddin [ fyrradag. Þrátt Hekmatyar fyrir þessi loforð stofnuðu sveitir Hekmatyars til bardaga í suðurhluta Kabúl í gær. Sibghatullah Mojadidi, leiðtogi stjórnar frelsissveitanna í Kabúl, sagði að afstaða hefði ekki verið tekin til hugsanlegrar aðildar Hek- matyars að stjórninni eða hvort hann fengi rétt til þess að útnefna forsætisráðherra eins og samið hefði verið um í Peshawar í Pakist- an í síðustu viku. Hekmatyar hafn- aði því samkomulagi skæruliða- hreyfínganna og leiðtogar fylkinga sem aðild eiga að stjórn Mojadidis sögðu í gær að Hekmatyar hefði sjálfur dæmt sig úr leik og útilok- að væri að fylking hans fengi að- ild að stjórninni. Sharif afhenti Mojadidi 10 millj- ónir dollara í Kabúl í gær sem fyrstu efnahagsaðstoð Pakistana og hét Afgönum einnig 50.000 tonnum af hveiti sem er álíka verð- mæt gjöf. Hann hvatti jafnframt nýju landsfeðurna til að sýna sáttfýsi og veita Najibullah fyrrum forseta sakaruppgjöf ásamt öðrum fyrr- verandi valdamönnum. Sjá „Skæruliðar sýna enga miskunn“ á bls. 20. Eþíópar krafðir um greiðslur Addis Ababa. Reuter. LEIÐTOGAR Samveldis sjálfstæðra ríkja vilja að Eþíópíumenn endurgreiði átta miiyarða dollara hern- aðaraðstoð sem sovétsljórn- in sáluga veitti stjórn Meng- istus Haile Mariam Eþiópíu- forseta til þess að beijast við uppreisnarmenn sem náðu völdum í Eþíópíu í fyrra. Lev Míronov fyrrum sendi- herra Sovétríkjanna í Eþíópíu sagði á blaðamannafundi í Addis Ababa í gær, að leiðtog- ar Samveldisins hefðu óskað eftir viðræðum við nýju vald- hafana í Eþíópíu um endur- greiðslu hernaðaraðstoðar að upphæð 8 milljarðar dollara, jafnvirði 480 jnilljarða ÍSK. Míronov sagði að Sovétmenn hefðu veitt stjórn Mengistus 800 milljóna dollara efnahags- aðstoð á 17 ára valdatíma hennar auk hernaðaraðstoðar- innar. Sérfræðingar í málefnum Eþíópíu telja engar líkur á því að nýju valdhafarnir verði við óskum Samveldisríkjanna. Reuter Verföll opinberra starfsmanna í Þýskalandi hafa staðið í þijá daga með alvarlegum afleiðingum fyrir allt þjóSlífið. Myndin er frá FrankJfurt en þar og annars staðar safnast sorpið fyrir á götunum. Verkföllin í Þýskalandi: Yaxandi áhyggjur meðal Ehrópuþjóða TT„n t.l/f ntJ Dn.i^nM Frankfurt. Reuter. VERKFÖLLIN í Þýskalandi breiðast enn út og í gær fóru 130.000 málmiðnaðarmenn í dagsverkfall til að leggja áherslu á kröfu sína um 9,5% launahækkun. Ríkisstjórnin og atvinnurekendur eru þó enn einhuga um að fara ekki lengra en í 4,8%, sem þau segja raunar meira en efnahagslífið þoli. Afleiðingar verkfallanna verða alvarlegri með degi hveijum og er ástandið í Þýskalandi farið að valda verulegum áhyggjum meðal annarra Evrópuþjóða. ast ríkisstarfsmenn 9,5% launa- Verkföll opinberra starfsmanna verða stöðugt víðtækari og eru samgöngur, póstþjónusta, sorp- hirðun og starfsemi sjúkrahúsa víða lömuð af þeim sökum. Krefj- Stjórn Caris Bildt bíður hnekki: Sænska þingið fellir frum- varp um lækkun útgjalda Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA ríkisstjórnin beið ósigur á þingi í gær er frumvarp hennar um breytingar á greiðslum ellilíf- eyris náði ekki fram að ganga. Carl Bildt forsætis- ráðherra gagnrýndi Nýtt lýðræði harðlega fyrir andstöðu gegn frumvarpinu og sagði flokkinn ekki trúverðugan þar sem afstaða til frumvarpsins stang- aðist á við kosningaloforð flokksins um að beita sér fyrir niðurskurði rikisútgjalda. Frumvarpið gerði ráð fyrir af- námi lífeyrisgreiðslna til þeirra sem ynnu í hálfu starfí eftir sextugt. Með því hefðu sparast tveir millj- arðar sænskra króna í ríkisútgjöld- um. Anne Wibble fjármálaráðherra sagði að ná yrði þessum niður- skurði með öðrum hætti fyrst frum- Carl Bildt varpið féll. Hlaut það 152 atkvæði en 164 greiddu mótatkvæði og 33 þingmenn voru fjarverandi. „Við bundumst samtökum við jafnaðarmenn því þeir buðu upp á betri valkost," sagði Ian Wacht- meister, formaður Nýs lýðræðis, eftir atkvæðagreiðslurnar. Tals- menn ríkisstjórnarinnar sögðu flokk Wachtmeisters ekki trúverð- ug stjórnmálasamtök því þau hefðu boðað niðurskurð ríkisútgjalda í kosningabaráttunni en sýndu það ekki í verki þegar tækifæri gæfist. Beðið hafði verið eftir atkvæða- greiðslunni með eftirvæntingu þar sem hún þótti prófsteinn á mögu- leika stjórnarinnar til að koma boð- uðum/sparnaðaraðgerðum sínum í gegnum þingið. Úrslitin þóttu slæmar fréttir á fjármagnsmarkaði og snarhækkuðu vextir þegar þau lágu fyrir. hækkunar eins og málmiðnaðar- menn en ríkisstjórn Helmuts Kohls sýnir þess engin merki enn sem komið er, að hún ætli að fara að dæmi Willys Brandts og jafnaðar- manna 1974 en þá gafst stjórnin upp fyrir verkfallsmönnum eftir þijá daga. Reyndist uppgjöfín síð- ar dýrkeypt fyrir Brandt-stjórnina. Miklir erfiðleikar steðja nú að Þjóðveijum enda er gífurlegur kostnaður við sameiningu þýsku ríkjanna farinn að segja til sín. Fjárlagahallinn er vaxandi, verð- bólga meiri en verið hefur í áratug og vextir háir. Segja talsmenn rík- isvaldsins og atvinnurekenda, að við þessar kringumstæður sé úti- lokað að hækka launakostnað nema með því að stórskemma samkeppnisstöðu þýsks iðnaðar. Þótt verkföllin hafí ekki staðið nema í fáa daga eru þau þegar farin að hafa mjög alvarlegar af- leiðingar og óttast niargir, að stöð- ugleiki þýska marksins sé í hættu. Vaxandi áhyggna gætir einnig meðal annarra Evrópuþjóða en pólitískur stöðugleiki og efnahags- legur styrkur Þjóðveija hefur að sumu leyti verið grundvöllur efna- hagslegra framfara í álfunni allt frá stríðslokum. í breskum blöðum gætir að vísu nokkurrar þórðar- gleði yfir því, að Þjóðveijar skuli hafa sýkst af „bresku veikinni“ en stjórnmálamenn og hagfræð- ingar segjast óttast, að verði Þýskaland fyrir hnekki muni öll Evrópa verða illa úti. Sjá „Hættir Kohl . . á bls. 20. Fleiri Dan- ir drekka sig í hel Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttritara Morgunblaðsins. FLEIRI Danir deyja í dag af völdum ofdrykkju en áður, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á vegum Kaup- mannahafnaramts. Fyrir sjö árum dóu 14,3 Dan- ir af hveijum 100.000 íbúum landsins af völdum ofdrykkju en árið 1989 hafði hlutfallið hækkað í 18,6 andlát. Að sögn yfírlæknis Kaup- mannahafnaramts er raunveru- leikinn reyndar talinn allt annar og óttast yfirvöld að tölurnar nái aðeins til toppsins á ísjakan- um, eins og komist var að orði. Margfalt fleiri deyi úr sjúkdóm- um tengdum áfengisneyslu en það komi hins vegar ekki fram á dánarvottorðum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.