Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. AGUST 1992
15
I
»
»
»
»
»
?
Árni Johnsen brotist fram á ritvöll-
inn og nú í Morgunblaðinu föstu-
daginn 21. ágúst sl. og tekur sér
þar hvorki meira né minna en eina
aiis herjar prókúru á sannindunum
eins og hann orðar það og sjá má
á fyrirsögn greinarinnar (Sannind-
in um Steingrím J. og smíði Her-
jólfs). Þjóðin veit að sönnu að Árni
Johnsen hefur lagt gjörva hönd á
margt en þó hefur það e.t.v. komið
fleirum en mér á óvart að hann
skrifi af slíkri „þekkingu" og „ör-
yggi" um tæknilegar hliðar skipa-
smíða. Hlýtur að vakna sú spurning
hvort Verkfræðingafélag íslands
geti ekki veitt honum einhvers kon-
ar aukaaðild að félagsskap sínum
eftir þetta afrek.
í grein þessari hafa þegar komið
fram upplýsingar sem hrekja helstu
rangfærslur Arna, svo sem eins og
að annarleg sjónarmið hafi ráðið
vali á stærð skipsins sem byggt
var. Sömuleiðis hef ég sýnt með
tilvitnun í gögn svo ekki verður
hrakið að verulegur sparnaður fólst
í ákvörðun um smíði minna skips
en áður hafði staðið til. í sjálfu sér
er ekki ástæða til að eyða fleiri
orðum í Árna Johnsen. Hann má
eiga hina sérhönnuðu útgáfu af
sannleikanum fyrir sig, mín vegna
sem og hin dapurlegu viðhorf sem
í grein hans birtast til íslensks iðn-
aðar og íslenskra tæknimanna og
hönnuða.
Árni heldur því rækilega til haga
í grein sinni að ýmsir forystumenn
Alþýðubandalagsins bæði í Suður-
landskjördæmi og í ríkisstjórn áttu
stóran þátt í því að koma þessu
máli í höfn og ná fram ákvörðunum
um smíði nýs Herjólfs. Þetta er
rétt hjá Árna og satt best að segja
það eina nýtilega sem í grein hans
stendur. Þar ber og réttilega hæst
þau sem Árni nafngreinir, Mar-
gréti Frímannsdóttur alþingismann
Sunnlendinga og Ragnar Óskars-
son, einn af forystumönnum Al-
þýðubandalagsins í Vestmannaeyj-
um, og er ég viss um að dugnað
þeirra og ósérhlífni við að koma
þessu máli í höfn kunna Vest-
mannaeyingar að meta og þakka.
Lokaorð
Satt best að segja hefur mig
undrað hvað mest í umræðum um
þessi mál þá léttúð og það
ábyrgðarleysi sem gætt hefur í
ummælum ýmissa manna sem síst
skyldi og ekki síður þó í umfjöllun
fjölmiðla um jafn viðkvæmt mál
og það í raun og veru ~er að ræða
um og öryggi farartækja í farþega-
flutningum. Það er mikill ábyrgðar-
hluti að taka sér stór orð í munn
eins og gert hefur verið í þessu
máli og í fljótu bragði verður ekki
séð að neitt það hafi komið fram
sem gefi tilefni til slíks. Það er
ákaflega óheppilegt að vekja með
farþegum ástæðulausan ótta um
öryggi sitt og yfirleitt er hið gagn-
stæða reglan, að þeir sem ábyrgð
bera á slíkum farartækjum leggja
sig fram um að láta farþegum líða
vel og fullvissa þá um að þeir séu
í öruggum höndum.
Það er því að mínu mati öllum
fyrir bestu að sérfræðingar fái að
vinna það verk sem þeim hefur nú
verið sett fyrir, að kanna hegðun
skipsins og bera hana saman við
þær líkanprófanir sem áður höfðu
verið gerðar. Að menn öðlist
reynslu af að breyta skipinu og
meiri reynsla komist á hvernig til
tekst á allan hátt.
Ég er sjálfur sannfærður um og
bjartsýnn á að hið nýja og glæsi-
lega skip eigi eftir að þjóna sínu
hlutverki vel og alls ótímabært er
að mínu mati að spá nokkru öðru.
Fari nú svo eftir tíu ár, árið 2002,
að menn komi saman aftur til að
halda uppá að það skip, sem nú
hefur nýhafið siglingar, hafí með
farsælum hætti þjónað sínu hlut-
verki og reynst happafleyta, þá
mun ég senda Árna Johnsen kveðju
og það jafnvel þó að hann verði
þá t.d. stundakennari við gítarskól-
ann í Kulusuk. Með Guðs hjálp og
góðra manna hlýtur að takast að
borga fyrir skeytið.
Höfundur er alþingismaður og
fyrrverandi samgönguráðherra.
SNJALLRÆÐI!
eftir Emil B. Karlsson
Nokkrir þjónustuaðilar atvinnu-
lífsins hafa tekið höndum saman um
að verðlauna snjallar hugmyndir
sem koma íslensku atvinnulífi til
góða. I þessu tilefni hefur verið efnt
til samkeppni um hugmyndir að
nýjum markaðshæfum afurðum.
Verðlaunin felast í fjárhagslegri
styrkveitingu til að vinna úr hug-
myndunum og á síðara stigi styrk
til að kanna markaðsmöguleika
verðlaunavörunnar og þróa h'ana í
endanlegan búning. Nafn verkefnis-
ins er Snjallræði!, nafn sem jafn-
framt gefur til kynna hvers eðlis
það er.
Iðntæknistofnun hefur umsjón
með verkefninu en að því standa
einnig iðnaðarráðuneytið, Iðnlána-
sjóður og Iðnþróunarsjóður. Á Iðn-
tæknistofnun er unnið markvisst að
stuðningi við nýjar hugmyndir sem
liggja í láginni innan veggja fyrir-
tækja og meðal einstaklinga. Snjall-
ræði er eitt þessara verkefna. Það
er þó frábrugðið öðrum hliðstæðum
verkefnum að því leyti að hugmynd-
irnar eru lagðar fram í nafni ein-
staklinga fremur en fyrirtækja.
Hugmyndirnar sem leitað er að eru
ekki einskorðaðar við afmörkuð
starfssvið eða tæknisvið. Þær geta
varðað allt frá einföldustu hlutum
til flókins tæknibúnaðar. Markmiðið
er að laða fram góðar, ábatasamar
hugmyndir og gera þær að veru-
leika. Gert er ráð fyrir að flestar
„Hugmyndasamkeppn-
in Snjallræði verður
vonandi til að slíkir
hugmyndaríkir starfs-
menn og nemendur á
æðri stigum skólakerf-
isins noti tækifærið til
að leggja fram snjallar
hugmyndir sem e.t.v.
hafa haldið fyrir þeim
vöku en ekki komið til
framkvæmda sökum
skilningsleysis annarra
eða fjárskorts."
hugmyndanna sem berast varði þró-
un nýrra afurða, en einnig er pláss
fyrir snjallar tæknilegar lausnir sem
gætu aukið framleiðni og afköst í
iðnaði. Mörg dæmi eru til um að
starfsmenn fyrirtækja hafi með
reynslu sinni þróað nýjar lausnir og
fengið hugmyndir að arðbærum
framleiðsluvörum. Hugmyndasam-
keppnin Snjallræði verður vonandi
til að slíkir hugmyndaríkir starfs-
menn og nemendur á æðri stigum
skólakerfisins noti tækifærið til að
leggja fram snjallar hugmyndir sem
Emil B. Karlsson
e.t.v. hafa haldið fyrir þeim vöku
en ekki komið til framkvæmda sök-
um skilningsleysis annarra eða fjár-
skorts.
Tvær milljónir í verðlaun
fyrir góða hugmynd
Til mikils er að vinna fyrir þátt-
takendur því auk verðlaunanna má
gera ráð fyrir arðsemi af hugmynd-
inni eftir að hún er komin á fram-
leiðslustig. Fjárhæð verðlaunanna
getur hæst numið rúmum tveimur
millj. króna fyrir einstaka hugmynd
ef lögð eru saman verðlaun í þeim
tveimur áföngum sem samkeppnin
skiptist í. í fyrri áfanga verða vald-
ar allt að átta hugmyndir og þær
verðlaunaðar. Verðlaunin felast í
allt að 600.000 kr. fjárhagsaðstoð
við að kanna hvort hugmyndirnar
eru hagkvæmar til framleiðslu.
Verðlaunahafinn verður þó ávallt
að leggja fram 25% kostnaðarins á
móti verðlaunaupphæðinni. Fyrsti
áfangi má ekki taka lengri tíma en
sex mánuði.
Þá hefst síðari áfanginn. í honum
eru einungis gjaldgengar hugmyndir
sem hlutu verðlaun í fyrsta áfanga.
Valdar eru fjórar hugmyndir sem
hljóta jákvæðasta niðurstöðu úr
hagkvæmisathuguninni í fyrsta
áfanga. Verðlaunaupphæðin getur
numið allt að 1,5 millj. króna gegn
því skilyrði að mótframlag verð-
launahafans verði 50% af kostnaðin-
um. Síðari áfanginn felst í fullnaðar-
þróun og frumgerðasmíð. í því felst
að færa markaðshæfa afurð í endan-
legt form og þannig leggja grunn
að sölu hennar.
Hugmyndin með Snjallræði er að
létta undir með hugmyndasmiðum
sem annars þyrftu að standa sjálfir
straum af kostnaði við þróun og
hönnun hugmynda sinna. Snjallræði
er stökkpallur fyrir nýtt líf í okkar
einhæfa atvinnulífi. Ef vel tekst til I
má gera ráð fyrir annarri keppni
þegar þeirri fyrstu lýkur.
Höfundur er kynningarstjóri
Iðntæknistofnunar.
Hafsteinn Austmann
Hafsteinn
Austmann
sýnirí
Nýhöfn
HAFTEINN Austmann opnar sýn-
ingu í Listasalnum Nýhöfn, Hafn-
arstræti 18, á morgun, laugardag,
kl. 16-18. A sýningunni eru mál-
verk og vatnslitamyndir, unnar á
sl. þremur árum.
Hafstein er fæddur 1934 á Ljóts-
stöðum í Vopnafirði. Árið 1951 inn-
ritaðist hann í Myndlistaskólann í
Reykjavík og á árunum 1952-54
stundaði hann nám við Handíða- og
myndlistaskólann. Að því loknu hélt
hann til Parísar í framhaldsnám við
Academie de la Grande Chaumier
og dvaldi þar í tvö ár.
Hafsteinn hefur haldið fjölda
einkasýninga og tekið þátt í samsýn-
ingum hér heima og erlendis. í apríl
síðastliðnum hélt hann einkasýningu
í Galleri Orpheus í Eskilstuna, Sví-
þjóð. Hann hefur um árabil verið
kennari við Myndlista- og handíða-
skóla íslands, er formaður Félags
íslenskra myndlistarmanna og á
sæti í safnráði Listasafns íslands.
Sýningin í Nýhöfn er sölusýning.
Hún er opin frá kl. 12 til 18 virka
daga og frá kl. 14 til 18 um helgar.
Lokað er á mánudögum.
(Fi-éttatilkynning)
Þriggja <tceta dófi og tveir .tlólar. Einnig horn^ófattett á ny'ög gó(fu vertfi.
Opid ídag, laugardag, til fcl. 17
. SuAtrlatuíiítnuU.54 «/lraxafeii - Sími 682866
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40