Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLl 1992 37 SKEMMTANIR Kátt fólk heiðrað með blómum og gulli Fólk á öllum aldri hefur skemmt sér í 43 ár í félagsskapnum Kátt fólk. Ekkert áfengi er haft um hönd á skemmtunum hópsins, en félagar koma saman fimm sinnum á ári til að dansa og skemmta sér. Á skemmtununum gilda ákveðnar regl- ur um klæðaburð og mæta dömurnar í síðkjólum, en herramir í svörtum smóking með þverslaufu, eða í kjól- fötum. Klæðnaður er hins vegar fijáls á sumarskemmtun félagsins. Á 156. skemmtun í Hlégarði í Mos- fellsbæ voru þeir félagar, sem verið hafa í félaginu í 20 til 30 ár heiðrað- ir með blómum. Einnig voru þeir, sem verið hafa félagsmenn í 30 ár eða lengur, sérstaklega heiðraðir með gulli. Formaður félagsins undanfarin 10 ár er Boði Björnsson. Á myndini eru, frá vinstri, Jóhann Sigurðsson og frú Guðlaug Bjarnadóttir, Pétur Hannesson, Grétar Ingvason og frú Elsa Ágústsdóttir, frú Guðrún M. Árnadóttir kona Péturs Hannesson- ar, Hallgrímur Steingrímsson og frú Ágústa Hannesdóttir, Baldur Sveins- son og frú Erla Ásgeirsdóttir, Davíð Jensson og frú Ingibjörg Friðfínns- dóttir, sem fengu gullpening, Hafliði Jónsson og frú Jónheiður Níelsdóttir, sem fengu gullpening, Hörður Stef- ánsson og frú Halldóra Haraldsdótt- ir. VEIÐI 16 punda urr- iði úr Skorra- dalsvatni Grund, Skorradal. Guðmundur Tryggvi Sigurðs- son, veiðimaður úr Reykja- vík, dró sextán punda urriða úr Skorradalsvatni í síðustu viku. Viðureignin við fiskinn tók um klukkustund. Guðmundur var á bát sínum úti á vatni, með veiðistöngina og beitti spón. Hann átti ekki von á neinni stórveiði, en skyndilega var kippt duglega í og báturinn dreginn af feiknakrafti af stað. Eftir klukkustUndar viðureign landaði Guðmundur urriðahæng, sem vó 16 merkur og var 83 sentimetrar á lengd. DP. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, með 16 punda urriðann úr Skorradalsvatni. / 1 blstkiíb Góðan daginn! Morgunblaðiði/Sverrir UPPGRÆÐSLA Beck gefur hálfa milljón tfl skógræktar Þýzka fyrirtækið Beck & Co., framleiðandi Beck’s-bjórsins, af- henti nýlega Huldu Valtýsdóttur formanni framkvæmdanefndar um landgræðsluskóga 500.000 króna peningagjöf. Féð er ætlað til gróðursetningar landgræðslu- skóga og er þetta í þriðja sinn sem þýzku bjórverksmiðjurnar gefa jafnháa gjöf til skógræktar á íslandi. Á myndinni afhendir dr. Horst Brándt, aðalforstjóri Beck & Co., Huldu Valtýsdóttur gjöfina. Afhendingin fór fram í Perlunni. ■ ■ I i m I ■ I i ÚLTRA-TILBOD! HARDROCK ULTRA-FJALLAHJÓL FRÁ SPECIAUZED t HARDROCK ULTRA MEÐ KROMOLY STELLI OG SHIMAND 200GS BÚNAÐI Vorum að taka heim sendingu á fáeinum HARDROCK ULTRA fjallahjólum frá SPECIALIZED-USA á einstaklega góðu verði. Þetta er mögulegt vegna sérlega hagkvæmra samninga við framleiðendur á þessari einu sendingu og hagstæðs gengis Bandaríkjadollars þessa dagana. Verð á HARDROCK ULTRA rtú aðeins kr. 29.800,- stgr. (ætti að vera kr. 34.500,- stgr.) m, mm /? e / ð h j ó ! a v e r s / u n i n 5PEOAUZED. Hágæða fjallahjól í fararbroddi sendumí PÓSTKRÖFU ______________ UM LAND ALLT RAÐGREIÐSLUR OPIÐ LAUGARDAGA FRÁKL. 10-14 SKEIFUNNI I V VERSLUN SÍMI 679890 VERKSTÆÐISÍMI 679891

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.