Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D 142. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins OECD um samveldisríkin: Framleiðsla gætimimik- að um 20% París. Reuter. Efnahags- og framfarastofnun- in spáir því að minnkandi við- skipti leiði til þess að framleiðslan í Samveldi sjálfstæðra ríkja minnki um 15-20% á árinu, en hún minnkaði um 18% í fyrra. Þetta kemur fram í misserisskýrslu stofnunarinnar, sem birt var i gær, og þar segir einnig að búast megi við efnahagsbata í Banda- ríkjunum, þótt hann verði hægur. OECD segir að í flestum samveld- isríkjanna kunni framleiðslan að minnka um 20-30%. Jafnvel í Rúss- landi, sem er bettur sett en önnur fyrrverandi sovétlýðveldi vegna stærðar og náttúruauðlinda, gæti samdrátturinn orðið meiri en 10%. í skýrslunni segir að mikil hætta sé á að upplausn Sovétríkjanna fyrr- verandi ieiði til þess að viðskiptin milli þeirra minnki um helming á árinu. Það eina sem geti afstýrt því séu verulegar lánveitingar til þeirra ríkja sem koma illa út úr hækkandi verði á olíu og öðrum hráefnum, sem þau hafa aðallega keypt frá Rúss- landi. OECD telur ólíklegt að Rúss- um takist að draga úr fjárlagahall- anum í ár vegna ört minnkandi skatttekna og vaxandi útgjalda til velferðarmála. Stofnunin telur einnig líkur á að framleiðslan minnki verulega í fyrr- verandi fylgisríkjum Sovétríkjanna í Austur-Evrópu. í skýrslunni er því spáð að hag- vöxturinn í Bandaríkjunum verði 2,1% í ár og 3,6% á næsta ári, en hann var 0,7% í fyrra. Poul Schluter fyrir leiðtogafund EB: Danir greiða ekki atkvæði aftur um óbreytt samkomulag Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. POUL Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, og Uffe Ellemann-Jens- en utanríkisráðherra héldu til leiðtogafundar Evrópubandalagsins í Lissabon í gær með þau skilaboð frá danska þinginu að ekki kæmi til greina að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Maastricht-samkomu- lagið. Að minnsta kosti ekki samskonar samkomulag og Danir höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2. júní sl. Keuter. Sprenging í Lundúnum Öflug sprengja, sem komið hafði verið fyrir í skjalatösku, sprakk í miðju fjármálahverfi Lundúna um kvöldmatarleytið í gær. Ekkert manntjón varð en bifreið gjöreyðilagðist. Sprengjan sprakk í Coleman-stræti fyrir utan skrifstofur bandaríska Chase Manhattan bankans. Talsmaður lög- reglu sagði í gær að maður, sem kvaðst vera á vegum írska lýðveldis- hersins (IRA), hefði hringt í breska útvarpið, BBC} og gefið viðvörun um sprengjuna um svipað leyti og hún sprakk. A myndinni má sjá slökkviliðsmann ganga að flaki bifreiðarinnar. Því hefur verið varpað fram af mörgum öðrum bandalagsríkjum að hugsanlega væri hægt að bjarga Maastricht með því að Danir greiddu/ atkvæði um samkomulagið á ný. Forsætisráðherrann sagði hins vegar að afloknum fundi í markaðsnefnd danska þingsins í gær: „Innihaldið verður að vera annað ef við eigum að geta rætt það“. Schlúter bætti því við að Danir hefðu ekki hug á að falast eftir sérsamningum um tengsl sín við endurnýjað Evrópu- bandalag, að minnsta kosti ekki fyrr en stóru ríkin á borð við Bretland og Frakkland hefðu staðfest sam- komulagið. Afstaða Dana til Maastricht verð- ur ekki á dagskrá í Lissabon. Fundur- inn á að fjalla um efnahagsmál og undirbúning vegna fjölgunar aðildar- ríkja, s.s. Svíþjóðar og Finnlands, en allir ganga út frá því sem vísu að staða Dana verði rædd óformlega. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópubandalags- ins, hefur beðið Dani afsökunar á ummælum sínum í frönsku sjónvarpi á sunnudag en þá hélt hann því fram að Danir ættu á hættu að missa stuðning við landbúnað sinn vegna afdrifa Maastricht í þjóðaratkvæða- Arangurslaus samningafundur um Júgóslavíu: Milosevic neitar tilmælum um að viðurkenna Bosníu Strassborg, Sarajevo. Reuter. FUNDUR með leiðtogum fyrr- um lýðvelda Júgóslavíu í Strass- borg í gær um leiðir til að koma á friði „olli vonbrigðum“, að sögn Carringtons lávarðar, sáttasemjara Evrópubandalags- ins (EB). Hann sagði að Slobod- an Milosevic, forseti Serbíu, hefði neitað tilmælum hans um að viðurkenna sjálfstæði Bos- níu-Herzegovínu. Serbar sem sitja um Sarajevo samþykktu í gær að hætta árásum á óbreytta borgara, að sögn gæsluliða Sameinuðu þjóðanna. Milosevic sagði á fundinum með Carrington að Serbía veitti serbnesk- um sveitum í Bosníu engan hernað- arlegan stuðning, en sendi aðeins hjálpargögn til bágstaddra. Hann neitaði tilmælum Carringtons um að viðræður yrðu hafnar um framtíð Kosovo-héraðs í Serbíu, þar sem alb- anski meirihlutinn vill sjálfstæði, en EB hefur lýst áhyggjum yfir því að Kosovo kunni að verða næsti vett- vangur stórátaka í Júgóslavíu. Haris Silajdzic, utanríkisráðherra Bosníu- Herzegovinu, sagðist svartsýnni eft- ir fundinn á að friður kæmist á. Þá sagði Milosevic í sjónvarpsvið- tali í gær að hann hefði lagt til að Serbía og Grikkland mynduðu sam- veldi, sem meðal annars fæli í sér sameiginlega herstjórn. Aðspurður um viðbrögð Konstantíns Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, sagði Milosevic að ekki væri ágreiningur um markmið á milli leiðtoganna, en ef til vill um tímasetningu á sam- starfi ríkjanna. Lewis MacKenzie, hinn kanadíski yfirmaður friðargæsluliðs Samein- uðu þjóðanna í Sarajevo, sagði í gær að leiðtogar Serha í borginni hefðu samþykkt að beina ekki skotum sín- um og sprengjum á svæði þar sem óbreyttir borgarar hefðust einkum við. Þeir myndu staðsetja stórskota- lið sitt í hæðunum umhverfis borgina á þann hátt að auðvelt væri fyrir eftirlitsmenn SÞ að sjá hvort staðið væri við samkomulagið. Hitabylgja í borginni hefur aukið líkurnar á farsóttum, þar sem 300.000 manns eru innikróaðir. Fólk leggur sér nú rotnað kjöt til munns í matarskortinum, enginn þorir að hreyfa við likum sem liggja á götum úti og skolpleiðslur borgarinnar eru stíflaðar. Grunur er um að tauga- veiki, sem berst með lúsum, hafi orðið vart á nokkrum stöðum. greiðslunni. Á blaðamannafundi í Brussel sagði Delors að sér hefðú orðið á mistök sem ekki hefðu átt að eiga sér stað. „Ég var að reyna að sýna löndum mínum fram á mikil- vægi stefnunnar fyrir franskan land- búnað,“ sagði Delors. Sjá nánar frétt á bls. 22-23 Iran-kontra; Aðild æðstu manna í rannsókn LAWRENCE Walsh, sérlegur sak- sóknari í Iran-kontra-málinu í Bandaríkjunum, lýsti því yfir í gær að hann væri nú að reyna að komast að því hvort menn í „æðstu stöðum ríkisins" hefðu gerst brot- legir við lög með því að reyna að hindra rannsókn málsins. Walsh sagði rannsókn sína vera á lokastigi og að henni yrði lokið nú í sumar. íran-kontra-málið snerist um leynilega vopnasölu háttsettra bandarískra embættismanna á árun- um 1985-86. Fóru vopnin til írans en hagnaðurinn af söluni til skæru- liða í Nicaragua. Tilgangurinn var m.a. sá að kaupa frelsi bandarískra gísla í Líbanon. Bandaríkjaþingi var í gær afhent sjö blaðsíðna skýrsla frá Walsh þar sem kemur fram að hann telur að rannsókn á málinu hafi verið hindr- uð. Hann nefnir ekki Ronald Reag- an, þáverandi Bandaríkjaforseta, á nafn en saksóknari í máli Caspars Weinbergers, fyrrum varnarmálaráð- herra, segir starfsmenn Walsh hafa farið fram á öll gögn sem kunni að varpa ljósi á aðild Reagans. Samið um friðsam- lega lausn í Moldovu Istanbúl. Reutcr. FORSETAR Rússlands, Úkraínu, Moldovu og Rúmeníu náðu í gær samkomulagi um aðgerðir til að reyna að stuðla að friði milli sveita rússneskra aðskilnaðarsinna og stjórnarhermanna í Dnéstr-héraði í Moldovu. 1 yfírlýsingu sem gefin var út að loknum tveggja klukku- stunda fundi forsetanna segir að vopnahlé eigi að taka gildi þegar í stað í Moldovu og að deiluaðilar eigi að draga sveitir sínar til baka innan sólarhrings. Samkomulagið kveður einnig á um að Rússar dragi sveit- ir sínar til baka frá Moldovu, líkt og stjórnvöld þar hafa farið fram á en á móti féllst Mircea Snegur, forseti Moldovu, á að þing Moldovu taki til athugunar stöðu Dnéstr-héraðs- ins þar sem Rússar hafa lýst yfir stofnun eigin lýðveldis. Á myndinni má sjá Jeltsín og Snegur á fundi leiðtoga 11 Svartahafsríkja sem hófst í Istanbul í gær. Reúter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.