Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. .JULI 1992 THmUMSH Ktðiomsui H fifiu n itirm mmmm Thailendinar eru þekktir ffyrir sérstæða og girnilega matargerð. Við bjóðum ykkur velkomin í thailenska hlaðborðið okkar. Matseðill hússins í fullu giídi. Lystauki að hætti hússins Forréttur: Tom Yum súpa Aðalréttir: Thailenskir sjúvarréttir með grænmetissalati YAM TA - LEA Súrsætt lambakjöt PAD PHATWAN KE Djúpsteikt egg í tanmarinsósu KEIWAN Nautakjötí massamansósu MASAMAN-NUER Svínakjöt ó thailenska visu TOD MAN MOO Fiskbollur í grænni karrýsósu KAENG KHIEU WAN-PLA Pönnusteiktar hrísgrjónanúðlur með grænmeti KUEYTEOWPADTAI Ofnsteiktur kjúklingur með thailensku kryddi KAIWAN Austurlenskt salat Eftirréttur AGAR-AGAR óvextir Ver& á mann kr. 1.490.- Fyrir börnin: Djúpsteiktur Bankok kjúk með frönskum kartöflum á kr. 550.- niiis m iniiiMii Frí heimsendinarþjónusta fyrir tvo eða fleiri frá kl. 18.00. Laugavegi 10 - sími 626210 p mt w i 1 f ) á hverjum degi! Bjami Bjarnason í Hörgsdal — Minning Fæddur 12. maí 1902 Dáinn 6. júlí 1992 Ekkert er svo sem áður, er okkur berast fregnir af fráfalli vina og náinna samferðamanna frá æskuár- um. Við, sem erum fædd og uppalin í fagurri íslenskri sveit á fyrstu ára- tugum þessarar aldar, erum forrétt- indafólk. Eftir aldalangt harðræði, hungur og heilsuleysi barst hingað eldmóður ungmennafélaga og ann- arra hugsjónarmanna, sem boðuðu þjóðinni bjartari tíð. Þá var vor í lofti, hlýviðrisskeið á náttúru og mannlífi, frelsisþrá og framfarasókn, sem lyfti skjótt grettistökum um land allt. Bjami Bjamason, frændi minn í Hörgsdal, var sannur fulltrúi þessar- ar aldar, síungur í anda, bjartsýnn og glaður til síðustu stundar, þótt stundum blésu næðingsvindar um gróðurlendur og mannlíf. Vert væri að gera langri viðburð- arævi hans góð skil, en mér verður það eigi auðið að þessu sinni. Verður því aðeins drepið hér á fáein atvik, sem ofarlega em í huga þegar hann er kvaddur að loknu farsælu ævi- starfi í átthögum okkar. Barlómur og bölsýni voru honum ijarlæg svo og vanþakklæti. Fátt hygg eg lýsa betur lífsviðhorfi hans en þau svör er hann gaf á efri ámm hvert sinn, er borið var saman mann- líf fyrr og nú: „Það er allt betra nú en það var áður.“ í þessari lífsskoðun hans fólst ekki vanmat á verðmætum fyrri tíðar né heldur blindni á mistök og ágalla nútíðarsamfélagsins. Þótt hann væri sjálfur alinn upp á góðu heimili við farsælan efnahag, þá vissi hann að svo var ekki um alla sveit- unga og samferðamenn. En hann hafði hins vegar séð hér verða stór- stígar framfarir í heilbrigði, lífsskil- yrðum og öryggi allra, lifað stórstíg- ustu framfaraskref, sem þjóð okkar steig á jafnmörgum áratugum og grannþjóðimar höfðu þurft aldir til. Bjami í Hörgsdal var virkur þátt- takandi í þessum hamfömm þjóðar- innar, þar sem framlag íslensku bændastéttarinnar var eigi veiga- minnst; ræktun landsins, virkjun bæjarlækja til rafvæðingar, vega- lagning, traust endumýjun alls húsa- kosts og vélvæðing búsáhalda og heimilistækja tryggði gmnn að stór- bættu heilsufari og því farsæla mannlífí, sem komandi kynslóðum er nú búið hérlendis svo að betra þekkist vart. Minningar em margar og kærar allt frá fyrstu dögum. Skammt var milli æskuheimila okkar, Múlakots og Hörgsdals, og sjaldan var Hörgsá farartálmi utan einu sinni, í skyndi- legum náttúmhamfömm 16. sept. 1936. Þá varð eg að gista hjá frænd- fólkinu og væsti ekki um. Bjami var barngóður og skilnings- ríkur svo að af bar. Meðal Ijúfra bemskuminninga minna em fastar heimsóknir hans til að gleðjast með okkur á annan jóladag og spila við okkur meðan entist vökuþrek yngri frænda. Þótt eg væri hálfum öðmm áratug yngri gætti þess aldrei í við- móti hans, barnið var vinur hans og barnslund hans var einlæg. Þessu kynntust öll börn, er gistu Hörgsdal, vandalaus sem venslafólk og síðar hans eigin böm og barnaböm. Þessa naut m.a. elsti sonur okkar er hann dvaldist þar tvö sumur, 10 og 11 ára. Hörgsdalsheimilið var ætíð mann- margt. Bjarni var elstur 11 systkina, auk fóstursystkina, vinnuhjúa og elli- hrumra sem áttu þar athvarf. Eg vissi þvl að treysta mátti er Bjarni skrifaði mér gott bréf fyrir tæpum fjóram áratugum og bað mig auglýsa eftir röskri konu til heimilis- starfa árlangt, en móðir þeirra systk- ina var þá öldruð og þrek farið að dvína. Gat hann þess, að ekki þyrfti að hindra ráðningu þótt konan hefði með sér bam, eitt eða jafnvel fleiri: „Þú veist, að við emm ekki vond við böm“. Þannig lauk Bjami þessu ör- lagaríka bréfi sínu. Eg vissi að satt var og auglýsti í Mogganum. Margar konur svömðu og eg átti einkaviðtöl við hverja um sig. Reit eg svo Bjarna sem gleggsta lýsingu á viðtölum og viðhorfum. Allar voru þær íslenskar utan ein. Oft hefur Bjarni minnst þess hvemig bréfi mínu og kvenlýs- ingum lauk: „En eg held, að þrátt fyrir allt muni sú þýska henta ykkur best.“ Bjarni fór að þeim ráðum, bað mig senda hana að Hörgsdal ásamt kornungri dóttur, sem hann tók þeg- ar sem faðir væri. Mér varð það svo aukið gleðiefni, er mér barst hið næsta bréf með pöntun á hringum, og æ síðan höfum við kunningjar og venslafólk vitað hversu gæfa fylgdi þessu vali og blessun öllu þeirra heimilislífi. Þýska flóttakonan frá hemumdu og herþjáðu heimalandi, Dóróthea Theódórsdóttir, eins og hún velur að kenna sig að íslenskum sið, hefur sannað atorku sína og mann- kosti alla þeirra búskapartíð frá 1953, veitt erilsömu heimili fomstu af rausn og gestrisni, alið þeim hjón- um fyrirmyndarbörn og á síðustu ámm annast sjúkan mann sinn af þeirri alúð og kostgæfni, sem seint verður til jafnað eða þakkað sem skyldi. Bústörfin vom Bjama ætíð hug- leikin, hvort sem var við fjárhirðingu eða ræktun. Auk þess hlóðust á hann ýmis trúnaðarstörf um skeið m.a. sem hreppstjóri, oddviti og sýslu- nefndarmaður. Hann var greiðvikinn og hjálpsamur og lipurmenni I hví- vetna. Hann varð því vinmargur og eigi hygg eg hann hafi átt nokkurn óvildarmann. Það var Dórótheu og börnum þeirra mikill sómi hversu vel þeim tókst að gera níræðisafmæli frænda míns að þeim samfagnaði með vinum og vandamönnum, sem hann hafði helst kosið. Hugur hans stóð til þess að ná því marki. Taldi hann sig þá tilbúinn til lokaferðar og sú bið varð eigi löng. Við kveðjum heiðursmanninn Bjarna Bjarnason í Hörgsdal þakk- látum huga og biðjum eiginkonu hans, bömum og öllu venslafólki allr- ar blessunar við Ijúfar minningar. Helgi Þorláksson. UTSAIAN HAFIN (NÝTT GREIÐSL UKORTA TÍMABIL) JOSS \ KRINGLAN 8-12 SÍMI 689150

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.