Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. AGUST 1992
!H*qpiiiÞlaMfr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen. #
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnssón,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald  1200 kr. á mánuði innanlands.  l' lausasölu  110 kr. eintakið.
Landbúnaðurinn
og framtíðin
Skýrsla Þjóðhagsstofnunar,
„Landbúnaður 1945-1989",
greinir frá því, að fjármagn hafi
aukizt um 140% í landbúnaði á
þessu árabili og að framleiðsla
hafi aukizt um 107%. Samt sem
áður fækkaði ársverkum í grein-
inni um 56%. Ný þekking og
tækni juku framleiðsluna. Breytt-
ar matarvenjur drógu hins vegar
úr innlendri eftirspurn.
Framleiðslan í landbúnaði
jókst allar götur til ársins 1977
en hefur staðið í stað síðan. Þró-
un eftir greinum er þó misjöfn.
Samdráttur hefur orðið í naut-
gripa- og sauðfj'árrækt. Ástæðan
er sem fyrr segir minnkandi inn-
anlandsneyzla búvöru og lágt
verð á erlendum mörkuðum.
Nokkur vöxtur hefur hins vegar
verið í hænsna- og svínarækt,
garðyrkju og gróðurhúsarækt.
Landbúnaðurinn hefur undan-
farið verið að aðlaga sig að gjör-
breyttum innlendum og erlendum
markaðsaðstæðum. Skiptar skoð-
anir hafa verið um hversu hratt
skuli fram gengið í þessu efni,
en hagsmunir landbúnaðarins
skarast við hagsmuni ýmissa
hliðargreina, bæði þjónustu- og
úrvinnslugreina. Á heildina litið
verður þó ekki annað séð en að
bæhdur geri sér grein fyrir því
að þeir verða að þróa atvinnu-
greinina að breyttum innlendum
og erlendum markaðs- og við-
skiptaháttum. Þeir hafa sætzt á
með búvörusamingi að umdeildar
útflutningsbætur með umfram-
framleiðslu búvöru falli niður frá
og með 1. september nk. Það eru
söguleg tímamót.
Haukur Halldórsson, formaður
Stéttarsambands bænda, sagði í
setningarræðu aðalfundar stétt-
arsambandsins            síðastliðinn
fimmtudag, að ef hugmyndir um
innflutning búvara komi til fram-
kvæmda á næstu árum í tengsl-
um við fjölþjóðasamninga hljóti
það að vera grundvallarkrafa ís-
lenzkra bænda að þeir búi við sem
líkust starfsskilyrði og þeir fram-
leiðendur sem þeir eigi í sam-
keppni við. Þetta taki meðal ann-
ars til skattlagningar á fram-
leiðsluna og verðs aðfanga. Und-
ir þetta má taka. Það er megin-
mál fyrir allar íslenzkar sam-
keppnis- og útflutningsgreinar
að samfélagið búi þeim hliðstæð
starfsskilyrði og keppinautar í
umheiminum búa við.
Halldór Blöndal landbúnaðar-
ráðherra sagði á þessum sama
aðalfundi Stéttarfélags bænda að
óhjákvæmilegt væri að gera þá
kröfu að sláturkostnaður lækki
verulega. „Sá tími er liðinn,"
sagði ráðherrann, „að afurða-
stöðvar landbúnaðarins yæru
látnar standa undir iiðrum rekstri
sömu fyrirtækjasamstæðu". Sýnt
er að fækka verður sláturhúsum,
eins og mjólkurbúum, til að ná
fram hagræðingu og kostnaðar-
lækkun, til að styrkja samkeppn-
isstöðu búvörunnar á neytenda-
markaði. Pram kom og í ræðu
ráðherrans að frumvarp um að
breyta Áburðarverksmiðjunni í
Gufunesi í hlutafélag yrði lagt
fram á Alþingi í haust, og inn-
flutningur á áburði yrði gefinn
frjáls ekki síðar en 1995, sam-
kvæmt samningi um evrópskt
efnahagssvæði, en áburður er
meðal aðfanga sem íslenzkir
bændur hafa þurft að kaupa mun
hærra verði en bændur í grann-
ríkjum.
„Það ætti að vera ljóst hverjum
manni," segir formaður Stéttar-
sambands bænda, „að það fyrir-
komulag sem ríkt hefur og fól
það í sér að ríkisvaldið bar ábyrgð
á afsetningu afurðanna og að
landbúnaðarráðuneytið og við-
skiptaráðuneytið voru á kafí í
sölustarfsemi fyrir kindakjöt gat
ekki gengið öllu lengúr". Þetta
eru brð að sönnu. Þetta úrelta
fyrirkomulag slævði hvatann til
nauðsynlegrar hagræðingar og
aðlögunar að nútíma viðskipta-
háttum og veikti þann veg en
styrkti ekki atvinnugreinina og
landsbyggðina, til lengri tíma lit-
ið.^
íslenzkur landbúnaður og ís-
lenzkt atvinnulíf í heild stendur
um margt á tímamótum. En ef
samfélagið bregst á næstu miss-
erum, eins og vonir standa til,
rétt við dagsbrún nýrra tíma á
sviði markaðsmála — og atvinnu-
vegir okkar laga sig að fyrirsján-
legri viðskiptaþróun — mun land-
búnaðurinn gegna gildu framtíð-
arhlutverki í þjóðarbúskapnum.
Það að tryggja framtíðarstöðu
íslenzks landbúnaðar skiptir ekki
aðeins máli fyrir atvinnulega
framvindu og æskilega byggða-
þróun í landinu. Reynslan sýnir
að það skiptir einnig máli fyrir
varðveizlu íslenzkrar menningar-
arfleifðar. í þeim efnum hafa
sveitir og bændur verið landstólp-
ar. „Hver einasti sveitabær er
musteri arfleifðar sem er mikil-
vægari en öll sú framleiðsla sem
send er á samkeppnismarkað í
þéttbýlinu", eins og segir í
Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins
fyrir nokkrum misserum.
SIÐASTA ÞING FJORÐUNGSSAMBANDS NORÐLENDIl
Tvö ný samtök tak;
af fjórðungssambai
STARFSEMI Fjórðungssambands Norðlendinga lýkur er þingi þess,
sem nú stendur yf'ir á Hvammstanga, verður slitið síðdegis í dag,
laugardag. Að sambandinu hafa staðið flest sveitarfélög á Norður-
landi. Áður en 34. og síðasta þing sambandsins var sett í gær voru
stofnuð tvö ný samtðk sveitarfélaga, annars vegar sveitarfélaga á
Norðurlandi eystra og hins vegar á Norðurlandi vestra. Kosið var
um hvar staðsetja ætti heimili samtakanna á Norðurlandi vestra og
varð Hvammstangi fyrir valinu, en í hinum kjördæmunum fylgir
það formanni hverju sinni.
Undirbúningsnefnd að stofnun
samtaka sveitarfélaga á Norður-
landi vestra stakk upp á því að
heimili og varnarþing samtakanna
yrði á Blönduósi á stofnfundi sam-
takanna í gær. Fulltrúar sættu sig
ekki við uppástungu nefndarinnar
og var á fundinum kosið í fyrstu á
milli fjögurra staða, Blönduóss,
Hvammstanga, Hofsóss og Varma-
hlíðar. I seinni umferð þegar kosið
var á milli Hvammstanga og
Blönduóss fékk fyrrnefnda sveitar-
félagið 18 atkvæði og hið síðar-
nefnda 14.
„Það er eðlilegt að barátta sé á
milli sveitarfélaga um svona mál,
það voru öll sveitarfélög á svæðinu
tilbúin að taka við þessu. Ég held
Kvótahafar ráða staðar-
vali útgerðar á landinu
— segir Áskell Einarsson framkvæmdastjóri fjórðungssambandsins
„FRJÁLS aðgangur að hafinu
hefur skapað ótrúlega mörgum
skilyrði til sjálfsbjargar og efna
í þessu landi. Það er staðreynd
að kvótahafar eru þeir sem ráða
staðarvali útgerðar í landinu.
Mörg byggðarlög hafa þurft að
endurkaupa þennan lífsbjargar-
rétt sinn. Kvótinn er að safnast
á fárra hendur og útgerðin er
að þjappast saman á fáeina staði
á landinu," sagði Áskell Einars-
son, sem verið hefur fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Norðlendinga í tæplega
22 ár, er hann flutti skýrslu sína
á síðasta þingi sambandsins sem
nú stendur yfir á Hvammstanga.
Áskell sagði að stokka þyrfti
spilin upp á nýtt, en nýtt skipulag
yrði að byggjast á eðlilegum rétti
íandshluta og byggðasvæða til lífs-
bjargar, kvóti yrði ekki framseljan-
legur, það mætti ekki myndast for-
réttindaaðall með lögvarinn rétt til
nýtingar á höfuðauðlind þjóðarinn-
ar. „Það er lénskipulag, sem ekki
má festast í sessi."
Sættum okkur við að síga niður
á nýlendustigið með því að færa
fullvinnslu sjávarafla úr landi væri
hæpið að þjóðarbúið stæðist til
frambúðar. Duldir straumar hefðu
ráðið miklu um hagsæld og búsetu
í landinu, megin orsök varanlegrar
búseturöskunar í landinu mætti
rekja til áhrifa hernáms og setu
varnarliðs, sem suðvesturhornið
hefði notið. Nú væru mál að skipt-
ast á nýjan veg með samdrætti á
Suðurnesjum, þar sem þriðji hver
maður væri háður hinni erlendu
starfsemi. Atvinnuvandinn þar kall-
aði á álverksmiðju á Keilisnesi sem
væri upphaf nýlendustefnu um nýt-
ingu landkosta.
„Félagsleg byggðastefna er jafn-
rétti fólksins, hvar sem það býr í
þjóðfélaginu. Samkennd þjóðarinn-
ar um jafnræði þegnanna er að
hverfa. Hinar fjölmennu byggðir á
Faxaflóasvæðinu telja sig hafa
byrði af landsbyggðinni," sagði
Áskell. „Þetta er hugmyndafræði-
legur ósigur byggðastefnu, sem
byggðist á jafnréttishugmyndum
samtímans."
að i
að
kos
mei
sag
kjöi
svei
I
stai
heil
rétt
Fjói
upp
aði
ban
um
kos
hek
bre;
smí
\
und
san
möi
næi
af ]
san
í
san
Ein
ur j
dal,
°g
stri
Næstu misseri
fyrir landsbyg
- segir Hilmar Kristjánsson formaður Fjórð
„MÖRG sveitarfélög í okkar kjör-
dæmum eiga í erfiðleikum vegna
veikrar stöðu atvinnulífsins og
fólksfækkunar, sem gerir erfitt
um vik í félagslegu tilliti. Enginn
vafi er á að næstu misseri munu
verða erfið fyrir landsbyggðina.
Minnkandi aflakvóti og samdrátt-
ur í landbúnaði ráða þar mestu.
Hart mun verða tekist á um hvoru
tveggja og óttast ég að það muni
reyna verulega á samstarf sveit-
arfélaganna. Yegna viðvarandi
halla á ríkissjóði verður eflaust
reynt að velta hluta vandans yfir
á sveitarfélögin," sagði Hilmar
Samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu
Einar Njálsson fyrsti formaður
EINAR Njálsson bæjarsrjóri á Húsavík var kjörinn formaður Sam-
taka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Eyþing, sem stofn-
uð voru á Hvammstanga í gærmorgun, áður en siðasta ping Fjórð-
ungssambands Norðlendinga hófst.-Af 30 sveitarfélögum á svæðinu
hafa 29 ákveðið að gerast aðilar að hinum nýju samtökum, það er
einungis Öxnadalshreppur sem tekur ekki þátt i stofnun samtak-
anna, en hreppurinn var heldur ekki innan Fjórðungssambands
Norðlendinga.
„Það var mikil samstaða um
stofnun þessara samtaka og ein-
hugur í mönnum," sagði Einar í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Hann sagði að samtökunum væri
fyrst og fremst ætlað að vera vett-
vangur umræðna og samræmingar
á sjónarmiðum auk sameiningar á
stefnumiðum landshlutans. Hlut-
verk Eyþings væri að efla samvinnu
sveitarfélaganna í landshlutanum,
gæta hagsmuna þeirra, styrkja
byggð og mannlíf.
Ekki er gert ráð fyrir að ráðinn
verði framkvæmdastjóri til starfa
fyrir samtökin að svo stöddu, en
stjórn þess yrðu falin verkefni er
bærust frá aðildarfélögunum hverju
sinni.
„Ég tel að auðvelt eigi að vera
að sameina sjónarmið' manna á
þessu landsvæði, mörgum fannst
starfssvæði Fjórðungssambands
Norðlendinga of stórt," sagði Einar.
Af verkefnum sem Einar sagðist
sjá fyrir sér að sinnt yrði á vett-
vangi samtakanna nefndi hann
menntunarmál, m.a. að stuðla að
eflingu Háskólans á Akureyri, en
með stofnun hans hefði verið stigið
mesta spor í framfaraátt í þágu
byggðastefnu á íslandi um langan
tíma. Þá nefndi hann samstarf
varðandi framhaldsskóla í kjör-
dæminu og einnig nánara samstarf
sveitarfélaganna í umhverfismál-
um, m.a. á sviði sorphirðu og förg-
unar.
„Það verður mjög mikilvægt í
starfsemi samtákanna að tryggja
jafnan rétt allra sveitarfélaganna
eins og kostur er, bæði stórra og
smárra."
Auk Einars eru í stjórn Eyþings,
Halldór Jónsson, Akureyri, Jóhann-
es Sigfússon, Þistilfirði, Pétur Þór
Jónasson, Eyjafjarðarsveit og Jón-
ína Óskarsdóttir, Ólafsfirði.
Kri
skj
bai
í g
Síð
ins
Hv;
inu
sari
sto
Sai
lan
Sai
og
unj
sto
-þin
Hv
1
sta
aði
má
sta
á
val
sve
lag
arf
is i
i
arr
hal
fló(
vei
ve{
ur
rej
fre
ar
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40