Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D 126. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Utanríkisráðherrafundurinn í Ósló: NATO fær frið- argæsluhlutverk Deiit um hernaðaríhlutun í Júgóslavíu Ósló. Reuter. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykktu á fundi sínum í Ósló í gær að bandalagið skyldi annast friðargæslu í Evrópu í framtíðinni. Bandalagið hefur allt frá stofnun þess árið 1949 aðeins haft það hlutverk að verja aðildarríkin yrði ráð- ist á þau. Heimildarmenn innan NATO sögðu að Bandaríkjamenn hefðu lagt til að bandalagið íhugaði möguleikann á að það beitti valdi til að framfylgja viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Serb- íu og Svartfjallaland. Því hefði þó verið hafnað vegna harðrar andstöðu nokkurra aðildarríkja, sem óttuðust að slíkt kynni að leiða til hemaðaríhlutunar líkt og í stríðinu fyrir botni Persaflóa. „Þeir sem efast um að banda- sögðu þó að ráðherrarnir hefðu lagið hafi framtíðarhlutverki að gegna fundu svarið í dag, þar sem við höfum nú formlega fengið nýtt verksvið," sagði Lawrence Eagleburger, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, á fundin- um. í samþykkt ráðherranna er þó skýrt tekið fram að aðildarríki NATO geti hafnað þátttöku í frið- argæslu og að ríki utan bandalags- ins geti tekið þátt í henni. Þar segir einnig að bandalagið muni íhuga beiðnir frá Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÓSE) um aðstoð við friðar- gæslu. Heimildarmenn innan banda- lagsins sögðu að Bandaríkjamenn hefðu viljað að í sérstakri yfírlýs- ingu um fyrrverandi lýðveldi Júgó- slavíu yrði setning þar sem þeim möguleika væri haldið opnum að bandalagið gæti beitt hervaldi til að framfylgja ályktun Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Stjórn- völd í aðildárríkjunum hefðu einn- ig rætt að undanförnu sín á milli möguleikann á hemaðaraðgerðum til að tryggja að hægt yrði að dreifa matvælum og lyfjum frá Sarajevo, höfuðborg Bosníu- Herzegovínu. Heimildarmennirnir ákveðið að sleppa setningunni þar sem nokkur aðildarríkjanna hefðu óttast að hún skuldbyndi þau til að beita hervaldi síðar ef þörf væri talin á. Utanríkisráðherrarnir sam- þykktu hins vegar að bjóða aðstoð vegna friðarumleitana í héraðinu Nagorno-Karabak í Azerbajdzhan, en hún yrði að mestu takmörkuð við flutninga. Þetta er í fyrsta sinn sem bandalagið ákveður.að veita aðstoð við friðargæslu utan aðild- arríkjanna. Fjöldamorðanna í Peking minnst í Hong Kong Um 35.000 manns söfnuðust saman í miðborg Hong Kong í gær til að minnast þess að þtjú ár eru liðin frá fjöldamorðum kínverska hersins á Torgi hins himn- eska friðar í Peking. Fólkið hélt á hvítum kertum — í Kína er hvítt litur syrgjenda — og sat þegjandi fyr- ir framan eftirmynd af Lýðræðisgyðjunni, styttu sem kínverskir námsmenn komu fyrir á torginu í Peking áður en herinn var sendur á vettvang. „Eg tel að það sé mjög mikilvægt að Hong Kong-búar minnist 4. júní vegna þess að það liggur í augum uppi að fólkið í Kína getur það ekki, þótt það vilji,“ sagði einn þeirra sem stóðu fyrir minningarfundinum. Poul Schliiter, forsætisráðherra Dana, um Maastricht-samkomulagið: Hugsanlegt að biðja aftur um álit danskra kiósenda „ . .... ... . tf Kaupmannahöfn, Ósló, London. Rcuter. POUL Schlilter, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í gær að það kæmi til greina að halda nýja þjóð- aratkvæðagreiðslu um Maas- tricht-samkomulagið, ef til vill Skrifað undir í Ríó Keuter Eiður Guðnason umhverfísráðherra var meðal þeirra sem undirrituðu samning um vemdun andrúmsloftsins á umhverfísráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro í gær. Ríki EFTA og Evrópubandalagsins héldu í gær sameiginlcgan fund um helstu ágreiningsefni ráðstefnunn- ar og stýrðu íslendingar þeim fundi. í gærkvöldi voru haldnir norrænir tónleikar í tengslum við ráðstefnuna og voru þar flutt þrjú verk eftir Jón Leifs. Á myndinni sést Fernando Collor, forseti Brasilíu, undirrita samninginn. Sjá fréttaskýringu um gróðurhúsaáhrif á bls. 23. eftir hálft ár eða þegar viðræður hæfust um inngöngu annarra Norðurlanda í Evrópubandalagið (EB). Utanríkisráðherrar EB ákváðu á skyndifundi í Ósló í gær að bera samkomulagið, sem kveð- ur meðal annars á um sameigin- lega mynt og póiitíska einingu EB-ríkja, óbreytt undir önnur bandalagsríki, en halda „opnum dyrurn" fyrir hugsanlega þátttöku Dana í því síðar meir. Schluter sagði að ný þjóðarat- kvæðagreiðsla yrði að vera á „nýjum grunni", en hann hefur áður sagt að það stríddi gegn stjórnarskrá Dana að bera sama málefni oftar en einu sinni undir þjóðina. Hann viður- kenndi að það þyrfti að Ieysa bæði lagalega og pólitíska hnúta til að halda nýja atkvæðagreiðslu, en sagð- ist sannfærður um að margir þeirra sem felldu Maastricht-samkomulagið myndu samþykkja „nýja skipan mála“ um stöðu Dana í Evrópuband- alaginu síðar meir. Klaus Kinkel, hinn nýi utanríkis- ráðherra Þýskalands, sagði í gær að úrslitin í Danmörku væru ekki stór- áfall og það væri óhugsandi að biðja Dani að yfírgefa bandalagið. „Ef til vill kemur sá tími að meirihluti Dana telur sig geta samþykkt samkomu- lagið,“ sagði Hans van den Broek, utanríkisráðherra Hollands. Fjórðungur þingmanna breska íhaldsflokksins, yfír 70 talsins, bað John Major, forsætisráðherra Breta, í gær að semja upp á nýtt í stað Maastricht-samkomulagsins. Ekki er þó talið að þeir muni koma í veg fyrir staðfestingu samkomulagsins á þingi, því það gæti hugsanlega fellt stjórn Majors. Skoðanakönnun í Þýskalandi sem birt var í gær sýnir að yfír 80 prósent Þjóðveija vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð þýska marksins, sem á að víkja fyrir sameiginlegum Evrópugjaldmiðli samkvæmt Maastricht. Þátttakendur á ráðstefnu í London um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sögðu í gær að úrslitin í Danmörku kynnu að fresta gildistöku EES. „Það er forgangsverkefni EB núna að ganga frá sínum innri málum eftir úrslitin og staðfesting á EES-sátt- málanum gæti dregist af þeim sök- um,“ hafði fíeuíers-fréttastofan eftir Kjell Eliassen, sendiherra Norð- manna í London. Áður hafði talsmað- ur EFTA í Genf hins vegar sagt að dönsku úrslitin myndu engin áhrif hafa á EES. Fymim sovétlýðveldi vöruð við ögrunum Moskvu. Reuter. RÚSSAR hafa varað ýmis fyrrverandi sovétlýðveldi, allt frá Moldovu í suðri til Eystrasaltsríkjanna í norðri, við óþolandi ögrunum og segja, að rússneskir hermenn muni snúast til varnar reynist það nauðsynlegt. Pavel Gratsjev, varnarmálaráð- herra Rússlands, sagði í fyrrakvöld, að hermenn í 14. hernum rússneska, sem hefur aðsetur í Dnestr-héraði í Moldovu, myndu láta yfírlýst hlut- leysi Iönd og leið yrðu þeir enn einu sinni fyrir árás moldovskra sveita. Dnestr-hérað er byggt Slöfum, aðal- lega Rússum, sem ekki vilja lúta rúmenska meirihlutanum í Moldovu. Gratsjev gaf raunar í skyn, að árás- um á Rússa yfirleitt yrði svarað. Gratsjev var óvanalega harðorður um Eystrasaltsríkin og sagði, að rússneskum hermönnum þar hefði þegar verið heimilað að skjóta yrði á þá ráðist. í dagblaði hersins, Krasnaja Zvezda, sagði í gær, að rússneskir hermenn í Lettlandi og Litháen byggju við óþolandi ástand. „Stjórnlausir hópar, ölvaðir af þjóð- erniskennd og vopnaðir sjálfvirkum rifflum, eru á góðri leið með að eyði- leggja samskipti ríkjanna," sagði í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.