Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 so Minning: Eggert Eggerts son, Arnbjargarlæk Fæddur 17. júlí 1897 Dáinn 25. apríl 1992 Góður vinur okkar og félagi, Eggert Eggertsson, fæddist á Há- varðsstöðum í Leirársveit 17. júlí 1897. Foreldrar Eggerts hétu Egg- ert Ólafsson og Halldóra Jónsdóttir. Attu þau ellefu börn og var hann fjórða elsta. Tíu ára að aldri fór hann að Hurðarbaki til þess að vinna fyrir sér. Þar var hann hjá Þorsteini Bjarnasyni og Guðrúnu Sveinbjam- ardóttur. Eggert dvaldi á Hurðar- baki til ársins 1921. Um tíma var hann þó kaupamaður á Breiðabóls- stað í Reykholtsdal og einnig á Stóraási í Hálsasveit. Veturinn 1920 til 1921 var Eggert í Hvítár- bakkaskóla. Um haustið 1921 fór Eggert að Reykholti til séra Einars Pálssonar og Jóhönnu Briem Egg- ertsdóttur. Vorið 1923 kom Eggert að Arn- bjargarlæk og gerðist vinnumaður hjá langafa okkar, Davíð Þorsteins- ^syni. Á Ambjargarlæk var Eggert allt til ársins 1948, með nokkrum hléum þó. Fór hann síðan að Norð- tungu og var þar til ársins 1949. Haustið 1949 gerðist Eggert bóndi á Bjargarstöðum í Miðfirði en hélt þó til á Aðalbóli. Árið 1967 brá hann búi en hélt áfram til á Aðal- bóli og síðar að Grundarási. 1970 fluttist Eggert aftur að Ambjargar- læk og átti þar heimili til dauða- dægurs. Fyrst var hann til heimilis hjá afa okkar og ömmu, Aðaisteini IJavíðssyni og Brynhildi Eyjólfs- fJóttur, og síðan hjá föður okkar og móður, Davíð og Guðrúnu. Öll afspurn af Eggert frá eldri tíma ber vitni um það hversu harð- gerður hann var, fylginn sér og hamhleypa til allra verka. Þessu kynntust við af eigin raun þótt Eggert væri kominn á fullorðinsár. Hann var okkur góður félagi í leik og starfi og var ætíð til staðar er eitthvað bjátaði á. Þær eru margar minningamar sem koma upp í huga okkar þegar við lítum til baka. Flestum okkar systkinanna kenndi hann að dansa og voru sporin pspart stigin á stofugólfínu. Ekki vorum við há í loftinu og því lét hann okkur standa á tám sér og sveiflaði okkur til og frá. Eggert hafði gam- an af spilamennsku og ekki síður af tónlist en hafði þó aldrei tæki- færi til að læra á hljóðfæri. Eggert hafði mikla kimingáfu og ól hann upp í okkur svolitla striðni og ekki síður þann kost að líta alltaf á björtu hliðarnar. Þróttur Eggerts var mik- ill langt fram eftir aldri og þótti okkur það mikill áfangi að vinna hann í kapphlaupi þá kominn á ní- ræðisaldur. í herbergi Eggerts leyndust miklir fjársjóðir sem litlum börnum þótti gott að komast í, enda voru þeir byggðir súkkulaðkúlum og öðra góðgæti. Vissi það því allt- af á gott þegar Eggert kallaði á okkur inn í herbergið sitt. Rímur og annar kveðskapur voru í miklu uppáhaldi hjá Eggert og kunni hann ógrynni öll af vísum sem hann reyndi að kenna okkur, með mis- jöfnum árnagri þó. Síðustu ár sín átti Eggert við veikindi að stríða en var þó ætíð traustur félagi. Um leið og við kveðjum kæran vin okkar með sorg í hjarta vitum við að nú er hann kominn þangað sem hann þráði að fara, á ný til móður sinnar sem hann varla hafði séð frá 10 ára aldri. Blessuð sé minning hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Binna, Inga, Rósa, Maren og Addi. Það var um aldamótin, maður kemur gangandi yfir heiðina. Hann er með hest sem á hvílir einhver þúst og þegar að er gáð sést að þústin er strákstauli, varla meira en tíu ára gamall. Maðurinn er þungur í spori, hann er að láta barnið frá sér. „Pabbi, mér er kalt,“ segir drengurinn. „Gakktu þá,“ seg- ir faðirinn. Og strákur fer af baki og gengur við hlið föður síns, hon- um hlýnar fljótt. Leiðin ofan af heiði og niður í Borgarfjörð er löng fyrir litla menn og ekki dugar að dragast aftur úr. Þessi litli drengur hét Eggert Eggertsson og hann átti eftir að ganga miklu lengra á ævinni. Drýgstan hluta ævi sinnar var hann vinnumaður. Það átti ekki fyrir honum að liggja að kvænast eða verða barna auðið en að Am- bjargarlæk í Þverárhlíð varð hann þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast fyölskyldu. Hann korh fyrst að bæn- um á þriðja áratug .aldarinnar, en frá árinu 1970 var Arnbjargarlækur heimili hans og annars staðar vildi hann helst ekki vera. Það er ekki langt síðan ég kom fyrst þangað að bænum en fljótlega kynntist ég Eggerti. Hann var við- ræðugóður og vildi vita sitt af hveiju um mig. Þegar ég sagði honum að ég hefði gaman af fjali- göngum, spurði hann hvort ég hefði gengið á Baulu og þegar svarið var neikvætt sagði hann að það yrði ég að gera, útsýnið væri svo gott yfir Borgarfjörðinn. í hvert sinn sem ég kom spurði Eggert alltaf hvort ég hefði nú gengið á Baulu, en það hef ég enn ekki gert. Egg- ert var ijúfur maður og fólki leið vel í návist hans. Hann hafði yndi af söng og kveðskap, náttúrulega rímuðum, og kunnu býsnin öll af vísum. Hann hafði líka gaman af að segja frá, hann var húmoristi. Böm hændust að Eggerti, á Arn- bjargarlæk var hann hluti af fjöl- skyldunni og þar verður hans sakn- að. Ég mun ekki gleyma þessum harðgerða manni og þegar ég geng á Baulu í sumar veit ég að hann verður með mér til að njóta útsýnis- ins. Einar Örn Sigurdórsson. í dag verður gerð frá Akranes- kirkju útför Eggerts Eggertssonar, Ambjargarlæk, Þverárhlíð í Mýra- sýslu. Eggert Eggertsson var fædd- ur á Hávarðsstöðum, Leirársveit, Borgarfjarðarsýslu, 17. júlí 1897 og var því á 95. aldursári er hann lést. Foreldrar Eggerts voru hjónin Eggert Ólafsson, Jónssonar frá Hurðarbaki og Hallóra Jónsdóttir, Hannessonar frá Skáney. Eggert og Hallóra eignuðust ellefu börn og var Eggert fjórða elsta barn þeirra. Þegar Eggert var á tíunda ári var hann settur í fóstur að Hurðar- baki til frænda síns, Þorsteins Bjarnasonar bónda þar, og Guðrún- ar Sveinbjarnardóttur. A Hurðar- baki dvaldi Eggert til 24 ára aldurs en 1920-1921 var hann í Hvítár- bakkaskóla og kostaði nám sitt sjálfur. Eftir dvölina á Hurðarbaki réðst Eggert í vinnumennsku til séra Einars Pálssonar í Reykholti og var þar í eitt og háift ár. 1923 fór Eggert í vinnumennsku að Am- bjargarlæk til Davíðs Þorsteinsson- ar og Guðrúriar Erlendsdóttur. Dav- íð og Guðrún bjuggu sem kunnugt er stórbúi á Arnbjargarlæk og höfðu fé á Svartagili auk þess sem þau áttu margar bújarðir. Sama ár og Eggert kom að Arnbjargarlæk var byggt þar núverandi íbúðarhús eitt fyrsta steinhús í sveit á íslandi og með glæsilegustu byggingum þeirra tíma. Þetta mikla menningar- heimili og stórbýli að Ambjargar- læk hafði áhrif á þá fjölmörgu sem þar bjuggu um lengri og skemmri tíma. Þar vora þá að alast upp böm Davíðs og Guðrúnar, Aðalsteinn, Guðrún og Andrea. Þar bundust vináttubönd sem aldrei rofnuðu. Að Arnbjargarlæk var Eggert bú- settur til 1947 er hann fór að Norð- tungu til Andreu dóttur Davíðs og Guðrúnar og Magnúsar Kristjáns- sonar frá Hreðavatni. 1950 flutti Eggert að Aðalbóli i Miðfirði, V- Húnavatnssýslu og hóf störf við félagsbúið að Bjargarstöðum. Þar stóðu fyrir félagsbúi Halldór Páls- son, búnaðarmálastjóri, Marinó Jó- elsson frá Skáney, Jón Hannesson, Deildartungu og Sigurður Jóhann- esson frá Þorvaldsstöðum ásamt Eggert. Félagsbúið leigði jörðina Bjargarstaði og rak þar fjárbú sem Eggert annaðist. Eggert keypti síð- ar hlut Marinós, Jóns og Sigurðar og átti búið ásamt Halldóri. Var Eggert til heimilis að Aðalbóli en þar bjuggu Benedikt Jónsson og kona hans Ólöf Sigfúsdóttir 1967 hættu Eggert og Halldór búrekstr- inum og næstu þrjú ár var Eggert að mestu í Miðfirði, að Aðalbóli og Grundarási hjá Aðalbimi syni Bene- dikts og konu hans Guðrúnu Bene- diktsdóttur eða þar til hann flutti aftur að Arnbjargarlæk. Þar bjuggu þá Aðalsteinn, sonur Davíðs og Guðrúnar, og Brynhildur kona hans. 1973 tóku þau Davíð Aðal- steinsson og Guðrún Jónsdóttir við búi foreldra Davíðs að Ambjargar- læk. Faðir minn Sveinbjörn Tímóteus- son og Eggert kynntust ungir menn í Borgarfírðinum og voru um tíma vinnumenn að Arnbjargarlæk. Náin og mikil vinátta var alla tíð milli þeirra. Eggert var okkur börnum Sveinbjörns sannur vinur, velgjörð- armaður og félagi. Hann kvæntist aldrei og átti engin börn en var einstaklega barngóður maður. Hann þekkti ekki hugtakið kyn- slóðabil og kom eins fram við alla en sérstaklega voru það börn sem hændust að honum og „afabörnin" urðu mörg í Miðfirði, Þverárhlíð og Reykjavík. Eggert Eggertsson var maður fremur lágur vexti, léttur á fæti, glaðvær og átti auðvelt með að sjá björtu hliðarnar á tilveranni. Hann var einstaklega vel látinn af öllum sem honum kynntust, sam- viskusamur í störfum og ábyggileg- ur í samskiptum. Bros Eggerts og hláturmildi lífgaði upp á umhverfið og allar stundir í návist hans vora sannar sólskinsstundir. Vélmenning og tæknibylting 20. aldarinnar höfðuðu ekki til Eggerts, allt var unnið með gamla laginu. Eggert fæddist og ólst upp í sveit og starf- aði þar alla tíð og þótt fyrir kæmi að hann skryppi bæjarferð eða jafn- vel út fyrir landsteinana vildi hann alltaf komast sem fyrst heim í sveit- ina, þar átti hann heima í orðsins fyllstu merkingu. Eggerts Eggertssonar verður ekki minnst án þess að láta í ijós aðdáun og þakklæti til hjónanna á Arnbjargarlæk, Davíðs og Guðrún- ar, og fjölskyldunnar allrar fyrir þá hlýju og umhyggju sem þau sýndu Eggerti. Nú þegar leiðir skilja er margs að minnast og margt að þakka. Þakkarskuldin verður aldrei greidd. Megi stilling hans og æðruleysi, bros hans og hin létta lund verða okkur leiðarljós í misvindum lífsins. Magnús, Helga og ég sendum hlýj- ar kveðjur að Árnbjargarlæk og í Þverárhlíðina. Við vottum Ólöfu systur Eggerts og aðstandendum innilega samúð. Guð blessi minningu Eggerts Eggertssonar. Pétur Sveinbjamarson. ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð sími 620200 BLÓM SEGJA ALLT Mikið drval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. t Elskuleg eiginkona mín, INGUNN BIERING, Grundarlandi 23, Reykjavík, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 28. apríl. Henrik P. Biering. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, HULDA H. ÓLAFSDÓTTIR, Fýlshólum 7, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 29. apríl. Kolbrún Sigurjónsdóttir, Arnar Guðmundsson, Sigurjón Arnarsson, Herborg Arnarsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, systir og amma, SVAVA JÓNSDÓTTIR PERSSON, éður Nýjabæ, Akranesi, andaðist í Danmörku 1. apríl sl. Fyrir hönd barna, systkina og barnabarna, Erna Oddgeirsdóttir. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Rauðalæk31, Reykjavík, lést á heimili sínu 26. apríl. Sævar Hallgrímsson, Brynjólfur Einarsson, Elisabet Jónsdóttir, Sigríður Halla Sævarsdóttir, Ædís Björk Einarsdóttir, Sóley Sævarsdóttir og barnabarnabarn. t Móðir okkar, systir, amma og langamma, MARGRÉT ÞORLÁKSDÓTTIR, Súðavík, sem lést 27. apríl, verður jarðsungin frá Súðavíkurkirkju mánudag- inn 4. maí kl. 14.00. Ingibjörg Ólafsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Kristján Þorláksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, PÁLMI SIGURÐSSON frá Steiná í Svartárdal, Grettisgötu 77, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fíladelfíukirkjunni f Reykjavík mánudaginn 4. maí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Ingibjörg Perla Pálmadóttir, Gunnar Pálmason, Sigurður Pálmason, Súsanna Pálmadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.