Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 1
fMtrjptsiMaltóílk MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992 BLAÐ Þessa dagana standa yfir átta ljósmyndasýn- ingar í Reykjavík — í Perlunni, Ráðhúsinu og á Kjarvalsstöðum — í sambandi við þing Norrænu ljósmyndarasamtakanna sem hald- ið var á Höfn í liðinni viku. Bæði eru til sýn- is verk íslenskra atvinnuljósmyndara og myndir eftir norræna og bandarískan ljós- myndara. Á Kjarvalsstöðum er sýning á myndum tveggja Svía og hins dansk-íslensk ættaða Bandaríkjamanns Torkils Guðnason- ar. Torkil hefur um árabil haft aðsetur í New York og aðallega unnið við tískuljósmyndun, til dæmis fyrir Harper Baazar, Vouge og LA Style. Hér sýnir hann hinsvegar náttúru- myndir. Kenneth Sund vinnur með polaroid- myndir og hefur vakið athygli fyrir nýstár- lega úrvinnslu þeirra, en landi hans Bengt Wanselius starfar við Konunglega leikhúsið í Stokkhólmi og sýnir myndir úr uppsetning- um Ingmars Bergmans á tveimur leikritum. I Perlunni er viðamikil sýning Ljósmyndara- félags lslands á myndum eftir þrjátíu félags- menn. Auk þess sýnir hinn sænski Torbjörn Lövgren þar ljósmyndir af norðurljósum og Finninn Matti Koivisto sýnir myndir frá norð- urslóðum, en í þeim leggur hann áherslu á samskipti manns og jarðar. Loks stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur sýningin Nordfackfoto, en henni er ætlað að sýna þverskurð af því helst sem ljósmyndarar á Norðurlöndum eru að starfa að. Fjórir ís- lendingar eiga myndir á sýningunni, en hún hefur farið víða um Norðurlönd. Meðfylgj- andi ljósmyndir eru af þessari sýningu. Erik Berg, Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.