Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 27 Sigurgrímur Vem- harðsson - Minning Fæddur 7. janúar 1958 Dáinn 9. ágúst 1992 Þegar maðurinn með ljáinn hegg- ur í fyrsta sinn í raðir nánustu vina og skyldfólks og maður gerir sér í fyrsta sinn ljóst fyrir alvöru að slys- in geta eins hent manns nánustu eins og „einhveija aðra“ verður maður alveg höggdofa. Þannig fór um mig þegar ég frétti að Sigur- grímur mágur minn hefði látist síð- astliðinn sunnudag og nú þegar ég sest niður til að skrifa nokkur minn- ingarorð velkjast aðeins sundur- lausar setningar um hugann. Mér virtist alltaf að Siggi myndi verða einn af þeim sem ná háum aldri í stað þess að deyja í blóma lífsins eins og raunin hefur orðið. Hann var alltaf hraustur og lífs- glaður og oftast lifnaði yfir manni þegar maður hitti hann. Hann var alltaf hress og lét skoðanir sínar í ljós þó að ekki væru allir sammála honum. Það kom fyrir að ég væri ekki sáttur við hann en það risti aldrei djúpt. Lífsbaráttan reyndist þeim Her- borgu og Sigga ekki alltaf auðveld og það varð til þess að hann varð að vinna mjög mikið og þó að hann væri dugnaðarforkur og gæti unnið við flest held ég að hann hefði held- ur viljað vera meira með fjölskyld- unni. Hann var mikill fjölskyldu- maður, hann var systur minni góður eiginmaður og dætrum sínum góður faðir. Því held ég að vel eigi við orð úr erlendum texta sem ég heyrði nýlega. Þau útleggjast eitthvað á þessa leið: „Við verðum alltaf sam- an, hversu langt sem kann að virð- ast á milli okkar.“ Ég held að Siggi verði alltaf hjá fjölskyldu sinni og þeim sem þekktu hann í minning- unni og í anda. Þessar línur hafa lítið meira gert en að sýna hvað orð fá illa lýst hugarástandi og minningu. Ég vona að Guð gefi systur minni og dætrum hennar og foreldrum Sigga og systkinum styrk til að bera þá sorg sem á þau er lögð en jafnframt halda á lofti minningunni um góðan dreng. Einar G. Pálsson og fjölskylda. Síst er mér gleði í hug þegar ég sest niður til að minnast Sigurgríms mágs míns, sem lést af slysförum sunnudaginn 9. ágúst sl. Samt vil ég reyna að leggja út af gleðinni. Ég vil minnast unga mannsins sem Herborg systir mín hitti austur í sveitum á vorkvöldi árið 1977. Hann hafði svo þétt handtak, bros- mild augu og örugga framkomu. Ég þóttist sjá að þarna var sam- band í uppsiglingu sem ekki yrði rofið og það gladdi mig þegar þau gengu í hjónaband árið 1980. Ég vil líka minnast hans sem stolts og umhyggjusams föður dætra sinna tveggja, Herdísar, sem fæddist 1980 og Hildar, sem fædd er árið 1986. Ég minnist þess líka hvernig allt lék í höndunum á honum sem hann fékkst við: Sigurgrímur var búfræð- ingur frá Hvanneyri og hugur hans stóð alltaf til bústarfa. Þau hjónin bjuggu í sveit um tíma en urðu eins og fleiri að horfast í augu við það að búið þeirra gaf ekki svo af sér að hægt væri að lifa af því. En það áfall bugaði hann ekki fremur en aðrar kennslustundir sem hann hlaut í skóla lífsins. Bjartsýnin og kjarkurinn var óbilandi og þau hjón- in stóðu saman sem einn maður þótt okkur hinum þætti stundum nóg um þau áföil sem forsjónin lét dynja á þeim. Eitt verkefnið tók við af öðru og allt var leyst af hendi af kostgæfni. Erfiðleikar og vanda- mál voru orð sem voru ekki til í orðasafni Sigga. Verkefnin voru til að leysa þau og það sem að höndum bar var fengist við og greitt úr. Ég vil einnig minnast náttúru- unnandans og náttúrubarnsins Sig- urgríms. Hann kunni skil á svo fjöl- mörgu í ríki náttúrunnar og síðustu ár eyddi hann flestum stopulla frí- stunda sinna á fjöllum. „Þetta er vanabindandi,“ sagði hann stundum um þetta áhugamál sitt. Eitt af gleðiefnum okkar er að í sumar komst hann með fjölskyldu sína í fjallaferð sem hann hafði lengi langað til að fara og þau nutu öll þessarar góðu samveru. Ég á einnig góðar minningar um samtöl um trúmál og andleg efni. Hann var að byija að rækta hæfi- leika sína á þvi sviði þegar guð kallaði hann til sín héðan úr heimi til annarra verkefna. Getum við ekki öll, vinir hans, ættingjar og venslafólk, glaðst yfir því að hafa fengið að vera samvist- um við Sigga þann stutta tíma sem honum var ætlaður hér á jörð? Klöppum gleðina í stein. Veri Sigurgrímur mágur minn kært kvaddur. Gréta Pálsdóttir. Það er sunnudagskvöld þegar okkur berast þau hörmulegu tíðindi að kær vinur okkar, Sigurgrímur, hafi látist af slysförum fyrr um daginn. í fyrstu er erfitt að trúa því að þetta sé satt, hann sem var svo fullur af lífi og krafti fyrir örfá- um dögum þegar hann kom til okk- Björg Jónsdóttirf Haga - Kveðjuorð Fædd 21. desember 1900 Dáin 6. ágúst 1992 Elskulega langamma okkar, Björg Jónsdóttir í Haga á Barða- strönd, lést 6. þ.m. Við munum alltaf sakna hennar og var hún hér heima í Haga allt að nokkrum dögum áður en hún dó. Amma Björg hugsaði ávallt vel um okkur og sá til þess að það besta væri gert fyrir okkur. Hún langamma Björg var ljósmóðir og munu því örugglega margar konur hugsa til hennar núna. Hún átti 7 barnabörn og voru þau öll nýlega búin að vera hér áður en hún dó. Og einnig átti hún 18 langömmubörn sem flest voru nýlega búin að vera hér. Hún hafði alltaf gaman að því þegar margir voru í Haga og fannst tómlegt á haustin þegar straumnum fór að linna. Hún langamma var mjög trúuð og kenndi okkur mörg vers og bænir og hélt okkur vel við trúna. Hún var organisti í Hagakirkju hér á Barðaströnd og hafði hún því mjög gaman af því þegar við vorum farnar að geta spilað aðeins og spiluðum við fyrir hana. Það verð- ur tómlegt að koma í „sveitina" eins og við segjum og sjá langömmu ekki liggjandi í horninu sínu. Þetta er ekki löng grein en við vildum minnast ömmu Bjargar og mun hún ávallt eiga vissan stað í hjarta okkar. Við vonum að langömmu líði vel hjá góðum Guði. Við viljum láta fylgja með sálm sem hún hélt mikið upp á og kenndi okkur. Leið þú mína litlu hendi Ijúfi Jesú þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu blíði Jesú að mér gáðu. Kósa, Rakel og Rán. ar og sótti hey sem hann síðan flutti í bæinn. Stórt skarð er nú komið í vina- hópinn. Skarð sem aldrei verður fyllt aftur. Okkar fyrstu kynni hófust þegar Sigurgrímur og Herborg fluttu í Heiðarbæ í Villingaholtshreppi ásamt Herdísi, dóttur sinni. Fljót- lega tókst með okkur vinátta og saman áttum við margar góðar samverustundir. Árið 1986 eignuð- ust Heiðarbæjarhjónin Hildi dóttur sína. Báðar voru stelpurnar mjög hændar að pabba sínum enda kom það í hans hlut að gæta þeirra meðan Herborg var að vinna á Sjúkrahúsi Suðurlands. Sigurgrímur var mikill atorku- maður og gott var að leita til hans ef við þurftum að fá aðstoð við eitt- hvað hjá okkur. Einnig var alltaf svo upplífgandi að spjalla við hann, þó ekki væri nema smástund því hann var alltaf svo bjartsýnn og hress. Sveitamaður var hann í eðli sínu og þó örlögin hafi ekki ætlað þeim langa veru í sveitinni hjá okk- ur, sagði hann að seinna - ætlaði hann í sveitina aftur, ef ekki í okk- ar sveit, þá bara í einhveija aðra. Fyrir nokkrum árum flutti fjöl- skyldan á Selfoss en síðan til Reykjavíkur og var ætlunin að búa þar á meðan Herborg kláraði nám sitt sem ljósmóðir. Margar minningar koma fram í hugann þegar horft til baka. Hæst ber þó ferðalag með þeim hjónum til London fyrir tveimur árum. Allt- af var ætlunin að fara aðra ferð saman, en af því getur ekki orðið, Sigurgrímur vinur okkar er farinn í ferðalag, ferðalag sem aldrei tekur enda. Við óskum honum góðrar ferðar og þökkum honum fyrir allar þær góðu samverustundir sem við áttum saman. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífínu... (Óþekktur höfundur) Elsku Herborg, Herdís, Hildur og aðrir aðstandendur, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og megi guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Jónas og Birna Egilsstöðum I. Ég kynntist Sigurgrími þegar ég var send í sveit í Holt, þá 12 ára gömul. Siggi gerði ekki alla að vin- um sínum en með tímanum tókst með okkur ágætur vinskapur. Við krakkarnir tókum okkur ýmislegt fyrir hendur þarna í Holti. Aldrei kom leiðinlegur tími. Oft fórum við í útreiðartúra og er mér sérstaklega minnisstæður einn slíkur sem við Siggi fórum í saman. Ég stakk upp Minning: Leifur Loftsson Fæddur 17. apríl 1909 Dáinn 7. ágúst 1992 Þegar ég frétti að Leifur í Vinj- um væri dáinn komu upp í hugann minningar um hann allt frá því að ég var lítið barn. Leifur var alltaf afskaplega barngóður maður og ég fékk svo sannarlega að njóta þess á barnsárum mínum. Við systkinin og flestir aðrir krakkar í hverfinu hændumst að honum og oft fengum við að vera inni á verk- stæði hjá honum og fylgjast með honum þar sem hannn var við stöf í smiðjunni. Stundum fengum við að kveikja í járnsöginni sem hann notaði við störf sín, og hafði hann- að og smíðað sjálfur. Það var allt- af hægt að leita til hans ef reiðhjól- ið bilaði og við vorum alltaf viss um að Leifur gæti lagað allt sem bilaði. Leifur og verkstæðið hans var stór partur af sveitinni og margir leituðu til hans með bilaða hluti. Ég minnist þess aldrei að hafa séð Leif ráðalausan yfir verkefni. En hann var alltaf hógvær þegar hann skoðaði hlutina, velti þeim mikið fyrir sér og alltaf hafði hann ein- hveijar lausnir. Of sauð hann fyrir mig hluti sem aðrir töluðu um að væri útilokað að gera og oft fékk ég hjá honum skrúfuna sem pass- aði eftir að ég hafði farið í margar verslanir. Ég hafði það oft á tilfinn- ingunni að Leifur ætti allar þær skrúfugerðir sem til væru í veröld- inni og gæti gert allt sem við kæmi járnsmíðum eð viðgerðum á járnhlutum. Enda liggja líka mörg handtökin eftir hann t.d. smíðaði hann turninn á Mosfellskirkju. Hann smíðaði líka stangamél í hross og mikið af þeim verkfærum og vélum sem hann notaði í smiðj- unni. En nú er þessi barn tóði merkis- maður dáinn og minni. garnar ein- ar eftir og þær ber að 'arðveita. Haraldur Sigvaldason. Það var haustið 1970 að við hjónin kynnumst Leifi fyrst. Við vorum að flytja í Mosfellsbæ og fengum húsaskjól hjá honum, nut- um þar móðursystkina konu minnar, og dvöldum í Vinjum á annað ár. Við Hulda erum forlög- unum þakklát fyrir þessa ráðstöf- un, því við kynntumst perlumenni, og gatan milli heimila okkar hefir ekki gróið síðan, vináttan styrkzt og eflst. Leifur var fæddur að Bakka í Austur-Landeyjum, þriðji í röð 8 barna Kristínar Sigurðardóttur, húsfreyju og ljósmóður, og Lofts Þórðarsonar, bónda og smiðs. Að Bakka ólst hann upp, en stuttu eftir fermingu hleypir hann heim- draganum, heldur til Reykjavíkur og nemur bókband. Við það undi hann löngum síðan, þá tími gafst frá dagsins önn, mikill vinur bóka, og svo fróður af þeim kynnum, að langskólagengna setti hljóða. Já, í hillum hans var ekki léttmet- ið, til þess að drepa tíma, heldur fræðibækur um hin ólíkustu efni milli jarðar og hnattahylsins. Efni í mikinn fræðagrúskara, það var hann, en ytri kjör beindu honum á aðrar brautir, svo aðeins með því að teygja úr dögum sínum gat hann gert gælur við þetta eðli sitt. Hann var dverghagi, nam húsa- málun og vann við smíðar í Vest- mannaeyjum, þá hann tók að huga að stöðu á starfsvangi. Vann að síðan fyrst í Eyjum en um Saltvík á Kjalarnesi í verkstæði Álafoss lá leið hans. Þar var hann við véla- viðgérðir, unz hann stofnaði járn- smíðaverkstæðið Dverghamar. Það rak hann fyrst ásamt öðrum, síðan einn meðan stætt var á starf- svelli. Margur átti erindi í smiðju hans, því að þar var ekki aðeins fagmannshöndin að verki, heldur líka greiðvikinn hugur svo af bar. Það fengum við vinir hans að reyna. Streðsins maður, heimspek- á að við færum yfir í næsta hrepp en þangað hafði ég aldrei farið ríð- andi. Eitthvað dróst útreiðartúrinn á langinn og fólk heima orðið óró- legt. Eg var ávítuð mjög hæversk- lega en Siggi fékk skammir fyrir að hafa í heimildarleysi dregið mig alla leið yfir í næsta hrepp. Ég fann til með honum þar sem ég vissi upp á mig skömmina. Ég var einnig viss um að hann mundi reiðast mér og aldrei vilja hafa mig aftur með sér í útreiðartúr. „Taktu þetta ekki nærri þér,“ sagði hann, „við höldum okkur bara innan hreppamarkanna hér eftir.“ Siggi gat orðið fjúkandi reiður ef hann hafði ástæðu til en hann gat líka haldið ró sinni lengur en allir aðrir. Nokkrum árum seinna í Kópa- voginum kynnti Herborg frænka mig fyrir kærastanum sínum. Var þar kominn yfír hreppamörkin Sig- urgrímur frá Holti sem ég hafði ekki séð í nokkur ár. Mér fannst mjög ánægjulegt að fá hann í fjöl- skylduna og fannst hún auðugri á eftir. Elsku Siggi vinur minn hefur aldrei kært sig um lof honum til handa. Ég vil þó segja að enginn fetar í fótspor hans því hann var einstakur. Og elsku Herborg frænka, það er erfið leið framund- an. Ég vil aðeins endurtaka þau orð er Sigurgrímur sagði í samtali okk- ar fyrir stuttu: „Hún Herborg kemst alltaf þangað sem hún ætlar sér.“ Við Þorbjörn ásamt fyölskyldu minni sendum innilegar samúðar- kveðjur til þín og dætranna, einnig í Holt og Borgames. Guð geymi ykkur öll. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vðrn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láta vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S.E.) Ragnhildur Þorgeirsdóttir. ingur, fagurkeri í floskirkju nátt- úrunnar, allt þetta var hann. List manna mat hann mikils, sá þar tinda hæsta í verkum vinanna góðu að Hulduhólum, sveigði við og járn að þeirra vilja. Víst var hann sérlundaður, gekk sinn veg óáreitinn, kröfulaus um annarra hylli, en hitti hann lítil- magna eða barn á för, þá urðu augu hans barmafull af sólskini, hugur hans umvefjandi kærleikur. Um sjálfan sig var hann dulur, vildi lifa af verkum sínum, ekki orðum. Marga gáfu hans geymir þvi þögnin. Steðjinn hans einn hlýddi til dæmis á .stuðla hans og rím, og svo einn og einn góðvinur, í rökkri. Síðustu árin setti streð áranna á líkama hans mark. Hann tók að huga að heilsu- og líkamsrækt, gerðist sund- og göngugarpur. Kveðja átti þetta aðeins að vera, þökk mín, konu og barna fyrir það lán að hafa kynnst slíku gull- hjarta, sem gaf og gefur lífi okkar fylling, lit. Það er skemmtilegra að vera manneskja á eftir. Guð leiði hann um sólarsali. Þráinn Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.