Morgunblaðið - 01.07.1992, Page 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
______________ MIÐVIKUDAGUR 1.JÚLÍ 1992
Selimir aftur
á leiðinni til
Finnmerkur
STÓRAR selavöður hafa að undan-
förnu verið á leið upp að ströndum
Finnmerkur í Noregi og er óttast,
að sagan frá síðasta áratug sé að
endurtaka sig. Þá olli selurinn miklu
fjóni með því að éta og skemma fisk
í veiðarfærum, auk þess sem tálið
er, að hann fæli burt fískinn.
Norskir sjómenn hafa siglt í gegnum
selavöður, sumar allt að þriggja kíló-
metra breiðar, en talið er, að selurinn
sé að leita að þorski. Það fer því eftir
því hvar þorskurinn heldur sig hvort
selurinn kemur upp að ströndinni en
honum fylgir „svart haf ‘ eins og norsk-
ir sjómenn segja, fískileysi og eyðilegg-
ing. í svipinn hafa menn mestar
áhyggjur af, að selurinn spilli ýsuveið-
unum við ströndina.
Yerður öll þorskveiði við
Nýfundnaland bönnuð?
ÚTLENDINGUM FÆKKAR
í FISKVINNSLU
Morgunblaðið/Þorsteinn Briem
NOKKRIR útlendingar hafa unnið hjá sjávarafurðadeild KASK, sem
Borgey hf. tekur yfir í dag, 1. júlf, og hér er einn þeirra, hún Lárina
frá Trángisvági á færeysku eynni Suðurey, að læra að snyrta flök.
Um 500 útlendingar voru í fiskvinnslu hér í vetur en horfur eru á
að mun færri útlendingar fái atvinnuleyfi í fískvinnslu næsta vetur,
því margir íslendingar eru atvinnulausir.
ÁSTAND þorskstofnsins við
austurströnd Kanada og mikill
niðurskurður á kvóta hefur neytt
eitt stærsta fiskiðnaðarfyrirtækið
þar, National Sea Produets Ltd.,
NatSea, til að selja alla starfsemi
sína í Bandaríkjunum. í Kanada
virðist nú vera vaxandi áhugi á að banna alveg þorskveiðar við Nýfundnaland
um árabil til að ná upp stofninum en í viðtali við Morgunblaðið sagði Bene-
dikt Sveinsson, framkvæmdastjóri íslenskra sjávarafurða hf., að það væru í
sjálfu sér slæmar fréttir fyrir okkur íslendinga.
Stórminnkað framboð
gæti haft slæm áhrif á
markaðinn vestanhafs
Fyrir dreifíngarkerfið í Bandaríkjun-
um fékk NatSea greiddar rúmar fimm
milljónir Bandarílqadollara og 20 milljón-
ir fýrir birgðir og annað. Er kaupandinn
FPI, Fisheries Products Intemational
Ltd. í St. John’s á Nýfundnalandi, og
lagar þessi sala skuldastöðu NatSea all-
verulega. Námu þær næstum 130 millj-
ónum dollara og vaxtakostnaðurinn var
mikill. Þá fylgdi það einnig með í kaup-
unum, að FPI mun nú taka við markaðs-
setningu fyrir NatSea í Bandaríkjunum.
Frá 1984 hefur þorsk- og ýsukvóti
NatSea minnkað úr 80.000 tonnum á
ári i um 25.000 tonn en á síðasta ári
var heildarsala fyrirtækisins 438,9 millj-
ónir Bandaríkjadala en tapið 35,9 millj-
ónir. Henry EÍemone, aðalframkvæmda-
stjóri NatSea, sagði nýlega í blaðavið-
tali, að hann væri hlynntur framkomnum
hugmyndum um algjört bann við þorsk-
veiðum við Nýfundnaland ef það gæti
orðið til að endurreisa stoftiinn og
tryggja ömgga veiði eftir fimm eða tíu
ár.
Benedikt Sveinsson, framkvæmda-
stjóri íslenskra sjávarafurða, segist hafa
frétt af þessum breytingum hjá NatSea
en telur ekki, að þær hafi nein áhrif
hér heima út af fyrir sig. Hér sé um
að ræða lið í almennum vamaraðgerðum
kanadísku fiskiðnaðarfyrirtækjanna á
austurströndinni í kjölfar hmnsins í
þorskveiðunum. Benedikt kvaðst líka
hafa heyrt um þá umræðu, sem nú á
sér stað, um algert bann við þorskveið-
um við Nýfundnaland og hann taldi, að
hún væri meira en orðin tóm.
Við fyrstu sýn mætti ætla, að afleið-
ingin af slíku banni væri góð fyrir aðra
framleiðendur, til dæmis Islendinga, en
með tilliti til þess, að þorskurinn ætti í
mikilli samkeppni við aðrar fisktegundir
og aðra matvöm væri ólíklegt, að minna
framboð yrði til að hækka verðið sem
einhvetju næmi. Það hefði hins vegar
þau áhrif, að kaupendur þorsksins snem
sér annað og það gæti haft alvarleg á
markaðinn í heild.
FÓLK
Jóhannes Már
tilDalvíkur
■ JÓHANNES Már Jóhann-
esson hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Fiskmiðlunar
Norðurlands á Dalvík með
Hilmari Daníelssym, en Jó-
hannes var áður hjá íslenzkum
sjávarafurðum hf. og sá þar
um skreiðarsölu. ÍS hafa keypt
40% hlutaíjár í Fiskmiðlun
Norðurlands og samkvæmt
þeim kaupsamningi mun
skreiðarsala ÍS flytjast norður
og verður skreiðin því áfram
viðfangsefni Jóhannesar. Með
þessari ráðstöfun verður FN
líklega stærsti útflytjandi
skreiðar til Nígeríu. Jóhannes
er Dalvíkingur að uppmna,
sonur Jóhannesar Kristjánss-
onar frá Hellu, fyrrverandi
hreppstjóra á Dalvík, ogeigin-
konu hans, Ingunnar
Kristjánsdóttur.
Aðstoðar nefnd
ummótun
stefnu
í sjávarútvegi
V ANDRI Teitsson hefur verið
starfsmaður nefndar um mótun
sjávarútvegsstefnu frá október
síðastliðnum.
Andri varð ■
stúdent ftá
MA árið 1986.
Hann tók próf
í vélaverk- 1
fræði frá Há- NRí;" JPii
skóla íslands
árið 1990 og Andri Teiteson
masterspróf í iðnaðarverkfræði
frá Stanford-háskóla í Kali-
fomíu árið 1991. Sumarið 1990
gerði Andri fyrir Aflanýtingar-
nefnd sjávarútvegsráðuneyt-
isins hermilíkan af rekstri fiyst-
itogara með tilliti til mögulegra
vinnsluleiða. Únnusta Andra er
Auður Hörn Freysdóttir laga-
nemi en foreldrar hans em Teit-
ur Jónsson tannlæknir og Val-
gerður Magnúsdóttir sálfræð-
ingur.
Saltfisksúpa
ÚLFAR Eysteinsson matreiðslumeistari heldur hér áfram
að kynna saltfiskuppskriftir á afmæiisárí SÍF og kemur
nú með uppskríft að saltfisksúpu.
UndirbúninguK 20 mínútur.
Eldunartími: 30 minútur.
í réttinn þarf:
Soðið af saltfiskinum
2 blaðlauka (púrrur),
2 eða 3 gulrætur
1 rófu/næpu
3 kartöflur
1 hvítlauksrif
1 negulnagla
1 kryddjurtaknippi
1 eða 2 litlar, rauðar paprikur (eða kryddið súpuna
meira)
1 msk. snqör
ristaða brauðteninga
SOÐNINGIIVl
Ef vill má bæta út í súpuna 2
msk. af sýrðum tjóma. Þessi
uppskrift er til þess ætluð að
nýta soðið af saltfískinum. Að sjálfsögðu er ekki hægt að
gera hana nema saltfískurinn hafi veríð vandlega afvatnað-
ur fyrir suðu. Setjið allt grænmetið, niðursneitt og skáskor-
ið út í sjóðandi soðið. Bætið út í hvítlauk, negulnagla og
kryddjurtaknippinu. Þegar súpan er soðin, fjarlægið þá
kryddjurtaknippið og bætið smjörínu út í. Látið bullsjóða
í nokkrar sekúndur. Berið fram í súpuskál með ristuðum
brauðteningum og ef vill sýrðum ijóma.
í síðasta Veri var misritun í uppskrift að saltfiski í ofni
með spaghettii og því birtist uppskriftin hér aftun
Undirbúningur: 15 minútur.
Eldunartími: 30 mínútur.
í réttinn þarf:
500 g saltfisk
250 g spaghetti eða núðlur
150 g af rifnum gruyereostí (óðalsosti)
3 msk. af bræddu smjörlíki
(salt), pipar
Sjóðið afvatnaðan saltfískinn i 3 mínútur og plokkið
sundur (beinhreinsið). Sjóðið spaghettíið/núðlumar á með-
an. Setjið síðan til skiptis i ofnfast fat eitt lag af spag-
hettíi/núðlum og eitt lag af saltfíski og hellið bráðnu suyöri
yfir áður en aftur er sett eitt Jag af spaghettíi ojs.frv.
Hellið bráðnu smjöri yfír efsta lagið, dreifið ostínum yfír,
setjið í 180 gráðu heitan ofn og látíð brúnast (gratínerast)
þar til yfírborðið er orðið faUega (jósbrúnt.
Gámur, 40 fet. + 2°C. Perskur lax. Afhending Boulogne. Á mánudag kl.02:00