Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992
SLOVAKIA
VACLAV KLAUS, fjármálaráðherra Tékkóslóvakíu, var sigurvegari kosninganna
viku. Hann sést hér á kosningaspjaldi á götu í Prag.
Bæheimi og Mæri fyrir
Sigurvegarar
kosninganna í
Tékkóslóvakíu
semja nú um framtíð
sambandsríkisins.
Minnimáftarkennd
knýr
siálfstæðishreyfinguna
ettir Önnu Bjarnadóttur
KVÍ ÐI og áhyggjur settu svip á beina útsendingu úr sjónvarpssal í
Bratislava á kosninganótt í Tékkóslóvakíu fyrir viku. Stjórnandi
þáttarins varóánægður með úrslitin og sagði með fyrirlitningu að
öreigalýðurinn í Slóvakíu hefði kosið stjórn við sitt hæfi. Hreyfing
fyrir lýðræðislegri Slóvakiu, HZDS, sigurvegari kosninganna, hafði
ekki fyrir að senda fulltrúa í sjónvarpssal. Vladimir Meciar, leiðtogi
hennar, hefur lítið álit á sameiginlegu sjónvarpi Tékka og Slóvaka
og vill að það verði lagt niður. HZDS lofaði að hægja á einkavæð-
ingu og draga úc atvinnuieysi og verðbólgu í Slóvakiu í kosningabar-
áttunni og þriðjungur kjósenda treysti líflegum frambjóðendum
hennar tíl þess. Þeir studdu einnig stefnu hreyfingarinnar um aukið
sjálfstæði Slóvakíu. Það olli menningarvitum í sjónvarpssal þungum
áhyggjum. Þeir óttast að óstöðvandi sjálfstæðsskriða sé komin af
stað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Allir viðmælendur mínir í
Tékkóslóvakíu fyrir kosn-
ingarnar töldu af og frá
að það kæmi til vopna-
átaka milli Tékka og Slóvaka ef sam-
bandsríkið klofnar. „Við erum ekki
á Balkanskaga," var viðkvæði
flestra. Þeir voru sannfærðir um að
það færi ekki fyrir Bratislava eins
og Sarajevo í Bosníu. En margir ótt-
ast að það geti slettst upp á vinskap
Slóvaka og Ungverja í framtíðinni.
Nógu góðir til að tala
slóvakísku
Sjálfstæðishreyfing slavnesku
þjóðanna í Slóvakíu og á tékknesku
svæðunum hófst upp úr 1848 og
umhyggja fyrir slóvakísku og tékkn-
esku jókst. Átak var gert til að
hreinsa þau af þýsku- og ungversku-
slettum, eins og íslensku af dönsku-
slettum nokkrum árum seinna, og
málin eru nú jafn rétthá í Tékkó-
slóvakfu. Þau eru svipuð og Tékkar
og Slóvakar skilja auðveldlega hvorir
aðra. Þeir tala og skrifa hvorir sitt
mál á fundum og í samskiptum sín
á milli án þess að það valdi misskiln-
ingi. Málfræði og stafsetning er þó
nokkuð ólík; munurinn á málunum
er nægur til þess að erlendar bækur
eru jafnvel þýddar á bæði tungumál-
in ef þær eru gefnar út í höfuðborg-
um beggja sambandslýðveldanna,
Prag og Bratislava.
Um 600.000 Ungverjar búa í Slóv-
akíu, en íþúar hennar eru alls um 5
milljónir. íbúar Bæheims og Mæris
eru um 10 milljónir. Ungverjar búa
aðallega í suðurhluta sambandslýð-
veldisins og í sumum þorpum heyrist
ekkert nema ungverska. Kosninga-
bandalag Ungverja hlaut rúm 7%
atkvæða í þingkosningunum. Það
berst   fyrir  réttindum   Ungverja   í
Slóvakíu og hefur nokkuð náin tengsl
við stjórnvöld í Búdapest, höfuðborg
Ungverjalands. Kennsla fer fram á
á ungversku í barnaskólum í Slóvak-
íu þar sem Ungverjarnir eru fjöl-
mennastir. Þeir vilja auka hlut ung-
verskunnar og láta kennslu á henni
ná upp í efri bekki skólakerfisins.
Vladimir Meciar, sem fólk flykkist
að til að hlusta á og er oft kallaður
lýðskrumari, hefur engan skilning á
sérréttindaþörf Ungverja og segir
þá geta talað slóvakísku eins og aðra
íbúa Slóvakíu. Ungverskir Slóvakar
vilja búa áfram í Tékkóslóvakiu og
eru á móti hugmyndum Meciars um
aukið sjálfstæði Slóvakíu. Tékkðslóv-
akía og Ungverjaland gerðu með sér
friðarsamning um landamæri land-
anna á sínum tíma. Samskipti ríkj-
anna hafa gengið vel en ekki ér vit-
að hvert samband ungversku stjórn-
arinnar við ríkisstjórn sjálfstæðrar
Slóvakíu verður og hvort gamli frið-
arsamningurinn verður látinn nægja.
Gabcikovo-Nagymaros-stíflan í Dóná
er helsta bitbein stjórnanna í Brat-
islava og Búdapest nú en deilumálum
þeirra á örugglega eftir að fjölga á
næstu árum.
Ráðherraembætti misnotað
Meciar starfaði í ungliðahreyfingu
sósíalista á yngri árum en var skráð-
ur „óvinur ríkisins" hjá öryggislög-
reglu kommúnistaflokksins, STB,
eftir innrás sovéska hersins í Tékkó-
slóvakíu í ágúst 1968. Nafn hans var
tekið af listanum 1976 og talið er
að hann hafi starfað fyrir STB á
einn eða annan hátt eftir það. Skjöl-
in um > starfsemi hans hurfu eftir
byltinguna í nóvember 1989 og talið
er að hann hafi sjálfur gefíð skipun
um að fjarlægja þau. Hann var þá
innanríkisráðherra Slóvakíu og hefur
verið sakaður um að misnota aðstöðu
sína til að eyðileggja sum gögn ör-
yggislögreglunnar og geyma önnur
til að kúga andstæðinga sína með.
Meciar tók við embætti forsætis-
ráðherra Slóvakíu eftir þingkosning-
arnar í júní 1990 en varð að segja
af sér í apríl 1991 eftir að hann sagði
sig úr Almenningi gegn ofbeldi, slóv-
akíska armi Borgaravettvangsins í
tékkneska hlutanum, af því að hon-
um þótti hreyfingin ekki vinna nógu
ötullega að auknu sjálfstæði Slóvak-
íu. Jan Carnogursky, formaður
kristilegra demókrata, KDH, tók við
embætti forsætisráðherra. Hann er
fylgjandi efnahagsstefnu Vaclavs
Klaus, fjármálaráðherra Tékkóslóv-
akíu. Flokkur hans fékk um 9% at-
kvæða í kosningunum. Sögusagnir
um að hann og Ivan, bróðir hans sem
er einnig á þingi, hafi útvegað ætt-
ingjum og vinum góð störf og sjálfir
tekið vellaunuð sæti í nefndum og
ráðum spilltu eitthvað fyrir flokknum
í kosningunum. Ungur maður sem
ég talaði við í Bratislava sagðist vera
hrifinn af stefnu flokksins en hafa
heyrt of margar neikvæðar sögur
um þá bræður til að vilja kjósa þá.
„Þær eru örugglega ekki allar sann-
ar en svona sögur komast ekki á
Slóvakar
krefjast meira
sjálfstæðis og
fullkominn
aðskilnaður
ríkjanna er
hugsanlegur.
kreik nema það sé einhver fótur fyr-
ir þeim," sagði . hann. Talsmaður
flokksins viðurkenndi að Ivan ætti
sæti í stjórnum fyrirtækja en neitaði
afdráttarlaust að þeir bræður hefðu
gert eitthvað ólöglegt eða siðlaust.
„Jan býr enn í sama raðhúsinu og
hann bjó í áður og myndi keyra
Skoda eins og ég ef BMW hefði ekki
fylgt embættinu."
Alvarlegir erfiðleikar
Það er auðséð í Bratislava og Prag
að Slóvakía er fátækari hluti sam-
bandsríkisins. Hún er enn' grá og
óspennandi á yfirborðinu, eins og
borgir austantjaldsríkjanna voru, en
Prag er full af lífi og framkvæmda-
semi, þótt Vesturlandabúum þyki
vinnubrögðum Tékka oft ábótavant.
Aðeins 20% erlendra fjárfestinga

*
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40