Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 28
 ATVINNU/RAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNU Bifreiðastjórar Okkur vantar bifreiðastjóra til afleysinga í sumarleyfum. Þurfa að hafa réttindi til akst- urs strætisvagna. Upplýsingar hjá verkstjóra okkar í Skógar- hlíð 10, símar 13792 og 20720. Norðurleið - Landleiðir hf. SVÆÐISSTJÚRN SUÐURLANDS -um mélefni fatlaðra EYRAVEGI37 - 800 SELFOSS - SlMAR 99-1839 & 99-1922 sími 98-21839 Þroskaþjálfar Staða forstöðumanns við Meðferðarheimil- ið Lambhaga 48, Selfossi, er laus til umsókn- arfrá 1. sept. nk. í eitt ár. Ýmsir valmöguleik- ar á áframhaldandi starfi að þeim tíma liðn- um. Meðferðarheimilið Lambhagi veitir þjónustu fötluðum börnum af Suðurlandi á aldrinum 0-16 ára. Rekstrarstjórn sérdeildar Suðurlandsum- dæmis á Selfossi og Svæðisstjórn Suður- lands óska eftir að ráða þroskaþjálfa til starfa á sama heimili til að annast þjálfun mikið fatlaðra grunnskólaþarna. Nánari upplýsingar um bæði þessi störf gef- ur forstöðumaður Meðferðarheimilisins í síma 98-21869 eða skrifstofa Svæðisstjórnar Suðurlands í síma 98-21839. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. Forstöðumaður framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins Fjármálaráðuneytið hefur falið skrifstofu okkar að auglýsa og taka á móti umsóknum í ofangreint starf. Starfið er laust samkvæmt nánara samkomulagi. Leitað er að einstaklingi með menntun og reynslu í stjórnun, undirbúningi og umsjón verklegra framkvæmda. Verksvið framkvæmdadeildar er markað í lögum nr: 63/1970, um skipan opinberra framkvæmda og stýrir forstöðumaður starfi deildarinnar. Nánari upplýsinar um starfið fást á skrif- stofu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, Reykjavík. Umsóknir er tilgreini aldur og menntun ásamt starfsreynslu sendist Guðna Jóns- syni, ráðgjöf og ráðningarþjónustu, Tjarn- argötu 14, Reykjavík. Umsóknarfrestur um starfið er til 30. júnf nk. CUÐNT TÓNSSON RÁÐCJÖF&RÁÐNINCARÞjÓNUSTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Tölvunar-/ kerfisfræðingur Óskum eftir reglusömum tölvunar- eða kerfis- fræðingi í framtíðarstarf. Bókhaldskunnátta æskileg. Fullt starf hefst 1. september. Umsóknir með upplýsingum sendist auglýs- ingadeild Mbl. fyrir 19. júní merktar: „T - 13600“. G§ÐI -geðanMvegna! Framkvæmdastjóri Óskum að ráða í stöðu framkvæmdastjóra hjá Goða hf. í boði er áhugavert og krefjandi starf. Goði hf. er í meirihlutaeign liðlega 20 slátur- leyfishafa og kaupfélaga og er markaðs- og sölufyrirtæki þeirra með kjötvörur og skyldar vörur. Starfssvið framkvæmdastjóra: ★ Framkvæmdastjóri hefur með höndum daglega framkvæmdastjórn fyrirtækisins. ★ í starfinu felst yfirstjórn framleiðslu-, markaðs- og fjármála fyrirtækisins. ★ Framkvæmdastjóri gætir hagsmuna fyrir- tækisins út á við og annast samninga- gerð fyrir hönd þess. ★ Framkvæmdastjóri hefur frumkvæði að stefnumörkun og mótun framtíðar- markmiða í samvinnu við stjórn og aðra stjórnendur fyrirtækisins. Æskilegt er að framkvæmdastjóri geti hafið störf sem fyrst. Við leitum að hæfum einstaklingi í þetta mikil- væga starf, sem hefur staðgóða reynslu af rekstri og stjórnun fyrirtækja. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og forystuhæfileika. Rekstrar-og stjórnunarmenntun nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Farið verður með ailar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „Framkvæmdastjóri Goði hf.“, fyrir 25. júní nk. Hagvangiirhf Rekstur skrifstofu Júmbó matvælaiðja hf. óskar að ráða starfsskraft til að annast daglegan rekstur skrifstofu (bókhald, fjárreiður, starfs- mannahald og fleira tilfallandi). Um er að ræða fullt starf og verður starfs- maður þessi staðgengill framkvæmdastjóra í fjarveru hans. Leitað er að nákvæmum og samviskusömum starfskrafti sem getur tamið sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og hefur metnað í starfi. Góð bókhaldskunnátta ásamt starfsreynslu er skilyrði. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf leggist inn á auglýs- ingadeild Mbl. fyrir 19. júní 1992 merktar: „Júmbó - 4329“. Norræn málstöð óskar eftir staðgengli í stöðu kennsluráðgjafa (pedagogisk konsulent (forstekonsulent)) Sá sem ráðinn verður mun aðallega sinna verkefnum í tengslum við grannmálakennslu- og grannmálarannsóknir á Norðurlöndum. Kennsluráðgjafi ber ábyrgð á námskeiða- starfsemi málstöðvarinnar og er ritari Sam- vinnunefndar um Norðurlandakennslu í út- löndum („Samarbeidsnemnda for Norden- undervisning í utlandet"). Umsækjendur þurfa að hafa háskólapróf í dönsku, norsku eða sænsku sem aðalgrein. Auk þess verður lögð áhersla á kennarareynslu og þekkingu á öðrum Norðurlandamálum. Laun eru 210.293,- norskar krónur á ári, og möguleikar á launauppbót fyrir umsækjendur frá öðrum löndum en Noregi (staðaruppbót (,,utenlandstillegg“) o.þ.h.). Ráðningartími staðgengils er til 31.8.’93 en framlenging til fleiri ára gæti komið til greina. Staðan er laus frá miðjum september 1992. Umsækj- endur eru beðnir að láta þess getið hvenær þeir geta hafið störf. Þeir, sem gegna opinberum stöðum, eiga rétt á fjögurra ára leyfi til að taka að sér störf í norrænum stofnunum. Vinnustaður er Norræn málstöð (Nordisk spráksekretariat) í Ósló. Umsóknir skulu sendar 15. ágúst til: Nordisk spráksekretariat, Postboks 8107 Dep, N-0032 Oslo. Sími: 90472 420570. Símbréf: 90472427676 Nánari vitneskju um stöðuna má fá með því að snúa sér til málstöðvarinnar. Norrsen málstöð var stofnuö af Ráðherranefnd Norðurlanda sem samstarfsvettvangur norrænna málnefnda. Málstöðin vinnur að því að varöveita sameiginlegt málfélag á Noröurlöndum og stuðlar að gagnkvæmum skilningi norrænna mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.