Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAI 1992
Er fríkirkjan tímaskekkja?
eftir Pétur Pétursson
Einar Kr. Jónsson formaður Frí-
kirkjusafnaðarins í Reykjavík ritar
grein í Morgunblaðið 1. maí með
heitinu: „Er fríkirkjan sértrúar-
söfnuður?" Þetta er ítarleg grein
þar sem komið er inn á lögfræðileg
og trúfræðileg atriði. Eins og gefur
að skilja leitast höfundur við að
skilgreina ímynd og stöðu safnaðar
síns í samfélaginu, gagnvart ríkinu
og stofnuninni þjóðkirkju íslands
sem hann reyndar nefnir svo innan
gæsalappa. Hann segir að fríkirkj-
usöfnuðurinn sé í „sókn“ og þar
sé safnaðaruppbygging í fullum
gangi og því ber að fagna heilshug-
ar.
Greinarhöfundur segir lútherska
fríkirkjusöfnuði tilheyra hinni
eiginlegu þjóðkirkju, án gæsalappa
og það má vissulega til sanns veg-
ar færa ef stjómarskráin og lög-
fræðin, sem talar um utanþjóð-
kirkjusöfnuði, er látin víkja fyrir
kirkjudeildafræðinni. Stjómarskrá-
in frá 1874 gerir ráð fyrir vissum
tengslum milli ríkis og þeirrar
kirkju sem kallast evangelísk lút-
hersk sem fríkirkjumenn um alda-
mótin sáu ástæðu til að hafna.
Höfundur leggur mikið upp úr því
að fríkirkjan sé ekki sértrúarsöfn-
uður enda standi hún nákvæmlega
á sama kenningargrandvelli og
þjóðkirkjan með gæsalöppum, en
hann lætur í það skína að fríkirkjan
standi þó þjóðkirkjunni framar um
frjálslyndi, víðsýni og umburðar-
lyndi, t.d. gagnvart nýtrúarhópum.
Ekki er þó ljóst hvað höfundur á
við með nýtrúarhópum. Era það
hópar og samtök sem á seinustu
misseram kenna sig eða eru kennd-
ir við nýöld, eða kirkjudeildir sem
fest hafa rætur hér á landi á þess-
ari öld eins og AðventiStar, Hvíta-
sunnukirkjan og nú á seinustu
áram Krossinn og Vegurinn sem
rekja má til náðargjafarvakningar-
innar sem kom fram innan ýmissa
kirkjudeilda eftir miðja þessa öld?
Markmið greinar safnaðarfor-
mannsins er að svara spurningum
sem vaknað hafa um fríkirkju-
söfnuðina en staða og hlutverk
þeirra virðist um sumt vera óljós,
ekki aðeins fyrir hinn almenna
borgara heldur einnig að mér virð-
ist fyrir meðlimi fríkirkjusafnað-
anna sjálfa ef dæma má af grein
formannsins. Ég ætla að freista
þess í fullrí vinsemd að leggja orð
í belg einkum af því að ég hef orð-
ið var við að ýmsir velta nú þessum
málum meira fyrir sér en áður var
títt.
Tilvistarvandi í dreifingunni
Tilefni greinar Einars er
óánægja hans með skráningartil-
högun Hagstofunnar á meðlimum
lúthersku frikirkjusafnaðanna sem
þeir telja að hafi verið eina „trú-
félagið" sem beitt hafi verið þeirri
rangsleitni sem hann nefnir „bú-
setuhömlun“. Þetta kom fram í því
að aðild að fríkirkjusöfnuðunum í
Reykjavík hefur verið bundinn því
skilyrði að viðkomandi væri búsett-
ur í Reykjavík, Kópavogi eða á
Seltjarnarnesi. Éf safnaðarmeðlim-
ur flutti út fyrir svæðið „féll hann
sjálfkrafa" af skrá Hagstofunnar
yfir meðlimi fríkirkjusafnaðarins.
Þegar fólk flutti til baka á svæðið
var það ekki fært til fríkirkjunnar
aftur heldur var áfram af Hagstof-
unni skráð innan vébanda þjóð-
kirkjunnar. Nú geta meðlimir Frí-
kirkjusafnaðarins í Reykjavík, eftir
að hömlunum var aflétt, flust hvert
á land sem er (einnig til Hafnar-
fjarðar þar sem þó er fýrir sambær-
ilegur söfnuður?) en verið áfram í
söfnuðinum í Reykjavík og notið
þjónustu starfsmanna hans sem af
landfræðilegum ástæðum hlýtur að
vera miklum vandkvæðum bundið.
Að þessu leyti er nú sama tilhögun
við skráningu meðlima fríkirkjunn-
ar og utanþjóðkirkjusafnaða sem
sumir era kallaðir „sértrúarsöfnuð-
ir“ og benti biskup þjóðkirkjunnar
réttilega á þetta, en það virðist
hafa farið fyrir bijóstið á fríkirkju-
mönnum og raglað suma í ríminu.
Trúfræði Hagstofunnar
En Hagstofan virðist með skrán-
ingarfyrirkomulagi sínu hafa beitt
sams konar skilningi á játninga-
grundvelli fríkirkjusafnaðanna eins
og forsvarsmenn fríkirkjusafnaðar-
ins, nefnilega að hann starfaði á
sama játningagrandvelli og þjóð-
kirkjan. Að vísu hefur Hagstofan
stuðst við óvenju víða sóknarskil-
greiningu (sókn=búseta fólks sem
sækir sömu kirkju) varðandi frí-
kirkjusöfnuðinn þar sem dreifingin
gat verið öll Reykjavík, Kópavogur
og Seltjarnarnes og að því leyti
hefur hún komið mjög til móts við
söfnuðinn. Ekki er óeðlilegt að
ætla að þeir sem flytja í aðra lands-
hluta eigi erfítt með að njóta þjón-
ustu fríkirkjusafnaðarins í Reykja-
vík og þá var eðlilegt að vísa því
fólki til safnaðar á staðnum sömu
kirkjudeildar. Því hefði formaður
Fríkirkjusafnaðarins átt að fagna
að svo miklu leyti sem hann telur
sig til sömu kirkjudeildar og þjóð-
kirkjan. Að fólk var áfram skráð í
þjóðkirkjunni með gæsalöppum
þegar það fluttist aftur (úr útlegð-
inni!) inn á svæðið er að vísu hand-
vömm, og ég tek undir það, en ef
safnaðarvitundin er svo öflug sem
formaðurinn segir þá hefði verið
lítið mál að kippa því í lag. í stað
þess að ala sína hjörð upp í safnað-
arvitund er formaðurinn með skæt-
ing út í sóknaskiptingu þjóðkirkj-
unnar og talar í þessu sambandi
um „hömlur á trúfrelsi manna og
trúfélagafrelsi almennt", sem auð-
vitað er allt annar handleggur.
Greinarhöfundur lætur eins og
hann viti ekki af því að þessi sókna-
skipting er fyrst og fremst hagræð-
ingaratriði, spuming um aðgengi
en hvorki kvöð né band. Ég bendi
á að lög um leysingu sóknarbands,
þ.e.a.s. þeirrar kvaðar gagnvart
sóknarfólki að sækja aðeins prest-
þjónustu til eins ákveðins prests,
voru sett af Alþingi árið 1880.
Fríkirkjufólki ætti að vera það
fagnaðarefni þegar Hagstofan tel-
ur það sjálfsagt mál að þjóðkirkju-
presturinn á Höfn í Hornafírði veiti
fríkirkjumanni á Höfn í Hornafírði
prestlega þjónustu á meðan frí-
kirkjumaðurinn er búsettur þar.
Mér finnst þetta fyrirkomulag í
anda víðsýni, ftjálslyndis og hag-
ræðis en ekki bera vott um skort
á trúfrelsi. Hagstofan var sem sagt
með sína trúfræði á hreinu í þessu
dæmi.
Sögulegar forsendur
Evangelískar lútherskar fríkirkj-
ur urðu nokkrar til hér á síðustu
tveimur áratugum 19. aldar og í
upphafi 20. aldar. Þessir söfnuðir
vora einskonar angi af sjálfstæðis-
baráttunni og liður í því að að-
greina íslenskt þjóðfélag frá
dönsku stjórninni. Einkum var það
óánægja með veitingavald um
prestsembætti sem fór fyrir bijóst-
ið á fríkirkjufólki en það var endan-
lega í höndum danskra yfirvalda.
Söfnuðir þjóðkirkjunnar fengu svo
rétt til að kjósa sér presta með
lögum 1907 og 1918 varð ríkisvald-
ið alíslenskt og þar með var grand-
völlurinn undir hinni pólitísku frí-
kirkjuhreyfíngu í raun hraninn. Það
hrun stóðu hins vegar fríkirkju-
söfnuðurinn í Reykjavík (sem
stofnaður var 1899) og fríkirkju-
söfnuðurinn í Hafnarfírði (1913)
af sér og þeir hafa starfað fram á
þennan dag. Þessi hefð á sér senni-
lega að mestu leyti rætur í trygg-
lyndi ákveðinna fjölskyldna við
kirkju sína eða „sameiningu fjöl-
skyldunnar í einn söfnuð og kirkju
hans“, eins og Einar Kr. Jónsson
orðar það svo vel.
Fijálslyndi
Formaður fríkirkjusafnaðarins í
Reykjavík leggur á það áherslu
oftar en einu sinni í grein sinni að
ímynd safnaðar hans einkennist af
fijálslyndi, víðsýni og umburðar-
lyndi. Ég skal játa að þetta er aðl-
aðandi og ég hef enga ástæðu til
þess að ætla að hún sé ekki sönn
— en hvert er raunverulegt inntak
þessara orða í stefnu safnaðarins.
Kenningarlega hlýtur fríkirkju-
söfnuðurinn að taka. svipaða af-
stöðu og þjóðkirkjan til nýtrúar-
hreyfínga og annarra kirkjudeilda.
Pétur Pétursson
„Sú aðstoð og velvild sem
biskupar og yfirstjórn
þjóðkirkjunnar hafa sýnt
fríkirkjusöfnuðunum er
dæmi um raunverulegt
frjálslyndi og víðsýni.“
Lítum aftur á sögulegar og stjórn-
skipulegar forsendur.
I pólitískum og trúarlegum átök-
um um og eftir aldamótin gengu
nokkrir áhrifamenn spíritista og
sósíalista í fríkirkjusöfnuðinn. Þeir
fyrrnefndu vegna þeirrar gagnrýni
og mótstöðu sem þeir áttu að
mæta af hálfu stjórnar dómkirkju-
safnaðarins og presta hans og hin-
ir síðarnefndu sennilega aðallega
vegna kenningar sósíalista um að
trúin væri einkamál en ekki mál
sem ríkisvaldið átti að ráðskast
með. Hinir síðarnefndu gátu því
sem meðlimir fríkirkjusafnaðar
bæði verið trúir sinni barnatrú og
verið samkvæmir sjálfum sér varð-
andi stjómmálastefnu. Það má því
með sanni segja að söfnuðurinn
hafí hér áður fyrr borið nafn fijáls-
lyndis og víðsýni með rentu að
þessu leyti, en ekki veit ég hvaða
ítök þessar sögulegu forsendur eiga
í safnaðarímyndinni í dag.
Það er athyglisvert þegar for-
maður safnaðarins telur það söfn-
uðinum og fijálslyndi hans til tekna
að hann þiggi ekki fjárframlög á
sama hátt og þjóðkirkjusöfnuðir frá
ríkinu, en þó hafa prestar hans
(nema núverandi) allir verið mennt-
aðir af Háskóla íslands sem er að
mínu viti ríkisstofnun og sönuður-
inn þiggur opinbert fé til bygging-
arframkvæmda. Þá er ríkið einnig
innheimtuaðili safnaðargjalda frí-
kirkjusafnaðarins eins og þjóðkirkj-
usafnaða.
Sjálfræði og einangrun
Hitt atriðið sem einnig orkar
Ungverskir darnr
í Grillinu!
I samvinnu við Hotel Gellért
í Búdapest og Ungverska sendiráðið
býður Hótel Saga upp á
Ungverska matargerð
Ungverskir matreiðslumeistarar og köku - og ábætisrétta-
meistari frá Hotel Gellért taka þátt í matargerðinni.
Boðið verður upp á sérinnflutt ungversk vín og tónlistar-
menn leika ljúfa sigaunatónlist fyrir matargesti.
dagana 13.-20. maí.
‘Verið vetkpmin í '‘Ungversfo eídhús
v/Hagátorg 107 Reykjavík Sími 29900
tvímælis varðandi samhengi sjálf-
stæðis og fijálslyndis er að „Frí-
kirkjan“ tekur hvorki þátt í kirkju-
þingi né biskupskjöri — en er þó á
sama játningargrandvelli og þjóð-
kirkjan. Kirkjuþing (tilkomið 1957)
er ekki ríkisstofnun heldur vett-
vangur þar sem evangelísk lút-
herskir þjóðkirkjusöfnuðir og yfir-
stjórn evangelísk lúthersku þjóð-
kirkjunnar koma saman og fjalla
um innri málefni kirkjunnar og
hafa lögjafarvald í þeim málum sem
snerta helgisiði, sakramenti, bækur
og kenningu kirkjunnar. Maður
skyldi ætla ða hér ætti fríkirkju-
söfnuðurinn hagsmuna að gæta.
Safnaðarformaðurinn leggur
áhrerslu á að „sömu straumar leiki
um fríkirkjuna og þjóðkirkjuna í
andlegum efnum“. Að frátöldu al-
mættinu er kirkjuþing mikilvægt
batterí í þessu sambandi. Biskup
íslands er kjörinn (síðan 1938) af
prestum og fulltrúum safnaðanna
og oft á tíðum hafa fríkirkjusöfnuð-
ir leitað til hans um ráð og leiðsögn
í sínum málum og sækja enda
vígslu presta sinna til hans. Er það
þá eitthvert aðalsmerki á fríkirkju-
söfnuðinum að vera sjálfstæður
gagnvart kirkjuþingi og biskupi
sem fremsta talsmanni evang-
elískrar lútherskrar kirkju á Is-
landi? Væri ekki eðlilegt að fríkirkj-
usöfnuðirnir ættu t.d. beina aðild
að því samstarfí og samskiptum
sem þjóðkirkjan á við systurkirkjur
í öðrum löndum og samkirkjulegar
alþjóðastofnanir?
Einangrun getur verið hættuleg,
t.d. þegar um er að ræða
kenningarlegt sjálfstæði og áhrif
út á við. Ég tel sjálfstæði fríkirkju-
safnaðarins gagnvart biskupsemb-
ættinu og kirkjuþingi sem slíkt síð-
ur en svo eftirsóknarvert fyrir frí-
kirkjusöfnuðinn. Það er auk þess
mjög hæpið ef það er látið að því
liggja að þetta raunverulega eða
ímyndaða sjálfstæði sé einhver sér-
stök vísbending eða trygging fyrir
frjálslyndi, kristilegu umburðar-
lyndi og víðsýni. Það sjálfstæði sem
fríkirkjusöfnuðirnir byggðu á
beindist að dönsku ríkisvaldi sem
ekki er lengur til staðar hér á landi.
Sú aðstoð og velvild sem biskupar
og yfírstjórn þjóðkirkjunnar hafa
sýnt fríkirkjusöfnuðunum er dæmi
um raunverulegt frjálslyndi og víð-
sýni.
Höfundur er settur prófessor við
félagsvísindadeild Háskóln
íslands.
*
Arbæjarsafn
vill ráða
eldri borgara
„ÁRBÆJARSAFN metur mjög
mikils reynslu sem eldra fólk
í Reykjavík býr yfír. Á fjár-
hagsáætlun Reylyavíkurborg-
ar til Árbæjarsafns 1992 var
samþykkt fjárveiting til þess
að ráða í 3 stöður leiðsögu-
manna þar sem eldri borgarar
yrðu ráðnir, 60 ára og eldri.
Reykjavíkurborg vill með
þessu sýna eldri Reykvíkingum
virðingu og þakklæti fyrir þeirra
þátt í uppbyggingu borgarinnar.
Árbæjarsafn telur að þekking og
reynsla eldra fólks muni nýtast
safninu vel og verða til þess að
bæta leiðsögn safnsins, sagði
Margrét Hallgrímsdóttir borg-
arminjavörður í samtali við
Morgunblaðið.
Margrét kvað miklar breyting-
ar hafa orðið á mannlífi í Reykja-
vík á þessari öld og þótt ekki sé
skyggnst lengra aftur en nokkra
áratugi. Því er áhugavert að
skyggnast aftur í tímann með
því að horfa á vinnubrögð og
hlusta á endurminningar eldri
borgara í Reykjavík.
Arbæjarsafn leitar því nú aðila
sem hafa gaman af því að ræða
gamla tíma við gesti Árbæjar-
safns, vinna við tóvinnu eða
handverk. Fólki stendur til boða
að vinna hálfsdags- eða heils-
dagsstörf í sumar.