Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 Minning: Björn Einarsson Bessastöðum Fæddur 14. nóvember 1941 Dáinn 23. júlí 1992 Jarðvist okkar hefur verið líkt við misjafnlega langa dvöl á „Hótel Jörð“ þár Sém allir hafa sínum skyld- um að gegna. Þegar góðvinir okkar yfirgefa hótelið, fyllist hugur okkar sem eftir sitjum tómleika og sorg þrátt fyrir vitundina um endurfundi á öðrum stað. Á þessu hóteli hitti ég Björn fyrst fyrir tæplega 28 árum. Lífsorka hans og skaplyndi heillaði mig, sem fleiri. Kynni okkar og samstarf var mér dýrmætuf skóli. Hann virtist búa yfir andlegri og líkamlegri óþijót- andi orkulind, sem einnig gat veitt öðrum kraft til nýrra átaka. Lífs- gleði hans óg atorkusemi gaf engin grið. „Ef starfsdagurinn hrekkur ekki til, verður maður bara að fara fyrr á fætur,“ sagði hann einu sinni við mig, þegar ég spurði hann hvern- ig hann annaði öllum sínum störfum við búskap, vélaviðgerðir og allt hitt sem hann tók sér fyrir hendur. Gæfa hans hvíldi á traustum grunni. Þar vil ég nefna foreldra hans, sem ólu upp stóran barnahóp í vinnusemi, heiðarleika og jákvæð- um viðhorfum til veraldarinnar, meðfædda atgerfi til líkama og sálar og síðast en ekki síst hana Lóu (Ól- öfu Pálsdóttur), sem varð hans trausti lífsförunautur og gaf þeim börnin fjögur, sem bera foreldrunum best vitni. Bjöm var lærður vélvirki, en bú- skapur varð hans aðalstarf. Þar var hann góður fulltrúi sinnar stéttar og honum voru falin ýmis störf í hennar þágu. Allar nýjungar áttu greiðan gang að hans huga. Hann var einn af stofnendum og aðaldrif- fjöðrum „Heimafóðurs", sem fram- leiðir heyköggla úr þurrkuðu heyi, sömuleiðis „Ullar og bands" sem framleiðir ullarvörur úr valinni ull og fjarvinnslustofunnar „Orðtaks". Að öllum þessum málefnum, sem mörgum öðrum, vann hann af ein- stakri ósérhlífni og atorku. Á aðal- fundum Kaupfélags Vestur-Hún- vetninga var hann ávallt meðal virk- ustu þátttakenda og sem endranær, tillögugóður. Framlag hans til hér- aðsins í félagsmálum reyni ég ekki frekar að tíunda í þessum fáu línum, en þar kom hann víða við. Söngmaður var Björn góður og að sjálfsögðu var hann einn af stofn- endum sönghópsins „Lóuþrælanna" sem lýtur styrkri stjórn Ólafar eigin- konu hans. Fáir sönghópar hafa notið meiri vinsælda heimamanna og annarra. Atviks verð ég að geta, sem lík- lega var upph^fið því mikla trausti, sem ég ávallt síðan bar til þessa frænda míns. í ársbyrjun 1976 lá leið mín síðla kvölds norður yfir Holtavörðuheiði í hríðarbyl, sem var að gera heiðina ófæra. Ég var einn á ferð eftir heimsókn til sérfróðs læknis í Reykjavík, sem hafði gefið mér rúmleguskipún næstu vikurnar. Ég sat fastur í skafli norðan gamla sæluhússins og stóð í þungu skapi að vonlitlum mokstri. Þá birtist Björn bóndi á Bessastöðum vaðandi á stórri jarðýtu út úr sortanum og hrópaði til mín. „Hvern ijandann ert þú að vasast hér, frændi!" í einu vetfangi var lundin orðin létt og vandamálin stór og smá sópuðust burt með snjósköflunum, sem máttu sín lítils fyrir þessum eldhressa bjargvætti mínum. Að sjálfsögðu þakka ég honum einnig að verulegum hluta þann var- anlega bata, sem ég fékk minna meina á næstu vikum. Sjúkdóminn illvtga, sem dró hann til dauða, bar hann af eðlislægum hetjuskap. Oft leit hann við hjá mér og sagði mér af framvindu mála. Bar hann ávallt lof á lækna og hjúkr- unarlið, sem annaðist hann og kryddaði að vanda frásögn sína með gamansögum og aldrei örlaði þar á neinni svartsýni. í maí sl. þegar Björn frændi minn og vinur leit síðast inn hjá mér vissi ég að okkar endurfundir yrðu fram- vegis ekki margir. Þó bjóst ég við að við mættum enn nokkrum sinnum skrafa og reka upp hlátrasköll sam- an. Svo varð ekki. Eftirlifandi móður Björns, Helgu Þorsteinsdóttur, systkinum hans, Lóu og börnum þeirra votta ég sam- úð mína. Egill Gunnlaugsson. í dag verður jarðsunginn frá Mel- staðarkirkju föðurbróðir minn Björn Einarsson, bóndi, Bessastöðum, en hann lést í Landspítalanum þann 23. júlí_ sl. Ég vil þakka frænda mínum sam- veruna, en ég varð þess aðnjótandi að vera hjá honum og Lóu nokkur sumur og naut leiðsagnar hans. Bjössi var mér sem besti faðir og félagi. Bágt á ég að trúa að hann sé ekki lengur meðal okkar, en minn- ingin lifir. Elsku Lóa og börn, amma mín, Guð styrki ykkur í sorginni. Einar Loftur. Blessaður vinur okkar og mágur Björn Einarsson er horfinn á braut. Bjössi á Bessastöðum, eins og hann var alltaf kallaður, var einstak- ur vinur í raun. Hann var hvers manns hugljúfi þeim sem honum kynntust og kynnin þurftu ekki að vera náin til þess að öllum væri ljóst hvem mann hann hafði að geyma. Hjálpsemi og fórnfýsi voru honum svo eiginleg, að hann gerði oftast engan greinarmun á hvort hann væri að vinna fyrir sjálfan sig eða aðra og tók gjaman þarfir annarra fram yfir sínar eigin. Hann var út- sjónasamur dugnaðarforkur, sama á hveiju hann tók, og datt ekki i hug að hætta við hafið verk fyrr en því var lokið, enda þótt það reyndist líta út fyrir að geta orðið býsna erfitt. Hann var glaðvær og oft nokkuð ærslafenginn, en undir yfirborðinu bjó einnig alvömgefínn einstaklega viðfelldin heimilisfaðir, sem var eig- inkonu sinni og börnunum þeirra fjórum stoð og stytta. Björn fæddist 14. nóvember 1941, sonur hjónanna Einars Friðgeirs Björnssonar og Helgu Sigríðar Þor- steinsdóttur. Foreldrar Björns bjuggu á Bessastöðum í V-Húna- vatnssýslu og ólst hann upp í for- eldrahúsum ásamt fimm yngri systk- inum, þeim Högna Ófeigi, Bjarna Þór, Kristínu Guðnýju, Jóni Inga og Þorsteini. Foreldrar Helgu voru Þor- steinn Björnsson Eysteinssonar og Þuríðar Þorvaldsdóttir prests á Mel- stað Bjarnarsonar. Foreldrar Einars voru Björn Jónsson og Kristín Bjarnadóttir. Eftir nám við Reykjaskóla vann Björn á þungavinnuvélum víðs vegar um landið. Hann var vélvirkjameist- ari, lauk vélvirkjanámi frá Iðnskól- anum í Reykjavík og vann um skeið í vélsmiðjunni Keili. 1. nóvember 1969 kvæntist Bjöm eftirlifandi konu sinni Ólöfu Páls- dóttur, dóttur Páls Sigurðar Karls- sonar og Guðnýjar Friðriksdóttur á Bjargi í Miðfirði, og hófu þau bú- skap á Bessastöðum. Þau eignuðust ijögur börn, Guðnýju, Helgu, Einar Friðgeir, Pál Sigurð og Ingunni. Leiðir okkar Björns lágu fyrst saman í Reykjaskóla í Hrútafírði, en þangað dreif hann sig til þess að Ijúka gagnfræðaprófí, enda þótt hann hefði þá um skeið stundað al- menna vinnu. Bjössa voru að sjálf- sögðu falin þau trúnaðarstörf sem skólinn mat mest á hveijum vetri og leysti þau með sóma. Ég hef fáa menn hitt um dagana sem áttu jafn auðvelt með að um- gangast, hvort sem var kunnuga eða ókunnuga. Hispurslaus framkoma og fölskvalaus gleði yfir því að vera til og njóta samvista við aðra var svo ríkur þáttur í fari hans. Það kom strax fram á þessum skólaárum okkar og alla tíð síðan styrktist sú skoðun mín jafnt og þétt, að Björn væri afbragðs drengur. Það var eng- in furða að hann yrði vinmargur og hvar sem hann fór við starf eða leik tengdist hann vinar- og tryggðar- böndum. Á Bessastöðum hefur ekki aðeins verið stórt heimili heldur er þar ævinlega mjög gestkvæmt og allir jafn velkomnir. Björn var virkur í því sönglífi sem Lóa systir mín hefur átt drýgstan þátt í að drífa áfram og eru ófáar söngæfíngarnar sem haldnar hafa verið á Bessastöðum um dagana. Eftir að þau hófu búskap kynntist ég honum enn betur og átti því láni að fagna að kynnast því hversu náið og gott samband var á milli hans og barna hans. Þau voru studd eftir megni til dáða að þeim verkum sem þau störfuðu við hveiju sinni, en fyrst og síðast látin finna að þau þyrftu að standa á eigin fótum til að komast áfram í þessu lífi. Ef til vill kynntist ég Birni samt best á þessu umliðna ári, sem hann barðist við erfíðan sjúkdóm, sem að lokum hann náði ekki að sigra. Þvílíkur kraftur og kjarkur sem hann sýndi við þá baráttu mun aldr- ei líða mér úr minni. Jafnvel á síð- ustu dögunum, þegar honum var ljóst að nú færu aðrir tímar í hönd og hans dvöl í þessum heimi yrði ekki mikið lengri, þá tók hann því með slíkri ró og svo einstakri yfir- vegun, sem honum einum var lagið. Hann hafði sína trú, hann vissi að hveiju leið, hann ræddi það opin- skátt við okkur og hann var tilbúinn að ganga til nýrra verka af þeirri trúmennsku, kjarki og einbeitingu sem einkennt hafði líf hans fram að því. Ég kveð Björn mág minn og vin fullur trúar á hið góða og veit að honum mun famast vel á nýjum vettvangi. Fyrir hönd systkina minna, móður minnar og fjölskyldna okkar sendi ég Lóu og börnunum fjórum, Helgu móður hans og systkinum hugheilar kveðjur og bið góðan Guð að blessa þau og styrkja. Friðrik Pálsson. Þegar vinur okkar Björn Einars- son er allur, þyrpast minningar að. Ótal minningar um ánægjulegar samverustundir í okkar stóru fjöl- skyldu við ýmis tækifæri. Margoft höfum við safnast saman á heimili Bjössa og Lóu frænku á Bessastöð- um. Þar var að sjálfsögðu ávallt sungið og leikið á hljóðfæri, enda húsmóðirin leiðandi í sönglífí sveit- arinnar. Björn var virkur félagi í kirkjukór og einnig í karlakórnum Lóuþrælum, sem kenndur er við Lóu. Greiðvikni Bjössa var einstök. Allt sem laut að vélum og tækjabún- aði lék í höndum hans og á seinustu árum varð tölvutæknin honum mikið áhugamál. Víst er, að flestir Vestur- Húnvetningar hafa notið hjálpsemi hans í einu og öðru, fyrir utan öll þau störf sem hann tók að sér á vettvangi héraðs- og bændasamtak- anna. „Svo vel má vinna eina stund að það verðskuldi heil dagslaun. Þau verk, sem verðskulda slík laun, eru sjaldan unnin með launaseðil í huga.“ „Óðurinn til lffsins.” Gunnþór Guðmundsson. Að leiðarlokum skal þakkað fyrir samfylgdina, sem því miður var of stutt. Kvaddur er með söknuði drengur góður. Guð styrki eigin- konu, börn og móður og allan hans ættboga. Blessuð veri minning Björns Ein- arssonar. Þess biður fjölskyldan á Bjargi. Karl Sigurgeirsson. í dag verður til moldar borinn frá Melstaðarkirkju félagi okkar Björn Einarsson bóndi, Bessastöðum. Sá illvígi sjúkdómur krabbameinið lagði hann að velli á ótrúlega skömmum tíma, þennan sterka og lífsglaða mann. Björn var góður söngmaður og vann mikið að félagsmálum, var hann ásamt Ólöfu konu sinni einn af aðalhvatamönnum þess, að stofna karlakórinn Lóuþræla fyrir sjö árum. Bessastaðaheimilið lagði kórnum til gott veganesti, því Olöf er stjórn- andi háns og langflestar æfíngarnar hafa verið haldnar þar. Stundirnar á söngloftinu á Bessa- stöðum eru hveijum og einum okkar dýrmæt eign, þar sem hægt var að gleyma erli dagsins en njóta þess virkilega að vera til. Þaðan eigum við safn góðra minninga, enda hús- bóndinn hrókur alls fagnaðar, ráða- góður og fljótur að leysa þau verk- efni sem uppá komu hveiju sinni. í litlu samfélagi er hver einstakl- ingur mikils virði, þegar þeir sterk- ustu falla hriktir í. Við kveðjum Björn á Bessastöðum með virðingu og þökk, sem kórfélaga, nágranna og vin. Við biðjum algóðan Guð að styrkja eiginkonu, börnin, móður, systkini og alla þá sem voru honum kærir. Hafi hann þökk fyrir allt. Karlakórinn Lóuþrælar. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég var sendur norður í land í sveit til Bjössa bónda á Bessastöðum og konu hans Lóu. Ég man það vel að það var með óttablandinni virðingu sem ég tók í höndina á þessum manni sem var mun stærri og sterkari en faðir minn, sem í mínum augum hafði alltaf verið allra manna megnastur. Það var ótal margt sem heillaði mig í fari hans, ekki eingöngu hversu stór og stæðilegur hann var heldur var einnig sama hvað bjátaði á, hann kunni alltaf ráð við öllu. Það var bæði gaman og spenn- andi að ferðast með Bjössa. Hann var sem ótæmandi viskubrunnur og lumaði alltaf á einhveijurh fróðleiks- mola um fólkið og staðina í kring. Hjá honum gat maður alltaf leitað ráða því aldrei stóð á skorinyrtum og skilmerkilegum svörum sem oft urðu stórir bitar í veganesti mínu í gegnum lífíð. Björn var einn af þeim mönnum sem ég hef alltaf borið mikla virð- ingu fyrir. Það er sárt að horfa á eftir svo góðum manni hverfa á braut í blóma lífsins og það skarð sem hann skilur eftir sig mun aldrei verða að fullu fyllt. Það er með gleði í hjarta sem ég mun minnast hans og þeirra ógleym- anlegu stunda er ég átti með honum. Lóa, Guðný, Einar, Ingunn, Páll og Helga, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Snorrí Guðmunds— son - Kveðjuorð Fæddur 29. nóvember 1914 Dáinn 23. júlí 1992 Okkur langar með örfáum orðum að kveðja elskulegan afa okkar, Snorra Guðmundsson, sem lést að kvöldi 23. júlí 1992 á Borgarspítal- anum. Afí var fæddur 29. nóvem- ber 1914 á Feijubakka í Öxarfírði. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson og Sigmunda Jónsdóttir. Ungur missti afí föður sinn, fór hann þá til ömmu sinnar og afa sem bjuggu á Vestara-Landi í Óxarfírði og þar ólst hann upp. Amma okkar, Kristín Jónasdótt- ir, fædd 15. september 1921 í Reykjavík, og afí gengu í hjónaband 23. febrúar 1945. r::. Afi var einstaklega blíður og elskulegur maður, aldrei sáum við hann skipta skapi þótt ýmislegt gengi á eins og gengur á stóru heimili. Afi vann vaktavinnu í Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi og þurfti því oft að sofa á daginn og vaka á næturnar svona sitt á hvað. Hann var því oft heima að degi til okkur til óblandinnar ánægju. Afí fékk •oft kaffí í rúmið og kepptumst við um að fá að halda á bakkanum upp til hans. Alltaf tók hann okkur jafn- vel, var hress og skemmtilegur í viðmóti. Afa fannst hann aldrei vera kominn á fætur fyrr en hann var búinn að raka sig og það var alveg sérstök stund fyrír okkur því að hann lét okkur fá blaðlausar rakvélar, svo við gætum gert eins og hann. Já, það var gott að vera hjá afa, hann var svo hlýr og gaf svo mikið af sér og við áttum öll sérstakan stað í hjarta hans. Afi hafði frá mörgu að segja óg sagði skemmtilega frá, gaman þótti honum að tala um búskapinn fyrir norðan og öllu því sem honum fylgdi og þá fléttaðist inn í sögurnar feg- urð Öxarfjarðar, sveitarinnar sem hann unni svo heitt, þar hafði hann alltaf viljað vera, þar voru rætur hans. í Breiðagerðinu var afi vinsæll maður, hann hafði þá eiginleika að eiga gott með að kynnast fólki, oft fórum við með honum í gönguferð- ir um hverfíð, urðu þær ferðir stundum langar því afí hitti svo marga á leiðinni og stundum var farið inn í kaffisopa. Afi spilaði mikið, hann var góður bridgespilari. Það kom oft fólk í Breiðagerðið til að spila við afa og ömmu, einnig fóru þau í önnur hús til að spila. I spilamennskunni var afi sjálfum sér líkur, hann spilaði við okkur börnin af engu minni ánægju en við fullorðna fólkið, það var enginn útundan hjá afa. Þegar við systurnar komum frá Eyjum til Reykjavíkur, önnur til að vinna og hin í skóla, bjuggum við hjá afa og ömmu í Breiðagerðinu, þá kynntumst við afa vel og fundum fljótt að hann vildi allt fyrir okkur gera, hann átti það til að stökkva út í búð rétt fyrir lokun til að kaupa eitthvað sem hann var viss um að við þyrftum að borða og okkur lang- aði í. Oft fórum við með honum og Brósa frænda að skoða áhugaverða staði í Reykjavík, þeir feðgar léku jafnan á als oddi og voru miklir félagar og voru þessar ferðir með þeim mjög skemmtilegar. Afi og amma ferðuðust mikið um landið sitt, þekking afa á landinu var mikil, hann virtist nánast þekkja hvern stað og s()gu hans. Sagði hann okkur oft frá hinum og þess- um stöðtim sem hann hafði komið á og sögu þeirra. Afi og amma eignuðust níu börn, 17 barnabörn og þijú barnabarna- börn. Börn þeirra eru: Haukur Öx- ar, fæddur 17. mars 1945, hann lést af slysförum 24 ára gamall. Erla Hrönn, fædd 9. júní 1946, Sig- mundur Jónas (Brósi), fæddur 8. nóvember 1947, Hrafnhildur, fædd 27. janúar 1949, Bára, fædd' 23. janúar 1950, Bryndís, fædd 28. febrúar 1954, Ásdís, fædd 22. des- ember 1955, Karólína Birna, fædd 7. ágúst 1958, og Snorri Birgir, fæddur 21. ágúst 1963. Elsku amma okkar, missir þinn er mikill, við biðjum algóðan guð að styrkja þig í sorg þinni. Þegar þú crt sorgmæddur skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (K. Gibran) Jóhanna Guðný, Hrafnhildur Bára og Haukur Orvar. ' ' ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.