Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. AGUST 1992
Námsaðstoð bankanna
Ekki ástæða til að
taka fyrsta kostinn
— segir framkvæmdastjóri SINE
„NÁMSFÓLK erlendis ætti að skoða sem flesta möguleika á fjármögn-
un náms síns á haustmisseri, það er alls ekki gefið að þeim bjóðist
best kjör hjá námsmannaþjónustum íslensku bankanna," sagði Ingi-
björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SÍNE, sambands íslenskra náms-
manna erlendis, í samtali við Morgunblaðið. I blaðinu í gær er grein
eftir Óskar Garðarsson þar sem hann hvetur námsfólk erlendis til að
kanna lánakjör banka í námslandi sínu í stað þess að nýta sér náms-
mannaþjónustu íslenskra banka.
Eins og kunnugt er hefur LÍN
breytt útlánareglum sínum þannig,
að útborgun námslána fyrir haust-
misseri fer fram að misserinu loknu.
Því þurfa námsmenn að fjármagna
framfærslu sína og skólagjöld, ef
einhver eru, á annan hátt fram yfir
haustið. Islensku bankarnir hafa boð-
ið námsfólki upp á sérstaka þjónustu
í þessum efnum, en Óskar bendir á
í grein sinni að oft geti námsmenn
fengið ódýrari lán í bönkum erlendis.
Ingibjörg  sagði,  að  óvíst  væri
hvort fyrsta árs nemar gætu gengið
að því sem vísu að njóta lánstrausts
í erlendum bönkum án þess að hafa
átt við þá viðskipti áður. „Hins vegar
tel ég að þessi fjármögnunarleið komi
vel til greina fyrir fólk sem komið
er lengra í námi og hefur haft traust
viðskipti við banka í þann tíma,"
sagði hún. „Það er auðvitað líklegt
að úti í hinum stóra heimi bjóðist
einhvers staðar betri lánakjör fyrir
námsfólk en hér- heima."
Framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs
Bryndís Schram skipuð
Menntamálaráðherra hefur
skipað Bryndísi Schram í stöðu
framkyæmdastjóra Kvikmynda-
sjóðs íslands til eins árs frá og
með 1. september. Alls sóttu 10
um starfið.
Samkvæmt lögum um kvik-
myndamál ræður menntamálaráð-
herra framkvæmdastjóra sjóðsins
að fengnum tillögum sjóðsstjórnar.
Meirihluti stjórnarinnar mælti með
að Bryndís yrði ráðin til starfsins.
Þá hefur Halldór Haraldsson ver-
ið settur skólastjóri Tónlistarskól-
Bryndís Schram    Halldór Haraldsson
ans í Reykjavík um eins árs skeið
frá og með 1. ágúst að telja. Tveir
sóttu um þessa stöðu.
-------1 Eru þeir að 1	___¦____«—---          ' _flM__     —:
fá 'ann |	¦¦».:_.__ _\ *MwlÆ
?      í _-------L	*^'^Tj^jj^g
Fimbulkuldar herja á
veiðimenn nyrðra
Miklir kuldar á Norðurlandi
hafa gert veiðimönnum erfitt um
vik. Norðanbál með 2 til 4 stiga
hita og snjókomu til fjalla er
ekki árennilegt veður til að
standa úti í og veiða. Þeir sem
hafa lagt það á sig hafa samt
verið að fá'ann eins og eftirfar-
andi fregnir gefa til kynna.
Hér er rífandi veiði
„Þetta er andstyggilegt veður, en
hér er samt rífandi veiði. Hollið sem
nú er í ánni er hálfnað og komið
með á sjötta tug laxa á Jand. Með
sama áframhaldi verður þetta með
hæstu hollum sumarsins. Austurá-
in er orðin lituð eins og ævinlega
í hvassviðri, en Núpsá og Vesturá
hafa tekið verulega við sér. í þær
hefur komið mikið af nýjum físki
og til dæmis veiddust í Núpsánni
einn morguninn, raunar á aðeins
tveimur tímum, 9 laxar, þar af
tveir yfir 16 pund. Þann morgun
komu 17 Iaxar á land og í gær-
kvöldi kom hópurinn í hús með 24
laxa eftir vaktina," sagði Böðvar á
Barði formaður Veiðifélags Mið-
fjarðarár í samtali við Morgunblað-
ið í vikulokin. Þá voru komnir 1180
laxar á land úr ánni og veiðin kom-
in yfir heildarveiði síðasta sumars.
Fimm holl eiga eftir að spreyta sig
og sagðist Böðvar vonast til þess
að heildarveiðin næði 1.300 til
1.400 löxum. „Þetta er á uppleið
hjá okkur og það væri ekki óeðlileg
lokatala," sagði Böðvar.
Gengur merkilega vel
„Þetta gengur alveg merkilega vel
miðað við hve veðrið er andstyggi-
Morgunblaðið/ær.
Veiðin í Álftá á Mýrum hefur
verið mjög góð. Siv Friðleifs-
dóttir veiddi þar Maríulax sinn.
legt. Þess voru dæmi í síðasta holli
að menn gæfust upp vegna veðurs
og drifu sig í bæinn. Samt hafa
menn verið að fá'ann. Hollið veiddi
engu að síður rúmlega 50 laxa og
voru þá komnir 1.190 laxar á land
í sumar. Það veiddust aðeins rúm-
lega 700 laxar í fyrra þannig að
hér er allt á uppleið," sagði Mar-
grét Helga Hjartardóttir í veiðihús-
inu Tjarnarbrekku við Víðidalsá í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Margir stórvænir laxar hafa veiðst
í ánni í sumar, allt að 22 til 23
punda fiskar, en að undanförnu
hefur þó meira farið fyrir smærri
laxinum sem þó er yfírleitt 6 til 8
pund. Kappar í síðasta holli veiddu
þó engu að síður nokkra 17 til 19
punda físka í blands við smærri
laxana. Margrét sagði enn fremur
að „heilmikið" af bleikju hefði
veiðst í sumar.
Slakt í kuldanum
„Þetta hefur verið afspyrnulélegt í
kuldunum, menn hafa þó verið að
reyta upp lax og lax, þeir sem á
annað borð hafa vogað sér út fyrir
hússins dyr," sagði Gylfí Ingason
kokkur í Flóðvangi við Vatnsdalsá.
í vikulok voru um 770 laxar komn-
ir á land af aðalsvæðinu, um 120
af silungasvæðinu og milli 40 og
50 laxar af svæðinu ofan Stékkjar-
foss. „Það hafa ekki verið neinar
alvöru göngur í sumar og raunar
hefur ekki-komið almennileg ganga
síðan vorið 1987 er áin var fleyti-
full af laxi strax í opnuninni og
verið var að veiða úr þeirri göngu
allt sumarið. Þetta hefur verið að
reytast inn jafnt og þétt og vegna
þess hve áin hefur verið með jafnt
og gott vatnsrennsli í sumar hefur
laxinn dreift sér vel í stað þess að
bunka sig í Hnausastreng og Hóla-
kvörn fyrir neðan Flóðið," sagði
Gylfi enn fremur. Fjórir 23 punda
laxar eru stærstir í sumar og marg-
ir 17 til 22 punda hafa einnig ver-
ið dregnir. Aðeins hefur bólað á
nýrunnum físki allra síðustu daga.
Þetta er miklu betri veiði heldur
en allt síðasta sumar, en veitt er
fram í miðjan september.
Loks rigning í Dölunum
„Þetta er vonandi að koma, það
rigndi loksins hjá okkur á fimmtu-
daginn og aðfararnótt föstudags.
Áin tók við sér, óx nokkuð og litað-
ist aðeins. Þeir sem voru að veiða
höfðu aðeins fengið 12 laxa á ein-
um og hálfum degi, enda búið að
vera eindæma vatnslaust í sumar,
en síðasta morguninn fengust 20
laxar og það bjargaði hollinu. Nú
vonum við bara að framhald verði
á vætunni svo veiðin dragist ekki
saman aftur. Það er mikill lax í
ánni, en skilyrðin hafa verið afleit.
Þó eru komnir liðlega 700 laxar á
land, en það gæti verið miklu
meira," sagði Gunnar Björnsson
kokkur í Þrándargili við Laxá í
Dölum. Það er aðallega vænn smá-
lax sem er dréginn úr Laxá, en
vænir laxar eru alltaf innan um,
síðasta holl náði t.d. fimm 17 til
19 punda löxum.
P  O  T T A  P  L  O
T  U
Hin árlnga starvtsalaökkar é jAQ&Rú+mM
nattaniéntwiai stendur vfir*    «^_Ll T  _M_*
!____¦       ^^ WF  §
iVll«r fottoijlö«t«r
Da»m! «m verd:
Áður  NÚ
Jukkur ca. 35 sm.	7657-	379.-
Jukkur ca. 45 sm.	9387-	469.-
Jukkur ca. 60 sm.  «. Gúmmítré	¦W68.-	749.-677.-
Fikus Benjamini ca. 60 sm. Burknar I	m:-m:-	660.-289.-
Burknar II	6877-	364.-
Begóníur	64<-	449.-
Schefflera Asparagus	4^t_. '660:-	986.-498.-
Alpafjóla (stór)	m:-	570.-
4*$i
— —f

Pott^ Stiuh
gler.
mnir> WsarcUa

Opið alla daga til kl. 22. Sími 689070.
mtuiHonnnf     ímttTMmiímiHti
¦ ;HmffTfitmti_^inninninniiinmni •
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40