Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						S(;ei IKÍJl M HTJ0AQUKftTJ8 GIGAJaVlUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JUNÍ 1992
ss
23
við Morgunblaðið: „Þetta er ekkert
innfjarðargeim lengur."
Sá sem fyrstur verður á vegi okk-
ar á flotbryggjunni á Tálknafiði er
Helgi Bergþórsson á trillunni Guð-
rúnu Helgu EA. Hann hefur verið
sjómaður alla sína tíð, lengst af á
togaranum Margréti EA. Árið 1989
keypti hann Guðrúnu Helgu og hefur
haft lifibrauð sitt af bátnum að mestu
síðan. „Mig langaði til að gerast eig-
in herra og það lá beinast við fyrir
mig að prófa þetta," segir Helgi.
V
A SKAKIMEÐ
TRILLUKÖRLUM
FYRIRVESTAN
„Þetta hefur gengið svona nokkurn
veginn eins og ég átti von á að það
gengi en framtíðin er aftur á móti
óviss. Ég er á krókaleyfi núna og
ég vona að það haldist áfram.
I máli Helga kemur fram að hann
geti ekki stundað þessa atvinnu sína
nema í mesta lagi 5-6 mánuði á
ári, það er yfir sumartímann, sökum
veðra. Helgi lenti í aflahrotunni sem
greint var frá í fjolmiðlum á þessu
svæði. „Það var rosalegt að koma
hér í höfnina þegar þetta skot var í
gangi, en svona vikur eins og þessi
koma ekki nema á nokkurra ára
fresti. Skakveiðin nú er allajafna
ekkert nema púl og miklar yfirlegur
ef eitthvað á að fiska," segir hann.
„Dagsaflinn hjá okkur varð mestur
2,7 tonn og það var mikið líf í sjón-
um hér undan og góðar lóðningar á
stóru svæði."
Háskólastúdent í harkinu
Skammt frá Guðrúnu Helgu er
sómabáturinn Stefán Ragnar EA.
Eigandinn, Stefán Stefánsson, er um
borð að gera klárt meðan á brælunni
stendur. Hann hefur átt bátinn í tæp
fjögur ár og hefur notað skakveiðina
til að fjármagna háskólanám sitt.
Hann er nú í rekstrarfræði í Sam-
vinnuskólanum að Bifröst eftir að
hafa numið arkitektúr í Bandaríkjun-
um.
Stefán er nýkominn til Tálkna-
fjarðar eftir að hafa verið að skaka
í grennd við Grímsey og Kolbeinsey.
„Eg lít á það sem forréttindi að fá
að vera á skaki á góðum sumardög-
um," segir Stefán. „Maður nær ein-
hvern veginn svo vel að kúpla sig
frá öllu í landi. En þar með er ekki
sagt að þetta sér eintómur leikur. í
þessari vinnu verða menn fyrst og
fremst að geta bjargað sér sjálfír ef
eitthvað kemur upp á, eins og til
dæmis vélarbilun. Það er ekki hægt
að hringja í næsta verkstæði þegar
maður er staddur 20-30 mílur út á
sjó." Stefán segir að hann lifi í þeirri
von að geta framfleytt sér á skak-
inu, tekjurnar séu það góðar að hann
fái ekki námslán.
10 ára skak
Guðmundur „Grímseyingur" Har-
aldson er að skrúbba trilluna sína,
Normu KE, sem hann hefur nýlega
fest kaup á. Hann hefur stundað sjó-
inn, einn á báti frá 10 ára aldri og
alltaf gert út frá Grímsey. Norma
er fjórða trillan sem fjölskylda hans
eignast. „Það er óhætt að segja að
þetta sé ævistarf mitt hingað til að
vera á skaki," segir Guðmundur.
„Það sem mér finnst mest heillandi
vð skakið er að maður ræður sér
algerlega sjálfur, tekur ekki við skip-
unum frá einum eða neinum og er
ekki háður einhverri stimpilklukku."
Guðmundur er ættaður frá Hval-
látrum og þykir fiskinn með afbrigð-
um. Mest hefur hann náð að afla um
50 tonna á sumri, sem gerir mánað-
artekjur upp á ríflega milljón krón-
ur. Hann getur ekki hugsað sér ann-
að líf en sjómennsku og þegar hann
er ekki á skaki er hann á stærri
bátum eða millilandaskipum á vetr-
um. Hann ætlar sér að taka frí frá
sjómennskunni um stund í náinni
framtíð til að fara í Stýrimannaskól-
ann og afla sér skipstjórnarréttinda.
Tómstundagaman í 30 ár
Frá Tálknafirði liggur leið okkar
á Flateyri en þangað hafa trillur
verið að tínast inn í höfnina ein af
annarri síðústu dagana. Ekki hefur
gefið á sjó í tæpa viku og nota menn
landleguna til að sitja á Vagninum
yfir kaffibolla og ræða spekingslega
um lóðningar og lórantölur og gildi
þess að hafa bræluskak á nýju DNG-
rúllunum. Meðal þeirra sem gera út
frá Flateyri er Sigurður Sigurdórsson
sem átt hefur bát á staðnum frá
1960 og haft skak sem tómstundaga-
man síðan. í fyrra fékk hann sér
nýjan bát og nú er ætlunin að reyna
að lifa af þessu.
„Ég er búinn að gera skak að mínu
aðalstarfi og ætla að gera út í sum-
ar með dóttur minni," segir Sigurður.
Eins og flestir aðrir trillukarlar
og skakarar nefnir Sigurður sem
höfuðkost við þessa atvinnu að hann
er algerlega sjálfs síns herra og laus
við allan skarkala og læti þegar út
á sjó er komið. En honum finnst
framtíð sín sem trillukarls mjög
óviss. „Það hefur verið rætt um að
þegar krókaleyfinu ljúki verði settur
kvóti á þessa báta og það þýðir að
við fáum ekki neitt," segir Sigurður.
„Ég lít þannig á málið að ráðamenn
ættu að hugsa vel sinn gang því
þessi veiðarfæri sem við notum eru
þau sem minnst ganga á fiskistofn-
ana. Það vita allir og það eru ekk:
handfærin sem eru að ganga að físki-
stofnunum dauðum."
í máli Sigurðar kemur fram að á
síðustu árum hafi menn stöðugt þurft
að sækja fiskinn lengra á haf út og
vera lengur við að fiska en áður.
„Svo hef ég einnig á tilfinningunni
að veðurfar hafi farið versnandi á
síðustu árum," segir Sigurður. „Hér
áður fyrr var oft hægt að sæka á sjó
á trillum dögum saman en nú kemur
vart sú vika að ekki sé bræla megn-
ið af henni og aðeins hægt að fara
út dag og dag." Sigurður segir að
aflabrögðin í maí hafi verið óvenju-
góð en það telst ágætt að ná svona
10 tonnum á mánuði á skakinu.
Hef það sama og á togara
Annar trillukarl á Flateyri, Aðal-
steinn Bjarnason, sem stundað hefur
skak I fimm ár eða frá 17 ára aldri
tekur undir með Sigurði hvað afla-
brögðin í ár varðar. Hann segir að
hann hafí svipað upp úr skakinu og
hann hefur haft á togara. „En það
þarf að vera vel við til að ná þessum
peningum upp úr skakinu og þetta
eru miklar vökur hjá manni þegar
gefur á sjó," segir Aðalsteinn. „Það
er ekkert lengur að hafa á grunnslóð-
inni hérna í grennd og sem stendur
sæki ég minn fisk um 13 mílur út
af Barðanum fyrir utan Dýrafjörð."
Aðalsteinn segir að hann ætli sér
að stunda skak á sumrin í nánustu
framtíð enda sé það hið skemmtileg-
asta sem hægt er sé að lenda í á
góðum dögum.
Lára leggur úr höfn
Sjálfur hef ég ekki gert mikið af
því að skaka en gefst tækifæri til
að sigla einn róður með Birni E.
Hafberg á Láru IS, fjögurra tonna
Færeyingi frá Flateyri. Björn er einn
af þessum trillukörlum sem enn sjá
skakið í rómantísku ljósi og.þegar
við komum út á rúmsjó út af Barðan-
um fer hann að segja mér á sinn
rólega og yfirvegaða hátt hve nánum
tengslum sé hægt að ná við náttúr-
una á skakinu. A meðan ligg ég yfir
borðstokknum og reyni að koma í
veg fyrir að innyfli mín komist í
þessu nánu tengsl.
Um borð í Láru eru þrjár skakrúll-
ur, tvær rafdrifnar Juksa Robot og
ein gömul Elliða snegla. Neðan á lín-
unni hangir blýklumpur á þyngd við
meðal handlóð og síðan slóði með
5-6 önglum. Juksa Robot rúllan er
sjálfvirk þannig að aðeins þarf að
ýta á takka og sér hún síðan um að
setja færið í botn og skaka því síðan
upp og niður þrjá faðma frá botnin-
um. Þegar bítur á eða þyngsl koma
á færi pípir í rúllunni og hún dregur
slóðann upp. Á gömlu Elliða-græj-
unni þarf maður að skaka sjálfur.
Það er ákveðin spenna fólgin í því
fyrir óvanan að heyra fyrst pípið í
sjálfvirku rúllunum og sjá síðan
þorsk dreginn um borð en það kemst
í vana eins og annað. Gert er að
aflanum um borð og hann ísaður í
kassa. Það tekur okkur hálfan annan
sólahring að ná ca. 350 kg af þorski
þannig að þetta skaklíf virðist ekki
alltaf dans á rósum. En við erum
samt léttir í skapi því maður finnur
þessa tilfmningu svo glöggt, að vera
sinn eigin herra, og út á það gengur
jú þetta allt.
Brids
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
46 pör í sumarbrids sl.
fimmtudag
Mjög vel var mætt í Sumarbrids í
Reykjavík síðasta þriðjudag. 46 pör
mættu til leiks í Mitchell-tvímenning.
Úrslit urðu (efstu pör):
N/S:
Hrafnhildur Skúladóttir- Jörundur Þórðarson  535
Hulda Hjálmarsdóttir - Ólína Kjartansdóttir   496
Vilhjálmur Sigurðsson - Þráinn Sigurðsson   485
Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson      482
ErlaSigurjónsdóttir-ÓskarKarlsson       458
A/V:
Haukur Harðarson - Vignir Hauksson      559
GunnarÞórðarson-SigfúsÞórðarson       488
RagnheiðurNielsen-SigurðurÓlafsson     487
Gísli Sigurkarlsson - Halldór Ármannsson    479
GeorgSverrisson-BernódusKristinsson     476
Öllu rólegra var síðasta fímmtudag,
trúlega vegna Evrópumðtsins í knatt-
spyrnu. Spilað yar í tveimur riðlum,
samtals 26 pör. Úrslit urðu (efstu pör):
Hulda Hjálmarsdóttir - Ólína Kjartansdóttir   255
Lárus Hermannsson - Guðlaugur Sveinsson   246
HörðurPálsson-ÞráinnSigurðsson        245
ValtýrPálsson-ÞórðurSigurðsson        224
Guðmundur Samúelss. - Þorsteinn Þorvarðars. 218
Friðrik Jónsson - Sævar Jónsson          213
B
Jón Viðar Jónmundss. - Jóhannes Guðmannss. 122
Stefán Ólafsson - Valdimar Elíasson     -  120
RagnaBriem-ÞórannaPálsdóttir         119
Sigurleifur Guðjónsson - Ólafur Oddsson     111
Staða efstu manna hefur lítið
breyst. Þröstur Ingimarsson leiðir enn
og næstu menn eru Þórður Björnsson,
Lárus Hermannsson og Guðlaugur
Sveinsson.
Spilað er í Sumarbrids alla mánu-
daga og þriðjudaga í Mitchell (spila-
mennska hefst kl. 19), fimmtudaga í
riðlakeppni (fyrsti riðill fer af stað upp
úr kl. 17 og síðasti riðill kl.19) og
laugardaga (spilamennska hefst kl.
13.30). Spilaður er Mitchell á laugar-
dögum.
Spilaáhugafólk er hvatt til að vera
með í Sumarbrids 1992. Ferðafólk á
leið um bæinn er sérstaklega boðið
velkomið sem og erlendir gestir.
Bridsdeild eldri borgara,
Kópavogi
Sl. þriðjudag mættu 14 pör, og var
spilaður Mitchell-tvímenningur, og
urðu úrslit þessi:
N/S:
EinarElíassonogGústafLirusson        206
Bergsveinn Breiðfjörð og Eysteinn Einarsson  194
Helga Ámundadóttir og Hermann Finnbogas.  168
A/V:
GísliSigurtryggvasonogÁrniJónasson     201
Ingiriður Jónsdóttir og Helga Helgadóttir    184
ÁstaÞorsteinsdóttirogMargrétSigurðardóttir 175
harovbarvalI        f
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
/A^ARUD
Bók
bsetir
brýiini
þörf
Þessi bænabók, sem sr. Karl
Sigurbjörnsson tók saman, geymir
fjölda bæna frá frumkrismi til
þessa dags. Þar eru bænir sem
tengjast daglegu l£fi, helgum og
hátíðum og krossgötum ævinnar.
Einnig eru þar stuttar leiðbeiningar
um trúarlíf, iðkun og siði, svo og
greinarumbæn oglestur
Biblíunnar eftir dr. Sigurbjörn
Einarsson, biskup.
liókin fæst í Kirkjuhúsinu,
Kirkjuhvoli, gegnt Dómkirkjunni,
s.21090 og 621581 og er hægt
að fá hana senda í póstkröfu,
auk þess sem hún fæst í
öllum bókaverslunum.
Isi
^Útg
Skálholtsútgáfan
Útgáfufélag þjóðkirkjunnar
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40