Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAI 1992 AÐMIRALL ber nafn sitt með rentu. Ef réttir vindar blása geta herskarar þessara fíðrilda borist til íslands, eftir Kristínu Marju Baldursdótfur BRIAN PilkingLon bar út blöð í heimaborg sinni Liverpool og átta ára gamall auraði hann saman fyrir fuglabók sem hann hafði lengi haft augastað á. Ekki voru fuglategundir margar í borginni, helst gráspói og dúfa og því ekki hægt að rekja áhug- ann til fjölskrúðugs fuglalífs. Fuglum fjölgaði hins vegar í lífi Brians þegar hann fluttist til Islands og fyrir nokkrum árum hóf hann að teikna þá. Árangur- inn má nú sjá í fallegri bók sem er að koma út þessa dagana og ber heitið „Dýraríki íslands“, en auk fuglanna eru í bókinni myndir af villtum spendýrum á íslandi, vatnafiskum, fjörudýr- um og nokkrum skordýrum, og sagt frá lífsháttum þeirra og lífs- baráttu. DILASKARFUR eilítið skuggaleg- ur, er snöggur að yfirgefa hreiðrið ef hætta steðjar að og skilur eggin eða ungana varn- arlausa eftir. HOLLENSKAR NUNNUR? Nei, æðarkóngur. Ekki er hann íslenskur varpfugl, en árviss gestur við land- ið. KONUNGSGERSEMI fyrr á öldum. Það tók ljósmyndarann hálfan mánuð að ná mynd af þessum prinsi, Brian síðan málaði eftir. tla mætti að listamaðurinn breski, sem féll fyrir íslensku náttúrunni, væri yfir sig feginn eftir að hafa komið frá sér þessu glæsilega verki, en það er öðru nær. „Eg var miður mín þegar þessu var lokið, fylltist næstum þunglyndi, því það var svo gaman að lifa meðan ég teiknaði þessar rnyndir." Ekki er nokkur mynd sjáanieg eftir listamanninn heima hjá honum og segir hann mér að yfírleitt sé hann aldrei fullkomlega ánægður með það sem hann geri og því geti hann ekki notið eigin verka. „Ef til vill er það best, því þeir sem eru alltaf ánægðir með það sem þeir gera, bæta litlu við sig.“ Hann segist þó vera mjög ánægð- ur með það hvemig bókin var unn- in. „Prentunin á bókinni er meist- araverk, enda tel ég að Oddi sé með eina bestu prentun í Evrópu. Eg var oft marga tíma á dag í prent- smiðjunni og það var mjög erfítt Iíf fyrir mig því þá gat ég ekki teiknað á meðan. Fyrir mér er teiknun ekki vinna og ekki áhugamál, heldur þörf. Ég teikna líka í sumarfríum og er viss um að ég dræpist ef ég missti höndina. Jæja, eða ég Iærði að teikna með þeirri vinstri.“ Um bókina Auk bókarinnar um dýraríkið kemur út lítil handbók um fugla, „íslenskir fuglar“, bók sem fugla- vini hefur lengi dreymt um að hafa í vasanum á ferðalögum um landið, átta stórar fuglamyndir í möppu áritaðar af listamanninum og 30 póstkort með myndum bæði af fugl- um og rándýrum. Það er bókaútgáf- an Iðunn sem gefur út báðar bæk- umar og myndirnar. „Ég byijaði að teikna þessar myndir fyrir löngu, og sýndi mönn- um í Iðunni þær,“ segir Brian. „Þeim leist vel á myndirnar en ég vissi ekki í fyrstu hvers konar bók þetta yrði. í upphafi var ég að hugsa um nokkurs konar sýnisbók fyrir unglinga, en það breyttist síðar. Frá því í febrúar í fyrra hef ég síð- an unnið eingöngu að þessu verki og oftast vann ég í fjórtán tíma á dag. Hefði vel getað unnið lengur ef ég hefði ekki verið orðinn svona þreyttur í augunum." Brian vann myndimar eftir ljós- myndum og hafði einatt sex eða fleiri mismunandi ljósmyndir 'af „SOFA URTU BÖRN“ Kóparnir eru sýlspikaðir af mjólkurþambi og treg- ir til að fara í sjóinn, svo að móðirin þarf stundum að hrinda þeim út í,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.