Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. AGUST 1992
Karlakórinn Hekla er að fá á sig endanlega mynd
Guðný Hall-
dórsdóttir
sést hér við
tökur leið-
beina tveimur
af Ieikurun-
um, Magnúsi
Ólafssyni til
vinstri og
Gunnari
Gunnarssyni.
Ljósmynd/Marfa Guðmundsdóttir
Hér má sjá atriði úr myndinni þar sem Karlakórinn Hekla syngur við jarðarför.
Tökum lokið og klippíng hálfnuð
TÖKUM á kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur
Karlakórnum Heklu lauk nú nýverið í smábænum
Blankenberg í suðurhluta Þýskalands. Þær höfðu
þá staðið yfir í fimm vikur samfleytt í Svíþjóð og
Þýskalandi en áður var lokið tökum á Islandi.
Guðný Halldórsdóttir gerir ráð fyrir að myndin
verði tilbúin í desember og að hugsanlega verði
hún tekin til almennra sýninga þá.
Guðný sagði í samtali við Morgunblaðið að fram-
leiðsla myndarinnar hefði gengið samkvæmt áætlun.
„Það fylgdi okkur einhver verndarengill á meðan á
tökum stóð. Engar tafir urðu á gerð myndarinnar og
eins og er stenst myndin upphaflega kostnaðaráætl-
un." Hún sagði ennfremur að búið væri að fjármagna
myndina að fullu og að það fjármagn hefði fengist
víða að úr heiminum. „Erlent fjármagn er meira en
það íslenska en myndin er engu að síður alíslensk.
Ýmsir sjóðir íslenskir og erlendir styrktu myndina en
auk þess útvegaði þýskur samstarfsaðili okkar, kvik-
myndafyrirtækið Aritel, styrki í Þýskalandi."
„Myndin á að fara á Beriínarhátíðina í febrúar en
við viljum þó gjarnan frumsýna hana hér á landi um
jólin. Það á þó eftir að koma í ljós því myndir á Ber-
línarhátíðinni eru venjulega ekki frumsýndar áður."
Guðný hrósaði öllu samstarfsfólki sínu og sagði
samstarf hafa gengið ákaflega vel. Alls störfuðu að
jafnaði um 60 manns við myndina að sögn Guðnýjar
en þar af voru 30 leikarar.
Kópavogshælið fram úr áætlun
Aðstandendur
boðaðir á fund
REKSTUR Kópavogshælisins er
nú kominn fram úr ramma fjár-
laga og ef heldur sem horfir eru
líkur á að verulega verði að fækka
starfsfólki hælisins. Sökum þessa
hafa aðstandendur sjúklinga á
Kópavogshæli verið boðaðir til
fundar í dag með stjóra hælisins
þar sem ræða á stöðuna og leiðir
til úrbóta.
Pétur J. Jónasson framkvæmda-
stjóri Kópavogshælisins segir að
þessi staða hafi ekki komið upp áður
hjá hælinu. í júlímánuði hafi rekstur-
inn hinsvegar verið kominn um sex
milljónir fram úr ramma fjárlaga,
það er gert var ráð fyrir að rekstur-
inn kostaði 148 milljónir fyrstu sjö
mánuði ársins en reyndin varð 154
milljónir króna. „Okkur er gert að
spara jafnmikið og aðrir ríkisspítalar
í rekstri en hinsvegar getum við
ekki lokað deildum hjá okkur eins
og aðrir spítalar til að ná fram sparn-
aði í rekstri," segir Pétur. „Afleys-
ingar vegna sumarleyfa urðu okkur
dýrari en við gerðum ráð fyrir og
þetta tvennt hefur leitt til þess að
við sjáum fram á að þurfa að draga
verulega úr þjónustu okkar. Því boð-
uðum við aðstandendur sjúklinganna
til fundar við okkur."
Að sögn Péturs er stjórn hælisins
gert að skera niður launakostnað
sinn á þessu ári um 6,7% og gæti
það þýtt að fækka þurfti um all-
Forsætisráðherra vitnar í fundargerð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar
Síðasta ríkisstjórn ræddi ýtar-
lega ráðherraskýrslu um EES
Ólafur Ragnar óskar eftir birtingu allra fundargerða ríkisstjórna um EES
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra vitnaði í fundargerð af fundi í ríkis-
stjórn Steingríms Hermannssonar sem fram fór í febrúar 1991 við
umræður um EES-frumvarpið á Alþingi í gær en í fundargerðinni
kemur fram að skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis um stöðu EES;
málsins í mars sama ár hafi verið ítarlega rædd í ríkisstjórninni. 1
skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að þær stofnanir sem varða
samningssvið sameiginlegra stofnana á evrópska efnahagssvæðinu falli
innan ramma stjórnarskrárinnar. „Því hefur margoft verið haldið fram
að þessi skýrsla hafi aldrei verið kynnt í ríkisstjórn en hún var það,
með töiuverðum fyrirvara og rædd þar ítarlega," sagði Davíð í sam-
tali við Morgubnlaðið.
Ölafur Ragnar Grímsson brást við
ummælum Davíðs með því að óska
eftir að forsætisráðherra legði fram
allar fundargerðir um EES-málið af
ríkisstjómarfundum sem haldnir
hafa verið frá í desember 1990. Fór
Svavar Gestsson einnig fram á að
þær upplýsingar yrðu lagðar fram.
Davíð sagðist í samtali við Morgun-
blaðið ætla að athuga þessa ósk og
hafa samráð um það við forvera sinn
Steingrím Hermannsson áður en
hann tæki ákvörðun. Sagði hann að
fundargerðir ríkisstjórnafunda væru
yfirleitt trúnaðarmál en ekki hefði
verið hjá því komist að vitna í bókun
þessa tiltekna ríkisstjórnarfundar til
að upplýsa um efnisatriði málsins.
Til snarpra orðaskipta kom á Al-
þingi við umræðurnar í gær í kjölfar
ræðu Björns Bjarnasonar, formanns
utanríkismálanefndar Alþingis, um
EES-frumvarpið. Vitnaði Björn í of-
angreinda skýrslu utanríkisráðherra
í tíð rfkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar til þingsins í mars 1991
um stöðu EES-málsins sem Björn
sagði að ráðherra hefði lagt fram
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.
Björn sagði fráleitt að ætla að
ráðherrum í ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar hefði ekki öllum ver-
ið kunnugt um að efasemdir væru
uppi um það, hvort ýmis ákvæði
EES-samningsins stæðust kröfur
stjórnarskrár. Sagði hann eðlilegt að
fara fram á við ríkisstjórnina að leit-
ast verði við með öllum ráðum að fá
úr   því   skorið   hvernig   ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar hefði
staðið að skýrslunni sem utanríkis-
ráðherra lagði fram á Alþingi fyrir
hennar hönd í mars árið 1991. Ótví-
ræðar upplýsingar um það muni auð-
velda mat á því, hvort það væru
pólitísk viðhorf eða tillit tíl fræðilegr-
ar niðurstöðu varðandi stjórnarskrár-
þátt málsins sem réðu ferðinni hjá
þeim flokkum sem áttu fulltrúa í síð-
ustu ríkisstjórn en væru nú í stjórnar-
andstöðu.
Svavar Gestsson Alþýðubandalagi
og Ólafur Ragnar mótmæltu ummæl-
um Björns og sögðu að samningurinn
hefði tekið miklum breytingum á
þessum tíma. í tíð síðustu ríkisstjórn-
ar hefðu Alþýðubandalagið og Fram-
sóknarflokkurinn ekki viljað víkja frá
skilyrðum í samningaviðræðunum
um EES og utanríkisráðherra hefði
aldrei fengið umboð til að ganga frá
samningnum vegna þessa ósam-
komulags fyrr en eftir myndun nú-
verandi ríkisstjórnar. Ólafur Ragnar
sagði nauðsynlegt að allar upplýs-
ingar um meðferð EES-málsins í tíð
síðustu ríkisstjórnar yrðu lagðar
fram eins og þær lægju fyrir í fundar-
gerðum ríkisstjórnarinnar.
Sjá ennfremur á þingsiðu.
marga starfsmenn, eða sem nemur
ellefu stöðugildum. Aðspurður um
hvað sé til ráða í þessari stöðu seg-
ir Pétur að það verði rætt á fundin-
um með aðstandendum.
----------? ? ?----------
Bílaviðskipti
Sölulaun af
bílamilli-
gjöfóheimil
VERÐLAGSRÁÐ telur að bílasala
sé óheúnilt að krefjast sölulauna
af bifreið sem boðin er sem
greiðsla vegna kaupa á annarri
bifreið þegar viðkomandi bílasali
hefur ekki boðið til sölu þá bif-
reið sem notuð er sem greiðsla í
viðskiptunum.
Bókun þessa efnis var samþykkt á
fundi Verðlagsráðs í gær, en að sögn
Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra
hefur fjöldi fyrirspurna borist Verð-
lagsstofnun og Neytendasamtökun-
um undanfarið vegna tilvika sem
þessa.
Bílasalar hafa um árabil tekið
sölulaun af bifreiðum sem notaðar
hafa verið sem greiðsla eða hluti
greiðslu vegna kaupa á annarri bif-
reið, þ.e. tekið full sölulaun af báðum
bifreiðunum. Gildir þá einu hvort
bílasali hafí verið beðinn um að ann-
ast sölu bifreiðarinnar eða hvort bif-
reiðin er boðin sem greiðsla beint,
þ.e. án atbeina bílasalans.
----------? ? ?      —- --
0
Olympíumótið í brids
Island er í
þriðja sæti
ÍSLAND er í 3. sæti í sínum riðli
á Ólympíumótinu í brids eftir 9.
umferðir en íslenska liðið vann
alla þrjá leiki sína í gær.
ísland vann Marokkó 21-9,
Venezuela 20-10 og Indónesíu 25-3.
Eftir 9 umferðir eru Bandaríkin efst
í riðlinum með 188 stig, Holland 187
stig, ísland 186 stig, Noregur 170
stig og Svíþjóð 167 stig. í dag kepp-
ir Island við Holland, Taiwan og
Liechtenstein.
Sjá bridsþátt bls. 16.
Áhugakafarar taka meinta forngripi úr skipsflökum á Breiðafirði
Getgátur uppium „gullskip"
AHUGAKAFARAR hafa fundið og kafað í
tvö gömul skip á botni Breiðafjarðar og flutt
í land hluti sem þjóðminjavörður telur vera
gripi sem ætla megi að lúti verndun laga
um fornleifar. Að beiðni þjóðminjavarðar
tók lögreglan á Patreksfirði skýrslu af kðf-
urunum í gær en þeir héldu í nótt til Reykja-
víkur og afhenda Þjóðminjasafninii munina
í dag. Hollenskt Indíafar fórst í Flateyjar-
höfn 1659, nokkrum árum áður en „gullskip-
ið" svokallaða á Skeiðarársandi, og er talið
hugsanlegt að hluti munanna sé úr þvi.
Sævar Árnason kafari telur að fiakið sé eitt
elsta skipsflak sem fundist hefur hér við
Iand.
Sævar Árnason rafvirki á Tálknafírði hefur
ásamt tveimur félögum sínum leitað flakanna
frá því á síðasta ári. Fundu þeir lítinn trébút
sem við rannsókn kom í ljós að var mjög gam-
all. Um síðustu verslunarmannahelgi höfðu þeir
fundið tvö flök. Sævar sagði í gærkvöldi að
yngra flakið væri af saltfiskskipi sem hefði
greinilega brunnið. Hann sagði að samkvæmt
sínum heimildum væri eldra flakið eitt elsta
skipsflak sem fundist hefði hér við land.
í vestan veðrum gat orðið ókyrrt á Flateyjar-
höfn. Fyrrum lágu skip inni á Hðfninni en
síðar lágu guf uskip út.af Bryggjuskerjum
1000m
Egill Ölafsson fræðaþulur og minjavörður á
Hnjóti sagði að munnmælasögur hermdu að
hollenskt Indíafar hefði farist við Flatey á svip-
uðum tíma og „gullskipið" svokallaða, þ.e. Het
Wapen van Amsterdam, fórst á Skeiðarársandi
en það var 1667. í Öldinni okkar er sagt að
skipið hafí farist í Flateyjarhöfn 1659 og að
skipsmenn hafi hangið á skut þess í særóti og
frosti í nær tvö dægur áður en tókst að bjarga
þeim. Af skipinu náðust fjórtán fallbyssur. Eg-
ill sagði að munnmælasögurnar segðu að Hol-
lendingar hefðu sent tvö herskip til að athuga
afdrif skipsins sem fórst við Flatey en aftur á
móti væri þess hvergi getið að þeir hefðu á
sama hátt athugað með afdrif skipsins á Skeið-
arársandi. „Þess vegna heyrði ég eldri menn
varpa fram þeirri spurningu, þegar byrjað var
að athuga með gullskipið svokallaða á sínum
tíma, hvort hið raunverulega „gullskip" væri
ekki frekar við Flatey en á Skeiðarársandi,"
sagði Egill.
Sævar sagði að flökin væru illa farin og sand-
lag yfir þeim. Hann sagði að þeir væru að útbúa
sandsugu til að nota til að komast niður á botn-
stykki þess og að þeir vildu vinna með þjóðminja-
verði að málinu. Hlutirnir sem Sævar afhendir
þjóðminjaverði í dag eru glerkúpa, blakkir og
tveir ljósakúplar.
Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður
sagðist í gær lítið vita um þá hluti sem kafararn-
ir hefðu komið með í land því ekki hefði gefist
tækifæri til að rannsaka þá.
^
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24
Page 25
Page 25
Page 26
Page 26
Page 27
Page 27
Page 28
Page 28
Page 29
Page 29
Page 30
Page 30
Page 31
Page 31
Page 32
Page 32
Page 33
Page 33
Page 34
Page 34
Page 35
Page 35
Page 36
Page 36
Page 37
Page 37
Page 38
Page 38
Page 39
Page 39
Page 40
Page 40