Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 21. AGUST 1992
B  5
TTTT
f!n!A ii!"'i:i>lól/
M   I
mátti ekki undir nokkrum kringum-
stæðum vera undir hökunni.
Verð á fatnaði fyrir barn, sem er
að byrja í 8. bekk, virðist svipað og
fyrir 6. ára. Þörfin er álíka miki) og
því hægt að setja upp líkt dæmi.
Flestir kjósa reimaða íþróttaskó
og allir þurfa kuldaskó en gúmmí-
stígvél heyra víst sögunni til á þess-
um aldri. Innileikfimiskó verður líka
að taka með í reikninginn og ættu
því 8.000 - 10.000 kr. að duga fyr-
ir skótaui ef haft er til hliðsjónar
verð hjá Hagkaupum og S. Waage.
Tískusveif lur í skólatöskum
Fyrir nokkrum árum voru ungl-
ingar mikið með svokallaðar stress-
töskur. Tími þeirra er senn að líða
undir lok og þeir sem gerst þekkja
telja að bakpokar eða töskur úr leð-
urlíki með handfangi og hliðarólum
verði vinsælastar í vetur. Hjá Penn-
anum og Hagkaupum fást þær á
u.þ.b. 2.000 kr. Odýrustu bakpok-
arnir kosta 1.574 kr. í Hagkaupum.
Annars segir Eydís Egilsdóttir að
oft komi val unglinganna hverju
sinni eins og þruma úr heiðskíru
Iofti, innkaupafólki sé mikill vandi á
höndum og þurfi stundum að gera
skyndipantanir ef það hefur ekki
veðjað rétt.
Ætla má að í ritföng, stílabækur
og pennaveski fari 1.900 kr.
Ekki er víst að allt þetta sé nauð-
synlegt til þess að unglingurinn sé
sæmilega útbúinn. Hann getur e.t.v.
notað skólatöskuna frá því í fyrra
og peysur af stóra bróður o.s.frv.
En aðstæður geta líka verið þannig
að kaupa þarf allt nýtt á sama tíma
og þá hljóðar dæmið upp á 28.000
- 45.000 kr.
í fyrsta bekk í f ramhaldsskóla
Þegar hér er komið sögu vandast
málið og útúrdúrarnir verða miklir
á klæðnaði 16 ára unglings saman-
borið við hefðbundinn fatnað á 13
ára. Einstaklingurinn er óðum að
brjótast út úr hópsálinni, þótt vissum
grundvallarreglum verði að hlíta.
Fataáhugi eykst til muna og oft
verja unglingar mestum hluta sum-
arlauna sinna í föt. Þeir nota nú
oftast fullorðinsstærðir og verðið
getur auðvitað hlaupið upp úr öllu
valdi ef keypt er í dýrustu búðunum,
en yfirleitt eru ungjingar þó ekki
bestu viðskiptavinir þeirra.
Gallabuxur eru númer eitt, tvö
og þrjú. Enginn þykir gjaldgengur
nema eiga Levis 501 en þær kosta
6.890 kr. Víða er hægt að fá mun
ódýrari gallabuxur, t.d. segir Þor-
björn Stefánsson innkaupastjóri sér-
vara í Hagkaupum að mest seldu
gallabuxurnar séu á 2.295 kr.
Stretsbuxur eru alveg ómissandi
fyrir stelpur svonefndir afabolir eru
vinsælir á bæði kynin. Svava Johans-
en eigandi verslunarinnar Sautján
segir að groddaleg mótorhjólastígvél
á 8.900 kr. seljist eins og heitar
lummur.
Sparifatnaður telst ekki með
nauðsynlegum skólafatnaði, en flest-
ír framhaldsskólanemar þurfa að
eiga einhverjar betri flíkur vilji peir
stunda félagslífið að einhverju
marki.
Ekki er fjarri lagi að áætla að 16
ára unglingur eyði 27.000 - 40.0000
krónum í fatnað fyrir skólann ef
keyptar eru þrennar buxur,
rúllukragabolur, afabolur, háskóla-
bolur, peysa, úlpa og ullarjakki.
Nauðsynlegur skóbúnaður þ.e.
leðurskór, reimaðir íþróttaskór, inni-
íþróttaskór og kuldaskór er á bilinu
12.000 - 18.000 kr.
Belgtöskur eða dýrar
leðurtöskur
Ekki eru nema tvö til þrjú ár frá
þvf framhaldsskólanemar tóku
skyndilega miklu ástfóstri við stórar
og þykkar skjalatöskur úr leðurlíki,
belgtöskur eru þær kallaðar, kosta
um 6.000 kr. og eru til í mismun-
andi gerðum. Eydís í Pennanum
sagði að áður hefðu einungis roskn-
ir herramenn keypt slíkar töskur og
engin teljandi sala verið í þeim.
Reyndar kaupa strákar frekar belg-
töskur, en stelpur kjósa fremur
vandaðar leðurtöskur. Þær eru til í
í ótal gerðum og getur verðið farið
allt upp í 10.000 kr. í Hagkaupum
er búist við að leðurtaska á 7.495
kr. verði mest keypt í ár.
Námsbækur og ritföng
Þótt fatnaður komí ansi drjúgt
>))[
Skipti mér ekki af
því sem mamma kaupir á mig
„Á TÁNINGSALDRINUM fara flestir að móta sér skoðanir á
klæðaburði og finnst þeir hafa heilmikið til málanna að leggja.
Foreldrar eru stundum í öngum sínuin þegar úlpan sem þeir af
mestu kostgæfni völdu handa barninu sínu liggur óhreyfð inni í
skáp og gamli slitni gallajakkinn er þess í stað notaður dag eftir
dag. Lítið þýðir að malda í móinn því táningurinn segir einfald-
lega að úlpan sé ekki í tísku og hinir krakkarnir myndu aldrei
láta sjá sig í slíkri flík.
Sveinn Viðarsson segir að sem
betur fer viti mamma sín alveg
hvernig föt hann vilji og hann sé
ekkert að skipta sér af því sem
hún kaupi á sig. „Að minnsta
kosti ennþá," segir Guðlaug
Sveinsdóttir móðir hans og af
raddblænum má ráða að hún hafi
ekki mikla trú á að svo verði mik-
ið lengur. „Ég er ekki mjög skipu-
lögð í innkaupum, kaupi skólaföt-
in á krakkana aðallega eftir veðri
og vindum. Þó reyni ég að kaupa
svolítið á útsölum strax í ágúst.
Ég er núna búin að kaupa jogg-
inggalla og þykkan bómullarbol á
Svein, þetta eru fín föt í skólann,
segir Guðlaug og er ánægð með
innkaupin. „Bolurinn kostaði tæp-
ar 2.000 kr. og gallinn 3.500. Eg
ætla ekki að kaupa fleira strax,
sjá frekar til, ég býst við að þeg-
ar líður á veturinn geri Sveinn
ákveðnar kröfur þegar hann sér
hvernig hinir krakkarnir klæðast.
Auðvitað er nauðsynlegt að kaupa
góða kuldaskó, .húfu og vettlinga.
Verðskyn mitt er ekki betra en
það að ég hef ekki hugmynd um
hvort kuldaskór kosta 6.000 eða
10.000 kr. Hér á heimilinu er til
ónotuð dúnúlpa sem ég vonast til
að Sveinn geti notað í vetur.
Sveinn fitjar upp á nefið svo
lítið ber á og segir að úlpan frá
í fyrra sé alveg ágæt.
- Gúmmístígvél, þau kosta nú
eitthvað?
Sveinn er hálfhneykslaður, seg-
ir að svoleiðis noti maður bara í
veiðiferðum, maður láti ekki sjá
sig í gúmmístígvélum í skólanum.
Sem sagt, gúmmmístígvél þarf
Guólaug
Sveinsdóttír
og sonur
hennor, Sveinn
Vioarsson, 13
ára, sem fer í
8. bekkíAr-
bæjnrskóla.
^                             Morgunblaðið KGA
í nýja jogginggallanum. - Sveinn í jogg-
inggallanum sem Guðlaug keypti á útsölu.
ekki að kaupa handa þeim sem
eru í áttunda bekk.
- En skólataska, nota krakkár
í sjöunda bekk eins skólatösku og
krakkar í áttunda bekk?
„Margir eru komnir með skjala-
töskur eins og" krakkar í fram-
haldsskólum eiga. Ég á sjálfur
harða tösku til að hafa á bakinu,
hún er úr taui og raunar ágæt,
hefur dugað í mörg ár. Mér er
alveg sama þótt ég hafi hana h'ka
í vetur."
Guðlaug segist ómögulega geta
gert sér í hugarlund hversu há
upphæð fari í skólafatnað og ann-
að sem tengist skólagöngu Sveins.
„Mestu peningarnir fara í fatnað,
enda fá grunnskólabörn allar
nauðsynlegar námsbækur í skól-
anum. Stílabækur, ritföng og þess
háttar eru ekki stór útgjaldaliður
í heimilisbókhaldinu. Ég hef alla
tíð prjónað og saumað mikið á
krakkana mína og tel mikinn
sparnað í því. Sveinn er ósköp
nægjusamur varðandi fatnað,
hann er hvorki í tónlistarskóla né
dansskóla, aftur á móti á skíða-
íþróttin hug hans allan og það fer
drjúgur peningur í tilheyrandi út-
búnað og æfingagjöld."      ¦
við pyngju framhaldsskólanema mega þeir ekki gleyma
aðalatriðinu;  kennslubókum  og  ritföngum.  Lauslega
áætlað kosta. ritföng um 2.000 kr. Vafalaust er hægt
að komast af með tiltölulega lítil fataútgjöld, en enginn
sleppur við bókakaupin. Sú nýlunda var tekin upp fyrir
nokkrum árum að bókaverslanir komu á fót skiptibóka-
mörkuðum. Þar fást bækur fyrir u.þ.b. 60% af verði
nýrra bóka. Reinharð Reinharðsson verslunarstjóri í
bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar segir að nemend-
ur reyni yfirleitt að kaupa bækur þar, en eftirspurn
sé meiri en framboð og því verði flestir að kaupa sér
Bitthvað af nýjum bókum. Hann segist ekki enn hafa
fengið bókalista frá skólunum en upplýsir að nýnemi
í MR hafi í fyrra þurft að kaupa kennslubækur fyrir
38.0000 - 40.000 kr. og er þá miðað við verð nýrra
bóka.
Sextán ára og vel búinn f skólann þýðir sem sagt
útgjöld upp á 75.000 - 110.0000 kr.
Framangreind upptalning og meðfylgjandi töflur eru
aðeins til að fá nasasjón af þvf sem kostar að búa börn
á mismunandi aldri í skóla. Ekki er alltaf um lægsta eða
hæsta verð að ræða heldur verð þeirrar vöru sem verslun-
arfólk taldi að seldist best. í Hagkaupum er t.d. hægt
að fá úlpur á 6 ára og 13 ára fyrir 5.995 kr., þótt verðið
í töflunni sé uppgefið 2.995 kr., og í Bangsa eru til úlpur
á 6.950 kr. Þess ber líka að geta að alls ekki er um
gæðasamanburð að ræða.                      ¦
ValgerðurÞ. Jónsdóttir
Ódýrara að kaupa
bækur á skiptibókamörkuðum.
KOSTNAÐUR við nám í framhaldsskóla er nokkru meiri en í
grunnskóla. Námsbækur eru ekki lengur ókeypis, unglingar verða
yfirleitt krðfuharðari varðandi fatnað og í sumum framhaldsskól-
um eru innheimt skólagjöld. Á móti kemur að allmargir ungling-
ar afla sér tekna á sumrin, sumir vinna jafnvel með skólanum
og eru því ekki fjárhagslega háðir foreldrum sínum nema með
fæði og húsnæði.
Eftir rúma viku sest Sigurbjörg
Hjaltadóttir 5 fyrsta sinn á skóla-
bekk í Verslunarskóla íslands. Hún
segir að foreldrar sínir greiði skóla-
gjöldin, sem eru 39.000 kr., taki
þátt í bókakostnaði og sjái sér fyr-
ir fæðí og húsnæði. „Að öðru leyti
vonast ég til að geta borgað allt
sem ég þarf til skólans sjálf. Ég
hef góðar vonir um að fá vinnu í
jólafríinu og á enn eftir svolítið af
sumarhýrunni, þótt ég sé búin að
fata mig að mestu Ieyti upp fyrir
veturinn. í sumar var ég bréfberi
fyrir hádegi og vann \_ unglinga-
vinnunni eftir hádegi. Ég gat því
safnað mér fyrir gjaldeyri áður en
ég fór í sumarfrí til Florida með
foreldrum mfnum," segir Sigur-
björg og viðurkennir að hún leggi
meira uppúr fatnað nú en áður.
- Fannst þér mikill verðmunur
á fatnaði í Florida og hér á landi?
„Ég hefði aldrei fengið helming-
inn af því sem ég keypti þar fyrir
sama pening hér á landi. Til dæm-
is keypti ég þrennar Levi's 501
gallabuxur á 2.000 kr. stykkið, en
hér kosta þær u.þ.b. 7.000 kr. Eina
sem ég á eftir að kaupa mér núna
er jakki eða kápa og skór. Góð
yfirhöfn kostar örugglega fimmtán
þúsund krónur. Kannski þarf ég
líka að kaupa mér spariföt til þess
að vera í á skólaböllum, en ég sé
til, ég veit ekki enn hvernig félags-
lífið verður í skólanum."
- Þú segir Levi's 501, er þá
ekki sama hvaða merki er á flíkun-
um?
„Sumir krakkar leggja mikla
áherslu á merkin, mér er yfirleitt
sama, kaupi bara það sem mér
fínnst fallegt og þægilegt. Aðalat-
riðið er að vera vel til fara."
Þótt flestir unglingar verji mikl-
um peningum í fatakaup og mæti
í fínum fötum í skólann er aldeilis
Sigurbjörg
Hioltadóttir 16
ára f er í Versl-
unarskóla ís-
lands.
Morgunblaðið/Þorkell
Skóloföfin. - Sigurbjörg skoðar úrvalið í
tískuvöruverslun.
ekki allt búið. Eitthvað þarf að eíga
til að geta lesið, lært og skrifað.
Hvað skyldi slík útgerð kosta?
Þurfa framhaldsskólanemar t.d. að
eiga tölvu eða a.m.k. ritvél? Finnst
þeim nauðsynlegt að vera með skól-
atösku af fínustu gerð? Sigurbjörg
fékk ritvél í jólagjöf og segir enga
nauðsyn að fjárfesta í tölvu, enda
hafi nemendur VI greiðan aðgang
að tölvum skólans auk þess sem
góð tölvukennsla sé þar. Hún ætlar
að láta gömlu skólatðskuna duga
áfram svo framarlega sem hún sé
nægilega stór fyrir námsbækurnar.
En hvað skyldu þær kosta?
„Ef ég er heppin, ætti ég að
sleppa með 30.000 kr., en þá þarf
ég líka að fylgjast vel með skipti-
bókamarkaðnnm. Ég ætla að reyna
að kaupa allar bækurnar þar því
það munar svo miklu í verði. Næsta
haust sel ég bækurnar mínar frá
þessu skólaári og fæ þannig eitt-
hvað upp í bókakostnað næsta
skólaárs."
Um önnur útgjöld segist Sigur-
björg ekki gera sér grein fyrir enn-
þá. Hún býst við að þurfa á meiri
vasapeningum að halda núna en í
fyrra, t.d. fyrir strætisvagnaferð-
um og þess háttar. Hún ætlar að
taka með sér nesti í skólann og
hatda áfram að æfa sund með KR,
en það kostar 2.500 kr. á mánuði.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12