Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2  FRETTIR/INNLENT

i

MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDÁGÚR Í4. JÚNÍ 1992

EFNI

\

N-Atlantshafsflugið:

Oljost hvort

verðstríð

hefuráhrif á

Flugleiðir

EINAR Sigurðsson, blaðafulltrúi

Flugleiða, segir að stjóraendur

fyrirtækisins fylgist nú með

verðstríði bandariskra flugfé-

laga í Norður-Atlantsliafsfluginu

en ekki hafi verið tekin afstaða

til þess hvort það hafi áhrif á

fargjöld Flugleiða.

International Herald Tribune

greinir frá því á fimmtudag að

bandaríska flugfélagið Delta hafi

boðað allt að 45% lækkun á far-

gjöldum á fyrsta farrými (business

class) á leiðinni yfir Atlantshafið.

Jafnframt kemur fram, að önnur

bandarísk flugfélög hugleiði að

lækka þessi fargjöld sfn.

Einar Sigurðsson segir að Flug-

leiðir hafi að undanförnu fylgst með

hörðu verðstríði bandarískra flugfé-

laga, fyrst á heimamarkaði og nú

í Atlantshafsfluginu. Hins vegar

hafi ekki enn verið tekin afstaða

til þess hvort þessar lækkanir muni

hafa áhrif á fargjöld hjá félaginu.

Þess beri að gæta að Flugleiðir

hafi óvenju lítið hlutfall farþega á

fargjöldum af því tagi, sem hér um

ræðir, og einnig hafi þau verið í

lægri kantinum hjá þeim.

Alþýðuflokkurinn:

Þingað fyr-

ir opnum

tjöldum

TILLAGA Jóns Baldvins

Hannibalssonar, formanns Al-

þýðuflokksins, um að 46. þing

Alþýðflokksins, fari fram fyrir

opnum tjöldum var samþykkt

í gærmorgun. Áður hafði

flokksþingið samþykkt að

hafa almennar umræður á

þinginu lokaðar en sú ákvörð-

un mætti töluverðri óánægju

meðal fulltrúa á flokksþing-

í gærmorgun fóru fram um-

ræður í tveimur nefndum um

sjávarútvegsmál og velferðar-

mál. Ræðumenn voru flestir

þeirrar skoðunar að taka bæri

upp veiðileyfagjald í sjávarútvegi

en ágreiningur ríkti að öðru leyti

um hvort viðhalda bæri kvóta-

kerfinu óbreyttu eða taka upp

að einhverju leyti sóknarmark

að nýju. Töfðust þingstörf af

þessum sökum og dagskrá gekk

úr skorðum.

Morgunblaðið/Jón Stefánsson

Ók á brúarhandrið í Kópavogi

Bifreið var ekið á handrið brúarinnar yfír Kópa-

vogslæk um klukkan hálf fímm í fyrrinótt. Far

ið var með ökumann og farþega á slysadeild en

í gær fengust ekki upplýsingar um líðan þeirra.

Stjórn Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja:

Otímabærar og óþarf-

ar yfirlýsingar Softis

STJÓRN Samtaka íslenskra hug-

búnaðarfyrirtækja (SÍH) hefur

sent Jóhanni P. Malmquist,

s^jórnarformanni Softis hf., bréf

þar sem segir m.a. að þær yfirlýs-

ingar sem stjórn Softis hafi gefið

fjölmiðlum, t.d. um möguleika á

gjaldeyristekjum með sölu á hug-

búnaðarkerfinu Louis, séu al-

gjörlega ótímabærar og að öllu

óþarfar. Nægar yfirlýsingar hafi

verið gefnar á undanförnum

árum um að nú séu íslendingar

að fara að græða á hugviti en

því miður hafi það ekki tekist

með neinum verulegum árangri.

í bréfinu segir jafnframt að það

sé eitt af aðalmarkmiðum SÍH að

byggja og efla ímynd hugbúnaðar-

iðnaðar á íslandi. „Ef niðurstaða

verkefnis ykkar verður neikvæð,

sem við hjartanlega óskum að verði

ekki raunin, er engin spurning að

sú neikvæða umræða er mun fylgja

í kjölfarið mun hafa verulega nei-

kvæð áhrif á íslenskan hugbúnaðar-

iðnað. Að sama skapi, eins og nefnt

er hér að ofan, mun ímynd iðnaðar-

ins eflast verulega ef vel fer. Það

sem okkur í stjórn SÍH finnst hvað

alvarlegast við vinnubrögð ykkar,

er tímasetningin. Það er alls ekki

tímabært að gefa slíkar yfirlýsingar

°g 'eggJa með þeim ímynd hugbún-

aðarins, ímynd okkar allra, í slíka

hættu sem nú hefur verið gert. Öll

hugbúnaðarfyrirtæki í landinu geta

orðið fyrir tjóni ef verkefnið tekst

ekki. Það gefur augaleið að Softis

hefði átt að bíða með stórar yfirlýs-

ingar þangað til einn eða fleiri

samningar væru í höfn."

í bréfinu er þess jafnframt óskað

að stjórn Softis taki ábendingu SÍH

alvarlega og fari varlega með frek-

ari yfirlýsingar varðandi verkefni

fyrirtækisins. í lok þess er Softis

boðið að sækja um aðild að samtök-

unum.'sem í eru 27 hugbúnaðarfyr-

irtæki.

Færri látast úr skorpu-

lifur þrátt fyrir aukna

neyslu áfengra drykkja

DÁNARTÍÐNI af völdum alkóhólskorpulifur fer lækkandi, þrátt

fyrir vaxandi áfengisneyslu. Klínisk tíðni þessarar tegundar

skorpulifur, þ.e. þau tilfelli sem greind eru, er sex sinnum hærri

en dánartíðni. Hvort tveggja bendir til árangursríkra fyrirbyggj-

andi aðgerða gegn áfengissýki og líkamlegum afleiðingum henn-

ar.

Þetta er niðurstaða rannsóknar,

sem læknar við Lyflækningadeild

Landspítalans framkvæmdu og

skýrt er frá í Læknablaðinu. Þar

segir, að tilgangur rannsóknarinn-

ar hafí verið að kanna tíðni

skorpulifrar á Islandi og sérstak-

lega að greina alkóhólskorpulifur

frá öðrum tegundum skorpulifur.

Læknarnir könnuðu tímabilið

1958-1990. Alls dóu á því tíma-

bili 128 úr lifrarskorpnun, þar af

28, eða 22%, úr alkóhólskorpulif-

ur. Hlutfall alkóhólskorpulifur var

33% hjá körlum, en 6% hjá konum.

Hlutfall alkóhólskorpulifur féll úr

38% í 10% frá 1951-55 til

1986-90. Þá reyndist dánartíðni

vegna alkóhólskorpulifur minnk-

Bandarískt fyrirtæki fliug-

ar að setja hér saman tölvur

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur í undirbúningi að veita erlendu

fyrirtæki fríiðnaðarréttíndi hér á landi og er ráðgert að starfsemi

þess verði á Keflavíkurflugvelli. Að sögn Þrastar Ólafssonar, aðstoð-

armanns utanrikisráðherra, gæti eitthvað gerst í þessum málum

næsta haust. Að störfum er nefnd sem vinnur að athugun á skatta-

legum þætti slíkrar starfsemi.

Eftir því sem Morgunblaðið

kemst næst mun hér vera um að

ræða bandaríska tölvufyrirtækið

HTM sem hyggst láta setja saman

tölvur hér á landi fyrir Evrópumark-

að. íslenska fyrirtækið ACO hefur

haft milligöngu um þetta mál og

var því veittur opinber styrkur til

að vinna að undirbúningi þess, að

sögn Björns Friðfínnsonar, ráðu-

neytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu.

Samkvæmt tollalögum frá 1987

er heimilt að setja upp fríiðnað hér

á landi og hefur eitt fyrirtæki, Toll-

vörugeymslan hf., leyfi til slíkrar

starfsemi. Hún felst m.a. í því að

vörur eru fluttar til landsins og úr

landi án tollafgreiðslu. Einnig hefur

Tollvörugeymslan fengist yið pökk-

un vöru og aðvinnslu, sem felst

m.a. í því að vinna við vöru þannig

að hún skiptir um tollflokk. Helgi

K. Hjálmsson, forstjóri Tollvöru-

geymslunnar, sagði að fyrirtækinu

hefðu borist nokkrar fyrirspurnir

erlendis frá um uppsetningu fríiðn-

aðar í samvinnu við Tollvöru-

geymsluna. Hann sagði að hér væri

nánast um óplægðan akur að ræða,

en þó væri margt óunnið á sviði

skattamála. írsk stjórnvöld veittu

t.a.m. fríiðnaðarfyrirtækjum alger

skattfríðindi fyrstu árin og síðan

greiddu fyrirtækin 10% af tekjum

sínum.

andi seinustu 20 ár, en vaxandi

hjá öðrum tegundum vegna lifrar-

skorpnunar síðustu 10 ár.

Á þessu tímabili greindust 130

með skorpulifur, þar af 59 (45%)

karlar. Hlutfall alkóhólskorpulifur

var 31% hjá körlum, en 23% hjá

konum. Tíðni alkóhólskorpulifur

virtist stöðug seinustu 15 ár, en

tíðni annarar tegundar lifrar-

skorpnunar var vaxandi.

Áfengisneysla árin 1951-1955

var 2,3 lítrar á ári af hreinum vín-

anda á hvern íbúa 15 ára og eldri.

Neyslan hafði hins vegar rúmlega

tvöfaldast 1986-1990, þegar hún

var orðin 4,8 lítrar á mann. Niður-

staða læknanna er því sú, að lækk-

andi dánartíðni af völdum alkóhól-

skorpulifur þrátt fyrir aukna

áfengisneyslu megi rekja til ár-

angursríkra fyrirbyggjandi að-

gerða gegn áfengissýki og líkam-

legum afleiðingum hennar. Sú

staðreynd, að sexfalt fleiri grein-

ast með alkóhólskorpulifur en lát-

ast úr sjúkdómnum, bendi einnig

til þess sama.

? ? ?

Eldur í skúr

við Mýrargötu

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var

laust fyrir klukkan sex í gærmorg-

un kallað að geymsluskúr við

Mýrargötu, en þar var laus eldur.

í skúrnum, sem staðsettur er milli

Slippfélagsins og Stálfélagsins, voru

geymd blöð og tímarit og logaði eld-

ur í þeim. Eldurinn komst einnig í

einangrun í þaki og þurftu slökkvi-

liðsmenn að rífa þakið upp til að

slökkva hann. Ekki er talið að um

verulegt tjón hafí verið að ræða.

Að rækta málgarðinn

og reyta arfann

?Verið er að safna stofnfé í mál-

ræktarsjóð og af því tilefni ræddi

Morgunblaðið við nokkra málrækt-

armenn./lO

Minnimáttarkennd

knýr sjálf stæöishreyf-

inguna

? Sigurvegarar kosninganna í

Tékkóslóvakíu semja nú um fram-

tíð sambandsríkisins. Slóvakar

krefjast meira sjálfstæðis og full-

kominn aðskilnaður ríkjanna er

hugsanlegur./14

Konur á hlaupum

?Á laugardaginn næsta verður

hlaupið mikla. /16

Þetta er ekkert lnn-

fjarðargeim

?Rætt við nokkra trillukarla fyrir

vestan í tilefni Sjómannadagsins./

22

B

HEIMILI/

FASTEIGNIR

? 1-28

íbúðir fyrir eldri félaga

ÍBHM

?Viðtal við Guðmund Kr. Guð-

mundsson arkitekt./14

í bræluskratta á

Breiðafirðlnum

?Kallinn á útkikkinu, stormbelj-

andi og gekk á með hríðarkófi út

af Snæfellsnesi. Dæmigerð vetrar-

vertíð með veðri í verri kantinum

þó hjá bátunum úr Ólafsvík. Morg-

unblaðið brá sér í tvo róðra með

vélbátnum Kristni frá Olafsvík til

þess að fanga á filmu stemmning-

una hjá sjómönnum á litlum neta-

bát, dragróðrabát./l

Stef na stjórnarinnar

?Rætt við Grétar Örvarsson for-

sprakka Stjórnarinnar, en hljóm-

sveitin hefur mörg járn í eldinum.

/8

í kuldum eiga menn til

aðhellaísig

?Serena Sutcliffe, yfirmaður vín-

deildar Sotheby's, í viðtali við

Morgunblaðið./lO

Fossvogsdalur

?Svo virðist sem samkomulag

hafi tekist um framtíðarskipulag í

Fossvogsdal eftir deilur, sem risu

milli Reykjavíkurborgar og Kópa-

vogsbæjar á síðasta kjörtímabili.

/14

Af spjöldum glæpa-

sögunnar

?Þegar drukkinn dóni fór að

dylgja um að systir frúarinnar

væri dóttir hennar varð fjandinn

laus. /14

Hriktir í stoðum hjóna-

bandsins

?Um fátt er nú meira rætt í Bret-

landi en hjónaband þeirra Diönu

prinsessu og Karls Bretaprins /28

FASTIRÞÆTTIR

Fréttir  1/2/4/6/bak	

Skoðun	18

Leiðari	20

Helgispjall	20

Reykjavíkurbréf	20

Minningar	25

Iþróttir	35

Útvarp/sjónvarp	36

Gárur	39

Mannlífsstr.	6c

Dægurtónlist	12c

Kvikmyndir

Fólklfréttum

Myndasögur

Brids

Stjðrnuspá

Skák

Bíó/dans

Bréf til blaðsina  24c

Velvakandi     24c

Samsafnið      26c

13c

18c

20c

20c

20c

20c

22c

INNLENDARFRÉTTIR:

2-6-BAK

ERLENDAR FRÉTTIR:

1-4

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40