Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUiM SUNNUDAGUR 14
. JUNI 1992
4?
* Skráning á jarðvegi og gerð hans
er aðkallandi um öll byggð ból.
Undirstaðan að öflugri jarðvegs-
vernd er vitaskuld þekking á auð-
lindinni sjálfri. Það er frumskylda
hverrar þjóðar að kunna skil á þeirri
auðlind sem hún byggir á matvæla-
framleiðslu sína, enda hafa flest
vestræn ríki kortlagt jarðveg lands
síns og rannsakað á marga vegu.
Hugtakið jarðvegsvernd felur einn-
ig í sér að kanna hvar og hvaða
jarðvegi er hætt við eyðingu, hvern-
ig eyðing á sér stað, og koma í veg
fyrir eyðingu og mengun.  •
íslensk jarðvegsverndarstefna
Ef íslendingar ætla að skipa sér
í hóp þeirra þjóða sem best standa
að umhverfismálum og nýtingu
auðlinda verða þeir heldur betur að
taka til hendinni. Það er orðið tíma-
bært að ísland, eins og önnur þjóð-
lönd, marki sér skýra jarðvegs-
verndarstefnu. Drög að slíkri stefnu
liggja fyrir í nýlega útgefnum stefn-
umiðum Landgræðslu ríkisins til
frekari umræðu.
Viðfangsefni er falla undir jarð-
vegsvernd eru margvísleg. Verndun
gegn eyðingu og almenn þekking á
jarðveginum eru einna mikilvæg-
ustu þættirnir, en einnig er vert að
nefna þróun jarðvegs samhliða
landgræðslu og vistheimt, mengun
í jarðvegi og verndun mýrlendis.
Stöðvun jarðvegseyðingar er stór-
verkefni sem þegar hefur verið tek-
in ákvörðun um, m.a. með þings-
ályktunartillögum Alþingis. En höf-
um við til að bera þá þekkingu sem
þarf til að takast á við þetta tröll-
aukna verkefni? Vitum við hvernig
eyðingin á sér stað og hvernig best
er að standa að stöðvun eyðingar-
innar? Því miður eru svörin við þess-
um spurningum að mestu leyti nei-
kvæð. Við vitum ekki hversu mikil
eyðing á sér stað né með hvaða
hætti nema á nokkrum afmörkuð-
um svæðum og mikil jarðvegseyð-
ing verður utan helstu uppblásturs-
svæða landsins án þess að henni
sé veitt teljandi athygli. í ljósi þeirra
gífurlegu  fjármuna  sem  óhjá-
kvæmilega þarf að verja til þess
að stöðva eyðinguna er þetta þekk-
ingarleysi vægast sagt mjög alvar-
legt vandamál.
Á vegum Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins og Landgræðslu
ríkisins er nú í burðarliðnum sam-
starfsverkefni á sviði jarðvegs-
verndar. Meðal þess sem stefnt er
að má nefna:
* Að fá heildarmynd af jarðvegs-
eyðingu á landinu (kortlagning).
* Að forgangsraða landgræðslu-
verkefnum á grundvelli þekking-
ar.
* Almennar jarðvegsrannsóknir.
* Að afla skilnings á því með h vaða
hætti jarðvegseyðing á sér stað.
* Þróun jarðvegs í tengslum við
landgræðslu og vistheimt.
En staða jarðvegsverndar er því
miður harla veik. Of fáir leggja
stund á rannsóknir í þágu jarðvegs-
verndar, þróunarstarf og fræðslu,
stöðugildi eru óviss og peninga-
þurrð hamlar framkvæmdum. Fjár-
veitingar til rannsókna á jarðvegi,
landgræðslu og jarðvegseyðingu
eru í engu samræmi við það að hér
er um að ræða alvarlegasta um-
hverfisvanda þjóðarinnar. Afleit-
lega hefur t.d. gengið að afla tækja
til þess að mæla grundvallareigin-
leika jarðvegsins, bæði í tengslum
við íandgræðslu og jarðvegsvernd.
Baráttan við eyðingaröflin og end-
urheimt landgæða á eftir að kosta
íslensku þjóðina mikið fé. Þegar
Ástralíubúar og Bandaríkjamenn
líta um öxl og meta sitt jarðvegs-
verndarstarf er niðurstaða þeirra
sú að ekki hafi verið vandað nóg
til rannsókna og þróunar í upphafi.
Þær rannsóknir hefðu getað sparað
gífurlegar fjárhæðir. Því má
kannski segja að undirstöðurann-
sóknir sem þessar séu meðal arð-
bærustu fjárfestinga sem þjóðfélag-
ið á völ á. En hvers vegna er ástand-
ið á sviði rannsókna og þróunar þá
svona slæmt? Það er varla hægt
að sakast við stofnanir á borð við
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
(RALA), sem er þröngur stakkur
skorinn, og þarf auk þess að gæta
hagsmuna margra rannsóknasviða.
Þegar fjárveiting er aukin til jarð-
vegsverndar er skorið niður á öðrum
sviðum landbúnaðarrannsókna þar
sem RALA á lögum samkvæmt að
sinna rannsóknum. Niðurstaðan er
að rannsóknir á sviði landgræðslu
og jarðvegsverndar eru mun minni
en æskilegt væri.
Er orsakanna að leita hjá stjórn-
völdum? í rauninni ekki, fremur tel
ég um að kenna að stjórnvöld skorti
upplýsingar og engar augljósar leið-
ir eru til þess að koma slíkum upp-
lýsingum á framfæri. Þá virðist
rannsóknastarfsemi oft eiga undir
högg að sækja í stjórnsýslu lands-
ins. Margir stjórnmálamenn eru
framkvæmdaglaðir, og er það vel,
en reynslan sýnir að farsælast er
að kunna skil á verkefnúnum fram-
undan og leita hagkvæmra leiða
áður en ráðist er í þau. Um þetta
eru nokkur dapurleg dæmi úr ís-
lensku atvinnulífi, ævintýri sem
hafin voru af meira kappi err forsjá.
Því miður höfum við íslendingar
ekki næga þekkingu á jarðvegi
landsins og eyðingunni. Og ennþá
ráðum við ekki yfir ódýrum land-
græðsluleiðum sem hægt er að beita
á víðáttumiklum auðnum landsins
til að endurheimta náttúrulegt
gróðurfar og frjósaman jarðveg.
Vert er að geta þess að vegna sér-
stæðra aðstæðna hér á landi gætu
slíkar rannsóknir haft mikið alþjóð-
legt gildi og aukið hróður okkar á
umhverfissviðinu.
Er þessi staða viðunandi og okk-
ur sæmandi? Getum við staðhæft á
alþjóðavettvangi að við gætum auð-
linda okkar svo vel sé? A því leikur
mikill vafi. Á meðan er erfitt fyrir
íslendinga að gagnrýna aðrar þjóð-
ir eða stuðla að bættri nýtingu auð-
linda heimsins. Fyrst þyrftum við
að taka til í garðinum heima hjá
okkur.
Höfundur erjarðvegsfræðingur
og starfar hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins.
FÁRVIDRI 55.0%
JARÐSKJÁLFTAR 21.1%
ANNAÐ 15.3%
'FLÓD 8.7%
Flokkun Ijóns af völdum náttúruhamfara eftir eðli atburðanna.
,JARÐSKJÁLFTAR1.9%
FÁRVIDRI 88.0%
ANNAÐ 5.7%
FLÓD 4.4%
Flokkun tryggingabóta vegna tjóns af völdum náttúruhamfara
eftir eðli atburðanna.
BÆTUR         TJÓN      amiR / TJÓN
MILUARDAR KR
800
600
l   BÆTUR/TJÓN %
40
400
in sem valda mestu fjárhagslegu
tjóni þegar á heildina er litið. Hins
vegar hefur manntjón af völdum
jarðskjálfta hérlendis verið lítið, eða
um eitt mannslíf á öld að meðaltali.
Heimildir: Tölulegar upplýsingar eru byggðar
á gögnum frá MCinchener Riick.
SJÖUNDIÁRATUGURINN   AtTUNDIÁRATUGURINN   NÍUNDIÁRATUGURINN
Tjón í náttúruhamförum: Meðaltal síðustu þriggja áratuga.
að því að þetta stafi af vaxandi
fólksfjölda í heiminum og aukinni
velmegun (að minnsta kosti svæðis-
bundið) fremur en versnandi veður-
fari og aukinni jarðskjálftavirkni.
Ennfremur, þá má af myndinni
draga þá ályktun að umsvif trygg-
ingafélaga hafi farið vaxandi á síð-
ari átatugum. Því miður leiðir nán-
ari skoðun í ljós, að það virðist fyrst
og fremst tengt þeirw þjóðum sem
betur stæðar eru, svo sem þjóðum
Evrópu og Norður-Ameríku.
Af því sem fram hefur komið hér
á undan virðist mega draga þá
ályktun, enda þótt umtalsverðar
sveiflur geti verið milli ára, að fár-
viðri sé sú náttúruvá sem veldur
mestu fjárhagstjóni. Ennfremur, að
jarðskjálftar valdi langsamlega
mestu manntjóni, sem að verulegu
leyti má rekja til þróunarlandana.
Ekki er ljóst að hve miklu leyti
hægt er að heimfæra þessar niður-
stöður á íslenskar aðstæður. Þó
virðist að hér séu það einnig fárviðr-
Tafla 1. Náttúruham	
	farir 1990: Mesti jarð-
skjálftinn, stormurinn og flóðið.	
Dagsetning	21,júníl990
Atburður	Jarðskjálfti
Svæði	Iran
Fjöldi látinna	36.000
Heildartjón	420 milljarðarÍKR (7.000
	milljónirUSD)
Bætttjón	6milljarðarÍKR(100
	milljónirUSD)
Athugasemdir	Stærðskjálfta7,7stigá
	Richter-kvarða. Um 100
	þúsund slasaðir, og um
	500 þúsund heimilislausir.
	Mestu hamfarir í jarð-
	skjálftum síðan í Tangs-
	han-jarðskjálftanum í Kína
	1976, enþátýndu 250
	þúsund manns lífi.
Dagsetning	25.til26.janúarl990
Atburður	Stormur, Daría
Svæði	Vestan- og norðanverð
	Evrópa.
Fjöldi látinna	90
Heildartjón	410 milljarðarÍKR (6.800
	milljónirUSD)
Bætt tjón	310 milharðarlKR (5.100
	milljónirUSD)
Athugasemdir	Tjón varð mest á Bret-
	landseyjum og í Benelux
	löndunum. Mestatjón sem
	orðið hefur i vetrarstormi.
Dagsetning	ll.Ul 16.júní 1990
Atburður	Flóð   .
Svæði	Kína, Huanan
Fjöldi látinna	254
Heildartjón	210milljarðarÍKR(350
	milljónirUSD)
Bætt tjón	0
Athugasemdir	Um 200.000 byggingar
	skemmdust
Höfundur erprófessor í verkfræði
við Háskóla fslands og er meðal
annars ædað að stunda kennslu
og rannsóknir varðandi
ánættugreiningu og áhættumat
byggðar eftir landsvæðum.
Samleikur á selló
og píanó
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Gunnar Kvaran, sellóleikari
og Gísli Magnússon píanóleikari
héldu tónleika í íslensku óper-
unni, sl. fimmtudag á vegum
Iistahátíðar. Á efnisskránni voru
verk efir J.S. Bach, Beethoven,
Prokofjev og frumflutt nýtt verk
eftir Jón Nordal, sem hann nefn-
ir Myndir á þili.
Fyrsta verk tónleikanna, G-
dúr gamba-sónatan (BMW
1027), eftir J.S. Bach var í heild
vel leikin og t.d., þá lék Gísli
annan þátt mjög fallega, með
léttum áslætti, þrátt fyrir smá
samleikshnökra undir lokin.
Gunnar er rómantískur sellóleik-
ari, sem kom hvað best fram í
hinni sérkennilegu C-dúr sellós-
ónötu, op. 102, nr.l, eftir Beet-
hoven, sem var annað viðfangs-
efni tónleikanna. Þessi sterka
tilfinning fyrir rómantísku tón-
ferli kom sérstaklega fram í
hægu þáttunum en sónatan í
heild var vel leikin.,
Myndir á þili, nýja sellóverkið
eftir Jón Nordal, er í fjórum
þáttum, ' sem bera heitin; 1
... brostin augu vatnanna, 2
... þegar íshjartað slær, 3
... skrifað í vindinn og 4 ... allt
með sykri og rjóma. Þættirnir
eru stuttir og var þar margt fal-
legt að heyra, einkum eru 3. og
4. þátturinn skemmtilega samdir
og hefðu flytjendur mátt gera
meira úr gamanseminni í þeim
síðasta, þó að verkið væri að
öðru leyti vel flutt.
Tónleikunum lauk með sónötu
í C-dúr, op.119, eftir Prokofjev.
Sónatan er ágætt verk, þar sem
bregður fyrir ýmsum sérkennum
Prokofjevs, þó skuggi pólitískra
afskipta hvíldi yfir þessu verki.
Fyrsti kaflinn er eins og tónteg-
undabundinn afsökun, mið-
kaflinn góðlátleg stríðni og síð-
asti kaflinn þóttafull andstaða.
Sónatan var vel leikin, sérstak-
lega annar þátturinn, sem er
ekta Prokofjev. í síðasta kaflan-
um má merkja áhrif frá selló-
sónötunni frægu eftir Shostak-
ovítsj en hjá Prokofjev eru and-
stæðurnar ekki eins sterkar eða
tónmálið eins glæsilegt. Þarna
er ef til vill að finna ástæðuna
fyrir því að þessi ágæta sónata
hefur að nokkru staðið í skugg-
anum af meistaraverki Shos-
takovítsj.
Undirritaður er ekki vanur að
fj'alla um aukalög en Gunnar
Kvaran bætti við tónleikana
tveimur rómantískum lögum,
Söng stúlknanna, þjóðlagi frá
Katalóníu og Svaninum eftir
Saint-Saéns. Gunnar bókstaf-
lega talað söng þessi fallegu lög
á sellóið sitt, svo að unun var á
að hlýða.
Sutnartilhoð
Wk
wm
Vandaður leður hvtldarstóll m/sketnli.
Litir: Svart og brúnt
Kr. 25.500,- stgr.
Vandaður stakur íéðurstáUá snúningsfæti.
Litir: Svart og bfúnt
Kr. 20.000,- stgr.
ÁRMÚLA 8, SÍMI812275 OG 685375
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40